Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 57 MINNINGAR hvort sem var verið að taka slátur eða í spil. Ömmu þótti ógurlega gam- an að spila bridge og erfitt að fá hana frá spilaborðinu þegar þannig stóð á. Hún var í sérstöku uppáhaldi hjá okkur öllum og ég er ákaflega stolt af því að hún hafi verið amma mín. Það var mér alltaf mikils virði ef amma samþykkti það sem ég tók mér fyrir hendur. Hún hafði nefni- lega skoðanir á öllum heimsins hlut- um og var óspör við að segja hug sinn. Ég hefði aldrei getað trúað því sunnudaginn síðasta sem ég heim- sótti hana að þetta væri okkar síð- asta stund. Okkar síðasta stund. Ég kynnti hana fyrir kærastanum mín- um og svo kvöddumst við. Við kvödd- umst í hinsta sinn. En nú er hún komin til Ara afa og Jóns afa og þau vaka yfir mér og okkur öllum. Hvfldu í friði, elsku amma mín, við hittumst seinna hinum megin. Fallin er nú falleg jurt féll á björtum degi svífur nú á skýjum burt légsegi. Þín (S.U.J.) Sigríður Unnur. Ömmusystir mín, Ólöf Sigvalda- dóttir, er látin. Olla frænka var stór- brotinn persónuleiki. Ég minnist hennar sem sterkrar, vakandi pers- ónu sem ekkert var óviðkomandi. Olla var ákveðin kona sem hafði skoðanir á flestum hlutum og var ekki feimin við að láta þær í ljósi og það var aldrei nein lognmolla í kring- um hana. Það var stór viðburður í hugum okkar systkinanna á Kvisthaga þeg- ar hún og Jón maður hennar komu á Volvoinum gamla í heimsókn til ömmu og afa á Hamraendum. Okkur fannst bíllinn þeirra svo flottur þó svo að honum væri kannski ekki ekið eins hratt og við hefðum kosið. Við þekktum engan annan sem átti svona sérstakan bfl. Það var mikil gleði sem fylgdi heimsóknum þeirra. Þau afi spiluðu til skiptis á orgelið hans afa inni í stofu og það var sung- ið og sungið. Þetta átti nú við ömmu og afa. Það var svo mikill lífskraftur sem geislaði af Ollu að það smitaði meira að segja okkur krakkana. Hún var nú auðvitað svolítið stjórnsöm líka svo að við þorðum nú ekki að láta mikið á okkur bera. Ég man að afi fór oft á berjamó á haustin eins og margir aðrir. Eftir að Olla hætti að koma vestur af því til- efni sendi afi henni megnið af því sem hann tíndi. Ég sé enn fyrir mér brúnu pappakassana, fulla af kræki- berjum og minnist þess að mér fannst svolítið skrítið að hann skyldi senda Ollu öll þessi ber í stað þess að láta' ömmu fá þau. í þá daga var ekki tannlæknir í Búðardal svo að fara þurfti í Borgar- nes til tannlæknis. ÖIl fjölskyldan fór þá í einu og við fórum auðvitað til Ollu frænku, biðum þar uns við tínd- umst í stólinn eitt og eitt og svo var auðvitað kaffi hjá Ollu á eftir, pönnu- kökur og allt tilheyrandi og síðan ek- ið í Dalina aftur. A þeim bæ var gestrisnin nánast óendanleg. Fjölskylda Ollu var mjög stór. Þrátt fyrir það lét hún ekki sitt eftir liggja við að fylgjast grannt með af- komendum systra sinna, Þorbjargar og Gróu Maríu. Hún kom nokkuð reglulega vestur í Dali og fór þá í Sefjaland og að Hamraendum þar sem systur hennar höfðu búið. Svo var öllum hóað saman til að hitta Ollu og það var mikið talað og hlegið. Það var alveg undarlegt að okkur fannst hún aldrei eldast neitt. Alltaf var hún jafnklár í kollinum og virtist bara hressast með aldrinum. Olla var alltaf með það á hreinu ef fæðing, ferming, gifting eða stóraf- mæli var á næsta leiti. Allar gjafir voru handunnar af henni sjálfri, sendar mjög tímanlega og skilaboð með um að afhenda viðkomandi gjöf á réttum degi. Fréttirnar um veikindi Ollu nú nýlega komu nokkuð á óvart þótt hún væri orðin þetta öldruð. Ætt- ingjar hennar höfðu nýlega haldið upp á afmæli hennar og þar hittist stór hópur fólks. Sennilega hefur engan grunað að hún ætlaði að fara að yfirgefa okkur strax. Ævi hennar var löng og góð þegar á heildina er litið. Veit ég að það hefur verið vel teMð á móti frænku minni hinum megin og sennilega sitja þær syst- urnar nú saman og rifja upp eitt og annað frá liðinni tíð. Ég og fjölskylda mín sendum öll- um aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Líf okkar sem eftir stöndum er auðugra eftir kynnin af Ólöfu Sig- valdadóttur. Gróa Svandís Sigvaldadóttir. Núna þegar hún Olla frænka er dáin eru svo ótalmargar minningar sem rifjast upp frá liðnum árum, al- veg sérstaklega frá bernsku- og æskuárum þegar allar stærstu stundirnar voru tengdar Ollu frænku og Ara. Skírn og ferming systrabarnanna í Dölunum var óhugsandi nema Olla og Ari og börn þeirra kæmu. Einnig eru mjög minn- isstæðar allar ferðirnar í boddýbfln- um. Þá var vegakerfið fram í Hörðu- dal öðruvísi en í dag og seinfarið eftir áreyrum. Af ferðum ber hæst ferð kringum Strandir 1947 og ferð í Húsafellsskóg og á Snorrahátíð í Reykholti. Jólapakkanna frá henni Ollu frænku var beðið með eftir- væntingu, enginn gleymdist þó að pökkunum fjölgaði með árunum, af- mælisdaga okkar systkina mundi hún til hinstu stundar og hringdi allt- af til afmælisbarnsins. Arvissar voru líka berjaferðirnar í Dali meðan henni entist heilsa, þær eru ógleym- anlegar og eins heimsóknir hennar þó hreyfigeta væri orðin skert. Sam- band þeirrra systra Ólafar, Þorbjargar og Gróu var alla tíð mjög náið og systrabörn hennar og þeirra börn nutu óspart alúðar hennar og hlýju. Við systkinin heimsóttum hana glaða og gestrisna 9. septem- ber sl. og nutum góðrar stundar með henni á Hrafnistu. Grunaði okkur ekki að sú stund yrði sú hinsta. Fólk- ið hennar í Dölunum sendir henni saknaðarkveðjur og þakkar skemmtilega samfylgd, alls staðar var hún hrókur alls fagnaðar með or- gelleik og söng. Við munum þig frænka. Blessuð sé mætust minning. Systkinin frá Seb'alandi og fjölsk. þeirra. í dag er til moldar borin elskuleg móðursystir okkar Ólöf Sigvalda- dóttir, eða Olla frænka eins og við kölluðum hana alltaf, sem látin er í hárri elli, 94 ára. Hún var af sterkum stofni komin og bar með sér sterk ættareinkenni forfeðra sinna hvað skynsemi, greind, dugnað og útsjón- arsemi varðar en öll þessi góðu ein- kenni varð hún að nota í ríkum mæli á sinni lífsbraut. Það voru forréttindi að fá að eiga þig sem náið skyld- menni okkar. Fyrir það ber að þakka og allt það sem þú gerðir fyrir okkur, foreldra okkar, börn og skyldmenni. Aldrei gleymist þegar árlega kom jólapakki inn á okkar æskuheimili frá Borgarnesi með eplum og stórum suðusúkkulaðistykkjum sem áttu að fara í jólasúkkulaðið en voru stund- um búin að rýrna ansi mikið en það er önnur saga, fyrir utan föt og ann- að fleira sem sent var. Það er margt sem kemur í hugann þegar við lítum til baka. Vel munum við skemmti- ferðirnar sem okkur buðust. Mörg sumur komu Ólöf og Ari vestur á boddýbíl og tóku ættingja í Dölum í sunnudagsferðalag í Húsafell eitt ár- ið, kringum Strandir annað árið svo eitthvað sé nefnt. Ólöf frænka bjó til berjasaft fyrir börnin sín, það var nefnilega gott að hafa það með lýs- inu. Hún kom yfirleitt á hverju sumri í Seljaland og tíndi ber og var hand- fljót en hún hafði lflca með sér lopa og prjónaði peysur á strákana sína sex sem þurftu að fá hlýjar flíkur á haustin þegar skólinn byrjaði. Við minnumst líka yndislegra daga að Skildi í Helgafellssveit á ættarmóti, þar var gleði og gaman og þar stjórnaði ættarhöfðinginn okkar hún Ólöf fjöldasöng og hélt síðan kraft- mikla ræðu og það er ánægjulegt að það var ýmislegt tekið upp á mynd- band af því sem þar fór fram. Við þökkum þér fyrir gjafir, vinsemd og allt sem ekki er með orðum talið en í huga geymt. Það er svo margt sem á hugann leitar í endurminningum. Blautar bremsur á bfl úr Miðá stopp- að á stétt við húsið. Orgelleikur, söngur, grín og gaman og líka alvar- an. Góðar samverustundir. En nú skilur leiðir, en á móti þér taka eigin- menn, systur og fleiri með bros á vör. Fyrir að fá að vera þér samferða á þessari lífsbraut þökkum við af al- hug með erindi sem oft var sungið og spilað á Hamraendum er þig bar að garði. Geng ég fram á gnípur og geigvæna brún, djúpari lít ég dalinn og dáfógur tún, djúpan lít ég dalinn og dáfógur tún. Kveður lítil lóa, en leití gyllir sól, í hlíðum smalar hóa, en hjarðir renna á ból, í hh'ðum smalar hóa, en hjarðir renna á ból. Bær í björtum hvammi mér brosir í mót, manstu vin þinn, mæra, munblíða snót? manstu vin þinn, mæra, munblíða snót? (MatUoch.) Að lokum viljum við kveðja þig eins og við kvöddum þig oft í lok sím- tals. Vertu ævinlega blessuð, Guð geymi þig. Innilegar samúðarkveðj- ur sendum við börnum og öðrum ættingjum. Syst kinin frá Hamraendum. Haustið skartaði sínu fegursta, ör- lítill svali minnti okkur á nálægð vetrarins en hlýir geislar sólarinnar yljuðu og lyftu hugum okkar frá amstri hversdagsins. Þannig var brottfarardagur Ólafar fyrrverandi tengdamóður minnar. Það var sem almættið hefði valið henni ferðaveð- ur í takt við lífshlaupið. Það hafði alltaf gustað af Ólöfu, en umhyggja hennar og hlýja yljaði samferðafólk- inu. Fljúgandi greind hennar og mælska gerðu stundirnar með henni einstakar. Til hennar var hægt að sækja þann mannauð sem er allri efnishyggju ofar, lifandi áhuga á fjöl- skyldunni, mönnum og málefnum. Frá Ólöfu fór ég alltaf auðugri en ég hafði komið, og málefni hversdagsins litu öðru vísi út eftir spjall við þessa góðu konu. Hún átti vináttu mína alla, og það yljar mér með stolti að vita að hún var endurgoldin allt til loka. Kynni okkar hófust þegar ég og yngsti sonur hennar Jón fórum að draga okkur saman. Hún tók mér strax ákaflega vel. Mér er minnis- stætt þegar ég kom í mínu fyrstu heimsókn á heimili hennar í Borgar- nesi og var boðin í hádegismat á sunnudegi. Einn margra veikleika minna í lífinu er matvendni. Aðal- máltíðin var lundi, að hennar sögn herramannsmatur úr Breiðafjarðar- eyjum. Ég hafði aldrei smakkað lunda og leist ekkert á blikuna. Ég rétt nart- aði í matinn aðallega vegna feimni og ótta við þessa nýju fjölskyldu mína. Löngu seinna viðurkenndi ég það fyrir henni að mér þætti lundi ekki góður. Á yfirborðinu virtist það hljóta skilning hennar. Eins fór fyrir annarri tengdadóttur hennar, hún fékk svið að borða þegar hún borðaði sína fyrstu máltíð. Hún borðaði ekki svið og vandist þeim aldrei meðan ég þekkti til. Svo liðu árin og í helgar- ferðum okkar Nonna í Nesið laumaði hún alltaf lundanum í sunnudags- matinn, en sagði svo sakleysislega: „Æi fyrirgefðu, Þóra mín, ég man aldrei hvor ykkar borðar svið og hvor lunda." Eg vissi hins vegar bet- ur. Lundann átti ég að læra að borða og Anna sviðin. Ólöf gafst aldrei upp. Heimili Ólafar í Borgarnesi var opið öllum og gestagangur mikill. Hún var rómuð fyrir einstaka gest- risni og höfðingsskap. Henni leið alltaf best þegar mikið var að gerast. Þegar eldhúsborðið var þétt setið og mikið var spjallað lá hún ekki á skoð- unum sínum, en var fljót að breyta umræðuefninu ef út í ógöngur var komið, og gerði það þá af slíkri snilld að enginn tók eftir, nema þeir sem þekktu hana sem best. Hún átti miklu barnaláni að fagna. Með fyrri manni sínum, Ara, eignað- ist hún sjö mannvænleg börn sem hún ræktaði vel sambandið við, enda hafa þau alla tíð staðið þétt við hlið móður sinnar. Ara missti hún af slys- förum langt um aldur fram. Síðar giftist hún Jóni Sigurðssyni frá Skíðsholtum og var alveg einstakt hversu vel hann tók þessum stóra hópi barna, tengdabarna og barna- barna. Jón var rólegur og traustur maður og alltaf stutt í glettnina. Ólöfu var margt til lista lagt. Hún var mikil hannyrðakona, heklaði, saumaði og prjónaði. Hún hafði yndi af að spila bridge, og var ekki hrifm af að vera trufluð við spilaborðið. Hún var músíkölsk og hafði mikinn áhuga á tónlist. Hún átti gamalt stig- ið orgel í stofunni í Borgarnesi sem hún daglega spilaði á. Eftir að hún fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði lét hún gamla orgelið en fékk sér hljóm- borð og fannst mér notalegt að heyra hljóma orgelsins fram á gang þegar ég kom til hennar í heimsókn. Það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast slíkri konu sem Olöf Sig- valdadóttir var. Hún bjó síðustu tíu ár ævi sinnar á Hrafnistu í Hafnar- firði og líkaði þar dvölin vel. Héðan frá Kanaríeyjum sendi ég aðstand- endum hennar mínar bestu samúð- arkveðjur. Gengin er stórbrotin kona sem ávallt bar hag sinnar stóru fjölskyldu fyrir brjósti. Vegferðin með henni auðgaði huga minn og vakti með mér víðari sýn á gildi mannlífsins. Guð blessi hana. Þóra Einarsdóttir. „Væna konu, hver hlýtur hana - Hún er miklu meira virði en perlur. Hún opnar munninn með speki og ástúðleg fræðsla er á tungu hennar. Hún vakir yfir því, sem fram fer á heimili hennai', og etur ekki letinnar brauð. Synir hennar ganga fram og segja hana sæla, maður hennar gengur fram og hrósar henni. Margar konur hafa sýnt dugnað en þú tekur þeim öllum fram. Sú kona sem óttast Drottin, á hrós skilið, og verk hennar skulu lofa hana í borgarhliðunum". Þannig lýsir Salómon konungur fyrirmyndarhúsmóðurinni. Ólöf Sigvaldadóttir var fyrir- myndarhúsmóðir. Snemma bjó hún sig undir það ævistarf. Hún gekk í Kvennaskólann í Reykjavík og þar urðum við sambekkingar árin 1924 til 1926. Þar man ég hana fyrst átján ára blómarós með rauðgyllt hár, klædda íslenskum búningi sem hún hafði saumað sjálf með sínum högu höndum. Hún var fyrirmyndarnem- andi, hvort heldur var til munns eða handa. Ólöf var ein þeirra sem eru að mennta sig alla æfi. Eftir bóklega námið fór hún í hússtjórnardeild Kvennaskólans í Reykjavík og varð seinna annáluð matreiðslukona. Snemma lærði hún að spila á orgel með slíkum ágætum að hún varð organisti í tveimur kirkjum, í Stykk- ishólmi og kirkjunni á Borg á Mýr- um. Hún giftist glæsilegum manni, Ara Guðmundssyni vegaverkstjóra frá Skálpastöðum í Lundareykjadal, og settust þau að í Borgarnesi. Einu sinni sagði Ólöf mér, á sinn gamansama hátt, að brúðkaupsför sína fóru þau Ari upp á Holtavörðu- heiði þar sem Ari var að verki með stóran vinnuflokk. Hvort það var á þessum dögum eða seinna lét Ólöf sig ekki muna um að taka til hend- inni og elda ofan í allan mannskapinn meðan til þurfti.- Þeir hafa áreiðan- lega ekki verið svangir þá dagana, annar eins snillingur og Olöf var við eldamennskuna. En brátt fékk hún nóg að starfa við heimilishaldið. Þau eignuðust sjö mannvænleg börn. Kom þá sér vel öll kunnáttan í hann- yrðum af öllu tagi. Ólöf var einstak- lega félagslynd og hafði þá skapgerð sem laðar að sér fólk. Hún gekk í Kvenfélagið í Borgarnesi og starfaði þar í áratugi sem ritari og seinna skrifaði hún langa sögu þessa félags með sinni skýru fögru rithönd. Rit- störf voru henni hugleikin því að hún skrifaði dagbækur mestan hluta æv- innar og hUóta þar að vera merkileg- ar heimildir þar sem Ólöf var stál- minnug og ritfær í besta lagi. Þannig stóð hagur hennar í blóma langa hríð. En sorgin gleymir eng- um. Ólöf missti mann sinn af slysför- um á besta aldri, ung ekkja með fullt hús af börnum. Um það tímabil munu aðrir kunnugri geta skrifað því að eftir samveruna í Kvennaskól- anum lágu milli okkar mörg fjöll og firðir áratugum saman uns við hitt- umst aftur háaldraðar hér á Hrafn-'- istu í Hafnarfirði. Þótt líkaminn væri hrörnaður fannst mér hún lík sjálfri sér frá Kvennaskólaárunum. Hún sat við sínar hannyrðir á saumastofu hælisins, þar sem hún hélt góðri sjón var alltaf sama snilldarhandbragðið á öllu og alltaf einhver hópur fólks í kringum hana. Hún hafði þetta hlýja holla þel sem allir laðast að. Auðvitað var hún kosin í trúnaðarfélag vist- manna og ritaði fundargerðir þessa félags með sinni skýru hreinu rit- hönd. Þá má ekki gleyma spilamenn- skunni. Ólöf var briddsspilari í háum gæðaflokki og spilaði flesta daga enda eftirsóttur spilafélagi meðan heilsan leyfði. En þótt Ólöf héldi sér með ágætum andlega lagðist ellin þungt á hana og hún þjáðist meira en menn alltaf vissu því að hún beitti sig oft hörku til að láta sem minnst bera á vanlíðan sinni. Sálarstyrkur henn- ar var studdur af einlægri Guðstrú og hún unni kirkju sinni af heilum hug enda sýndi hún hollustuna í verki á langri æfi. Ólöf las mikið og átti valdar bækur, fylgdist með þjóð- málum, alltaf vakandi í áhuga sínum. Böm hennar sýndu henni einstaka ræktarsemi og bægðu eftir mætti frá henni þyngstu byrði ellinnar sem er einmanaleikinn. Við vinir Ólafar á Hrafnistu sökn-* um öll vinar í stað þegar Ólöf er horf- in. Um leið samgleðjumst við háaldr- aðri heiðurskonu fyrir að vera búin með sitt lífsstríð og trúum því að Guð gefi henni raun lofi betri. Upprisunnar eilíft heiði yfir ljómi þínu leiði, hverja nótt og nýjan dag. (Elín Sigurðardóttír.) Sigurveig Guðmundsdóttir, Hrafnistu Hafnarfirði. Látin er í hárri elli heiðurskonan Ólöf Sigvaldadóttir frá Borgarnesi, en hún lést hinn 19. þessa mánaðar, á næstsíðasta degi sumarsins. Það mun hafa verið árið 1936 að Ólöf fiutti ásamt þáverandi eigin- manni sínum, Ara Guðmundssyni, vegaverkstjóra, og kornungri dóttur þeirra hjóna, í nýtt hús, er þau höfðu látið byggja í svokölluðu Brennuholti í Borgarnesi. Varð hús þeirra næsta hús við það, er móðir mín hafði látið byggia þarna í holtinu árið áður og eru hús þessi m\ 3 og 5 við núverandi Sæunnargötu. Eg minnist þess að hús þeirra hjóna þótti þá eitt hið reisulegasta í Borgarnesi, enda alto- hið vandaðasta eftir þeirrar tíðar hætti. Atvikin höguðu því svo, að næstu 6 árin var ég sárasjaldan heima, en móðir mín þá ein í húsi sínu. Var lán fyrir hana að eiga slíka ágætis ná- granna sem þau Ara og Ólöfu og urðu þær Ólöf fljótlega góðar kunn- ingjakonur. Var Ólöf móður minni alla tíð mjög vinsamleg, meðan báð- ar lifðu, var ég henni alltaf þakklátur fyrir. Er við hjónin fluttum í nýtt hús á Sæunnargötu 7, var ég aftur kominn í næsta nágrenni við þau Ólöfu og Ara og átti Ólöf eftir að vera ná- grannakona okkar næstu 23 árin. Synir okkar voru á þessum tíma^ mótum þriggja ára og eins árs og er þeir fóru að vaxa úr grasi fengu þeir fljótlega löngun til að komast í snert- igu við kindur og hesta, er á vetrum voru höfð í útihúsum, er Ari hafði reist á lóð sinni þarna rétt hjá. Synir þeirra Ólafar og Ara, sem þá voru orðnir sex, sáu að mestu leyti um hirðingu á skepnunum. Ekki dró það úr áhuganum hjá sonum okkar að komast í snertingu við kindurnar og hestana, að þarna voru strákar að stússa, sem gaman gæti verið að kynnast, enda þótt aldursmunur væri allnokkur. Fóru þeir því aáv venja komur sinar þarna í útihúsin og varð úr heilmikill vinskapur með þeim og „Arastrákum". Töluðum við stundum um það í gamni heima hjá okkur að nokkur hluti uppeldis þeirra á þessum árum hefði tengst tíðum komum þeirra í fjárhúsin til vina sinna„Arastráka". SJÁNÆSTUSÍÐU '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.