Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 44
VIKU IM MORGUNBLAÐIÐ 44 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 Bakverkir eru fátækragildra Morgunblaðið/Golli Rangar vinnustellingar eru ein af aðalástæðum bakverkja. KOSTNAÐUR vegna hreyfi- og stoðkerfissjúkdóma á íslandi er áætl- aður vera á bilinu 3,4 til 13,6 milljarð- ar króna á ári, ef mið er tekið af nið- urstöðum rannsókna á Norður- löndum, að því er íram kom í erindi Axels Hall, sérfræðings hjá Hag- fræðistofnun HI, á málþinginu Bak- verkinn burt! nú í vikunni. Málþingið var haldið í tengslum við Alþjóðlegu vinnuvemdarvikuna 2000. „Heildarumfang samfélagslegs kostnaðar af atvinnutengdum sjúk- dómum er þó ekki þekkt stærð á ís- landi enda hefur úttekt á umfangi at- vinnutengdra sjúkdóma eldd verið framkvæmd hér á landi. Ákveðnir örðugleikar eru á þvi að framkvæma slíka úttekt hér þar sem ekki er mikið til af gögnum, sem er forsenda þess að slíkt mat sé mögulegt,“ sagði Axel. í erindi Axels kom fram að sam- kvæmt lögum beri læknum að til- kynna um atvinnutengda sjúkdóma eða ef slys ber áð höndum. „Dauða- slysin og alvarlegri vinnuslys eru til- kynnt en misbrestur virðist vera á því að tilkynna atvinnutengda sjúk- dóma.“ Utreikninga sína byggir Axel á niðurstöðum kannana sem gerðar hafa verið annars staðar á Norður- löndunum og víðar innan Evrópu- sambandsins. Alþjóðavinnumálastofnunin telur að vinnuslys og atvinnutengdir sjúk- dómar kosti Vesturlandaþjóðir að jafnaði um 4% af landsframleiðslu á ári og falla atvinnutengdir stoðkerfis- sjúkdómar innan þess. Niðurstöður norrænna kannana gefa til kynna að heildarútgjöld vegna stoðkerfis- vandamála í hálsi og handleggjum séu um 0,5-2% af vergri landsfram- leiðslu á Norðurlöndunum á ári hverju. Samkvæmt Vinnuverndar- stofnun ESB í Bilbao á Spáni gefa fyrirliggjandi rannsóknir sterkar vís- bendingar um að stoðkerfiskvillar í hálsi, herðum og efri útlimum séu mikið vandamál í ríkjum Evrópusam- bandsins. Stjómvöld í nokkrum að- ildarríkjum ESB staðhæfa að þessir kvillar valdi bæði verulegu heilsu- tjóni og miklum fjárútlátum. Kostnaður af sjúkdómunum skipt- ist í beinan kostnað og óbeinan. Beinn kostnaður er m.a. vegna skertrar framleiðni á vinnustað og fjarvista starfsfólks frá vinnu. Út- gjöld vegna læknisþjónustu og sjúkraþjálfunar falla þar undir sem og sjúkradagpeningar og bætur ef sjúkdómurinn leiðir til örorku auk ýmiss konar annars kostnaðar. Óbeinn kostnaður verður m.a. vegna skertrar þátttöku í heimilisstörfum og umönnunar aðstandenda. Mann- legi þátturinn, þ.e. þjáning og almenn vanlíðan, fellur þar undir. Þá kostar sitt að þjálfa og mennta fólk til nýrra starfa ef til þess þarf að koma. Talið er að óbeinn kostnaður vegna kvilla í stoðkerfi sé mun meiri en sá beini. Samspil líkamlegra, sálrænna og félagslegra þátta „Bakvandamál eru mjög algeng á Islandi. Talað er um að árleg tíðni þeirra sé um 30%,“ sagði Magnús Ólason, yfirlæknir verkjasviðs á Reykjalundi, í erindi sínu. Flestir ná sér fljótt, en bati þeirra sem búa við langvarandi bakverki er oftast hæg- ur og ófullkominn. „Örorka af völd- um bakverkja hefur farið vaxandi á seinni árum og það má benda á að það er ákveðin fátækragildra að verða öryrki vegna bakvandamála," sagði hann. Hann sagði einnig að litið væri á bakverki sem samspil lífeðlis- fræðilegra, sálrænna og félagslegra þátta. Magnús sagði að bestu bata- horfur væru ef fólk bregst hratt við þegar það fær í bakið. Það væri aftur á móti ekki raunhæft markmið að vilja bakverkinn burt þegar lang- vinnir baksjúkdómar væru annars vegar. Meðferðin byggðist á því að auka fæmi, þrek og þol sjúklinga, draga úr lyfjanotkun þar eð lyfja- meðferð ber alla jafna lítinn árangur, auka streituþol og kenna fólki að nota slökun og ýmiss konar hugræna atferlismeðferð. Eiríkur Líndal, yfirsálfræðingur á geðdeild Landspítalans - háskóla- sjúkrahúss, sagði í sínu erindi að það reyndist fólki oft þungbært að fá al- varlega verki í bak, enda hefði það margt hvert aldrei upplifað slæma verki fyrr. Ætti þetta ekki síst við um karlmenn og aðra sem ekki hafa fætt börn. „Verkurinn getur komið verulega á óvart,“ sagði hann. Hann benti einnig á að stöðugur, veikur verkur færi mun verr með fólk en sár verkur sem kemur og fer. Langvar- andi verkur hefði einnig áhrif á sjálf- söryggi sjúklinga sem þyrftu nú að reiða sig á aðstoð annarra, taka lyf og lifa í óvissu um hvenær og hvort þeir kæmust aftur til vinnu. Vinnuvistfræði í tísku erlendis en ekki hér Dóra Hansen innanhússarkitekt sagði að mikilvægt væri að vinnu- svæði væru hönnuð með vinnuvist- fræði í huga. Hún sagðist telja að bakvandamál fólks mætti rekja allt aftur til grunnskóla þar sem sjaldan væri gert ráð fyrir að böm í sömu bekkjardeild væra mjög mismunandi að hæð. Hún sagði einnig að víða er- lendis væri nú í tísku að fá hönnuði til að hanna vinnustöðvar út frá vinnu- vistfræðilegum sjónarmiðum en hér á landi væri fyrst og fremst leitað til þeirra vegna fagurfræðilegra þátta. Þórann Sveinsdóttir, sjúkraþjálf- ari hjá Vinnueftirliti ríkisins, sagði í erindi sínu að álagseinkenni væra samkvæmt rannsóknum algengust í baki, hálsi og herðum. „Ef óheppilegt álag fær að þróast áfram getur það leitt til skertrar hreyfigetu og lakari starfsorku. Samkvæmt upplýsingum m.a. frá Vinnuvemdarstofnun ESB í Bilbao og Evrópsku vinnuvemdar- stofnuninni í Dublin kvarta 30% starfsmanna undan vinnutengdum bakverkjum. Fast á hæla þess kemur streita en undan henni kvarta 28% starfsmanna," sagði Þórann. Þeir sem helst fá bakverki, sagði Þórunn, er fólk sem handleikur þungar byrðar, vinnur við slæmar vinnustöðvar, stundar einhæfa vinnu og þar sem vinnuskipulag er óheppi- leg. Þá minnti hún á að fjallað er um líkamsbeitingu nemenda í aðalnám- skrá grannskóla og að álag á bak væri mun meira í sitjandi stöðu en standandi. Gunnar K. Guðmundsson, yfir- læknir atvinnuendurhæfingarsviðs á Reykjalundi, sagði að ráðuneyti sem færa með málefni tengd atvinnusjúk- dómum, þ.e. félagsmála-, mennta- mála- og heilbrigðis- og tryggingar- áðuneyti, hefðu lítið samstarf um málefnið sín á milli og að úr því þyrfti að bæta. Atvinnuendurhæfingarsvið- ið á Reykjalundi er nýtt af nálinni. Þangað hafa 15 sjúklingar innritast en 10 útskrifast með mun meiri starf- sorku en er þeir komu þangað. títgjöld úr sjúkrasjöði hækkað mikið Guðrún Óladóttir forstöðumaður sjúkrasjóðs Eflingar sagði að útlit væri fyrir að útgjöld úr sjóðnum yrðu 30% hærri í ár en í fyrra. Um 40% félagsmanna Eflingar, sem era frá vinnu og fá sjúkradagpeninga í þrjá mánuði eða lengur, era frá vegna stoðkerfisvandamála, sagði hún enn fremur. Óskar Maríusson, efnaverkfræð- ingur hjá Samtökum atvinnulífsins, sagði að stjórnendur æ fleiri fyrir- tækja hefðu gert samning við fyrir- tæki, sem sérhæfa sig í ráðgjöf til heilsueflingar á vinnustöðum. Slík fyrirtæki annast í mörgum tilfellum skráningu á fjarvistum starfsmanna og ráðgjöf til veikra starfsmanna og sagði Öskar að það hefði sparað fyr- irtækjunum töluvert fé. Undir lok málþingsins Bakverkinn burt! sagði Sigurbjörg Sverrisdóttir, frá fyrirtækinu ISAGA, frá vel heppnaðri vinnuvernd hjá fyrirtæk- inu. Þar á bæ var samið sérstakt vinnuvemdarkerfí með það m.a. að markmiði að tryggja stöðugar úr- bætur í öryggis- og vinnuvemdar- málum. Starfsmenn era hvattir æ of- an í æ til að láta til sín taka í öryggismálum fyrirtækisins, sagði Sigurbjörg, þeirra væri hagurinn og þeirra væri þekkingin á því sem bet- ur mætti fara. Hún benti á að fram- leiðslukostnaður fyrirtækisins hafi lækkað á undanfömum áram og taldi hún að það mætti m.a. rekja til vinnuvemdarkerfisins. Hvað ergeðvernd? GYLFIÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Spurnlng: Þessa dagana er mikið rætt um geðrækt og geðvemd í fjölmiðlum og á ráðstefnum, og í undirbúningi er fræðslustarfsemi fyrir almenning í skólum og á vinnustöðum um geðrækt. I hveiju felst geðvernd og hvaða árangurs er helst að vænta af henni? Svar: Geðvemd er allvíðtækt hug- tak sem felur í sér heildaramfang geðheilbrigðismála, allt frá for- vörnum til lækninga á alvarlegum geðsjúkdómum, á sama hátt og heilsuvernd fjallar um heilsufar og sjúkdóma almennt. Félög um geð- vernd hafa verið starfrækt víða um heim um áratugaskeið og vinna að bættri geðheilsu meðal al- mennings. Fyrsta geðverndarfé- lagið var stofnað í Bandaríkjunum árið 1908, en á íslandi var Geð- verndarfélag íslands stofnað árið 1949. Síðar hafa verið stofnuð Geð- verndarfélag Akureyrar og Geð- hjálp. Öll þessi félög hafa haldið uppi fræðslustarfi m.a. með útgáfu tímarita, en einnig stuðlað að betri aðbúnaði fyrir geðsjúka, t.d. Geð- hjálp með starfrækslu félags- miðstöðvar og Geðverndarfélag ís- lands með rekstri sambýla svo að nokkuð sé nefnt. Þessi félög hafa stuðlað að geðvernd í víðasta skiln- ingi. Á síðustu árum hefur orðið mjög aukin áhersla á heilsuvemd á öllum sviðum og undanfarið hefur geðvemd og einkum forvamir á sviði geðheilbrigðis verið í sviðs- ljósinu, og Geðhjálp er nú aðili að umfangsmiklu langtímaverkefni í geðrækt fyrir almenning í sam- vinnu við heilbrigðisyfirvöld. Geðvernd má flokka í nokkur stig. Framþátturinn í geðvernd er rannsóknir og á þeim byggjast öll seinni stig geðvemdar. Rannsókn- ir fara yfirleitt hljótt og árangur þeirra kemur oft seint í Ijós, en þær era sú undirstaða sem leiðir til árangurs. Á síðustu 50 áram höf- um við séð hvemig rannsóknir á sviði geðheilbrigðismála hafa leitt til breyttra viðhorfa í uppeldi og lífsstíl, bættum aðbúnaði geð- sjúkra og stórstígum framföram í sállækningum og lyfjameðferð. Þetta á ekki aðeins við um er- lendar rannsóknir heldur hafa rannsóknir í sálfræði, geðlæknis- fræði og félagsvísindum hér á landi farið stigvaxandi og lagt sitt af mörkum til betra mannlífs og betri geðheilsu á íslandi. Annar þáttur geðvemdar er fræðsla. Án rannsókna væri þó öll fræðsla byggð á sandi og stöðnun yrði á lækningasviðinu. Þekking á sálarlífinu og geðsjúkdómum og miðlun á henni leiðir fólk til betri vitundar um heilbrigða lífshætti og vandamál sín og annarra, auk þess sem hún minnkar fordóma gegn geðsjúkdómum. í þriðja lagi er bættur aðbúnað- ur, uppeldisskilyrði og almenn lífs- skilyrði til betra mannlífs. Gott dæmi um rannsóknir sem hafa haft í för með sér breytt viðhorf til upp- eldis og aðbúnaðar barna era rann- sóknir enska geðlæknisins Johns Bowlbys á sjötta áratugnum. Hann sýndi fram á hve náin tengsl barns við móður eða aðra nánustu á fyrstu þremur æviáranum geta skipt sköpum um tilfinningaþroska þess og almenna geðheilsu síðar meir. A fáum áram vora upp- eldisaðstæður og aðbúnaður bama löguð að þessum niðurstöðum á Vesturlöndum, m.a. hér á landi. Þannig var mjög dregið úr vistun barna á vöggustofum og upp- eldisstofnunum og heimsóknir for- eldra til bama sinna á sjúkrahús- um opnaðar eins og kostur var, en þær vora áður mjög takmarkaðar. í fjórða lagi era viðbrögð við geðrænum einkennum á framstigi. Það er mikilvægt að þekkja byrj- unareinkenni geðsjúkdóma og geta bragðist við þeim í tíma. Rann- sóknir hafa sýnt að strax í bemsku má stundum sjá viss hættumerki, sem oft er hægt að ráða bót á áður en bamið nær þroska og einkennin festast í sessi. I fimmta lagi era hinar eiginlegu geðlækningar, þegar sjúkdómur- inn hefur grafið um sig. Rannsókn- ir hafa leitt til betri þekkingar á or- sökum og eðli margra geðsjúk- dóma. Nýjar lækningaaðferðir hafa komið fram í sállækningum og miklar framfarir hafa orðið i lyf- lækningum við geðsjúkdómum, sem hafa gerbreytt lífi fjölda fólks og gert mögulegt að fylgja árangr- inum eftir með virkum félagsmót- andi aðgerðum. Með betri árangri við lækningar hefur legutími styst og mun færri verða langlegusjúklingar af völd- um geðsjúkdóma en áður var. Þetta hefur orðið til þess að meiri tími gefst til að fylgja eftir lækn- ingu með endurhæfingu, sem er sjötta og síðasta stig geðverndar. Margir sjúklingar detta úr sam- bandi við mannlífið, missa tengsl við félaga og fjölskyldur og verða óvinnufærir. Að bráðameðferð lok- inni er þessum sjúklingum oft fylgt eftir á dagdeildum og göngudeild- um. Margir þeirra sækja iðjuþjálf- un til undirbúnings fyrir störf á hinum almenna vinnumarkaði. Stofnuð hafa verið sambýli, þar sem þeir geta lifað sem eðlilegustu heimilislífi og notið félagsskapar og ræktað með sér lífshætti sem gefa iífinu gildi. Þótt mikið hafi áunnist, sérstak- lega á undanfömum 50 áram, er enn langt í land í baráttu við geð- sjúkdóma. Með öflugri geðvemd á öllum stigum getum við þó gert okkur vonir um enn stórstígari framfarir til bættrar geðheilsu á komandi áratugum. • Lesendur Morgunblaðsins geta spurt sál- frœðinginn um það scm þcim liggur á hjarta. Tekið crmóti spumingum á virkum dögum milli klukkan lOog 17ísíma 569110 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok, Fax: 5691222. Einniggeta lesendurscnt fyrirspumir sfnar með tölvupósti á netfang Gylfa Ásmundssonan gylfias(S)li.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.