Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 60
Qí) LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BRYNDIS NIKULÁSDÓTTIR + Bryndís Nikulás- dóttir var fædd á Kirkjulæk í Fljdts- hiíð 23. aprfl 1906. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Ljós- heimum á Selfossi 23. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Nikulás Þórðarson, kennari og hómopati, f. 1861, . d. 1927, og Ragn- hildur Guðrún Páls- dóttir, húsmóðir, f. 1868, d. 1945. Systk- ini Bryndísar voru Sigríður Anna Elísabet, Páll, Halldóra Guðrún, Ragnheiður, Þóra, Geirþrúður Fanney og Bogi. Þau eru öll látin. Bryndís giftist árið 1931 Lár- usi Agústi Gíslasyni hreppstjóra og bónda frá Rauðseyjum á Breiðafirði, f. 1905, d. 1990. Þau hófu búskap á Þórunúpi í Hvol- hreppi sama ár og bjuggu þar til ársins 1947 er þau fluttu að Mið- húsum í sömu sveit. Börn Lárus- ar og Bryndísar eru: 1) Ragn- hildur Guðrún, f. 1933, gift *Braga Runólfssyni, f. 1934, d. 1985. Þau eiga fjög- ur börn og 12 barnabörn. 2) Hulda Breiðfjörð, f. 1937, d. 1992, gift Sigurði Páli Sigurjónssyni, þau eignuðust einn son og eitt barna- barn. 3) Gísli Berg- sveinn, f. 1940, kvæntur Guðrúnu Þórarinsdóttur, f. 1942, þau eiga þrjú börn og átta barna- börn. 4) Ragnheiður Fanney, f. 1942, gift Guðmundi Þorkels- syni, f. 1946, þau eignuðust tvö börn og eitt barnabarn, Þau skildu. Bryndís dlst upp á Kirkjulæk hjá foreldrum sínum. Var rjóma- bústýra í Fljótshlíðinni. Dvaldi í Reykjavík við fatasaum og við nám í matreiðslu. Hún starfaði lengi í Kvenfélaginu Eining. Var einnig í garðyrkjunefnd Arnes- og Rangárvallasýslu. Fékk verð- laun fyrir garð og trjárækt. Utför Bryndísar fer fram frá Stórólfshvoiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar í fáum orðum að minn- ast ömmu minnar, Bryndísar, sem lést mánudaginn 23. október síðast- liðinn. Amma var 94 ára gömul og hafði því lifað ótrúleg umskipti á sinni löngu ævi. Hún var ein átta systkina og sú síðasta til að yfirgefa þessa jarðvist. Allt öðruvísi var um- horfs á hennar æskuslóðum og á ís- landi öllu þegar hún var að alast upp, einn ráðherra var í landinu við fæð- ingu hennar, Hannes Hafstein. Já, við fyrstu sýn er eins og ekkert hafi verið til, engir bflar, ekkert sjónvarp, enginn sími og iðnbylting að ganga í garð. Samt var lífið fjölskrúðugt á Kirkju- læk hjá foreldrum hennar, faðirinn þekktur kennari og hómópati ogþví gestakomur miklar eins og títt var til sveita á þeim tíma en Ragnhildur húsfreyja var mikil húsmóðir og tók vel á móti gestum. Amma hlaut gott uppeldi hjá foreldrum sínum og oft reikaði hugurinn til baka til æskuár- anna heima á Kirkjulæk. Margir við- burðir voru henni minnisstæðir, sér- staklega þegar hún veiktist eitt sinn og var ekki hugað líf og öll systkini feennar voru leidd að dánarbeðnum til að kveðja hana en svo fór nú að hún náði hæstum aldri þeirra allra. Amma gekk til allra verka með móð- ur sinni því faðirinn var oft að heim- an á sínum uppvaxtarárum og var það gott vegarnesti fyrir hana því móðirin var með eindæmum dugleg og ósérhlífin kona. Tvítug að aldri fór hún í vist til Kristjáns Linnet, bæjarfógeta í Vestmannaeyjum. Hollt var fyrir stúlkuna ungu að hleypa heimdrag- anum, henni líkaði vel vistin þar en flentist ekki lengi þar. Nú lá leiðin aftur heim í sveitina þar sem að hún varð rjómabústýra. Hún stóð sig vel í því starfi enda með eindæmum vand- virk og samviskusöm í starfi. Var henni meðal annars boðið að fara ut- an í nám í faginu en gat ekki þegið boðið. Arin 1927-30 vann hún við ým- iss konar störf í Reykjavík svo sem saumaskap og matreiðslu. Hún vann meðal annars í gömlu Kringlunni sem var í Alþingishúsinu. Arið 1930 hélt hún aftur í sveitina enda krepp- an gengin í garð og mikill órói víða í Evrópu. Einkum fóru nasistar mik- inn með Hitler í broddi fylkingar en unga stúlkan hélt sínu striki og fór að vinna á Sámsstöðum hjá mági sín- um, Klemens Kristjánssyni, sem kom með ýmsar nýjungar í íslenskan búskap. Á Sámsstöðum fór gott orð af verkum hennar eins og fyrr og síðar, dugleg, samviskusöm og einörð, já hún vék aldrei frá settu marki. Nú var komið að mestu þáttaskil- um í lífi ömmu, þegar hún kynnist afa, Lárusi Gíslasyni, ungum manni úr Breiðafjarðareyjum sem var að kynna sér nýjungar í búskaparhátt- um hjá Klemens. Arið 1931 hófu þau búskap að bænum Þórunúpi í Hvol- hreppi hjá Sigríði, systur ömmu, og Sigfúsi manni hennar. Afi og amma bjuggu að Þórunúpi til ársins 1947, vorsins er Hekla fór að gjósa sem var einn minnisstæðasti viðburður- inn í lífi ömmu. Nú var lífsbaráttan hafin fyrir alvöru, börnin fæðast eitt af öðru. Það var mikil vinna að halda utanum heimilið, sú vinna krafðist þessa að halda þurfti vel á öllum hlutum. Allt var hirt og nýtt eins og vel og hægt var, búskapur var jú öðr- um þræði enn á sjálfsþurftarstiginu. Góðviðrisdaga var aðeins hálfgjöf og skepnum beitt. Hver dagur krafðist þess að vel væri unnið og amma lét sitt ekki eftir liggja því að hún hafði alist upp við dugnað, samviskusemi og einurð. Það fylgdi henni alla ævi, allt til þess að síðustu kraftarnir- þrutu fyrir viku. I upphafi stríðsins keypti amma dálitið magn af sykri, það magn var látið duga út stríðið. Þetta litla dæmi sýnir okkur í hvernig aðstöðu hún var. Það varð að fara spart með enda erfiðir tímar, öll Evrópa logaði stafna á milli og enginn vissi hvernig hildarleiknum lyki. En amma hélt sínu striki enda enginn önnur leið til en að standa sig eins og hver kynslóð hafði gert öldum saman. Arið 1947 fluttu afi og amma að bænum Miðhúsum í Hvolhreppi sem þau höfðu keypt nokkru áður. Nú hófst mikið uppbyggingarstarf. Það þurfti að byggja allt upp frá grunni, öll útihús og íbúðarhús sem öll standa enn þann dag í dag sem góður minnisvarði um metnað og sam- heldni þeirra. Að baki lá vinna þeirra beggja og nýtni. Mesta stolt hennar var þó garðurinn enda hafði hún mikinn áhuga á trjárækt og fékk við- urkenningar fyrir hana. Þau búa síð- an allt til ársins 1970 er dóttir þeirra Ragnhildur og tengdasonur Bragi tóku við. Þá fóru þau til Reykjavíkur þar sem þau bjuggu hjá Huldu dótt- ur sinni. Afi vann hjá Landnámi rík- isins en amma hjálpaði Huldu dóttur sinni og tók virkan þátt í uppeldi Brynjars sonar hennar. Árið 1980 varð hún fyrir miklu áfalli er hún lamaðist eftir mikla læknisaðgerð, var hún lengi spítala. Allatíð upp frá þessu var hún bundin í hjólastól. Eft- HARALDUR SIGURÐSSON Haraldur Sigurðs- son var fæddur að Kot- strönd í Ölfusi 23. októ- ber árið 1900. Hann lést í Reykjavík 28. októberáriðl976.Fað- ir Sigurður Magnússon trésmiður og móðir Soffía Gísladóttir. tVití kona Haraldar var Súsanna María Árnadóttir, f. 6. júlí 1905, d. 9. júní 1934. Seinni kona hans var dönsk, Lita Caroline Bohn-Ipsen, var einnig læknir að mennt, hún var fædd 9. nóv. 1907, d. í ágúst 1974. Börn Haraldar eru: Ragna, Sig- urður, Gunnar og Narfi - látinn. Haraldur lauk læknisnámi frá Háskóla íslands 1933, hélt síðan til ^anmerkur og tók þar danskt emb- ættislæknispróf með hæstu einkunn og meðal annars sem sérgrein kven- sjúkdóma og fæðingarhjálp. Starf- aði um tíma í Danmörku, þaðan lá leiðin til Grænlands og var hann læknir við kryolítnámurnar í Ivigtut u.þ.b. eitt og hálft ár. Haraldur flytur með fjölskyldu sma til Fáskrúðsfjarðar 1940 frá Danmörku. Þau komu með „Pets- amo-ferð" Esju, sem allir landsmenn fylgd- ust með, vegna hættu- ástands heimsstyrj- aldarinnar síðari. Þeim, sem stunda læknastörf nú á tímum eru allt aðrar og gjör- ólíkar aðstæður búnar en voru á hans læknis- ferli, sem spannar u.þ.b. 40 ár. 011 þessi ár var hann til taks allan sóiar- hringinn allan ársins hring þó svo að aðrir hefðu sinn frítíma, þá þekktust hvorki helg- ar- né vaktafrí hjá héraðslækninum hvað þá sumarfrí sem hann tók ekki nema einu sinni á starfsævinni. Að hans mati var aldrei ófært ef útkall barst, þá var alltaf brugðist skjótt við. Voru allar ferðir farnar á bátum eða fótgangandi og gátu ver- ið mjög erfiðar í viðsjálum veðrum þar sem oft var um langa vegu að fara því að í alllangan tíma náði læknishérað hans frá norðanverðum Reyðarfirði allt suður til Djúpavogs. Var á þessum tímum vá fyrir Aust- urlandi þar sem tundurduflabelti lá þar útifyrir og hrukku menn oft upp af værum blundi við að tundurdufl sprungu í brimgarðinum við strönd- ina og var lækninum og fylgdar- mönnum oft mikil hætta búin. Hrós- uðu fylgdarmenn hans honum fyrir hversu óttalaus og kjarkmikill hann var og kynni ekki að hræðast og kom sér þá vel að hann var þrek- menni. Haraldur var sterkur persónu- leiki, alvörugefinn og dulur, ýmsum hefur vafalaust þótt hann vera þurr á manninn og snöggur í tilsvörum, en hann sá yfirleitt broslegu hlið- arnar á hlutunum og sagði skemmti- lega frá. Þeir, sem þekktu hann best, vissu að hann hafði göfugt hjarta og líknandi hendur. Hann lýsti því eitt sinn hve átakanleg að- koman var þegar hann þurfti á að- fangadag jóla að gera að sárum pilts er í slysi missti sjón á báðum augum og aðra hendina. í öðru tilfelli hve sárhryggur hann hefði orðið þegar lítill gestur sem beðið hafði verið eftir með mikilli eftirvæntingu fékk ekki að líta dagsins ljós. Haraldur var á sínum yngri árum mikill íþróttamaður, lagði meðal annars stund á glímu og keppti í flokkaglímu með góðum árangri. Hann var einnig liðtækur í söng og hafði afbragðs söngrödd. Þessu flík- aði hann ekki. Lita, eiginkona Haraldar studdi hann í starfi og hjálpaði honum við meiriháttar aðgerðir. Var ævistarf hans mikið og giftusamt. Ég votta Haraldi lækni virðingu mína. Guðný M. Sigurðardóttir. ir þetta fluttu afi og amma aftur í Miðhús þar sem þau bjuggu næstu tíu árin í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar meðan hans naut við. Þrátt fyrir lömun sína sá hún um heimilið af myndarskap, einurð og dugnað sem einkenndi hana, lömun breytti þar engu. Lífið heldur áfram, við það fær enginn ráðið, það skipt- ast á skin og skúrir, amma upplifði sínar erfiðu stundir, einkum þegar afi dó 1990 og við andlát Huldu 1992. Samt hélt hún sinni reisn og iðju- semi. Eftir andlát afa flutti hún í dvalarheimili aldraða, Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Þar átti hún góða daga hjá góðu fólki og naut góðrar umönn- unar. Gaman var að heimsækja hana enda ekki á hverju strái fólk sem hafði lifað alla þá miklu umbyltingu sem hafði orðið á íslandi. Síðustu mánuði var amma á Ljósheimum á Selfossi þar sem hún naut góðrar umönnunar. Fyrir það er þakkað hér. Þrátt fyrir að hún amma sé farin bý ég að svo mörgu góðu sem ég lærði af henni og hjá henni. Amma var ákaflega myndarleg kona með sterkan vilja og sterka persónu. Samferð okkar er orðin löng. Eg man fyrst eftir henni þegar ég var lítið barn. Hún var ströng og allir hlutir í röð og reglu. Enda var gest- kvæmt hjá henni þar sem afi og amma áttu marga vini og afi var einnig á kafi í pólitík. Sennilega voru okkar samvistir mestar þegar ég var í menntaskóla. Þú hafðir mikil áhrif á lítt lífsreyndan menntaskólapiltinn. En tíminn líður, ekkert okkar fær breytt gangi lífsins. Þú ert farin, við hin sitjum eftir og syrgjum þig. Minningin um þig er björt og hlý. Guð blessi þig, kæra amma. Lárus Bragason, Miðhúsum. Elsku amma, okkur langar til að kveðja þig með þessum orðum. Margseraðminnast, margterhéraðþakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margseraðsakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Þórarinn, Jóna Bryndís, Sigrún og fjölskyldur. „Svo er hver ferð sem henni lýk- ur". I dag kveð ég langömmu mína með hlýhug og söknuði. Hún var ein sú glæsilegasta kona sem ég hef kynnst, þrátt fyrir háan aldur og mörg ár í hjólastól skein af henni tignarleiki og sjálfstæði, hún var ein af þeim sem alíir tóku eftir og veltu fyrir sér hvaða virðulega og fallega kona þetta væri. Ég hef verið svo lánsöm að hlotn- ast það að eyða miklum tíma með henni, bæði þegar ég var barn og fór á sumrin í sveitina til ömmu. Þá bjuggu „löngurnar" í kjallaranum. Eg fór oft niður til þeirra og þá sér- staklega þegar ég fann kleinulykt- ina, þá var ég stundum svo heppin að fá að gæða mér á kleinudeigi hjá henni langömmu. Og núna síðasta ár þegar hún dvaldist á Selfossi. Minn- ingin um þær stundir þegar við sát- um og töluðum saman og ég nagla- lakkaði þig og þú fórst í gegnum dótið þitt í skúffunum að raða því, eru gimsteinar í hjarta mínu sem aldrei hverfa. Ég verð ævinlega þakklát fyrir þetta sumar sem við áttum saman og allt sem við gátum gert saman. Hún kenndi mér margt um lífið og tilver- una sem ég mun ávallt heiðra. Elsku langamma, ég veit að þinn tími hefur verið komin en ég sakna þín samt. Minning þín lifir. Dauðinn er lækur, en lífíð strá, skjálfandi starir það straumfallið á. (Matth.Joch.) Ég vil þakka starfsfólkinu á hjúkr- unarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi, þær eru allar einstakar og ég veit að þar eignaðist hún langamma mín nokkrar góðar vinkonur. Guð blessi ykkur og starf ykkar._ Ragnhildur Elísabet S. Öfjörð. Nú legg ég augun aftur, Ó, Guð þinn náðarkraftur Mérverivörnínótt. Æ, virzt mig að þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Elsku amma Bryndís, með þessu fallega versi sem þú kenndir mér langar mig að kveðja þig. Amma átti langa ævi, hún varð 94 ára gömul. Það er stutt síðan ég spurði hana hvort henni fyndist hún vera búin að lifa lengi. „Nei", sagði hún, „þótt árin séu mörg finnst mér ég ekki vera gómul." Enda var amma aldrei gömul. Hún fyigdist með öllu af áhuga og var aldrei leið á lífinu. Eg var þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp á heimili ömmu og afa á Miðhúsum og ég á margar góðar minningar frá þeim árum. Það veg- anesti sem hún gaf mér út í lífið hef- ur ávallt komið mér að góðum not- um. Við ömmu var hægt að tala um allt, hvort sem það voru snyrtivörur, barnauppeldi, handbolti eða bara að hlæja saman. Amma vildi alltaf vera fín, á hverj- um degi passaði hún upp á að hárið væri í lagi, setti á sig slæðu og skart- gripi enda var hún afskaplega glæsi- leg kona svo af henni geislaði allt til enda. Oft hef ég hugsað að ég vildi að ég yrði svona falleg gömul kona. Amma hafði mikla gleði af að fá langömmubörnin sín í heimsóknsem eru nú tuttugu og tvö og það tuttug- asta og þriðja á leiðinni. Það eru ör- fáir dagar síðan ég fór til hennar með níu mánaða gömlu tvíburadrengina mína og það var stolt langamma sem hló með þeim þann dag. Ég á svo margar góðar minningar um ömmu sem ekki verða raktar hér en ég mun geyma þær í hjarta mínu fyrir mig og börnin mín til að ylja okkur um ókomin ár. Elsku amma! Ég veit að hann afi, hún Hulda dóttir þín og hann Bragi pabbi minn munu taka vel á móti þér í þeim heimi sem okkur lifandi mönnum er hulinn. Ég og fjölskylda mín viljum þakka þér fyrir allt og allt. Minning þín lifir. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Særún Steinunn Bragadóttir. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangs- stræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða fjóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.