Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Arnarnesvogur verndaður með 1.250 manna byggð í Fasteignablaði Morgunblaðsins sl. þriðjudag var opnuvið- tal við unglegan arki- tekt, íslending búsett- an í París. Þar lýsir hann með fögrum orð- um hugmyndum sínum um stórfellda byggð á miðjum Arnarnesvogi, sem mikilvirkir verk- takar hafa nú uppi áform um að gera að veruleika. Fjölbreytilegri en flestir vogar Lýsing arkitektsins á verkefninu hefst svona: ,Arnarnesvogur í Garðabæ er fjölbreytilegri en fiestir vogar á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur margt til. Gálgahraun flæðir inn í voginn að suðvestan og óvenjufalleg fjara tekur við af hrauninu sunnan hans. Vogurinn er víður eða um 1,6 A501 á breidd en benda má á að breidd Kópavogs er aðeins hálfur km. Glæsileg einbýlishúsabyggð er á Arnarnesi norðaustan vogsins. Út- sýni í norður yfir byggð og fjalla- hring er í senn vítt og vinalegt. Mjög lítil alda nær inn á voginn og Hraunsholt veitir skjól fyrir land- synningi. Helsta landslýti er hnign- andi iðnaðarhverfi á miðri suður- strönd vogsins, aðallega verkstæði og vörugeymslur sem stinga mjög í stúf við næsta umhverfi og Garðabæ sem heild." Að vernda með tanga Þennan fjölbreytileika vill arki- tektinn nú betrumbæta með því að gera voginn að tveimur vogum með löngum tanga út miðjan voginn. Hér er ekki um smánes að ræða heldur umfangsmikinn skaga sem rúma á um 1.250 manna byggð samkvæmt kynningu væntanlegra verktaka. Þar er að sögn arkitektsins um að ræða: „lága byggð sem fellur vel inn í landslagið enda er það aðalein- kenni byggðar í Garðabæ sem eðli- legt er að virða". Hann áréttar: „engin land- spjöll eru gerð með þessari byggð ... held- ur verður allt þetta svæði enn betur friðað í framtíðinni". Til að lýsa þessari lágu byggð fylgja viðtalinu myndir af 5 hæða hús- um. Rúmlega ein Bol- ungarvík, Olafsfjörður eða Reyðarfjörður hlýtur að flokkast sem undarleg friðunarað- gerð í Arnarnesvogi Ásmundur miðjum, þótt hann sé Stefánsson 1,6 km breiður. Það kann að vera að manni sem býr í París geti fundist það falla inn í landslag vogsins, en fyrir okk- ur sem búum við voginn er erfitt að sjá samhengið. Við eigum einnig erf- Garðabær Við sem búum við vog- > inn, segir Asmundur Stefánsson, höfum valið staðinn til að njóta nátt- ______úrunnar.______ itt með að sjá að 5 hæða hús séu hin dæmigerða lága byggð í Garðabæ. Við höfum valið okkur búsetu vegna nálægðarinnar við náttúruna og líf- ríkið. Friðsæld og fuglalíf Arnarnesvogurinn er í dag frið- sælt svæði með ríkulegu fuglalífi. Vogurinn er grunnur og æðarfugl, margæsir og fjöldi annarra fugla unir sér á sænum. í fjörunni trítla sendlingar, tildrur og lóuþrælar og ótal fuglar aðrir. Það er unun að ganga um fjörurnar og setjast á stein eða grasbakka og fylgjast með fuglalífinu. Grunnsævið sem gerir fuglunum ætisleitina auðvelda gerir Opið Frá 10-13 Léttur LAUGARDAGUR HandverkFæri 50% aFsláttur af öllum sænsku KraPt handverkfærunL 'J? www.stilling .is SKEIFUNN111 • S(MI 520 8000 • BfLDSHÖFÐA 16 ¦ SlMI 5771300 • DALSHRAUN113 ¦ SÍMI555 1019 ®]Stilling IÐ0. DALSHRAUNI13 ¦ SÍMI 555 1019"* k HAfNARFIÖRÐUR, c BESSASTAÐAJ HRtPPUH ..jREYKJAVÍX [vocuif KÖP/ GARÐ*ÆR\. Hugmynd að nýjum tanga í Arnarnesvog Lambhúsa- tjörn Uppdráttur að hugmynd Björns Ólafs arkitekts að bryggjuhverfi við Arnarnesvog. það jafnframt ódýrt að fylla voginn upp og breyta honum í byggingar- land. Það er ekki bara auðvelt að byggja upp nes út miðjan voginn. Það er fátt því til fyrirstöðu að fylla hann allan upp fyrir byggingar. Það sama er auðvelt með aðra nálæga voga, svo sem Kópavog sem er þurr langt út á hverri fjöru eða þess vegna Fossvoginn. Enginn hefur enn sett þá hugmynd fram en ætli hugmyndarikir arkitektar og fram- takssamir verktakar væru mjög lengi að hugsa þá hugsum til enda? Nes út miðjan Arnarnesvoginn, með háreistri byggð, bryggjum og báta- umferð, gæfi fuglunum lítið svig- rúm. Þeir mundu eðli málsins sam- kvæmt leita annað. Þetta annað kann að vísu smám saman að verða vandfundinn staður. Eyjabakkar Á liðnu sumri gengum við hjónin inn á Eyjabakka sem mikið hafa verið til umræðu síðustu misserin. Það var fögur sjón, mikið graslendi í stórfenglegri mótsögn við ógnvekj- andi jökulinn. Flest bendir til þess að náttúruverndarsjónarmið hafi nú tryggt gæsunum griðland þar enn um hríð. Mér varð hugsað til þess, þegar ég las viðtalið við arkitektinn, hvort náttúrusjónarmið ættu ein- vörðungu við inni á hálendi. Einmitt á Arnarnesvogi og Álftanesi er meg- inviðkomustöð margæsarinnar á leiðinni frá Grænlandi til Evrópu. Eyjabakkar nýtast henni ekki. Kannski er þetta svæði einfaldlega of nærri okkur til þess að við hugs- um til þess. Sóttaf hafi Við sem búum við voginn höfum valið staðinn til að njóta náttúrunn- ar. Þau hús sem standa næst strönd- inni mega samkvæmt lóðaskilmál- um ekki vera nema ein hæð til að skyggja ekki á þau hús sem ofar standa. Skipulagið miðar að því að sem flestir fái notið yfirsýnar. Það þykir mér skynsamleg ráðstöfun. Enn eru víða á höfuðborgarsvæðinu auðar spildur sem ætlaðar eru undir byggingar. Fólk á þeim svæðum veit að umhverfið á eftir að breytast. Það er hins vegar alveg nýtt að sótt sé að fólki af hafi. Ég þekki ekkert dæmi um það hér á landi að byggð sé spillt með því að reisa háhýsi úti í miðjum sjó, þannig að trufli bæði aðra byggð og raski bæði umhverfi og lífríki. Varðveitum voginn Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að íbúðarbyggð komi í stað skipasmíðastöðvarinnar sem eins og arkitektinn segir fellur illa að um- hverfinu. Því fer hins vegar fjarri að það sé ekki gerlegt nema að marg- falda byggingarsvæðið í sjó fram. íbúðarbyggð á svæði skipasmíða- stöðvarinnar mun ekki spilla nátt- úru og hún mun ekki spilía aðstöðu þeirra íbúa sem fyrir eru á svæðinu eða þeirra sem nú eru að koma sér fyrir í nýbyggingunum sunnantil við voginn. Bæjaryfirvöld hafa enn eng- ar ákvarðanir tekið í þessu efni og ég treysti því að á þeim bæ muni skynsemin ráða og þessum áform- um verði ýtt út af borðinu. Við meg- um ekki eyðileggja þær náttúru- perlur sem við höfum við túnfótinn. Við eigum að varðveita voginn og líf- ríki hans. Höfundur er framkvæmdastjóri Íslandsbanka-FBA og íbúi við Arnarnesvog. Erumflutt í Bæjarlind 1, Kópavogi (Blátt hús) sfmi 544 8001 fax 544 8002 netfang vefur@centrum.is Verslunin Vefur IJ.IIUIIIHIUII III..IHI»lHlilll|i|l)l Og svo fór ég að hugsa • • • Og núna versla ég bara FRIGGS vítamín, heilsunnar vegna Apótekin Helgi Hálfdanarson Síðustu förvöð? EIGUM við að trúa því, að ráðamenn opinberra mála ætli einu sinni enn að stofna gjör- völlum uppeldismálum þjóðar- innar í bráðan voða með ábyrgðarlausri þrjózku sinni gegn réttmætum kröfum kenn- ara um boðleg kjör? Eru stjórn- málamenn þeir einu sem sjá ekki hvert stefnir? Eða sjá þeir það og láta sér fátt um finnast? Er þeim hundsama þó að sú stétt þjóðfélagsins sem öllum fremur þarf á úrvalsfólki að halda sé svívirt með smánar- kjörum og unnvörpum hrakin frá því mikilvæga starfi sem hún hefur menntað sig til? Kæra þeir sig kollótta þó að upp vaxandi kynslóð íslendinga sé gerð að umhirðulausum vand- ræðalýð? Geta stjórnmálafor- kólfar kinnroðalaust dillað sér yfir því, að íslenzk þjóð sé með- al hinna ríkustu í heimi, en tími ekki að sjá börnum sínum fyrir menningar-uppeldi? Sjá þeir ekki, að til þess að vel megi farnast þarf umfram allt að skipa kennarastéttina afbragðs- fólki sem nýtur almanna-trausts og virðingar? Er þeim fyrirmun- að að skilja, að slíkt er óhugs- andi nema kjör kennara verði bætt, og ekki aðeins bætt, held- ur stórbætt, og það án alls tillits til annarra stétta? Þurfum við að horfa upp á það ár frá ári, að skólakerfið, grundvöllur hag- sældar og hamingju þjóðarinn- ar, sé tráðkað í svað, að sjálf gróðrarstöð íslenzkrar menning- ar sé brotin niður af vanhæfum stjórnmálamönnum? Hvar á sá ógæfuferill að enda? Ef örlaði á hollum vilja, yrði skjótt brugðið til úrbóta. Hver veit nema nú séu síðustu forvöð til bjargar íslenzku mennta- kerfi, meðan kennarastéttin er enn, þrátt fyrir allt, skipuð fjöl- mörgu hæfu fólki, sem sinnir erfiðu og vandasömu starfi af þjóðhollum metnaði og fórnfúsri alúð, en hlýtur að gefast upp og hverfa á annan vettvang, ef ekki rætist úr, og það verulega. KOSTABOÐ Allt ab 30% afsláttur ' Fagleg ráoglöf ¦ 'T^Wwit« ¦— Fullkomln tölvuttlknun <WM ¦IIUllII Fyrsta fíokki honnunarvtnno HATCWMthúi.wnx>8IM:6fl2 4420
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.