Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ _____________________________LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 53 MINNINGAR ára skeið, síðan í Ziirich 1955-1956 og svo aftur í Kaupmannahöfn um eins árs skeið. í Kaupmannahöfn kynntist Orn danskin eiginkonu sinni, Kirsten, sem fædd er Morten- sen, en þau gengu í hjónaband árið 1955. Að sérnámi loknu snéri Örn heim, stofnsetti eigin tannlækningastofu og hóf einnig fljótlega kennslu við Tannlæknadeild Háskóla íslands og kenndi samtals í 34 ár. Örn hafði kennt við Tannlækna- deild H. í. í nokkur ár þegar ég hóf þar nám. Hann var þá tæplega fer- tugur, afar vinsæll og þekktur tann- læknir í bænum og einn helsti klin- iski kennarinn við Tannlæknadeild. Stúdentum varð líka fljótlega ljóst, að Örn var enginn meðalmaður í þeim klinisku greinum, sem tengd- ust sérgrein hans. Hann var frábær „tekniker“, allt lék í höndum hans, auk þess sem hann vann hratt og ör- ugglega. Þar að auki hafði hann afar fágaða framkomu við sjúklinga og þeim mun nærgætnari var hann sem sjúklingurinn var veikari á einhvern hátt. Þetta fundu stúdentar vita- skuld vel, og að þessu samanlögðu var Örn sannarlega með vinsælli og betri kennurum deildarinnar um langt árabil. I tómstundum sínum var Örn mjög liðtækur íþróttamaður. Hann var ágætur skíðamaður, laginn fluguveiðimaður og var svo byrjaður að leika golf fyrir nokkrum árum, og ekki sakar að geta þess, að rétt um miðjan aldur fékk hann sér flug- dreka og hóf að stökkva fram af klettum Mosfellshéraðs. En þá sagði frú Kirsten reyndar stopp. Örn var mikill fjölskyldumaður og það var gaman að heimsækja þau Kirsten 23. desember á afmælisdegi Arnar á fallegt og hlýlegt heimili þeirra, þegar búið var að skreyta húsakynni á dansk-íslenskan máta. Eg kveð Örn Bjartmars með þakklæti og söknuði. Við Kristín sendum Kirsten og dætrunum Hjör- dísi, Helgu og Hönnu innilegar sam- úðarkveðjur. Siguijón H. Ólafsson. Örn Bjartmars lauk cand. odont,- prófi frá Háskóla íslands 1953 og fór sama ár til Kaupmannahafnar til að stunda frekara nám við tannlækna- háskólann þar í þeirri sérgrein sem nú er kölluð munngervalækningar. Hann dvaldi síðan við framhaldsnám í Zúrich 1955-56 og var loks aftur í Kaupmannahöfn 1956-57. Með þessu námi varð Örn einna fyrstur íslenskra tannlækna til að afla sér framhaldsmenntunar. Það var svo ekki fyrr en með reglugerð frá 1987 að munngervalækningar voru viður- kenndar sem sérgrein innan tann- lækninga hérlendis. Örn Bjartmars opnaði tannlækna- stofu 1958 og samtímis vann hann að því að koma upp húsnæði fyrir tann- læknadeild HI við Landspítalann. Hann var stundakennari í gervi- tannagerð, fyrst við læknadeild með- an tannlæknanám var hluti af lækna- deild og síðan við tannlæknadeild og var settur prófessor frá 1968. Hann var skipaður prófessor árið 1971 til ársins 1993 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Ein af skyldum prófessora við HI er að gegna emb- ætti deildarforseta. Til þess embætt- is var Örn kosinn fjórum sinnum og sat samtals átta ár sem forseti tann- læknadeildar og jafnframt sem full- trúi hennar í háskólaráði. Sem tannlæknir í sinni sérgrein var Örn í sérflokki. Hann markaði snemma þá stefnu um kröfur til gæða í klínískri vinnu sem hefur ver- ið höfð að leiðarljósi við tannlækna- deild æ síðan. Mikill tími og orka fóru í að byggja yfir tannlæknadeild og var Örn skipaður formaður hönn- unarnefndar deildarinnar á húsi því sem fengið hefur heitið Læknagarð- ur við Vatnsmýrarveg. Verkefnið hófst árið 1973 og því lauk árið 1985 og spannaði því drjúgan hluta af starfsferli Arnar við deildina. I nýju húsnæði gáfust tækifæri til að brydda upp á nýjungum og var hafin kennsla fyrir tannsmiði í tengslum við tannlæknadeild árið 1988 og einnig kennsla fyrir tanntækna árið 1992. Var Örn einn meginfrumkvöð- ull að báðum þessum námsbrautum. Á norrænum vettvangi var Örn einn af stofnendum „Scandinavian Society for Prosthetic Dentistry“ (Norræns félags um munngerva- lækningar), sat í stjórn frá 1972 og stóð m.a. fyrir ráðstefnu félagsins í Reykjavík 1982. Því er það sérlega ánægjulegt að hann skyldi lifa það að taka þátt í móttöku vegna 2. ráð- stefnu þessa félags í Reykavík sem haldin var sl. sumar. Af persónulegum kynnum mínum af Erni vil ég sérstaklega minnast þess og þakka það traust sem hann sýndi mér þegar hann réð mig, óþekktan útlending, til starfa sem lektor i hlutastarf í sýklafræði við tannlæknadeild HÍ árið 1981. Það hefur aldrei verið auðvelt fyr- ir brautryðjanda við Háskóla Is- lands að koma óskaverkefnum sínum í framkvæmd. Tannlæknadeild HÍ er nú komin í eigið húsnæði sem er vel búið öllum tækjum og búnaði. Aðstaða til að kenna tannlæknanem- um og þeim starfstéttum sem starfa með tannlæknum er því orðin mjög góð og í kennslunni hefur ævinlega verið lögð höfuðáhersla á að gæði klínískrar vinnu fullnægðu ýtrustu kröfum. Árangurinn af starfi tann- læknadeildar HÍ kemur best fram í stórbættri tann- og munnheilsu landsmanna á síðustu árum. Erni Bjartmars Péturssyni skal hér að leiðarlokum þakkað fyrir frumkvöðulsstarf hans á sviði ís- lenskrar tannlæknamenntunar. Eft- irlifandi konu hans, Kirsten, og dætrum þeirra, Hönnu, Helgu og Hjördísi, er vottuð samúð. Peter Hoibrook, prófessor, deildarforseti tannlækna- deildar Háskóla Islands. Með Erni Bjartmars Péturssyni er genginn stórmerkur tannlæknir. Á haustdögum 1958 steig hann þau spor, sem áttu eftir að gagnast hon- um og þúsundum sjúklinga hans vel, þegar hann gekkst í ábyrgð fyrir og hóf samstarf við ungan Bandaríkja- mann, sem stéttarfélag tannsmiða hafði synjað um atvinnuleyfi á þeim grundvelli að nóg væri af tannsmið- um í landinu. Þessi ákvörðun og sú starfsemi sem af henni leiddi, skilaði Erni framfyrir flest starfssystkini hans á sviði tannsmíða um langt skeið og ef til vill allt þar til yfir lauk. Með að- stoð hins nýja samstarfsmanns var hafist handa við uppbyggingu öflugs tannsmíðaverkstæðis, sem var betra en önnur slík á þessum tíma. Næstu tvö árin voru ráðnir tveir ungir menn til náms og starfa og nutu þeir þeirr- ar þekkingar sem fyrir hendi var. Starfsemin blómgaðist í stækkuðu húsnæði í Aðalstræti 6, eða allt til ár- sins 1979, þegar þar var ekki lengur vært, en þá var flutt í Sólheima 35, og starfinu haldið áfram þar til í ágúst síðastliðinn. Starfsþrek Arnar var aðdáunar- vert. Áratugum saman vann hann langan vinnudag sex daga vikunnar, standandi við vinnu sína eins og venjan var lengstum. Og það var ekki fyrr enn á áttunda áratugnum sem hann fór að bera það við að vinna sitjandi. Hann var léttbyggður og líkamlega hraustur, sem líklega hjálpaði honum í þessum efnum. Starfsmannaveltan, eins og það heitir nú, var lítil hjá Erni. Á umræddu tímabili unnu hjá hon- um þrír tannsmiðir í samtals 129 ár. Aðstoðarstúlkurnar urðu fleiri, en t.d. þrjár þeirra með lengstan starfs- aldur unnu hjá honum í samtals 51 ár. Hver ástæðan er og var fyrir þessari ofurtryggð, kann að vera deiluefni. Örn var mjög fær tannlæknir, með eindæmum afkastamikill og skipu- lagður. Allt til ársins 1992 sá hann þremur tannsmiðum fyrir nægum verkefnum og hafðist þó ekki undan lengstum. Eftir 1992 breyttist rekst- ur tannsmíðaverkstæðisins þannig að tekin voru inn verkefni frá fleiri tannlæknum. Hér eru leiðaskil. Við sem lengst höfum unnið náið með Erni þökkum samstarfið langa og farsæla og trú- um að hans hafi ánægjan líka verið. Aðstandendum öllum sendum við okkar dýpstu samúð og ósk um heilladrjúga framtíð. Sigurður Einarsson. + Margrét Jó- hannesdóttir fæddist á Sauðár- króki 23. maí 1916. Hún Iést á dvalar- heimili aldraðra áSauðárkróki mánudaginn 16. október síðastlið- inn. Hún var dóttir Jóhannesar Hall- grímssonar, f. 17. september 1886, og Ingibjargar Hall- grímsdóttur, f. 17. desember 1893. Ung að aldri flyst hún með foreldrum sfnum að Tungunesi í A-Hún. eftir við- komu í Brimnesi og á Botnastöð- um. Margrét eignaðist einn bróð- ur, Hallgrím, sem lést 16 ára gamall. Margrét gift- ist 14. febrúar 1937 Árna Gunnarssyni frá Þverárdal. For- eldrar hans voru Gunnar Árnason, f. 24. október 1883, og Isgerður Pálsdóttir, f. 1. desember 1885. Árni og Margrét tóku við búi foreldra hennar og bjuggu á Botnastöðum fram til ársins 1944 er þau fara í Þverárdal. Þar búa þau fram til haustsins 1978 er þau flytjast búferlum til Sauðár- króks. Árni andaðist 16. júnf 1991. Þau eignuðust þrjár dætur, þær eru: 1) Ingibjörg, f. 5.mai 1937, gift Grétari Jónssyni, f. 9. júní 1928, þau búa á Hóli í Sæ- mundarhh'ð, börn þeirra a) Árni, f. 23. janúar 1962, b) Petrea, f. 16. maí 1963, c) Margrét, f. 20. ágúst 1965, gift Páli Sighvats- t syni, synir þeirra Grétar Ingi og Sighvatur Rúnar, d) Jóhanna Ingibjörg, f. 17. september 1968, e) Jón, f. 8. nóvember 1977. 2) ís- gerður, f. 25. aprfl 1939, gift Bjarna Sigurðssyni, f. 2. júní 1937, skilin, búsett á Blönduósi, börn þeirra eru a) Jóhannes Ingi, f. 5. júlí 1961, b) Árni, f. 13. júní 1963, c) Halldóra, f. 6. nóvember 1969, gift Ragnari Björnssyni, þeirra börn eru Andri Björn, Bjarni Gunnar og óskírð dóttir. 3) Elsa Hallbjörg, f. 13. ágúst 1948, gift Birni Jónssyni, f. 8. mars 1947, börn þeirra eru a) Guðbjörg Margrét, f. 11. júlí 1973, sambýlismaður Ágúst And- ri Eiriksson, sonur þeirra er Al- freð Sindri, b) Jón, f. 3. júlí 1979. Útför Margrétar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. MARGRET JÓHANNESDÓTTIR Okkur systkinin langar til að minnast elskulegrar ömmu okkar frá Þverárdal í fáeinum orðum. Þá rifj- ast upp hlýjar bernskuminningar þegar við systkinin heimsóttum ömmurnar og afana, en amma og afi bjuggu í sambýli við foreldra ömmu. Slík var tilhlökkun að ævintýri líktist þegar foreldrar okkar tilkynntu okk- ur að fara skyldi í Þverárdal og dveljast þar daglangt. Það einkenndi ávallt Þverárdals- heimilið mikil gestrisni, kærleiki og þakklæti fyrir hvert það smávægi- legt viðvik sem gert var. Allir voru umvafðir hlýju og kærleika. Á margan hátt hefur verið erfitt að búa í Þverárdal, þó undu þau sín- um hag þar vel því alls bjuggu þau þar í 37 ár. Fyrir kom að afi varð að flytja mjólkina á hestum sökum snjó- þyngsla og hálku á vegi. Rafmagn kom aldrei þangað og fannst okkur systkinunum því afar mikið til koma þegar rökkva tók að fylgjast með ömmu er hún fór að kveikja á olíu- lömpunum. Oft var það að amma hafði farið nýlega eða fengið sent eitthvað af Ósnum, eins og hún kallaði Blöndu- ós, leyndust því ýmsar kræsingar í gömlum koffortunum. Og fengum við stelpurnar að bera fram kræsing- arnar eftir ganginum, sem marraði svo eftirminnilega í, inn í stofuna. Það var allt svo spennandi fyrir mann sem barn í Þverárdal, amma fór með okkur út í lítinn læk sem var rétt fyrir ofan bæinn þar sem mjólk- in var kæld, þar fleytti hún rjómann ofan af til að setja á terturnar. Marg- ar voru ferðirnar sem þú fórst með okkur út í skóginn þinn og að skoða íslensku hænsnin þín. Alltaf vorum við leyst út með gjöfum þegar við fórum heim, þá voru okkur réttir litl- ir pokar með súkkulaði og ópal og ef fyrir kom að slíkt var ekki til þá var stungið að manni peningum til að kaupa fyrir i Varmahlíð á leiðinni heim. Þrátt fyrir stóran verkahring gáfu amma og afi sér alltaf tíma fyrir okk- ur og ekki minnkaði það eftir að þau og langamma fluttu á Krókinn haustið 1978. Við systkinin urðum þeirra gæfu aðnjótandi að fá að vera hjá þeim meðan við sóttum skóla og vinnu, og sýndu þau öllu því sem við vorum að gera mikinn áhuga. Oft voru skemmtilegar umræður yfir kaffibolla sem amma hitaði upp á gamla mátann, sá tími gaf okkur mikið. Spjallið snerist oft um gamla tíð og gaf það okkur innsýn í liðna tíð þar sem hlutirnir voru ekki jafn sjálfsagðir eins og þeir eru í dag. Missir þinn var mikill, elsku amma, þegai- afi dó árið 1991 því þið voruð svo samrýnd og góð, báruð svo mikla virðingu hvort fyrir öðru. Seinustu missirin leitaði hugur þinn löngum vestur í Þverái’dal, þar sem þú minntist allra góðu áranna og rifj- uðum við þau oft upp er þú varst komin á Dvalarheimilið. Elsku amma okkar, nú er leiðir skilja viljum við þakka þér fyrir góða samfylgd, allan þann kærleika og ástúð sem þú umvafðir okkur alla tíð. Biðjum góðan Guð að blessa minn- ingu þína og vera með öllu fólkinu þínu. Amma, nú er margs að minnast margt sem geyma lengi má. Það var gæfa þér að kynnast þéraðmegadveþahjá. Ótal margt þú okkur sagðir oftum löngu horfnatíð. Öllu góðu lið þú lagðir léttir ávallt sérhvert stríð. Margir vildu við þig ræða, vera hjá þér hveija stund. Þér var létt og ijúft að fræða láta gleðjast dapra lund. Huggun oft þinn hugur sótti heim á þinnar æskuslóð. Þar sem flest þér fagurt þótti fremst í þínum huga stóð. Þar í fógrum fjallasalnum flestþínstóðuæviverk. Því var eftir Þverárdalnum þráin, allatímasterk. Sastu oft á sælustundum sagðir dalnum kæra frá. Anægju, þá öll við fundum og þitt bros var skærast þá Nú ergöngu lífsins lokið leiðir skilja skamma hríð. Þú ert laus við þrauta okið þín nú bíður sæluttð. (S.F.T.) Árni, Petrea, Margrét, Jóhanna og Jón. Nú þegar við kveðjum ömmu streyma minningarnar fram og við fyllumst þakklæti fyrir allt sem hún gaf okkur. Við erum þakklát fyrir allar sögumar í fjósinu í Þverárdal, alla Maríasana sem hún og afi nenntu að spila við okkur, alla göngutúrana upp á Nafir og niður í fjöru og síðast en ekki síst samver- una þegar við bjuggum í kjallaranum hjá henni. Við minnumst líka allra skemmti- legu umræðnanna í eldhúsinu á Freyjugötunni yfir kaffibolla, klein- um og hjónabandssælu. Þar bar margt á góma, allt frá sögum af gömlu dögunum í Þverárdal til hisp- urslausra skoðana á stjórnmála- mönnum samtímans. Við eldhús- borðið var oft hlegið, fussað og skeggrætt langt fram á kvöld. Við minnumst húmorsins hennar ömmu. Amma var snillingur í að sjá heiminn í húmorísku ljósi og gat hlegið dátt að sjálfri sér og öðrum þegar tilefni gafst til. I hennar huga var heldur ekkert; til sem hét kynslóðabil og voru allir velkomnir í kaffi og spjall, líka ung- lingarnir sem áttu leið um kjalla- rann. Amma var stórkostleg kona. Hún var gædd mörgum mannkostum sem ekki duldust neinum sem hana þekktu. Amma var mikill dugnaðar- forkur, hún var þolinmóð og lét sér annt um fólkið sitt og aðra sem í kring um hana voru. Elsku amma, takk fyrir að hafa verið okkur svona yndisleg. Fagna þú, sál raín. Lít þú víðlend veldi vona og drauma, er þrýtur rökkurstíginn. Sjá hina helgu glóð af arineldi eilífa kærleikans á bak við skýin. Fagna þú, sál mín, dauðans kyrra kveldi, kemuruppfegrisól.erþessierhnigin. * (J. J. Smári.) Guðbjörg, Andri, Alfreð og Jón. + Elskulegur eiginmaður minn, ÁSGEIR J. ÁGÚSTSSON, Neðstaleiti 7, Reykjavík, andaðist fimmtudaginn 19. október sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda þakka ég innilega auðsýnda samúð. Ásdís Andrésdóttir. t Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og bróðir, SIGURÐUR EMIL STEINGRÍMSSON, Hátúni 25, Keflavík, sem lést á Landspítaianum Fossvogi fimmtudaginn 19. október, verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju mánudaginn 30. október kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Benedikt Kaster Sigurðsson, Fanney Kristjánsdóttir, Alma Dögg Benediktsdóttir og systkini hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.