Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR28.OKTÓBER2000 7& FRETTIR I 0 Námskeið um barna- slys,for- varnir og skyndihjalp NÁMSKEIÐ um barnaslys, for- varnir og skyndihjálp verður hald- ið á vegum Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands, Fákafeni 11, 2. hæð, dagana 30. október og 2. nóvember kl. 18-21. Markmið námskeiðsins er að vekja athygli á algengustu slysum á börnum og hvernig koma má í veg fyrir þau, hvernig á að bregð- ast við slysum og veita fyrstu hjálp, segir í fréttatilkynningu. Námskeiðið á erindi til allra þeirra sem eiga börn og annarra sem koma nálægt barnagæslu. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Svanhildur Þengilsdóttir, hjúkrun- arfræðingur. Kaffi innifalið í námskeiðsgjaldi. ---------?-?-?--------- Fyrsta fugla- skoðunarskýlið BORGFIRÐINGAR eystra taka vel á móti fuglaskoðurum og -fræðing- um og bjóða þeim að stunda iðju sína í fyrsta fuglaskoðunarskýlinu sem komið hefur verið upp hér á landi. Það er því rangt, sem fram kom í blaðinu í vikuni, að áformað fugla- skoðunarskýli í Grafarvogi í Reykja- vík yrði hið fyrsta hérlendis því auk þess að koma upp slíku skýli í Bakkagerði hefur verið gerður út- sýnispallur við höfnina á staðnum þar sem gott er að koma sér fyrir við fuglaskoðun. ? ? ? Morgimverðar- fundur Félags kvenna í atvinnurekstri FELAG kvenna í atvinnurekstri heldur morgunverðarfund þriðju- daginn 31. október í Ársal á Radisson SAS Hótel Sögu kl. 8.15-9.30 undir yfirskriftinni Vinnuskipulag og líðan kvenna í atvinnurekstri. A fundinum verður lögð sérstök áhersla á svokallaða kulnun (burn- out) í starfi og komið inn á sérstöðu kyenna sem atvinnurekendur og vinnuveitendur. Fyrirlesari fundarins er Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, doktor í félags- fræði, en Guðbjörg Linda hefur sl. ár unnið við kennslu og rannsóknir hjá Vinnueftirliti ríkisins og Háskóla fs- lands. Hún hefur lagt sérstaka áherslu á að rannsaka þá þætti í vinn- uskipulagi og vinnuumhverfi sem valda neikvæðu álagi og vanlíðan starfsmanna. í erindi sínu mun Guðbjörg Linda m.a. benda á hverjir þættir það eru sem helst valda neikvæðu álagi og vanlíðan í starfi og jafnframt koma með hagnýtar ábendingar um hvern- ig er hægt að lágmarka álag bæði at- vinnurekenda og starfsfólks. Aðgangseyrir er 1.500 kr (morg- unverður innifalinn) og greiðist við innganginn. Allar konur, félagskonur og aðrar, eru velkomnar á fundinn. Þátttaka tilkynnist til IMPRU með tölvupósti impra@iti.is eða í síma. ---------?-?-?--------- Landsráðstefna Samtakaher- stöðvaand- stæðinga ÁRLEG landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga verður haldin á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, sunnudaginn 29. október og hefst dagskrá kl. 13.30. Að loknum venjulegum aðalfund- arstörfum verða pallborðsumræður sem munu hefjast kl. 15. Umræðu- efnið verður „friðarhorfur við alda- mót". Þátttakendur í þeim verða Björgvin Guðmundsson, formaður Heimdallar, Katrín Júlíusdóttir, for- maður Ungra Jafnaðarmanna, og Steinþór Heiðarsson, starfsmaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Sverrir Jakobsson mun stjórna pallborðsumræðum. ----------f-4-4---------- Félagsfundur Sjálfsbjargar í Hafnarfírði FÉLAGSFUNDUR Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu verður hald- inn þriðjudaginn 31. október kl. 20 á Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði. Pétur Blöndal og Ögmundur Jónasson alþingismenn leiða sam- an hesta sína og segja skoðanir sínar á tryggingamálum og lífeyr- iskerfinu og verða umræður að því loknu. Einnig verður á dagskrá fundargerð síðasta fundar, inntaka nýrra félaga, erindi Kolbrúnar Oddgeirsdóttur frá félagsmála- þjónustu Hafnarfjarðar, erindi Að- albjargar Sigurðardóttur og önnur mál. ----------?-?-?---------- Fjallað um hjartaáfall í málstofu MÁLSTOFA í hjúkrunarfræði á vegum Rannsóknarstofnunar í hjúkrunarfræði verður haldin mánu- daginn 30. október, kl. 12:15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34. Málstofan er öllum opin. Christer Magnusson, hjúkrunar- fræðingur MSN, flytur fyrirlestur- inn: Hjartaáfall: Upplifun sjúklinga og hjúkrun. Norrænar barnakvikmyndir í Norræna húsinu Norskar stuttmyndir SUNNUDAGINN 29. október kl. 14.00 verður kvikmyndasýning fyrir börn í fundarsal Norræna hússins. Þá verða sýndar þrjár norskar stuttmyndir. Fyrsta myndin er leikin mynd og heitir Báturinn í læknum. Þar segir frá litlum dreng sem leikur sér með bát í litl- um læk. Skyndilega siglir báturinn af stað og drengurinn á eftir og þá gerast ýmsir furðulegir hlutir. Önnur myndin lieit.ii- Sólbarnið (Solungen) og er hreyfimynd: í ¦*$**" "~f> "*?_? i . upphafi var enginn heimur til, að- eins sdlin og henni leiddist og hafði engan til að tala við. Því ákvað hún að búa til barn til að hjálpa henni við að halda myrkr- inu í skefjum. Þriðja og síðasta myndin heitir Pabbastrætóinn. Þar segir frá fjögurra ára stelpu og pabba hennar sem flýtir sér á hverjum morgni til að ná í strætó í vinnuna ásamt öllum hinum pöbbunum. Myndirnar eru með norsku tali. Aðgangur er ókeypis. Lýst eftir vitnum BIFREIÐINNI RN-241 var ekið suður Sægarða fimmtu- daginn 26. október kl. 10.20 og talið að við gatnamót Klepps- garða hafi bifreið verið eírið í veg fyrir RN-241 en árekstur ekki orðið á milli bifreiðanna. RN-241 er Renault en hin bif- reiðin er talin vera MMC Lancer eða Carisma, grá að lit, og eldri kona ekið. Þeir sem geta gefið einhverj- ar upplýsingar um óhappið eru beðnir að hafa samband við lög-¦ regluna í Reykjavík, umferðar- deild. •JÉI ALLT A SAWIA STA0 m v: ^Sla.X'- <S NQARSALA l&U0_Wll£ob4 G8_G__k_gj Gffl s _rao__<_l_ig)@ _§<*>•'*%;• _> _*sf§ -4f Rýmum fyrir jólavörunum og f4 m <—. seljum mikið af pottaplöntum meo W 50%afslættiámeðanbirgðirendast t> 0 <& 12 Rósir _999 ; •Jti iiOMDDB IISDM verð áöur kr. 2990 ^verðnúkr. 1495_ verö áður kr. T990 verð nú kr. 995 b |o f| f) q U q Upplýsingnsími: 5800 500 ¦ I Modigen M°d'gerY Íf WJp Jr" gam _H_ H B_> Hl atturulyf a Netinu Modigcn Verslaðu á Netinu og fáðu sent heim (Jónsmessurunni) Modigen er náttúrulyf fyrir þá. sem finna til vœgs þunglyndis, framtaksleysis eða depurdar EbufFJA - Lyf á lágnwifcsvwðl Náttiirulyf við vægu þnngryndi, depurð og franvtnksleysi. Ef áhrifa verður okki vartInnan 4-6 vikna skal meðferð hætt. Nafn nittúralyfsins, lyfjiform og tyrkun Modigon, 300 mg Hyperícum perforatum L extralcL Hvað inniheldur náttúruiyiifi? titt hylki inntheldur 300 mg af Hypericum porforatum L oxtrakti, staölað innihald 900 mlkróg hyperícin. Þungun og brjóstagjöf: Þungaðar konur og konur með bam á brjosti tettu ekki að nota náttúrulytið þar sem engin ^oynsla af notkun náth.rulyfsins er fyrirliggjandi. Lyfjimedferð samtímis tðku þessa aáttúntlyfs: Modigen minnkar éhrif eftírtalinna lyfja og ætti því ekki jjð nota það samtimis tðku þetrra ðn samriðs við lœkni: Warfarin og ðnnur skyid segavamarfyf (blóðþynningalyf), ciklosporín, teðfyllfn, sterar, Þunglyndíslyf, digoxfn, indinavfr og skyld lyf sem notuð eru víð HIV sýkingum. Athugið einnig að ekki skal hœtta töku náttúrulyf_ins skyndilega og ðn samráðs við lœkni hafi það verið notað f einhvem tlma ósamtframangreindum lyfjum. Gæta á varúðar efnóttúrufyfifl ertekið samtfmis lyfjum sem auka Ijósnæmi td. kfnlni, tetrasýklfni, tfasfð-þvagræsifyfjum og metoxaleni. Hjá konum sem taka getnaðarvamartðflur hafa millibtæðingar komið fyrír og einnig gotur Modigen dregið úr virkni getnaðarvarnartaflna. Leítið rðða hjá lækni ef vafaatríði koma upp. Hvemig skal nota náuúrulyfið? Fullorðnir 1-2 hyiki i dag. Náttúrlyfið er ekki ætlað bbrnum yngrí en 12 ðra in tilvfsunar læknis. Hvað gerist við ofskðmmtun? Ef böm hafa tekið nðttúrufyfið I óijáti skal hefa samrðð við lækni. Hasfni til að stjóma vélum og ökutækjum: Upptýsingar eru ekki fyrirliggjandi. Hvaða aukaverkunum getur náttúrafyfið valdið? www.lyfja.is www.vlsir.ls Ljósnæmisviðbr&gð s.s. kliði og roði i húð geta komið fram, einkum hji fólki með Ijðse húð. Aðrar eukaverkanir eru Óþægindi fri moltingar- færum, svimi og þreyta. I einstaka tilvikum hefur oftæti (mania) komið frem. Hafið samband við lækní ef aðrar aukaverkanir koma fram. Hvernig i að geyna níttúrulrfið? Geyma Í náttútulyfið við stofuhíta. Geymsluþol nittúrufyfsins er f samræmi við fymingardagsetnmgu i umbúðum þess. Notið náttútulyíið ekki eftir þó dagsetningu. Handhafi maitaotleyna: Jemo-pherm A/S. Hasselvej 1,4780 Stege, Danmðrk. Umboðsmaður i íslandi: Heilsuversiun Eslands ehf. Borgartúni 7,105 Reykjavik. Dreifing: Lyfjeverslun Islands hf. Borgartún 7105 Reykjavfk. _*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.