Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LISTIR LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 33 Rannsókn breskra samkeppnisyfírvalda Morgunblaðið/Sigríður Dögg Vörur reyndust að jafnaði ódýrari í útibúum þar sem keppinautar voru í nánd. Það var talið vinna gegn hagsmunum neytenda, sem neyðast til að greiða mishátt verð eftir staðsetningu verslunarinnar. Verðlagning undir heildsöluverði skaðar hagsmuni neytenda Bresk samkeppnisyfirvöld hafa lagt til að teknar verði upp sérstakar siðareglur í samskiptum stórmarkaða og birgja. Sigríður Dögg Auðunsdóttir las í niður- stöður könnunar sem gerð var á sam- keppnisstöðu stórmarkaða í Bretlandi. KONNUNIN stóð yfir í hálft ann- að ár og voru 24 keðjur stórmark- aða teknar til athugunar auk fjöl- margra birgja. Markmiðið var m.a. að kanna hvort vöruverð væri i raun hærra í Bretlandi en öðrum Evrópulöndum og Bandaríkjunum og jafnframt að kanna hvernig stæði á misræmi í verði frá fram- leiðendum annars vegar og birgj- um hins vegar. Ennfremur var ætlunin að komast til botns í því hvort stórmarkaðakeðjur ættu þátt í hnignun smærri, sjálfstæðra verslana. I ljós kom að langfíestir stórmarkaðir' selja vörutegundir undir heildsöluverði og þrátt fyrir að það komi vissum hópi neytenda að nokkru gagni, skaðar það sam- keppnisstöðu minni verslana og mismunar þeim hópi neytenda sem af ýmsum ástæðum hafa ekki tök á að versla í stórmörkuðum. Niðurstaðan er því sú að með því að selja vörur undir heildsöluverði vinni stórverslanir gegn hagsmun- um neytenda. Bönn ekki árangursrík Hvað varðar verðlagningu stór- markaða á vörum undir heildsölu- verði var bent á í niðurstöðum könnunarinnar að ekki hefði reynst árangursríkt í öðrum lönd- um að bregðast við henni með því aðsetja á bönn. Irska samkeppnisstofnunin úr- skurðaði árið 1991 að bann gegn sölu vöru undir heildsöluverði hefði leitt til hærra vöruverðs, minni verðsamkeppni og aukningu á söluhagnaði. Ennfremur þótti það ekki leysa vandann að bjóða smærri verslun- um að kaupa vörur undir heild- söluverði frá birgjum. Könnunin leiddi það m.a. í ljós að vöruverð er mismunandi milli verslana innan sömu verslunar- keðju eftir því hvort verslun kepp- inautar er staðsett í nágrenninu eða ekki. Vörur reyndust að jafn- aði ódýrari í útibúum verslana þar sem keppinautar voru í nánd. Þetta var sömuleiðis talið vinna gegn hagsmunum neytenda, sem neyðast til að greiða mishátt verð eftir staðsetningu verslunarinnar. Birgjar verða að láta undan kröfum stórmarkaða Samkeppnisráði hafði jafnframt borist fjöldi kvartana varðandi birgja og viðskipti þeirra við stór- markaði með mikinn kaupmátt. Settur var saman listi sem innihélt 52 atriði sem ástæða þótti að kanna í viðskiptum birgja og stór- markaða. Þar á meðal voru ásak- anir um ýmsar aukagreiðslur eða afslætti, breytingar á samningum og flutning áhættukostnaðar frá stórmörkuðum til birgja. Niður- staðan reyndist sú að hvenær sem stórmarkaður með kaupmátt gerði kröfu á birgja, neyddist hann til að láta undan. Afleiðingin er einokunarstaða stórmarkað- anna gagnvart smáverslunum með minni kaupmátt. Afleiðingin er einnig sú að samkeppnisstaða margra birgja skaðast og úrslitin verða þau að fjárfestingar birgja minnki og minna fé verði varið í þróun nýrra vörutegunda sem jafnframt getur leitt til minni gæða vöru og takmarkað val- möguleika neytandans. Nefndin sér aðeins eina úrlausn á þessum vanda, það er að setja siðareglur í samskiptum birgja og stórmark- aða sem myndu ná til allra hlutað- eigandi. Árangursríkast þætti að smásalar og fulltrúar birgja semdu siðareglurnar sem sam- keppnisráð yrði síðan að sam- þykkja. Siðareglurnar myndu miðast að þeim atriðum sem bent er á í skýrslunni og betur mætti fara. Þær myndu bæta stöðu smærri smásala og jafna sam- keppni. Söngtón- leikar í Reykholts- kirkju STYRKTARTÓNLEIKAR fyrir kirkjuna verða haldnir í Reykholts- kirkju nk. sunnudag, 29. október, kl. 16- Söngkvartettinn Ut í vorið og Signý Sæmundsdóttir óperusöng- kona munu flytja íslensk einsöngs- lög, vinsæl kvartettlög, lög eftir Jón Múla og Jónas, tvö færeysk sönglög útsett fyrir sópran og 4 karlaraddir og Mansöng eftir Schubert, einnig fyrir sópran og fjórar karlaraddir. Það er ferðaþjónustan Heims- kringla sem stendur að tónleikunum ásamt tónlistarfólkinu, en aðgangs- eyrir verður látinn renna óskiptur í byggingarsjóð kirkjunnar. Kvartettinn hefur haldið yfir 30 tónleika í öllum landsfjórðungum. Hann hefur einnig sungið í Eng- landi, Hollandi og Færeyjum. Á efnisskránni eru m.a. lög af Signý Sæmundsdóttir ásamt kvartettinum Ut í vorið. væntanlegum hljómdiski sem tekinn var upp í kirkjunni nú í sumar. Söngkvartettinn Ut í vorið var stofnaður haustið 1992 af þeim Ás- geiri Böðvarssyni, Einari Clausen, Halldóri Torfasyni og Þorvaldi Frið- rikssyni. Snemma árs 1993 kom píanóleik- arinn Bjami Þór Jónatansson til liðs við kvartettinn. Hann starfar sem píanókennari, organisti og undirleik- ari í Reykjavík. Signý Sæmundsdóttir hefur tekið þátt í óperuuppfærslum á Islandi og á erlendri grundu, haldið fjölda ein- söngstónleika og komið fram með Sinfóníuhljómsveit Islands og fjölda kóra. Signý hefur verið raddþjálfari kvartettsins Ut í vorið um árabil. Miðaverð er 1.500 kr. Nýjar bækur • Skáldsagan Byltingarbörn er eftir Björn Th. Björnsson. Þegar Marteinn Lúter skorar hina heilögu kaþólsku kirkju á hólm hriktir í stoðum hennar. Afleið- ingamar em miklar um allan hinn kristna heim - einnig í Skál- holti í Biskups- tungum. Þar á Bjöm Th. staðnum em árið Bjömsson 1539 ungir kenni- menn að undirbúa siðaskipti með mikOli leynd, með Odd Gottskálks- son og Gizur Einarsson, síðar bisk- up, í broddi fylkingar. I því skyni þýðir Oddur m.a. Nýja testamentið - í fullkominni óþökk hins stórvaxna og blinda biskups, Ögmundar Páls- sonar, sem lítur á boðskap Lúters sem örgustu villutrú. Sagt er að bylt- ingin éti börnin sín, og þessar óvenjulegu aðstæður koma miklu róti á tilfínningar þess fjölda fólks sem dvelur á biskupssetrinu, þar sem loft er lævi blandið. Útgefnndi er Mál og menning. Byltingarbörn er 188 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda h.f. Kápuna gerði Guðjón Ketilsson. Verð: 3.990 krónur. • Komin er út bókin Vegakerfíð og feröamálin eftir Trausta Valsson, skipulagsfræðing. Bókin er unnin með styi’k frá Rannsóknarsjóði V egagerðarinnar, en einnig hefur höfundurinn not- ið ráðgjafar ým- issa starfsmanna Vegagerðarinnar. Bókarhöfundur hafði þó algert frelsi í efnis- tökum og ályktunum, en tilgangur- inn með bókinni er ekki síst sá, að gefa fræðimanni kost á að setja fram niðurstöðu áralangrar vinnu sinnar, án þess að þurfa að taka tillit til ákveðinna sjónanniða eða hags- muna. í bókinni er fjöldi korta sem Trausti og nemendur hans í Háskóla íslands hafa gert. Eru þetta annars vegar kort þar sem skilgreindar eru ýmist bestu eða lökustu aðstæður í landinu. Trausti fæiir að því rök að þróun ferðaþjónustunnar sé svo háð mögu- leikum til samgangna - og þá eink- um samgangna á vegum - að lands- skipulag vegakerfisins og ferðamálanna verði að vinnast sem ein heild. Bókin verður tekin inn í vinnu að Samgönguáætlun fyrir framtíðina. Bókin, sem er 120 bls, fæst hjá Vegagerðinni og kostar 800 krónur. Trausti Valsson Heimur Guðríoar í Skálholtskirkju NORRÆN ráðstefna stendur nú yfir í Bláa lóninu og Skálholti, eða dagana 25.-29. október, undir yfir- skriftinni Frásögnin í 2000 ár. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er leyndardómurinn í frásögninni, trúar- og uppeldisgildi hennar. Af þessu tilefni verður aukasýning á Heimi Guðríðar eftir Stein- unni Jóhannesdóttur í Skálholtsdómkirkju í kvöld, laugar- dagskvöld, kl. 20.30. Meira en fimm ár eru liðin frá því Heimur Guðríðar hóf göngu sína milli kirkna landsins, en leikritið var frumsýnt á Kirkjulistahátið í Hallgrímskirkju í Reykjavík í júní 1995. Verkið fjallar sem kunnugt er um ævi og örlög Guðríðar Símonar- dóttur sem rænt var í Tyrkjaráninu 1627 og var ein fárra sem áttu afturkvæmt til Islands. Hún varð síðar eiginkona Hall- gríms Péturssonar sálmaskálds. Frá frumsýningu hafa tvisvai- orðið breytingar á hlut- verkaskipan. í hlut- verki Guðríðar eldri er Margrét Guðmunds- dóttir og í hlutverki Hallgn'ms er Jakob Þór Einarsson. Helga E. Jónsdóttir hefur leikið Guðríði yngri frá upphafi. Tónlist við sýninguna er eftir Hörð Áskelsson og leikur hann sjálfur á orgelið í Skálholtskirkju. Búninga hannaði Elín Edda Árna- dóttir, en höfundur leikritsins er jafnframt leikstjóri. Sýningin í Skálholtsdómkirkju er síðasta tækifæri til þess að sjá þessa sýningu. Aðgangur er ókeypis. Jóhannesdóttir Heildstæð lífssaga BÆKUR Minningarþættír ÚTÚRDÚRAR Höfundur Stefán Júlíusson Útgáfa: Björk, 2000.91 bls. STEFÁN Júlíusson er meðal merkari íslenskra rithöfunda á síð- ustu öld. Bráðum 85 ára sendir hann þessa minningarþætti frá sér. í „Fylgdarorðum“ getur höfundur þess að lífsferil hans megi lesa úr þáttunum. Það eru öll rök fyrir því í huga lesanda að loknum lestri. Höfundur höfum víða „ratað“. Þættii’nir eru sjö, minningar frá unglingsárum og námsdvölum og ferðum erlendis. Þær eru fræðilegar og framsetning skýr. Allar skráðar nú á síðasta tug aldarinnar, sem leið, utan ein þeiiTa, Trésmiðurinn, er skráð 1964. Minningar um óharðnaðan ungl- ing jafnt og fullþroska mann í er- lendum heimsborgum og erli dag- anna í eigin landi ei-u byggðai' á innsæi. Kjarninn er því býsna sterk- ur og því verður lífssagan heildstæð og athyglisverð. Oft er alvöruþungi yfu'sterkari léttleika í frásögn - sem er þó vissulega víða að finna í þáttun- um. Síðasti þátturinn í bókinni nefnist: „Sveinn Áuðunn Sveinsson“, og er ritaður á árunum 1991-2000. Þáttur- inn er um margt sérstæður. I honum felst einhvers konar uppgjör höfund- ar gagnvart því umhverfi og samfé- lagsháttum, sem ríktu um miðja síð- ustu öld. Bókin „Leiðin lá til Vesturheims" er út kom 1950 undir dulnefninu „Sveinn Auðunn Sveins- son“ vakti verðskuldaða athygli og umtal, þótt enginn vissi fyrr en löngu síðar hver höfundurinn var. Hinn eiginlegi höfundur, Stefán Júlíusson, opnar hér hug sinn í, er virðist, - uppgjöri við sjálfan sig um leið og hann er sannur og heiðarlegur gagn- vart lesendum sínum. Málsatvik ýmis er varða höfundar- feril hans, bæði í mót- og meðbyr eru hér rædd af mikilli hreinskilni þess er rýnir sjálfan sig í tilurð skáld- verka sinna. Ljóð eftir höfundinn eru í hverjum minningarþætti. Þau eru látlaus og hlý - virka sem skýring og staðfest- ing á efni þáttanna. I byijun aldai' er nú mikið leitað til þess sem liðnar aldir - liðin öld höfðu að geyma í þjóðlífi og samfélagshátt- um. Minningarþættir Stefáns Júlíus- sonar hljóta að teljast góður fengur frá liðinni tíð. Fremur er það sjald- gæft að svo færar hugsanir búi í vit- und einstaklings hálfníræðseins og Utúrdúrar vitna um. Bókin er bundin í snotra kápu. Jenna Jensdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.