Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 52
52 LAUGÁRDAGUR 28. OKTÓBER 2000 " MINNINGAR MORGUNBLÁÐIÐ ÖRN BJARTMARS PÉTURSSON + Örn Bjartmars Pétursson fædd- ist í Reykjavík 23.desember 1927. Hann lést 18. október síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Ást- mann Bjartmarsson og Sigurjóna Kristín Daníelma Sigurðar- dóttir. Kjörfaðir hans var Pétur Leifs- son ljósmyndari í Rcykjavík og kjör- móðir Steinunn Bjartmarsdóttir kennari (föðursystir Arnar). Orn kvæntist 1955 Kirsten Fritzie Bjartmars, f. 6. maí 1933. Dætur þeirra eru 1) Hanna Bjartmars, f. 1958, myndlistar- maður og kennari, gift Kristni Magnússyni fornleifafræðingi og forstöðumanni Lækningaminja- safnsins í Nesstofu, dætur þeirra eru Svala Ogn og Gríma. 2) Helga Bjartmars, f. 1961, hárgreiðslum- eistari, sonur hennar er Örn Bjartmars. 3) Hjör- dís Bjartmars, f. 1967, medical ill- ustrator, búsett í Bandaríkjunum. Öm varð stúdent frá MR 1948, cand. odont. frá HÍ 1953. Fékk tannlækninga- leýft 15. júní 1953. Örn stundaði fram- haldsnám í protetik við Tannlæknaskól- ann í Kaupmanna- höfn 1953-55, í Zur- ich 1955-56 og í Kaupmannahöfn á ný 1956-57. Hann rak tannlækn- ingastofu í Reykjavfk frá 1958 til dauðadags. Stundakennari í prot- etik við læknadeild Háskóla fs- lands 1959-61 og 1963-68, settur prófessor í protetik frá 1968 og skipaður prófessor í gervitanna- gerð frá 1971 til 1993, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Araar fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Góður vinur og kollega er fallinn frá. Örn Bjartmars Pétursson, pró- fessor og tannlæknir, er látinn að- eins 72 ára að aldri. Hann skilur eftir sig stórt skarð hjá íslenskri tann- læknastétt sem verður vandfyllt. Með Erni Bjartmars er genginn einn helsti brautryðjandinn í nútímatann- lækningum á íslandi. Ég kynntist Erni fyrst sem tannlæknastúdent, en hann var kennari minn öll árin eftir að verklegt nám hófst. Hann var mér mjög hjálplegur við að út- vega skólavist erlendis þegar ég hugði á framhaldsnám og m.a. mælti með óumbeðinn og gekk eftir að ég fengi alþjóðlegan rotary-styrk til námsins. Eftir dvöl mína erlendis urðum við nánir samstarfsmenn og félagar við tannlæknadeild Háskól- ans. Þegar Örn útskrifaðist með kandídatspróf frá Háskóla íslands árið 1953 var mikill tannlæknaskort- ur í landinu. Nánast sjálfsagt þótti fyrir unga og efnalitla tannlækna að heija störf strax á einhverri tann- lækningastofu sem aðstoðartann- læknir. En hugur Amar stóð til frek- ari menntunar og þekkingarleitar, sem var nánast óþekkt í tannlækn- ingum á íslandi á þeim tíma. Það hlýtur því að hafa verið stór ákvörð- un að fara utan til framhaldsnáms, en Örn var fyrsti íslenski tannlækn- irinn til að Ijúka tilskidu framhalds- námi í viðurkenndri sérgrein. Öm lagði stund á tanngervalækningar, þ.e. gervitannagerð og krónu- og brúargerð í Kaupmannahöfn og Zur- ich árin 1953 til 1957. Eftir heimkomuna opnaði Öm eig- in tannlækningastofu sem hann rak til dauðadags af miklum dugnaði og samviskusemi. Árið 1959 hóf hann + Elskuleg systir okkar, frænka og amma, MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR, áður til heimilis á Lindargötu 7, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu- daginn 26. október. Jarðarförin auglýst síðar. Aðstandendur. + Bróðir okkar, JÓSEF SIGURVALDASON, Eiðsstöðum, lést á Héraðshælinu Blönduósi miðvikudaginn 25. október. Systkinin. UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Utfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþ j ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sími 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjðri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is kennslu við tannlæknadeild Háskóla íslands sem varð hans aðalvinnu- staður blómann af starfsævinni. Hann var fyrst stundakennari og síðan prófessor til 1993 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Með komu Arnar Bjartmars í tannlæknadeildina blésu nýir og ferskir vindai’ í náminu. Hann flutti með sér nýjustu þekkingu og aðferð- ir í sínu fagi, umbylti kennslunni og jók menntunarkröfur og þar með verklega fæmi kandídata. Örn lagði metnað sinn í kennsluna og undir hans stjóm varð menntunin í hans fagi með því besta sem gerðist í heiminum. Hann var einnig óþreyt- andi við að aðstoða og hvetja nem- endur sína. Sérstaklega var klínísk kennsla honum hugleikin enda sjálf- ur völundur í höndunum. Það var viss upplifun að fá að horfa á hann vinna og sjá hvernig allt lék í hönd- um hans og hversu næmt auga hann hafði fyrir formi, litum og útliti við tannsmíði og krónu- og brúargerð. Forystuhæíileikar Amar nýttust vel í tannlæknadeild, enda hlóðust ábyrgðarstörf snemma á hans herð- ar. Strax við heimkomuna frá sér- námi var honum falið ásamt arki- tekti að hanna bráðabirgðahúsnæði deildarinnar á Landspítalanum og frá 1973 var hann formaður hönnun- arnefndar nýrrar byggingar fyrir tannlæknadeild sem endaði með byggingu Tanngarðs sem deildin flutti inn í 1983. Hann átti einnig stóran þátt í stofnun Tannsmiða- skóla íslands í tengslum við tann- læknadeild og tók þátt í alþjóðasam- starfi kennara í sínu fagi. Öm var kjörinn deildarforseti tannlækna- deildar oftar en nokkur annar eða í samtals átta ár og varadeildarforseti í jafn langan tíma. Öm Bjartmars gekk til allra verka af krafti og dugn- aði og var málafylgjumaður sem hlífði sjálfum sér hvergi eins og frumkvöðla er siður. Þótt Öm gæti verið ákveðinn og einarður og stund- um gustaði af honum átti hann auð- velt með að umgangast fólk. Það var eftir því tekið hversu nærgætinn hann var við sjúklinga, stúdenta og starfsfólk. Þessi eiginleiki var sér- staklega vel metinn hjá stúdentum við munnleg próf, þegar taugarnar era oft þandar til hins ýtrasta. Örn hafði ákveðnar skoðanir í flestum málum og lét þær óhikað í ljósi. Hann var hreinn og beinn í öllum samskiptum og kom framan að hverju málefni og mönnum á sinn kurteislega hátt, þótt úrlausnarefnin væra margbreytileg og sum við- kvæm, eðli starfsins samkvæmt. En stutt var líka alltaf í gamansemina og grínið og var hann jafnan hrókur alls fagnaðar á kaffistofunni. En Örn sótti fleira gott til útlanda en stað- góða framhaldsmenntun. í Kaup- mannahöfn kynntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni Kirsten Fritzie Bjartmars, sem bjó manni sínum og dætrum glæsilegt heimili. Gestrisni þeirra hjóna var viðbrugðið og róm- uð meðal samkennaranna. Lífshlaupi hvers manns er stund- um líkt við heilmikið ferðalag þar sem samferðamenn era oft margir og viðkomustaðir margvíslegir. Ferðalag Amar Bjartmars Péturs- sonar gegnum lífið verður lengi í minnum haft hjá íslenskri tann- læknastétt, sem að stóram hluta er fyrrverandi nemendur hans. Við sjá- um nú á bak kennara okkar, merkum framherja og frábærum tannlækni. Ég sakna góðs vinar og samkennara sem gott var að leita til eða spjalla við um sameiginleg áhugamál eða fagleg málefni. Ég votta eiginkonu og fjölskyldu Arnar Bjartmars mína innilegustu samúð. Sigfús Þór Eli'asson. Með andláti Arnar Bjartmars Pét- urssonar prófessors er fallinn frá brautryðjandi á sviði tannlækninga, einkum krónu- og brúargerðar og smíði gervitanna. Að loknu námi við Tannlækna- deild Háskóla íslands fór hann til framhaldsnáms, m.a. til Danmerkur og Sviss. Þaðan flutti hann með sér þekkingu og reynslu sem hefur nýst landsmönnum vel, í hans eigin verk- um og verkum nemenda hans og starfsbræðra. Örn var samvisku- samur kennari sem fór öraggum en þó mjúkum höndum um nemendur sína. Hann reyndi aldrei að upphefja sjálfan sig á kostnað annarra, enda þurfti hann þess ekki með. Ég komst áþreifanlega að raun um það þegar ég aðstoðaði hann eitt sinn við að prófa nemendur sína. Öm var ákaflega vandvirkur og hafði unun af að finna góðar lausnir á erfiðum viðfangsefnum, sem við fyrstu sýn virtust óleysanleg, til dæmis vegna andlitsgalla. Á þessu sviði var hann í forystu og vann í nánu samstarfi við lýtalækna. Létti hann með þeim störfum tilverana fyrir mörgum. Fyrir rúmum fjöratíu árum ákváðum við fjórir tannlæknar að hittast til skiptis á heimilum okkar, hálfsmánaðarlega yfir vetrarmánuð- ina, snæða kvöldverð og skiptast á skoðunum um leiðir tO lausnar á þeim faglegu verkefnum sem við voram að glíma við hverju sinni. Auk Arnar era í þessum hóp Rósar Egg- ertsson, Jón Thorarensen og undir- ritaður. Svo mikið höfum við metið þessar samverastundir að sjaldan hafa fundir fallið niður. Kom þá oft í ljós hve skoðanir Arnar vora ákveðnar og fastmótaðar enda byggðar á mikilli reynslu og faglegu stolti. Hafa umræður iðulega orðið háværar á þessum kvöldstundum, enda sjónarhorn okkar fjórmenning- anna oft ólík. Hafa kveðjurnar því stundum verið í styttra lagi. En oft hringdi Öm eldsnemma næsta dag til að leggja áherslu á hve léttvægur ágreiningur okkar hefði raunvera- lega verið. Ósjaldan urðu þessar kvöldstund- ir sem endurmenntunamámskeið, enda nutum við þess efnis sem Örn notaði við kennslu tannlæknanema. Var auðvelt að gleyma bæði stund og stað þegar Örn tók að lýsa lausnum á erfiðum verkefnum tengdum tönn- um og munni. Kom þá berlega í Ijós hve mikla alúð hann lagði í störf sín og sú ánægja sem hann hafði af að miðla öðram af fróðleik sínum og reynslu. Hann naut þess, en miklað- ist ekki af verkum sínum og var op- inn fyrir ábendingum annarra. Þessi tengsl okkar fjórmenning- anna þróuðust fljótlega einnig í trygga vináttu eiginkvenna okkar og barna. Jafnframt hafa umræðurnar á fundum okkar orðið persónulegri. Skarðið verður óhjákvæmilega stórt þegar góður vinur hverfur á braut, en þessa stundina dvelur hugur okk- ar hjá Kirsten og dætranum þrem- ur, Hönnu, Helgu og Hjördísi, tengdasyni og barnabörnum. Er þá gott að eiga góðar minningar sem ber að þakka fyrir. Magnús R. Gíslason. Góður vinur okkar í áratugi er fallinn frá eftir erfið veikindi. Það kom okkur þó ekki á óvart er við komum heim eftir nokkurra daga fjarvera. Samferðamennirnir falla nú frá einn af öðram. Viðkynning fjölskyldna okkur stendur aftur til menntaskólaára hans og síðar er hann var við nám og störf í Kaupmannahöfn. En þar kynntist hann konu sinni Kirsten. Hingað fluttust þau 1956 og hófu bú- skap sinn á Hólavallagötu. Eftir að Örn opnaði stofu sína á 6. hæð í Morgunblaðshúsinu vorum við nágrannar þar í áratugi. Margar ógleymanlegar samvera- stundir eru greyptar í minningu okk- ar s.s. laxveiðar, golf, stúdentaböll á Hótel Borg svo og heimsóknir til þeiiTa hjóna í Stigahlíð og Mosfells- bæ. Og ekki má gleyma afmælisdög- um hans á Þorláksmessu með kolleg- um ogvinum. Minningin um elskulegan mann og góðan vin verður okkur björt og fögur. Við vottum Kirsten, dætranum og fjölskyldunni okkar dýpstu samúð. Erna Amar og Páll Vígkonarson. Öm Bjartmars prófessor lést mið- vikudaginn 18. október eftir erfiða sjúkdómslegu. Hann var merkur framkvöðull og frábær kennari. Að loknu prófi í tannlækningum frá læknadeild Háskóla íslands stundaði Örn framhaldsnám í gervi- tannagerð bæði í Kaupmannahöfn og Zurich.' Sérfræðingsleyfi í tann- og munngervalækningum hlaut hann 1987. Árið 1959 var Örn ráðinn stunda- kennari við læknadeild Háskóla ís- lands, settur prófessor í gervitanna- gerð 1968 og skipaður 15. nóv. 1971. Örn færði strax í upphafi kennslu í gervitannagerð í nútímalegra horf. Hann gerði miklar kröfur til nem- enda jafnt sem sjálfs sín og sparaði hvorki tíma né fyrirhöfn til þess að nemendur öðluðust þá þekkingu og fæmi sem að hans mati þurfti til þess að starfa sjálfstætt. Ekki var óalgengt að sjá Örn önnum kafinn við að aðstoða nemendur löngu eftir að kennslu átti að vera lokið. Fyrir slíka yfirvinnu var aldrei greitt enda ekki farið fram á slíkt. Ef nemanda gekk illa að framkvæma einhvern verkþátt settist Örn gjarna niður, sýndi nemandanum réttu handtökin og útskýrði jafnframt hvers vegna þannig bæri að standa að málum. Varð þá margt Ijóst og auðskilið sem áður hafði verið óljóst. Prúð- mennsku og nærgætni hans við sjúklinga var við bragðið og er nem- endum hans minnisstæð. Örn var forseti tannlæknadeildar Háskóla íslands og sat jafnframt í háskólaráði í samtals átta ár. Hann átti sæti í fjölmörgum nefndum inn- an deildar, var meðal annars skipað- ur formaður hönnunarnefndar tann- læknadeildar 1973 þegar ákveðið var að reisa hús yfir starfsemi deildar- innar. Örn var einn af aðalhvata- mönnum þess að menntun tann- smiða hófst í tengslum við tannlæknadeild 1988 og aðstoðar- fólks tannlækna 1992. Hlutur Amar í þeim breytingum sem orðið hafa á húsnæði tann- læknadeildar á síðustu áram er ekki aðeins stór heldur átti hann einnig stóran þátt í þeim breytingum á kennslu í gervitannagerð sem urðu bæði þegar deildin flutti úr Aðal- byggingu Háskóla íslands í bráða- birgðahúsnæði í kjallara Landspít- alans og síðar þaðan í núverandi húsnæði í Læknagarði. Áhrifa frá Emi gætir í verkum fjölmargra ís- lenskra tannlækna enda hefur hann átt þátt í menntun stórs hluta stétt- arinnar. Örn var einn af stofnendum Scandinavian Society for Prosthetic Dentistry 1972 og naut þar mikillar vii’ðingar. Hann sat í stjórn þess fé- lags til 1993 og í kennslunefnd 1975- 93 en hlutverk þeirrar nefndar er að samræma kennslu í gervitannagerð á Norðurlöndum. Hann gegndi fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrh’ Tannlæknafélag Islands og sat í fyrstu stjórn Félags sérmenntaðra tannlækna. Þá hélt hann erindi og birti greinar um fræðasvið sitt í inn- lendum tímaritum. Örn hóf rekstur eigin tannlækn- ingastofu 1958 og vann þar alla tíð síðan. Fyrstu starfsárin var hann eini tannlæknirinn sem hafði aflað sér sérmenntunar í gervitannagerð og hjálpaði þá mörgum sem að öðr- um kosti hefðu þurft að leita með- ferðar erlendis. Örn var sérlega vandvirkur og öll hans vinna í hæsta gæðaflokki og má segja að þar hafi verkin lofað meistarann. Örn kunni vel að gleðjast með glöðum og var höfðingi heim að sækja. Hann hafði yndi af útivera, einkum stangveiði og skíðaíþróttum, sem hann stundaði af kappi. Hin síð- ari ár átti golfíð sterk ítök í honum. Kennarar og starfsfólk tann- læknadeildar Háskóla íslands senda eftirlifandi eiginkonu hans, Kirsten Fritzie Bjartmars, dætram, barna- börnum og öðrum vandamönnum, sínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðjón Axelsson, Einar Ragnarsson. Ágætur fyrram kennari minn og síðar samkennari og félagi hefur kvatt þennan heim. Örn var um margt framkvöðull á sviði tannlækn- inga. Hann varð fyrstur íslenskra tannlækna til þess að stunda fram- haldsnám í tannlækningum er hann hélt utan til til náms í kliniskri tanns- míði og krónu- og brúargerð árið 1953 að loknu kandidatsprófi frá Há- skóla íslands. í Kaupmannahöfn dvaldi Örn fyrst við nám um tveggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.