Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 66
66 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Af tillitsleysi, hroka og rauðum spjöldum ÉG FÉKK rauða spjaldið á Islands- mótinu í hestaiþróttum á Melgerðismelum sumar. Ég geri ekki ágreining um þann vafasama heiður sem ég varð þar aðnjótandi, ég átti það víst skilið. Ég missti stjóm á skapi mínu og hlaut refsingu fyrir. En það eru ýmsar fleiri hliðar á þessu máli sem ekki hafa farið hátt og alltof fáir þekkja og ég tel ástasðu til að rekja. Sannast sagna segir réttlætiskennd mín mér að fleiri hafi verið vel að rauðu spjaldi komnir. Staðreynd málsins er sú að tveir yfír- dómnefndarmenn á mótinu, þeir Reynir Hjartarson mótsstjóri og Ámundi Sigurðsson yfirdómari, sýndu óh'ðandi hroka og dónaskap bæði mér sem framan af var kepp- andi á mótinu og öðmm keppendum. Ástæða þess að ég lenti í útistöðum við þá félaga var meðal annars það að æði margt í fram- kvæmd mótsins og und- irbúningi fyrir það var fyrir neðan allar hellur eins og fram hefur kom- ið bæði í ræðu og riti. Fyrstu samskipti mín við Reyni vore á fimmtudag, deginum áður en mótið hófst, þegar ég hugðist æfa mig á einum keppnis- velhnum. Þá vom krakkar að slá kanta beggja vegna vallarins og bað ég þá að gera hlé á störfum sínum meðan ég æfði mig. Kom þá Reynir að og tók á móti mér með því að segja eitthvað á þá leið að Sunnlendingar kæmu með hroka og yfirgangi og fæm inn á vellina án þess að spyrja leyfis. Segja má að þama hafi hann gefið tóninn fyrir það sem á eftir kom en það má fljóta með að íslandsmót Pví miður er ekkert í reglunum, segir Róbert Guðni Einarsson, sem segir að hægt sé að veita þeim rauða spjaldið. vellir eiga samkvæmt reglum að vera tilbúnir sjö dögum fyrir mótsbyrjun fyrir keppendur og hneykslast hann á þessu ákvæði í skýrslu sinni til Landssambands hestamannafélaga sem og mörgu öðm í keppnisreglum. Skýrsla Reynis er reyndar með því- líkum ólíkindum að aganefnd LH hef- ur í ársskýrslu sinni til ársþings LH séð sig knúna til að snupra hann fyrir það sem hann lætur þar frá sér fara. Þar segir að íslandsmótið standi upp úr hvað varðar vanþekkingu móts- haldara og dómara á þeim reglum Róbert Guðni Einarsson Ma bjdða þér sæti? Þessa helgi bjóoum vio alla hdrnsdfa með 1 □% AFSLÆTTI AF ANNARS FRABÆRU VERÐI. LlTTU TIL DKKAR UM HELGINA DG GERÐU EINHVER BESTU KAUPIN I BÆNUM, 10% malslSISa£=fSl» Afsláttur AÐEINS ÞESSA HELGI SVARTUR•LJÓSBRÚNN DÖKKBRLINN* DÖKKBLÁR 3TÆm.v. 200x245 CM B6 CM LEDUR á slitflötum S2T10,- M.V. 1 □ % AFSLÁTT SVARTUR* VÍNRAUÐUR • LJÓBBRLINN DÖKKHRÚNN • DÖKKBLÁR 220X270 CM g i cm w / Ji ii u Mz Leður á slitflötum 1 D7i 1 QOr M.V. 1 □% AFSLÁTT TM - HÚSGÖGN SíSurnúla 30 - Sími 5Ó8 6822 - œvititýri likust W mán.-lös. 10:00 -18:00 • laugard. 11Æ0 -16:00 • sunnud. 13:00 • 16:00 sem fara eigi eftir og mótshaldarar ákveði að fara ekki eftir settum reglum af því þeim þyki þær ekki nógu góðar! Þá segir ennfremur í skýrslunni að í sumum tilfellum hafi yfirdómnefnd sýnt algert tilhtssleysi gagnvart keppendum. Reynh- gaf svo tóninn ennfrekar á knapafundi sem haldinn var í upphafi móts þegar hann sagði að ef menn væm ekki komnir til leiksins með jákvæðu hug- arfari á mótsstað væri best fyrir þá að hypja sig strax heim. Sjálfsagt hefur þessu verið aðallega beint til mín og öðmm víti til vamaðar eftir atvikið úti á vellinum. Gekk mótsstjórinn svo fram af fólki á þessum fundi að marg- ir veltu því fyrir sér að yfirgefa móts- svæðið þá þegar og þar á meðal menn úr hópi dómara sem áttu að dæma á mótinu. Tilgangur með þessum skrifum er ekki að reyna að réttlæta framkomu mína sem færði mér rauða spjaldið heldur kannski sá að sýna fram á að það var ekki að ástæðulausu sem ég skipti skapi með afdrifaríkum afleið- ingum. Næsta sem nefna má er þegar keppandi úr Gusti, Birgitta Dröfn Kristinsdóttir, er dæmd úr leik eftir að kæra berst ofan úr brekku þess efnis að hrossið hafi stigið með einn fót út af velli. Framkoma þeirra fé- laga við Birgittu var með þeim hætti að annað eins hefur vart þekkst á mótum. Birgitta leitaði til mín um að- stoð til að fá svör við nokkmm spum- ingum sem við töldum að hún ætti rétt á. I stuttu máh urðu niðurstöður þær að þeir sögðu henni að ef hún væri að angra þá með þessum spurn- ingum fengi hún spjald. Með öðmm orðum; ef þú ekki þegir hefurðu verra af. í áðurnefndri skýrslu Reynis til LH fæ ég vænan skammt þar sem segir að framkoma mín hafi verið með þeim fádæmum að þar verði ekki neinu við jafnað og lýsir hann þeiiri skoðun sinni að mér beri þyngsta mögulega refsing og það strax. Segir hann að ekki hafi verið friður fyrir mér frá fyrsta degi og til þess að þeir veittu mér spjaldið og ég var beðinn að yfirgefa svæðið. Þá segir orðrétt í skýrslu Reynis: „Hann óð trekk í trekk inn í dómpall og truflaði starfs- menn og kórónaði svo allt þegar hann var í viðtali hjá yfirdómnefnd og mun- aði minnstu að hann léti hendur skipta en kona hans gekk á milh.“ Hið rétta í þessu er að ég fór aðeins einu sinni inn í dómpall á svokölluðum B- velli og gerði athugasemdir við allt klúðrið sem þar átti sér stað sem frægt er orðið. Þegar ég hinsvegar kom svo út úr dómpallinum var klappað fyrir mér enda áhorfendur, keppendur, aðstandendur þeirra og jafnvel dómarar úti á velli búnir að fá sig fullsadda á öllu klúðrinu. Hvað viðtalið varðar má segja það að Ámundi yfirdómari bauð mér inn í stjómstöð til að ræða ágreiningsmál- in varðandi mál Birgittu. Meðan ég ræði við Ámunda stendur Reynfr yfir okkur og neitar að setjast við borðið og taka þátt í umræðunum en segir mér að hypja mig út. Endirinn varð sá að það fauk í mig og ég barði hnef- anum í borðið. Sannleikurinn er sá að ég reyndi áður að ræða málin við Reyni en hann taldi sig ekkert hafa við mig að tala. Ég reyndi að afhenda þeim bréf samkvæmt ráðleggingu Ámunda með mótmælum mínum en þeir neituðu að taka við því. Mín skoðun er sú að þefr félagar Ámundi og Reynir hafi með fram- komu sinni við mig og aðra á þessu móti verið vel að rauðu spjaldi komn- ir. Því miður er ekkert i reglunum sem segir að hægt sé að veita þeim rauða spjaldið, það era þeir sem hafa spjaldið og mega veifa því. Það sem er kannski mikilvægast í þessum efnum er að mót þetta og öll þau leiðindi sem þar komu upp verði til þess að yiirdómnefndir sýni kepp- endum og öðram á mótum framvegis þá framkomu sem ki-afist er af kepp- endum samkvæmt keppnisreglum LH, þ.e. kurteisi og tillitssemi. Nú þegar aganefnd LH er búin að ógilda úrskurð þeirra félaga í máli Birgittu Drafnar og snupra þá í ofanálag tel ég við hæfi að þeir taki sér gott fri frá mótsstjómar- og/eða dómstörfum og hugsi hlutina upp á nýtt. Höfundur er verktaki og hestamaður. Greining astma ASTMI er algengur sjúkdómur og þjást allt að 5% fullorðinna af honum. Þetta er oft á tíðum langvinnur sjúkdómur, þótt ein- kenni séu misjöfn frá degi til dags. Hann getur jafnvel horfið al- veg, en algengara er að hann hverfi um Skeið en birtist síðan aftur, t.d. tengt sýkingum í efri öndunarvegi. Ekki er alltaf auðvelt að greina astma og þar með veita rétta með- ferð. Einkenni sjúkl- ings era hjálpleg. Mæði við áreynslu, hósti og flaut og ýl frá lungum geta verið merki um astma. Algengt er að einkenni þessi séu ekki stöðugt til staðar heldur komi og fari, tengt ákveðnum áreitum t.d. kvefi, frjókornum og öðm. Lungnablásturspróf eru mjög mikilvæg til greiningar á astma en em því miður of lítið notuð. Stafar það m.a. af því að slík tæki era ekki til á mörgum heilsugæslustöðvum, eða eru gömul og úrelt eða enginn kann að nota þau. Á slíkum prófum kemur fram teppa við mælingar, þannig að fráblástur frá lungum á einni sekúndu er meira skertur en heildarfráblásturinn. Ef gefin eru berkjuvíkkandi lyf getur þessi skerðing minnkað eða horfið alveg. Þessar mælingar era einnig hjálp- legar til að greina astma frá öðrum lungnasjúkdómum, t.d. langvinnri lungnateppu. Hámarksloftflæði- mælingar era gerðar með litlu ein- földu tæki sem fólk getur haft heima hjá sér og skráð niðurstöður í þartil- gerða dagbók. Hjá þeim sem hafa astma getur komið fram breytileiki á loftflæði milli morgun- og kvöld- mælinga og milli daga sem ekki sést hjá heilbrigðum ein- staklingum. í völdum tilvikum getur verið mikilvægt að ganga úr skugga um hvort astmasjúklingar séu með ofnæmi. Fer þetta eftir aldri, búsetu og eðli einkenna. Best er að greina ofnæmi með því að spyrja sjúkling ítarlega um hugsanleg ofnæmi og framkvæma í samræmi við það nið- urstöður, húðpróf og/ eða sérstaka blóðrann- sókn (RAST-próf). Þegar ekki er augljóst að um astma sé að ræða getur verið heppilegt að gera sérstök próf til að athuga með berkjuauðreitni sem einkennir astma en getur einnig sést við ýmsa aðra sjúkdóma. Þá er sjúklingurinn Astmi Ef þig grunar að þú hafír astma, segir Gunnar Guðmundsson, ættirðu að láta athuga það hjá lækni. látinn anda að sér sérstökum efnum sem vitað er að þeir sem eru með astma svara á sterkan hátt með lækkuðum gildum á lungnablásturs- prófum meðan að hjá heilbrigðum breytast prófin ekki. Ef þig grunar að þú hafir astma ættirðu að láta at- huga það hjá lækni með þeim að- ferðum sem að ofan eru nefndar. Höfundur er sérfræðingur (lyflækningum, lungna- og gjörgæslulækningum. Gunnar Guðmundsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.