Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 68
PJr LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Rjómi sem megrunarfæði? MER þykir leitt að Jóni Braga hafi ekki líkað greinarskrif mín sem birtust í Morgunblaðinu þann 25. október þar sem ég meðal annars lýsi því yfir að sykur sé ekki fíkniefni heldur orkugjafi og þar að auki bragðgóður orkugjafi. Einnig segi ég þar að það sé miður að allt of margir neyta of miklis sykurs, ekki síst í formi gosdrykkja. Sérstaklega þurfa bíjrn og ungmenni að minnka sykur- neyslu og gosdrykkjaþamb. Það var ekki minn ásetningur að hæða einn eða neinn með þessum skrifum mín- um eins og Jón Bragi lætur liggja að og bendir í því sambandi á að ég hafi titlað konu að nafni Þorbjörg Haf- steinsdóttir „næringartherapista“. Eg verð að viðurkenna að þennan starfstitil tók ég beint upp úr auglýs- ingu þar sem Náttúrulækningafélag- ið var að auglýsa fyrirlesara á kvöld- fundi sínum sem bar yfirskriftina „Sykur - hættulaus orkugjafi eða skaðvaldur?" en þar er Þorbjörg ein- mitt titluð „næringarþerapisti". Annars er nú ekki langt í grínið hjá Jóni Bjarna og er það vel. Eins og þegar hann segir að „Ólafur er næringar- ráðgjafi [reyndar er starfsheiti mitt nær- ingarfræðingur] á Planet Pulse“ og held- ur síðan áfram og seg- ist ekki vita „hvaða pláneta það er en hins vegar er ljóst af máli Ólafs að hann er ekki með báða fætur á jörð- inni.“ Já, það er nokk- uð góður húmor í þessu! En Jóni til skýr- ingar þá er Planet Pulse keðja líkams- ræktarstöðva sem þær stöllur Jónína Bene- diktsdóttir og Júlía Þorvaldsdóttir standa í forsvari fyrir. En þá að alvarlegri málum. Það er grafalvarlegt að há- skólaprófessor í raun- vísindum skuli gera sér, Háskóla Islands og íslenskri þjóð þann óleik að halda á lofti kenningum sem eru í fullkomnu ósamræmi við niðurstöður þús- unda og aftur þúsunda rannsókna. Jón hefur flaggað opinberlega (sjá helgarblað DV 21. október) lélegum og óskiljanlegum listum yfir glýkemíustuðla og hvatt þar fólk sem á við offitu að stríða að var- ast fæðu úr jurtaríkinu eins og rófur og kartöflur; ávexti eins og vatnsmelónu og banana og korn- meti eins hrískökur, eheerios og Ólafur Gunnar Sæmundsson - A ~ " * * *•» Eftirtaldir lífeyrissjóðir hafa sent sjóðsfélögum yfirlit um iðgjaldagreiðslur á árinu 2000: Lífeyrissjóður Austurlands Lífeyrissjóður Bolungarvíkur $jjþ Lífeyrissjóðurinn Framsýn Lífeyrissjóðurinn Hlíf »5 Lífeyrissjóðurinn Lífiðn Lífeyrissjóður Norðurlands 'jfj Lífeyrissjóður Rangæinga Lífeyrissjóður sjómanna €> Lífeyrissjóður Suðurlands Lífeyrissjóður Suðurnesja 0 Lífeyrissjóður Vestfirðinga ^^i^Lífeyrissjóður Vestmannaeyja ^ Lifeyrissjóður Vesturlands Sameinaði lífeyrissjóðurinn en dregið hefur veriö af launum þínum í einn eða fleiri af ofangreindum lífeyrissjóSum, eSa ef launaseölum ber ekki saman viS yfirlitiS, skall þú hafa samband viS viSkomandi lífeyrissjóö hiö allra fyrsta og eigi síöar en 1. nóvember n.k. ViS vanskil á greiSslum iSgjalda í lífeyrissjóS er hætta á aS dýrmæt réttindi tapist. Þar á me&al má nefna: Ellilíf eyri Mokalífeyri Barnalíf eyri Örorkulífeyri Gættu réttar þíns Tii þess a& í&gjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðasjóðs launa vegna gjaldþrota, skuíu launþegar ínnan 60 daga frá dagsetníngu yfirlits ganga úr skugga um skil vínnu- veitenda tií viðkomandi. lífeyrissjóðs. Séu vanskii á iögjoldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja IffeyrissjóSi til afrit launaseÖla fyrlr þaö tímabií sem er í vanskilum. Kami athugasemd ekki fram rá launþega er víökomandi lífeyrissjóÖur einungis ábyrgur fyrir réttindum á grundvelli iðgjaida bessara að þvt markí. sem þau fást greidd, enda hafi íífeyrissjóðnum ekkí verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. Næring Pað er alvarlegt að Jón Bragi skuli gera fólki þann óleik, segir Ólafur Gunnar Sæmundsson, að halda á lofti kenning- um sem eru í ósamræmi við niðurstöður þúsunda rannsókna. pasta. Hann gengur meira að segja svo langt að segja að það eigi aldrei að borða pasta heldur fá sér rjóma í staðinn. Þessar ráðleggingar eru al- gjörlega á skjön við ráðleggingar virtra stofnana eins og Manneldis- ráðs, Ki'abbameinsfélagsins og Hjartaverndar. Þetta er þeim mun alvarlegra þar sem Jón er prófessor við Háskóla íslands og sem slíks er tekið mark á hans málflutningi. Sorglegt til að vita enda það eina sem Jón hefur sér til fulitingis höfundar bandaríska skyndimegrunarbók- mennta sem byggja ekki á rannsókn- um heldur óstaðfestum kenninga- smíðum. Jón telur að ég hafi ekki kynnt mér í þaula bækur sem byggja á hugmyndafræði um mikla fitu og próteinneyslu og litla kolvetnaneyslu og nefnir í því sambandi Atkins-kúr- inn. Hér hefur Jón rangt fyrir sér því ég hef lesið þá bók og fleiri í þessum dúr spjaldanna á milli (bækur eins og Scarsdale-kúrinn og Ég borða en grennist samt-kúrinn). Niðurstöður þeirrar lesningar er sú að hér er um að ræða kenningar sem hafa ekki staðist tímans tönn og ekki ein ein: asta rannsókn styður tilvist þeirra. I DV 21. október segir Jón meðal ann- ars:, jUlar nýjar hugmyndir eiga erf- itt uppdráttar. Það er hægt að líta yf- ir söguna: Galileo átti erfítt uppdráttar; læknirinn Harvey sem sagði aðblóðið flæddi í hringrás í líkamanum var fordæmdur og Darwin einnig.“ Ótrúleg samlíking enda hljóta allir að sjá að þessir mætu menn bjuggu við allt annað umhverfi en vísindamenn búa við í dag. í dag er mjög auðvelt að reyna hinar ýmsu kenningar og því ættu þeir sem aðhyllast mikla neyslu á fitu og próteinum og litla kolvetnaneyslu að geta sýnt fram á trúverðugleika kenninga sinna með að vitna í vel gerðar rannsóknir þar að lútandi. En því er öðru nær og ástæðan einföld - kenningin stenst einfaldlega ekki. Mín von er sú að nýtt skyndimegr- unaræði muni ekki ríða yfir íslensku þjóðina þar sem fyrirmyndar er leit- að í smiðju bandarískrar megrunar- menningar. Enda er formúlan fyrir varanlegan árangur þekkt eins og kom vel fram þegar ríflega 2.000 manns voru athugaðir eftir að þeir höfðu náð að halda þyngd sinni í lengri tíma. Fyrri sameiningarþátt- urinn tengdist mataræðinu þar sem aukinnar hófsemi var gætt ekki síst hvað varðaði fituneyslu. Seinni þátt- urinn tengdist mikilli og reglubund- inni líkamsþjálfun (sjá m.a. í Journal of Obesity and Related Metabolic Disorders. 1998. (supplement) Abstract 098 og P730). Höfundur er næringarfræðingur, Planet Pulse. |Glæsilegir borðlampar Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. frá kl. 12-18. Lau. frákl. 11-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.