Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ BSRB krefst 112 þúsund krdna mánaðarlauna f KJARAMÁLAÁLYKTUN 39. þings Bandalags starfsmanna ríkis og bæja er þess krafíst að frá upp- hafí nýs kjarasamnings verði eng- inn félagsmaður undir 112 þúsund króna grunnlaunum á mánuði. Þá krefst þingið þess að sá kaupmátt- ur sem samið er um í komandi kjarasamningum verði tryggður með viðmið í vísitölu eða öðrum ör- uggum hætti. Þá segir í ályktun þingsins, sem lýkur í dag, að BSRB muni aldrei samþykkja að afmarkaður hluti af Kyrrðar- stund á Flateyri FIMM ár voru liðin á fimmtudag síðan snjóflóðið mikla féll á Flat- eyri. Dagurinn markaði djúp spor í sögu þessa litla samfélags er 20 manns létu lífið. Minningarathöfn hefur verið haldin þennan dag á hveiju ári síðan flóðið féll. Sam- kennd er jafnan mikil og loga kertaljós við flest hús á eyrinni. Kyrrðarstundin var haldin sam- tfmis í kirkjunni á Flateyri og dómkirkjunni í Reykjavík fyrir þá aðstandendur sem þar eru búsettir. vinnumarkaði móti kjarasamninga fyrir allt launafólk í landinu. Eigi að móta sameiginlega launastefnu verði sem flestir aðilar vinnumar- kaðar að koma að þeirri stefnumót- un eins og raunin var með þjóðar- sáttarsamninginn 1990. Ennfremur er þess krafist að tekjutenging við laun maka öryrkja og lífeyrisþega verði afnumin og að heilbrigðisráðherra dragi til baka þá ákvörðun sína að spara ríkis- sjóði rúman milljarð króna á ári með því að hætta að niðurgreiða Á FUNDI samninganefnda grunn- skólakennara og launanefndar sveit- arfélaganna í gær kom fram að grunnskólakennarar eru ekki tilbún- ir til að ræða afnám kennsluafsláttar kennara sem náð hafa 55 og 60 ára aldri. Þeir lýstu sig hins vegar til- búna að ræða um sveigjanlegan starfstíma skóla og einföldun á kjara- samningi grunnskólakennara, en þetta eru meðal áhersluatriða sveit- arfélaganna í kjaraviðræðunum. ákveðin lyfseðilsskyld lyf. Álögum á sjúklinga, þ.m.t. komugjöldum á heilsugæslustöðvar, verði aflétt. Vilja fortakslaust bann við uppsögn trúnaðarmanns Á þingi BSRB var einnig ályktað um trúnaðarmenn en þess er kraf- ist að samið verði um fortakslaust bann við uppsögn trúnaðarmanns. Þingið leggur einnig áherslu á styttingu vinnutímans og að viku- leg vinnuskylda starfsmanna í fullu starfi verði 36 stundir án skerðing- Á fundinum fógnuðu fulltrúar kennara þeim viðhorfum sem fram komu af hálfu sveitarfélaganna á samningafundi íyrir einni viku en þar lýstu sveitarfélögin sig tObúin að hækka verulega grunnlaun kennara gegn umtalsverðum breytingum á vinnutíma og skipulagi skólastarfs. Kennarar töldu hins vegar að þær breytingar sem samningsaðilar væru sammála um að stefna að næðu ekki fram nema með gagngerri endur- STJÓRNENDUR Akraneskaup- staðar tilkynntu á aðalfundi Sam- bands sveitarfélaga á Vesturlandi að Akranes myndi ekki segja sig úr sambandinu eins og þeir höfðu hótað að gera, en úrsögnin átti að taka gUdi um áramót. Gunnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi á Akranesi, sagði að samkomulag hefði orðið um að víkka þann sam- ráðsvettvang sem sveitarfélögin á Vesturlandi hefðu haft með sér. Fyr- irhugað væri að stefna að því að búa til sérstakan samráðsvettvang þar sem kæmu saman fulltrúar sveitar- félaganna, aðilar á vinnumarkaði, þ.e. verkalýðsfélög og aðilar í at- vinnulífinu, og ríkisstofnanir eins og Fjölbrautaskóli Vesturlands og Við- skiptaháskólinn á Bifröst. Hann ar launa nema að um skemmri vinnutíma sé sérstaklega samið. Felld verði á brott úr lögum öll ákvæði um yfirvinnuskyldu og bak- vaktir umfram daglega/vikulega vinnuskyldu. Loks leggur þingið áherslu á að engar breytingar verði gerðar á lögunum um kjarasamninga opin- berra starfsmanna frá 1996 án samvinnu við BSRB en Geir H. Haarde fjármálaráðherra hefur lýst vilja sínum til að endurskoða lögin. skoðun á starfskjörum kennara og verulegri hækkun á grunnlaunum þeirra. Jafnframt lögðu kennarar áherslu á fækkun nemenda í bekkjar- deildum. Einnig þyrfti að skilgreina starf umsjónarkennara sérstaklega og veita þeim aukið rými vegna um- sjónar og foreldrasamstarfs. Á fundinum kom fram vilji beggja aðila til að stefna að því að ljúka samningum fyrir áramót þegar gild- andi samningar renna úr gildi. sagði að Samband sveitarfélaga á Vesturlandi yrði áfram til og stjórn þess yrði jafnframt yfir stjórn hins nýja samráðsvettvangs. Gunnar kosinn formaður með öllum greiddum atkvæðum Óánægja stjórnenda Akranes- kaupstaðar var til komin vegna ágreinings um kjör formanns sam- bandsins, en Gunnar Sigurðsson, oddviti minnihlutans í bæjarstjórn Akraness, var kjörinn formaður á síðasta aðalfundi í andstöðu við vilja meirihlutans í bæjarstjórn. Á aðalfundinum í gær, sem hald- inn var á Laugum í Sælingsdal, var Gunnar hins vegar kjörinn formaður áfram með öllum greiddum atkvæð- um. Rúmeninn ákærður ÁKÆRA gegn 23 ára gömlum rúmenskum ríkisborgara var þingfest fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Honum er gefið að sök að hafa stolið skartgripum, myndbands- upptökuvélum og fleiri munum sem samtals eru metnir á um 25 milljónir króna. Rúmeninn hef- ur játað á sig afbrotin. Áð sögn Hjalta Pálmasonar, fulltrúa lögreglustjórans í Reykjavík í málinu, er há- marksrefsing sex ár fyrir þjófnaði. I ákærunni fara tjón- þolar fram á 5-6 milljónir í skaðabætur. Með hass í flöskum TOLLGÆSLAN á Keflavíkur- j flugvelli gerði á mánudaginn upptæk 200 g af hassi sem falin voru í tveimur áfengisflöskum. Hassið fannst í farangri tveggja tvítugra pilta sem komu til landsins frá Kaup- mannahöfn um miðjan dag á mánudaginn. Við gegnumlýs- ingu á farangi-i þeirra sást að þeir höfðu komið fyrir bögglum í ógegnsæjum áfengisflöskum. í hvorri flösku voru um 100 g af hassi. Tollgæslan lagði hald á efnið og handtók piltana. Fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík fer með rannsókn málsins. Kennara- deilan rædd á Alþingi ALÞINGI kemur saman á mánudag að nýju eftir kjör- dæmaviku. Fundur hefst kl. 15 og fer þá fram óundirbúinn fyrirspurnatími en að því loknu gengið til dagskrár. Á þriðjudag er ráðgert að fram fari umræða utan dagskrár um kjaradeilu kennara. Það er Einar Már Sigurðarson, Samfylkingu, sem er máls- hefjandi en Geir H. Haarde fjármálaráðherra verður til andsvara. Flogið til Belfast FARÞEGAR sem áttu bókað flug til Dublin á írlandi með Samvinnuferðum-Landsýn í gær flugu til Belfast á Norður- Irlandi vegna verkfalls á flug- vellinum í Dublin. Kristófer Ragnarsson, gæða- stjóri Samvinnuferða- Landsýnar, sagði verkfall starfsmanna flugvallarins hafa skollið á fyrr í vikunni og því hefði ferðaskrifstofan þurft að breyta áætlun sinni. Farþegar á heimleið í gær fóru akandi til Belfast og flugu þaðan heim. Umhverfís- áhrif athuguð SKIPULAGSSTOFNUN hef- ur hafið athugun á umhverfis- áhrifum stækkunar jarðvarma- orkuvers á Nesjavöllum í Grafnings- og Grímsneshreppi. Aformuð er stækkun raf- stöðvar úr 76 MW í 90 MW og varmastöðvar úr 150 MW í 200 MW. Orkuveita Reykjavíkur er framkvæmdaraðili verksins en Verkfræðistofa Guðmundar og Knstjáns hf. tók saman skýrslu um mat á umhverfisáhrifum. BMVAILÁ Söludeild í Fornalundi Breiðhöfða 3 • Sfmi 585 5050 York steinflísar Viðhaldsfiríar steinflísar fegra garðinn þinn og auka notagildi hans. Skoðaðu úrvalið á www.bmvalla.is www.bmvalla.is Morgnnblaðið/Högni Sigurþórsson Kennarar ekki til við- ræðu um kennsluafslátt Akranes segir sig ekki úr SSV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.