Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Heilbrigðisráðherra leggur fram frumvarp um tóbaksvarnir Markmiðið að færri ungl- ingar byrji að reykja INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra leggur á næstunni fram á Alþingi frumvarp til breytinga á tóbaks- varnalögum. Samkvæmt frumvarp- inu hækkar fjárveiting til forvarna um 12 milljónir og verður hún 50 milljónir á næsta ári. Ennfremur kveður frumvarpið á um að þeir sem selja tóbak þurfi sérstakt leyfi til þess. „Markmiðið með þessu frum- varpi er að færri unglingar byrji að reykja. Það er stefnt að því að auka enn fræðslu í skólum gegn reykingum. Eins er fólki betur tryggt reyklaust umhverfi með því að gerðar eru meiri kröfur til reyklausra svæða en áður hefur verið," sagði Ingibjörg. Ingibjörg sagðist leggja mesta áherslu á að færri byrjuðu að reykja. Sem betur fer hefði náðst árangur á því sviði að undanförnu. Rannsóknir hefðu staðfest að held- ur hefði dregið úr reykingum með- al unglinga. Ingibjörg sagði að það yrði á valdi tóbaksvarnanefndar að taka ákvörðun um hvernig þessu aukna fjármagni til tóbaksvarna yrði var- ið, en hún gerði ráð fyrir að nefnd- in myndi leggja áherslu á að auka enn fræðslu um skaðsemi tóbaks. Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir því nýmæli að það þurfi sérstakt leyfi til að selja tóbak. Leyfisgjaldið á að renna til við- komandi heilbrigðisnefnda á við- komandi svæði. Ingibjörg sagði að gjaldinu væri m.a. ætlað að kosta eftirlit með því að unglingum inn- an 18 ára aldurs væri ekki selt tób- ak. Hún sagði að ekki væri ákveðið hvað þetta gjald yrði hátt. í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að Hjartavernd telur að árlega deyi 370 manns á íslandi af völdum reykinga eða einn á hverjum degi. Fimmta hvert dauðsfall á íslandi sé af völdum reykinga. Samkvæmt heilbrigðis- áætlun stjórnvalda er stefnt að því að árið 2010 verði hlutfall þeirra sem reykja daglega komið niður fyrir 20% meðal fullorðinna. Hópur af krökkum flytur hjarta Tónabæjar úr Skaftahlíð og í nýtt húsnæði félagsmiðstöðvarinnar í Safamýri. Morgunblaðið/Jim Smart Hjarta Tóna- bæjar flutt HJARTA Tónabaejar var flutt úr Skaftahlíð og í Safamýri í gær, en Reykjavíkurborg hefur tekið fé- lagsheimili Knattspyrnufélags Fram á leigu undir félagsstarf Tdnabæjar. í tilefni af flutningun- um var haldin opnunarhátíð í nýju húsakynnunum, þar sem boðið var upp á veitingar og skemmtiatriði og lauk kvöldinu með sérstöku opn- unarballi. Reykjav/kurborg leigir félags- heimilið til tíu ára og mun Fram færa starfsemi sína í íþróttahús sitt við Safamýri. f samningi borgar- innar og Fram er einnig tekið fram að stefnt sé að því að gera þjónustu- samning um aukið samstarf Fram og ITR við skipulagningu íþrðtta-, félags- og tómstundastarfs. Þyrping hf. keypti húsnæði Tónabæjar við Skaftahlíð fyrir 67 milljónir. Gengi krónunn- ar lækk- aði í gær um 0,58% GENGI krónunnar hélt áfram að lækka í gær og hafði lækk- að um 0,58% þegar viðskiptum dagsins lauk. Gengið lækkaði umtalsvert þegar viðskipti hóf- ust, en hækkaði svo aftur þeg- ar leið á daginn. Frá áramót- um hefur gengið lækkað um 7,6%. Þess má geta að síðast þegar íslensk stjórnvöld tóku ákvörðun um að lækka gengi krónunnar, en það var árið 1993, var gengið lækkað um 8%. Gengi krónunnar náði hámarki um mánaðamótin apr- íl/maí í vor og hefur lækkað um rúmlega 9% síðan. I hálf fímm fréttum Búnað- arbankans í gær er bent á að í þjóðhagsáætlun fyrir árið 2001 sé gert ráð fyrir að verðbólga hækki um 4% milli áranna 2000 og 2001 og verði rúmlega 3% frá upphafi til ársloka 2001. Spáin byggist á forsendu um óbreytt gengi íslensku krónunnar. Lækkun 2,7% frá því fjár- lagafrumvarp var kynnt Vísitala krónunnar var 115,3 stig um síðustu mánaðamót þegar fjárlagafrumvarpið var lagt fram og hefur krónan því lækkað um 2,7% frá þeím tíma. Bent er á í frétt bankans að vegna mikils vægis innfluttra vara í neyslu heimilanna leiði 2,7% gengislækkun að öðru óbreyttu til 0,8% hækkunar verðbólgu. Ef gengi krónunn- ar hækki ekki á næstu dögum sé ljóst að verðbólguspá Þjóð- hagsstofnunar gangi ekki eftir. Kvartað við Póst- og fjarskiptastofnun vegna Halló frjálsra fjarskipta Þjónusta flutt milli fyrirtækja án þess að beðið væri um það KVARTANIR hafa borist Póst- og fjarskiptastofnun frá nokkrum fyrir- tækjum sem hafa verið skráð í svo- nefnt fast forval hjá Halló frjálsum fjarskiptum án þess að telja sig hafa beðið um slíkt. Er símaþjónusta þannig sögð hafa verið flutt frá Landssíma íslands til Halló frjálsra fjarskipta að fyrirtækjunum for- spurðum. Gústav Arnar, forstjóri stofnunar- innar, segir að rætt hafi verið við að- ila málsins til að eyða misskilningi sem virðist hafa verið uppi og kvaðst hann vona að það væri til lykta leitt. Fast forval snýst um fyrirkomulag símtala til útlanda þannig að þótt valið sé 00 flyst þjónustan sjálfkrafa til annars símafyrirtækis en Símans hafi menn gerst áskrifendur hjá öðru símafyrirtæki. Fyrirtæki sem hafa boðið slíka þjónustu eru auk Halló frjálsra fjarskipta m.a. Islandssími ogTal. Þegar gengið hefur verið frá áskrift tilkynnir viðkomandi fyrir- tæki það til Landssímans sem breyt- ir tengingum þannig að símtöl í 00 frá þeim viðskiptavinum flytjast til viðkomandi aðila. Gústav segir málið hafa uppgötv- ast þegar viðskiptavinir Landssím- ans, sem hafi orðið fyrir truflunum á síma- eða faxsambandi við útlönd, hafi kvartað við fyrirtækið en þá komið í ljós að þeir væru í föstu for- vali og því í viðskiptum við annað símafyrirtæki. Hafi menn því verið komnir með þjónustu sem þeir telja sig ekki hafa pantað. Nokkrir tugir fyrirtækja telja sig hafa verið setta í fast forval án þess að hafa beðið um það. Staðfesta verður áskrift skriflega Mál af þessum toga komu upp fyr- ir um mánuði og segir Gústav að full- trúar Póst- og fjarskiptastofnunar hafí átt fundi með fulltrúum Lands- símans og Halló frjálsra fjarskipta í vikunni. Svo virðist sem misskilning- ur hafi verið uppi um hvort við- skiptamenn hafi í raun pantað þessa tilteknu þjónustu. Segir hann ákveðin fyrirmæli í reglum um að fyrirtæki beri að stað- festa skriflega ef samið hefur verið um þjónustu sem þessa til að enginn fari í grafgötur um hvað ákveðið hafi verið. Gústav kvaðst ekki eiga von á öðru en málið kæmist þar með í réttan farveg. Sérblöð í dag 'ut jíD £3J2>ilJi 1 17C1Ð#^T^ ¦—^ ^B| ¦<¦ MOHGUNBLAÐSINS A LAUGARDOGUM JfgttlllpUlPÍP ~}2)D11 KA og Valur lögðu Aftureldingu og Stjörnuna / B2 Var vel stemmd, segir Kristín Rós í Sydney / Bl Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.