Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Námskeið o g fyrir- lestrar í Opna lista- háskólanum EYJA Margrét Brynjarsdóttir held- ur fyrirlestur í LHÍ í Laugamesi í fyrirlestararsal 021 nk. mánudag klukkan 15. Eyja Margrét vinnur að doktors- ritgerð í heimspeki við Comell-há- skóla í Bandaríkjunum. Ritgerðin fjallar um skynjanlega eiginleika, þar á meðal liti, hugtök okkar yfir þá og þekkingu okkar á þeim. Eyja hefur að undanförau starfað sem stundakenn- ari við Háskóla íslands og sem að- stoðarritstjóri Vísindavefsins. Fyrir- lesturinn ber heitið „Litir og sársauki - hver er munurinn?" Soffía Ámadóttir heldur fyrirlest- ur í LHÍ, Skipholti 1, stofu 112, 1. nóvember kl. 15. Soffía er menntaður grafískur hönnuður frá MHÍ en lagði stund á Calligraphy (leturlist) á síð- asta ári skólans undir handleiðslu Torfa Jónssonar. Námskeið Módelteikning. Lögð er áhersla á stöðu, hlutföll og líkamsuppbyggingu. Unnið verður með blýanti, krítum og bleki. Kennari er Hafdís Ólafsdóttir myndlistarmaður. Kennt verður í Listaháskóla íslands, Laugarnesi stofu 0022, Skipholti 1. Inngangur A. Kennslutími mánudaga og miðviku- daga 30. október-8. nóvember kl. 18- 22, alls 20 stundir. Þátttökugjald 16.000 krónur, pappír innifalinn. Vat nsli tamálun. Skissugerð úti og inni. Kennd verður meðferð vatnslita og vatnslitapappírs, reynt að ná fram gagnsæi og tærleika litanna. Farið verður í myndbyggingu og form- fræði. Kennari Torfí Jónsson mynd- listarmaður. Kennt verður í Listahá- skóla íslands stofu 308, Skipholti 1. Inngangur B. Kennslutími mánudaga og miðvikudaga 6.-15. nóvember kl. 18-22 , alls 20 stundir. Þátttökugjald 15.000 krónur, pappír innifalinn. Textagreining. Námskeiðið miðar að því að kenna þátttakendum að draga fram þær staðreyndir efnisins (textans) sem máli skipta og mynda af þeim grunn til að þróa fram túlkunar- leið fyrir leikhúslistamenn. Kennslan byggist á ákveðnu greiningarverk- efni og þátttakendur þurfa að vera reiðubúnir til að vinna heimavinnu. Kennari er Pétur Einarsson leikari. Kennt verður í Leiklistardeild LHI, Sölvhólsgötu 13. Kennslutími mánu- daga og fimmtudaga 30. október-9. nóvember kl 17.30-19.30 og laugar- daginn 11. nóvember kl. 10-12, alls 12 stundir. Hámarksfjöldi nemenda 12. Þátttökugjald 8.000 krónur. Spuni - list augnabliksins. Mark- mið námskeiðsins er að þátttakendur fái beina reynslu af því hvað spuni er og styrki með því sköpunargleði sína og lífsleikni. Hinn skapandi hugur er rannsakaður með spunaæfingum og leikjum, hugkyrrð og hamagangi. Forsendumar fjórar þjálfaðar: ein- beiting athygli, hugrekki, traust. Kennari er Harpa Arnardóttir. Kennt verður í húsnæði leiklistar- deildar LHÍ, Sölvhólsgötu 13. Kennslutími mánudaga og fimmtu- daga 30. október-9. nóvember kl.17.30-20.30, alls 15 kennslustundir. Þátttökugjald er 11.000 krónur. S Islendingasaga um líf og örlög kvenna Iðunn Steinsdóttir ÚT ER komin skáldsagan Haust- gríma eftir Iðunni Steinsdóttur. Sagan er að stofni til byggð á frásögnum úr Landnámabók og Droplaugarsona sögu en rituð út frá nýju sjónarhorni. „Sagan er byggð á lítilli frásögn sem ég fann í Landnáma- bók,“ segir Iðunn Steinsdóttir rithöf- undur. „Sömu at- burða er líka getið í upphafí Droplaugar- sona sögu og er þar skýrt frá árás norrænna víkinga sem tengist innanlandsátökum í Noregi milli Haraldar hárfagra og andstæðinga hans. Þetta er saga um konur en auðvitað eru karl- menn í henni líka! Islendingasög- ur eru fyrst og fremst karlasögur, skrifaðar af körlum og þeirra sjónarmið eru ráðandi íþeim.“ Erfitt að geta í eyðurnar En konurnar eru þó miklir ör- lagavaldar í sögunum? „Já, þær eru það stundum, á bak við tjöldin." Hefur þú áður sótt þér efnivið í bókmenntaarfinn? „Ég skrifaði fyrir nokkrum ár- um sögu sem fjallar að hluta til um útilegumenn og gerist fyrir tæp- um tvö hundruð árum. Það efni var sótt í þjóðsögur. En ég hef ekki farið svona langt aftur í aldir áður.“ Er ekki spennandi að vinna skáldskap upp úr svona gömlum heimild- um? „Jú, það er það, en eiginlega mjög erfitt líka vegna þess að það er svo óskaplega langt síðan þetta var. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvernig lífið hefur gengið til á þeim tíma. Eg er búin að lesa ýmis rit til að reyna að fá á tilfinninguna hvernig þetta hafí verið. En það Morgunblaðið/Sverrir Steinunn Þórarinsdóttir við uppsetningu sýningar sinnar Maður um mann í Ásmundarsafni fyrr á árinu. Sýn- ingin er nú komin til Kaupmannahafnar, í nýjan sýningarsal Norrænu ráðherranefndarinnar. er enginn sem getur sagt til um það í raun og veru. Maður verður bara að geta í eyðurnar. Ég hef meðal annars verið á námskeiðum um víkingatímann hjá Jóni Böð- varssyni í því skyni að fá betri mynd af aðstæðum og hugsunar- hætti norrænna manna á þessum tímum.“ Ert þú ef til vill að skrifa tíma- lausa sögu, sögu sem gæti gerst hvenær sem er? „Ég get nú ekki sagt að það hafi verið tilgangurinn í upphafí. Hins vegar gerði ég mér smám saman grein fyrir því að atburðir svipaðir þeim sem sagan fjallar um eiga sér stað enn í dag. Það er alltaf verið að gera árásir á friðsamt fólk, mis- þyrma því á ýmsan hátt og koll- varpa lífi þess. Aðalpersónurnar í sögunni minni eru mæðgur. Ég reyni að skyggnast inn í sálarlíf þeirra og ímynda mér hvernig þær fari að því að lifa af hörmungarn- ar sem yfir þær dynja. Að vísu er það mín hugarsmíð en þess er þó getið í sögunum hvað varð af þeim og að þær enduðu að lokum á fs- landi sem eiginkonur landnáms- manna. í Landnámabók er róman- tísk og ævintýraleg frásögn sem tengist dótturinni, Arneiði. Ég bý til mína sögu í kringum hana.“ Heimsótti Suðureyjar á Skotlandi Hvert er sögusvið bókarinnar? „Frásögnin spannar vítt svið. Sagan hefst á Suðureyjum á eyj- unni Ljóðhúsum, sem nú nefnist Lewis. Hún berst síðan til Jamta- lands og einnig er fjallað um at- burði sem gerast á Fljótsdal á Is- landi. Sögupersónurnar lifa á þjóðflutningatímum þegar menn voru tíðum í förum milli landa, ýmist sem kaupmenn eða ræningj- ar. Þegar ég byrjaði að skrifa þessa bók gat ég ekki almennilega al víkinga A hafið verkið fyrr en ég var búin að fara til Suðureyja og staðsetja upphaf sögunnar. Þess er ekki get- ið nákvæmlega í hinum fornu heimildum hvar á Suðureyjum mæðgurnar hafi búið og ég þurfti að velja mér stað sem mér fannst að gæti hentað. Það var ákaflega skemmtileg ferð. Við hjónin ókum um Suðureyjar, þar sem 70% örn- efna eru enn af norrænum stofni og við fundum staðinn þar sem bókin mín hefst. Seinna fór ég svo til Jamtalands til að finna sögu- sviðið þar. Þá ók ég leiðina frá Þrándheimi sem fylgir gömlu þjóðleiðinni, þeirri sömu og ég læt pcrsónurnar í bókinni fara. Sagan endar svo á Austurlandi. Þar er ég fædd og uppalin og kannski höfð- aði frásögnin í Landnámu upphaf- lega til mín vegna þess að henni lýkur þar. Ef svo hefði ekki verið er ekki víst að hún hefði vakið at- hygli mína á sama hátt. Menn hafa alltaf taugar til æskustöðvanna. En fyrst og fremst er þetta skáld- verk, örlagasaga sem er óháð stund og stað, þótt hún gerist með- al víkinga á landnámsöld." rneiður starði fram fyrir sig. Sársaukinn fyllti vit- und hennar spurn sem hún átti engin svör við. Hvernig gat sólin skinið eftir það sem hafði gerst? Hvernig gátu fugl- arnir kvakað, súlan stungið sér á kaf eftir fiski og hópur af gargandi gæsum klofið loftið í oddaflugi? Atti Iífið að halda áfram eins og ekkert hefði í skorist? Gat umgjörðin um gleðina sem einu sinni var haldist óbreytt nú þegar hún spannaði að- eins myrkur og ógn? Hún hnipraði sig saman. Inn í brjóstinu hamaðist hjartað eins og hrætt lítið dýr sem tætti og sleit og sársaukinn var óbærilegur. Betur að þeir hefðu höggvið hana eins og föður hennar og bróður, klofið hjartað og litla dýrið með. Leiðarskerið var að baki og Hólmurinn hvarf þegar beygt var fyrir Skeljanes. Andvarinn jók styrk, brátt voru seglin hífuð og skipin skriðu norður með skagan- um og sveigðu til austurs, miðja vegu milli Mávaskers og Þórsskers. „Þeir stefna á Bjarnarey," sagði Ólöf hljóðlega. Arneiður kipptist við. Bjarnarey, Bekan! „Hann bjargar okkur!“ Hún leit áköf á móður sína sem horfði döpur á móti og þagði. Hnykkur kom á skipin þegar þau kenndu grunns. Vígamenn settu upp hjálma og hlífar og ruddust á land. (Úr Haustgrímu eftir Iðunni Steinsdóttur.) Steinunn Þórarinsdótt- ir í nýjum norrænum sýningarsal STEINUNN Þórarinsdóttir mynd- höggvari varð nýverið fyrsti lista- maðurinn til að opna sýningu í nýjum sýningarsal í húsakynnum Norrænu ráðherranefndarinnar við Store Strandstræde f Kaup- mannahöfn. Hér er á ferð sama sýningin og Steinunn setti upp í Ásmundar- safni fyrr á árinu en hún ber yfir- skriftina Maður um mann. Sýningin var opnuð 13. október siðast liðin í tengslum við menn- ingarnótt i Kaupmannahöfn og er opin kl. 9-16 alla virka daga fram til 13. nóvember næst komandi. f sýningarsalnum við Store Strandstræde munu framvegis verða haldnar sýningar á verkum norrænna iistamanna. Dómarinn Deborah og dauðinn í kirkjunni ERLENDAR BÆKUR Spennusaga „HOME FIRES“ Eftir Margaret Maron. Warner Books 2000.259 síður. MARGARET Maron er ættuð úr Suðurríkjum Bandaríkjanna og skrif- ar um sitt fólk og sitt umhverfi í röð glæpasagna um dómarann Deborah Knott sem býr í smábæ í Suðurríkj- unum. Bækumar um hana eru orðnar sjö talsins en sú sem kom síðast út í vasabroti hjá Warner Books-útgáf- unni heitir „Home Fires“ og segir frá dularfullum kirkjubmnum í sveitinni hjá Deborah. Öknyttapiltar liggja undir gnm og þar á meðal einn af bróðursonum sjálfs dómarans, sem skiljanlega lítur málið mjög alvarleg- um augum og fer sjálf á stúfana að leita sannleikans; ljóst er að kyn- þáttahatur spilar þama rallu því kirkjumar sem brenna era í eigu svartra safnaða. Hvítir og svartir Dómarinn Deborah Knott er önnur af tveimur söguhetjum sem Margaret Maron skrifar um en hún hefur samið annan bókaflokk um konu að nafni Sigríði Haralds eða Sigrid Harald og era það einnig sakamálasögur. Dóm- arinn Deborah, sem er ógift og bam- laus, á hvorki fleiri né færri en níu bræður og fer fjölskylda hennar með stórt hlutverk í sögunni, ekki síst átt- ræður faðir, stoð dómarans og stytta. Móður sína missti Deborah þegar hún var 18 ára. Deborah þykir óskap- lega vænt um þessa fjölskyldu sína og er sífellt að hugsa til hennar. Og þótt hún viti að innan um og saman við sé skemmd epli að finna sækir hún mik- inn styrk til hennar í sínu starfi. Hún er komin af óbreyttum bænd- um í marga ættliði, þurfti að hafa fyr- ir menntun sinni og hlaut embætti dómara. Sem dómari verður hún vitni að því sem miður fer í sýslunni og tengist oft rótgrónu kynþáttahatri og sjálf verður hún að gæta sín eins og saksóknarinn, harðvítug blökkukona, bendir henni á; hún sakar Deborah um að vera of lin gagnvart svörtum sakamönnum en hörð við þá hvítu. Þannig era fleiri en ein hlið á sam- búð hvítra og svartra og vandrataður meðalvegur eins og hún kemst að þegar hún tekur að rannsaka kirkju- branana. Kirkjubrennur Sagan hefst á því að einn af óknyttapiltunum í fjölskyldu Debor- ah er sakaður um að hafa ásamt vin- um sínum tveimur eyðilagt grafreit svertingjafjölskyldu í bæjarkirkju- garðinum. Þeir fá vægan dóm. Þurfa að inna af hendi samfélagsþjónustu og sitja inni um helgar. Skömmu síð- ar er kveikt í kirkju eins af söfnuðum svertingja í grenndinni og ýmis um- merki benda til þess að sömu strákar hafi verið að verki. Deborah hefur talsverðar áhyggj- ur af frænda sínum í þessum félags- skap og enn meira svo þegar önnur kirkja er brennd til granna og í branarústunum finnst lík af gömlum manni er hafðist þar við. Deborah er sögumaður og ágætur ferðafélagi um þetta landslag, skiln- ingsrík og laus við alla dómhörku. Höfundurinn, Margaret Maron, legg- ur ekki sérlega mikla áherslu á að búa til spennu eða flókin glæpaplott. Hún felur allt slíkt vandlega í bakgranni sögunnar. Þeim mun meira yndi hef- ur hún af því að lýsa mannlífinu á staðnum, fjölskyldumálum, kynþátta- fordómum og kynþáttahatri, sögu og landslagi. Höfundurinn þekkir greini- lega mjög vel til sögusviðsins og nýtir sér giska vel þá þekkingu til þess að draga fram með athyglisverðum hætti hvernig brothættum samskipt- um hvítra og svartra er háttað og hef- ur verið háttað í gegnum tíðina og dregur upp ljóslifandi mynd af sveit- inni og fólkinu í kringum dómarann. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.