Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HOFUÐBORGARSVÆÐIÐ Bæjarstjórn Köpavogs kemur til móts við gagnrynendur skipulags við Elliðavatn ¦Jt^f/''*^-.¥gMl^^^*~^a^jte>.Js Kdpavogsbær hefur Iátið gera þessa tölvumynd til að sýna hvernig hús við Elliðavatn muni falla inn í umhverfið. Ákvörðun um hæstu blokkirn- ar frestað Kópavogur MEIRIHLUTI bæjarstjórn- ar Kópavogs hefur ákveðið að fresta að svo stöddu hug- myndum um byggingu sex og fjögurra hæða fjölbýlishúsa með 61 íbúð á svokölluðum F- reit við Elliðavatn og breyta fyrirliggjandi skipulagstil- lögu þannig að gert verði ráð fyrir 52 íbúðum í fjölbýlis- og raðhúsum en ekki 113 íbúðir. Jafnframt hefur verið ákveðið að fresta afgreiðslu deili- skipulags á svæðinu milli vatns og vegar þar til breytt aðalskipulag á sama svæði hefur verið afgreitt og eins hefur verið ákveðið að falla frá áformum um leikskóla á því svæði. Ennfremur hefur bærinn ákveðið að taka upp svokallaða umhverfisvöktun á Elliðavatnssvæðinu í sam- vinnu við Reykjavíkurborg og gangast í því sambandi fyrir rannsóknum á lífrfki vatnsins. Frá þessu var greint á blaðamannafundi, sem boðað var til í gær, til að greina frá áformaðri afgreiðslu bæjar- stjórnarinnar á þeim athuga- semdum sem bárust við auglýstar deiliskipulagstillög- ur á F-reit og svæðinu milli vatns og vegar og tillögu að breyttu aðalskipulagi á svæð- inu milli vatns og vegar. „Betur sjá augu en auga" „Betur sjá augu en auga. Okkar tillaga var ekki endi- lega hin eina rétta," sagði Gunnar I. Birgisson, formað- ur bæjarráðs, og sagði að skipulagsnefnd bæjarins og meirihluti bæjarstjórnar hefði reynt að koma til móts við gagnrýnisraddir og teldi að skipulagið væri betra eftir en áður. Aðspurður neitaði hann því að meirihlutinn væri á undanhaldi í málinu vegna gagnrýni, sem hann hefði orð- ið fyrir, og minnti á að skipu- lagsnefnd bæjarins hefði ein- huga mælt með samþykkt tillögunnar þegar hún var lögð fram. Hann kvaðst hins vegar telja að opinber umfjöllun um tillögurnar hefði að sumu leyti verið villandi og m.a. hefði ranglega komið fram að fólki, sem sagt var upp leigu- lóðarsamningum, hefði verið sagt að það þyrfti að flytja af svæðinu. Svo væri ekki og ávallt hefði verið að því stefnt að láta öll hús halda sér, sem hægt væri, þótt e.t.v. yrði óhjákvæmilegt að fáein þyrftu að víkja, auk þess sem skerða þyrfti lóðir. Gert hefði verið ráð fyrir allt að 5.000 manna byggð við Vatnsenda á aðalskipulagi frá 1992 en áður hefði verið gert ráð fyrir allt að 12.000 manna íbúðabyggð á svæðinu. Undanfarna mánuði hefur verið deilt um skipulagstillög- ur Kópavogsbæjar vegna tyeggja svæða við Elliðavatn. Á svokölluðum F-reit var ráð- gert að byggja 113 íbúðir í blandaðri byggð fjölbýlishúsa og raðhúsa á 5 ha svæði, milli Vatnsendavegar, hlíð austan vegarins og Elliðahvamms- vegar. Tvö fjölbýlishúsanna áttu að verða á 6 hæðum með sam- tals 46 íbúðum. Gert var ráð fyrir einu fjögurra hæða fjöl- býlishús með 15 íbúðum; 3 þriggja hæða fjölbýlishús áttu að vera með samtals 15 íbúðum og tvö tveggja hæða fjölbýlishús með samtals 8 íbúðum, auk 29 íbúða í rað- húsalengjum. í gær tilkynntu Gunnar I. Birgisson, Sigurður Geirdal bæjarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson, formaður skipu- lagsnefndar, að ákveðið hefði verið að fresta byggingu sex hæða og fjögurra hæða hús- anna og þeirrar 61 íbúðar sem í þeim áttu að vera. Jafnframt var dreift fréttatilkynningu þar sem segir að á F-reit séu í dag þrír sumarbústaðir, þar af tveir sem hafi leyfi til heils- ársbúsetu. Gert sé ráð fyrir að annar þeirra fái að standa en önnur mannvirki víki fyrir nýrri byggð. Ennfremur kemur fram í gögnum, sem dreift var á fundinum, að sMpulag á F-reit, þar með tal- in hæð húsa, verði endurskoð- uð samhliða þeirri skipulags- vinnu sem hafin er á norðursvæði Vatnsenda- landsins. Hitt svæðið, sem deilt hef- ur verið um, er svokallað svæði milli vatns og vegar, sem verður áfram í eigu land- eigenda. Þar voru í sumar lagðar fram samtímis tUlögur að breyttu deiliskipulagi og aðalskipulagi. Samkvæmt að- alskipulagstillögunni var landnotkun breytt úr opnu svæði og landbúnaðarsvæði í svæði fyrir íbúðabyggð og ýmsa þjónustu. Samkvæmt deiliskipulagstillögu, sem lögð var fram samhliða var skipulögð byggð fyrir 32 ein- býlishús á einni og tveimur hæðum, með 1.000-1.300 fer- Tölvumynd Kópavogsbæjar yfir hluta ráðgerðs byggingarsvæðis eins og það mun líta út fullgert. Morgunblaðið/Jim Smart Sigurður Geirdal bæjarstióri, Ármann Kr. Ólafsson, formaður skipulagsnefndar, og Gunnar I. Birgisson, formaður bæjarráðs, kynntu viðbrðgð Kópavogsbæjar við athugasemdum við sk ipu I agst.il lögur við Elliðavatn í gær. I baksýn er Þórarinn Hjaltason bæjarverkfræðingur. metra lóðum, auk leikskóla. í fréttatUkynningu, sem lögð var fram í gær, segir að sam- kvæmt fyrirUggjandi tillögu þurfi að fjarlægja eitt hesthús og einn geymsluskúr vegna framkvæmdar deiUskipu- lagsins á því svæði en mörk leigulóða muni breytast á nokkrum stöðum. Hætt við aðalskipulag og deiliskipulag samtímis Á fundinum í gær var til- kynnt að ákveðið hefði verið að falla frá því að afgreiða breytt aðalskipulag og deili- skipulag samtímis. Birgir Sigurðsson, skipulagsstjóri bæjarins, sagði að bærinn hefði ákveðið að virða úrskurð úrskurðarnefndar skipulags- °g byggingarnefndar, sem kveðinn var upp nokkrum dögum eftir að tillögur Kópa- vogs voru auglýstar samhliða en samkvæmt honum er ekM heimilt að auglýsa deiliskipu- lagstUlögu fyrr en staðfesting aðalskipuiags Uggur fyrir. Því verði breytt deiUskipulagstil- laga auglýst að nýju þegar að- alskipulag hefur verið sam- þykkt. Jafnframt hefur verið ákveðið að hætta við staðsetn- ingu leikskólans á þessum reit og að falla frá byggingu eins húsanna, sem gert hafði verið ráð fyrir, því það færi of nærri vatninu. Gert verður ráð fyrir leikskólanum á norð- ursvæðinu ofan Vatnsenda- vegar þegar það verður tekið til skipulags. Af öðrum mininháttar breytingum, sem kynntar voru á fundinum, má nefna að ákveðið hefur verið að flytja til sparkvöll, sem þar var gert ráðfyrir. Þá kom fram á fundinum að Kópavogur hefði ákveðið að viðhafa svokallaða umhverfis- vöktun við EUiðavatn í sam- vinnu við Reykjavíkurborg, sem ráðgerir íbúðabyggð í NorðUngaholti við norðanvert Elliðavatn. I tengslum við hana verði ráðist í rannsóknir á Ufríki vatnsins. Gunnar I. Birgisson sagði á fundinum að frárennslismál við ElUðavatn yrðu í betra ásigkomulagi eftir að nýja skipulagið hefði gengið í gUdi en'nú er. Nýverandi byggð veiti frárennsli í rotþrær en í stað þeirra muni koma skolp- lagnir. Þá kom fram hjá Ar- manni Kr. Ólafssyni og Þór- arni Hjaltasyni bæjarverk- fræðingi, að meirihluti aukaefna í ofanvatni frá byggðinni muni verða eftir í settjörnum, sem ofanvatni verður veitt í, áður en það fer í Elliðavatn. Settjarnirnar muni ennfremur tryggja að áhrifa mengunarslyss vegna spilliefna í byggðinni gæti ekki í lífríki vatnsins eins og raun er talin hafa orðið á í EUiðaám vegna klórmengun- ar frá sundlauginni í Árbæ. Ekki hætta á gruunvatnsmengun Fjölmargar athugasemdir bárust við skipulagstUlögurn- ar, bæði frá íbúum og húseig- endum við Vatnsenda og einnig frá sveitarfélögum, hagsmunasamtökum hesta- og stangveiðimanna, svo og náttúruverndarsamtökum á borð við Landvernd. í síðast- töldu athugasemdunum var m.a. lýst áhyggjum af grunn- vatnsmengun í vatnsból Garðabæjar vegna þess hve margar sprungur væru á svæðinu. Matthías Loftsson, sérfræðingur hjá verkfræði- stofunni Hönnun, sagði á fundinum í gær að verkfræði- stofan Vatnaskil hefði kannað þá möguleika fyrir um 3 árum og komist að þeirri niðurstöðu að hættan á grunnvatns- mengun væri engin. Eignarnámssátt sú, sem gerð var miUi Kópavogs og landeigenda við Vatnsenda, gerði ráð fyrir að skipulags- tiUögurnar, sem auglýstar voru í sumar yrðu samþykkt- ar óbreyttar, og var hluti end- urgjaldsins tU landeigenda það að fá úthlutað lóðunum undir fjölbýlishúsin, sem nú hefur verið hætt við að byggja að svo stöddu. Sáttin gerði ráð fyrir að afgreiðslu óbreytts skipulags yrði lokið fyrir 1. nóvember og að land- eigendur fengju þá bygging- arlóðirnar afhentar. Spurður hvort leita yrði nýrra við- ræðna við landeigendur í Ijósi breyttra tillagna sagðist Gunnar I. Birgisson telja að breytingarnar væru innan vikmarka eignarnámssáttar- innar, en bæjarstjórn sam- þykkti einróma efni hennar sl. vor. Athugasemd vegna for- kaupsréttar Mosfellsbæjar Mosfellsbær MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athuga- semd frá félagsmálasviðí Mosfellsbæjar: „Morgunblaðið birti frétt föstudaginn 20. október sl. undir dálkinum Höfuðborgar- svæðið. Fyrirsögn greinar- innar var „Þeir eru að græða á fátæka fólkinu". Fram kom að fljótlega eftir gUdistöku laga um húsnæðismál nr. 44/ 1998 hafi MosfeUsbær falUð frá því að nýta sér forkaups- rétt að 10 árum Uðnum frá af- hendingu íbúðar. Sveitarfélög hafa kaup- skyldu á félagslegum eignar- íbúðum og ræðst tímalengd kaupskyldunnar eftir því hve- nær afhending íbúðar átti sér stað. Kaupskylda sveitarfé- lags vegna íbúða sem afhent- ar voru fyrir gildistöku laga nr. 40/1990 eru 15 ár, en íbúða sem voru afhentar eftir þann tíma 10 ár. Félagslegar eign- aríbúðir i Mosfellsbæ eru 30, um einungis eina þeirra gUda ákvæði laganna um 15 ára, en vegna hinna 29 ibúðanna 10 ár. Forkaupsréttur sveitarfé- laga á félagslegum eignar- íbúðum er samkv. lögum nr. 44/1998 að hámarki 30 ár. Lögin heimila sveitarfélögum að stytta þann tíma en enn sem komið er hefur engin um- ræða farið fram í félagsmála- nefnd Mosfellsbæjar um styttingu forkaupsréttartím- ans. Það er því Ijóst að einhvers misskilnings gætir í um- ræddri grein."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.