Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 64
64 LAUGAEDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bít ekki lengur á jaxlinn heldur bölva upphátt AÐ UNDANFORNU hefur mik- ið verið rætt um hversu erfiðlega gengur að ráða fólk til starfa á sambýlum og dagvistunarstofnun- um fyrir fatlaða. Þá er um að ræða bæði fagfólk (þroskaþjálfa) og ófaglært starfsfólk (stuðningsfull- trúa). Lækjarás er einn af þeim stöðum sem bjóða upp á dagþjón- ustu fyrir þroskahefta og er undir- rituð starfandi þroskaþjálfi þar. Þjálfunarstaðurinn skiptist í fimm deildir og fer starfsemin fram á virkum dögum frá kl. 9- 16.30. Við skipulagningu á innra starfi er reynt að sjá til þess að a.m.k. einn fagaðili, þ.e. þroska- þjálfi, starfi á hverri deild. Hver deild hefur ákveðin markmið og ákveðnar áherslur í starfinu sem tengjast markmiðum staðarins en þau eru byggð á lögum Styrktarfé- íags vangefinna og lögum um mál- efni fatlaðra. Umsögn um starf vetrarins er gerð að vori. Þjálfun og meðferð á Lækjarási tekur mið af þörf hvers skjólstæðings fyrir sig. Áhersla er lögð á að styrkja Fatlaðir Þroskaþjálfar fá ekki mörg hundruð þúsund króna verðlaun, segir Guðný Sigurjónsdóttir, ef þeir vinna í tvö ár eða lengur á sama vinnustað. ISLEIYSKT MAL HÉR kemur síðari hluti bréfs Arna R. Arnasonar alþm.: „Nýlega heyrði ég einhvern nefna orðið sporgöngumaður en mér varð ljóst eftir á að átt var við frumkvöðul að ein- hverju. Þótti mér það mikil mis- notkun á vel skiljanlegu orði; eða er það ekM rétt að spor- göngumaður er sá sem gengur í spor annars - og er því ekki upphafsmaður eða frumherji í göngunni? [Innskot umsjm.: Jú, það er rétt.] Aðrir meistarar skringilegra orðaleikja eru krossgátusmiðir sem eru afskaplega misjafnir að gæðum, þeir bestu vandaðir ís- lenskumenn en þeir lökustu hreinlega illa máli farnir, og margir þar á milli sem fara oft rangt með merkingu orða. Einn þeirra vekur athygli mína af og til, eða hvað finnst þér t.d. um þetta úr krossgátu Dags: kofi = skáli? [Innskot umsjm.: Nei, þetta er ekki hið sama. Sjá sam- heitaorðabók.] Nokkur orð eru smám saman að fá óskaplega sterkan sess í málinu. Þannig segja nærfellt allir sem minnast á skáldskap að allt sem lesið er heiti textar en varla heyrist nokkur maður nefna orðið ljóð eða vísur þó -^hann fari með ljóð og vísur. Allt er textar. Þvífík moðsuða. Að lokum læt ég fylgja það sem ekki varðar nákvæmlega ís- lenskt mál heldur hvernig talin eru mörk landssvæða, héraða eða sveita. I sunnudagsblaði Morgunblaðsins h. 3. september sl. var í a.m.k. tveimur greinum eða viðtölum frá Bolungavík við Djúp talað um Jökulfjörð. Eng- an Jökulfjörð veit ég á þeim slóðum frá því ég óx upp á ísa- firði, heldur Jökulfirði sem eru norður af Drangajökli og gegnt Bolungavík. Við þetta rifjuðust upp orðaskipti í hópi nokkurra >kollega minna og maka fyrir nokkrum árum og umfjöllun Morgunblaðsins fyrr á þessu ári, og varðaði hvort tveggja mörk landssvæðisins norðan Drangajökuls. I samræðum hópsins fyrr nefnda um menn og málefni kom fram að móður- ætt mín bjó í Aðalvík og á Horn- ströndum, þ.e. í Sléttuhreppi og þar var ég í sveit hjá skyld- mennum og naut mikils kær- leika þeirra þar til byggðin lagð- ist af. Þá gall við einn makinnað ^g væri þá Strandamaður! Ég er nú ekM aldeilis sammála því, því Strandir ná ekki svo langt til vesturs; ég er raunar viss um að Strandamenn eru mér sam- mála. I Morgunblaðinu fyrr á þessu ári var sagt frá ferðum um svæðið norðan Djúps, og Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1081.þáttur staðhæft að Aðalvík væri í Jök- ulfjörðum! Eg hef vegna þessa hugleitt hvort ekki mundi ástæða til að einhver fjölmiðill sem stundum fjallar um fáfarnar slóðir í þátt- um um ferðamál, mundi auka umfjöllun í þeim þáttum um staðhætti og bæta við upplýs- ingum um sveitarmörk og önn- ur mörk þeirra landssvæða sem eru svo fáfarin að nútímamenn vita yfírhöfuð ekM hvar mörkin eru. í leiðinni get ég þess að ekki er víst að alls staðar fari saman mörk sveitarfélaga frá fyrri hluta þessarar aldar og hin fornu sveitarmörk. Þetta segi ég því ég álít að mörk Norður- ísafjarðarsýslu og Strandasýslu (og þar með austurmörk Sléttu- hrepps) hafi verið skammt vest- an við hin fornu mörk Aðalvík- ursveitar og nyrstu sveitar á Ströndum. Ég hygg ég fari nokkuð rétt með er ég segi um hluta Sléttu- hrepps (fyrrum Aðalvíkursveit) að beggja vegna Horns eru Hornstrandir og ná til austurs nú að Bolungavík (sem til forna var talin á Hornströndum en síðar á Ströndum) og til vesturs um Hornvík, Rekavík bak Höfn, Hælavík, Hlöðuvík, Kjaransvfk og Almenninga hina vestari að Kögurtá sem er vesturmörk Hornstranda. Sunnan Kögurs eru Víkur, sem eru Fljótavík eða Fljót (í eintölu) og Rekavík bak Látur sem er norðan Straumness. Þá tekur við Aðal- vík milli Straumness og Rits. Sunnan Rits, Darra og Sléttu- heiðar eru Slétta og Hesteyri í Jökulfjörðum. Er nú upp talinn Sléttuhreppur, en Jökulfirðir innan Hesteyrar og vesturhlíða Hesteyrarfjarðar mynduðu Grunnavíkurhrepp. Vertu nú sæll að sinni og hafðu ævinlega þökk fyrir góða þætti um íslenskt mál." Umsjónarmaður þakkar þetta góða bréf. • Hlymrekur handan kvað: Hún Karítas sáluga á Kvistum, að Kristóbert sfaum strax misstum, komaugaánýjanmann ogætlaðiaðrýjahann; henni ofbauð svo verðið á kistum. • í kvöldfréttum ríkissjón- varpsins 9. sept. sl. kom vel í ljós munurinn á rétt mynduðu há- stigi lýsingarorða (lýsingar- hátta) og rangt mynduðu. Fyrst var talað um „best varðveittasta leyndarmál", þar sem hástigs- endingin „asta" er óþörf og til lýta, af því að búið er að segja best. Síðar var talað um hæst launaða manninn í fyrirtækinu, og þetta er hárrétt. Ef fyrri vit- leysunni hefði verið fylgt eftir, hefði maðurinn orðið „hæst launaðastur". Þá var enn í sama fréttatíma talað um að „að aðferð byggði" á einhverju í staðinn fyrir byggð- ist. Enn hefur RíMsútvarpið ekM ráðið sér málfarsráðunaut eftir að Helga Jónsdóttir hætti. Seg- ir þó í landslögum að útvarpið skuli leggja rækt við íslenska tungu. • Sending frá Bjarna Sig- tryggssyni í Kaupmannahöfn: „Sæll og blessaður Gísli; Þú veltir fyrir þér íslensku heiti þess sem oftast er kallaður tölvupóstur. EkM beint óþjált nafn, en ekM heMur sérlega lip- urt. Eg hef leyft mér að nota sjálfur annað, sem er í eðli sínu eins konar þýðing á upphaflega enska heitinu „Electronic mail". Af þráhyggju bugaðist blýheili Bjargmundar þrasgjarna í Keili. Hannsendioftrafrit í reiði, tók afrit, og reif gjarnan kjaft með e-maili. Innilegustu kveðjur." En hvernig væri að kalla „email" emil? • Umsjónarmaður er að safna fróðleik um sögnina að urlast og orðasambandið að ver(ð)a url- aður. Þetta heyrist um þessar mundir á Akureyri, einkum meðal yngra fólks og er haft í merkingunni að ' geggjast, ver(ð)a geggjaður. Eg hef kom- ist að því að þetta er ekM mjög ungt, nema það hafi fallið niður og verið lífgað við seinna. Birna og Asa Ketilsdætur frá Fjalli í AðaMal kannast mjög vel við þetta. Þær sögðu þetta sjálf- ar fyrir 40-50 árum. Birna kall- ar þetta slanguryrði unglinga og hafi þær á táningsaldri notað það í merMngunni (létt)geggj- aðar; það hafi alltaf verið nei- kvætt en tiltölulega meinlaust. Nú langar mig til að vita meira: 1) Hvar er þetta sagt? Er þetta staðbundið, eða fer þetta eitthvað eftir landshlutum? Er merkingin sú sem þær systur greina? Eða hefur hún styrkst eða veikst? Féll þetta barna- slangur niður, eins og oft vill verða, og lifnaði aftur? Hefur skammstöfunin url í Netheim- inum haft einhver áhrif? Ég bíð átekta og vonast til að fá svör við þessum spurningum. Eg veit af fornyrðinu url sama sem skýla, slæða. Það er t.d. í Heimskringlu, en fjarska ólík- legt að „urlið" núna tengist því. hinn fatlaða hvað varðar hugsun, skynj- un og verkþjálfun, hvatningu til boð- skipta og notkunar mismunandi tjáning- arforma, þjálfun í at- höfnum daglegs lífs svo og líkams- og sjúkraþjálfun. Skipu- lögð þjálfun fer ýmist fram sem einstakl- ingsþjálfun, þar sem miðað er við að fylgja einstaklingi í gegnum ákveðna athöfn og að- stoða hann við að ná þeim markmíðum sem sett eru, eða í hóptím- um þar sem reynt er að stuðla að virkni ásamt góðu andrúmslofti innan hópsins við tilteknar athafn- ir. Þroskaþjálfar bera ábyrgð á faglegu starfi sinnar deildar. I því felst að þroskaþjálfinn ber ábyrgð á þjálfunaráætlunum skjólstæð- inga deildarinnar og að þeim sé framfylgt. Hann hefur samskipti og samvinnu við heimili skjólstæð- inga sinna, þ.e. við foreldra og starfsfólk sambýlanna. Hann fylg- ist með andlegri og líkamlegri líð- an skjólstæðinga sinna og ber ábyrgð á því að unnið sé sam- kvæmt lögum um málefni fatlaðra. Guðný Sigurjónsdóttir Þroskaþjálfa ber að stuðla að jákvæðum viðhorfum í garð fatl- aðra og síðast en ekki síst leiðbeinir hann ófaglærðu starfsfólki. Undirrituð vinnur 100% vinnu og er með 13 ára starfsreynslu sem gerir 109.522 krónur í mánaðar- laun. Ekki geta þetta talist háar tekjur fyr- ir metnaðarfullt og oft og tíðum erfitt starf. Þroskaþjálfar fá ekki mörg hundruð þúsund króna verð- laun ef þeir vinna í tvö ár eða lengur á sama vinnu- stað. Þeir fá ekki heldur borgað í hlutabréfum þó svo að vinna þeirra skili árangri. Fram til þessa höfum við á Lækjarási búið svo vel að meirihluti starfsfólks er fag- menntaður en vegna lélegra launa hafa æ fleiri þroskaþjálfar helst úr lestinni að undanförnu. Senn líður að því að kjarasamningar þroska- þjálfa losna. Við sem enn erum eft- ir í „bransanum" ætlumst til þess að kjör okkar verði bætt og að störf okkar verði metin að verð- leikum. Höfundw er þroskaþjálfí. Við getum gert kraftaverk Á undanförnum dögum hafa hundruð íslendinga gengið til liðs við Rauða kross- inn í því skyni að efla baráttuna gegn al- næmi í Afríku. Undir kjörorðunum „Göng- um til góðs" munu þeir banka upp á heimilum landsmanna í dag og gefa þjóðinni kost á að leggja sitt af mörkum til þess að lina og koma í veg fyrir þær miklu þján- ingar sem alnæmis- faraldurinn veldur. Ekki veitir af. Tuttugu og fjórar milljónir Afríkubúa eru sýktar, 12 milfjónir barna hafa misst foreldra sína og engin lækning er fyrir hendi. Sendifulltrúar og starfsfólk Rauða krossins hafa kynnst þess- um mikla vanda af eigin raun, oft í gegnum persónulegan harmleik fólks sem þeir hafa aðstoðað. Rauði kross Islands hefur um ára- bil stutt heimahlynningu og aðstoð við munaðarlaus börn í Suður-Afr- íku og Mósambík. Með því fé sem nú safnast ætlum við að efla þetta starf enn frekar og aðstoða einnig í Malaví og Simbabve. Sárust er neyð barnanna í Simbabve eru 450.000 börn munaðarlaus af því að foreldrar þeirra hafa dáið úr alnæmi. Hlut- fallslega samsvarar Jpetta því að átta þúsund börn á fslandi misstu foreldra sína, eða tveir árgangar. Það er hægt að ímynda sér hvaða áhrif þetta hefði hér, hvað þá í fá- tækum rfkjum í sunnanverðri Afr- íku. Ömmur og afar ala upp barna- börnin þegar foreldrar þeirra falla frá, ellegar að börnin fara á ver- gang. Með því að veita þessum börnum athvarf á viðkvæmasta æviskeiði má koma í veg fyrir að þau lendi á götunni. Kannanir sýna að ótrúleg vanþekking er á smitleiðum alnæmis meðal barna og unglinga í Afríku. Þessari van- þekkingu þarf að útrýma. Þar standa sjálfboðaliðar Rauða kross- ins vel að vígi því þeir búa á staðn- um og vita hvernig best er að koma fræðslunni til skila. Síðustu daga höfum við fylgst með starfi sjálfboðaliða Rauða krossins í Afríku í fréttum á Stöð tvö. Þessir sjálfboðaliðar - sem eru margir hverjir sýktir sjálfir - Sigrún Arnadóttir vinna kraftaverk á hverjum degi með heimahlynningu al- næmissjúkra, umönn- un munaðarlausra barna og öflugu fræðslustarfi meðal almennings í borgum, bæjum og þorpum. Söfnunarféð fer til að rétta þessum félögum okkar í hreyfingu Rauða krossins hjálp- arhönd. Sjálfboðaliðar Rauða krossins sem ganga í hús ídag, með söfnunarbauka vinna líka kraftaverk. Að meðaltali má gera ráð fyrir að hver maður safni um tíu þúsund krónum. Fyrir það fé má til dæmis borga beinan kostnað við starf eins sjálfboðaliða Alnæmi Fyrir um tíu þúsund krónur telur Sigrún Árnadóttir að sé hægt að greiða beinan kostn- að við starf eins sjálf- boðaliða í heilt ár í fá- tækrahverfum Harare í Simbabve/ í heilt ár í fátækrahverfum Harare í Simbabve. Þessi sjálfboðaliði get- ur frætt hundruð ef ekki þúsundir manna um smitleiðir alnæmis og þannig bjargað mörgum mannslíf- um. Því eru engar ýkjur að í tveggja tíma hressingargöngu með bauk sé hægt að gera mikið gagn. Eg vil því hvetja alla til að taka vel á móti sjálfboðaliðum Rauða krossin og efla þannig mikilvægt mannúðarstarf við erfiðar aðstæð- ur. Einnig er hægt að hringja inn framlög í boði Landssímans í síma 907-2020. Hvert símtal jafngildir 500 króna framlagi sem rennur óskipt til hjálparstarfsins. Stönd- um saman þegar á reynir. Höfundur er framkvæmdastjóri Itttuúu krossms.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.