Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 43 Náttúrulyf unnið úr garðabrúðu komið á markað Ætlað gegn vægum svefntruflunum og óróa NÝTT náttúrulyf er komið á mark- að hérlendis sem ætlað er gegn óróa og svefntruflunum. Náttúrulyfið inniheldur extrakt af rótum garða- brúðu (Valeriana offícinalis) og er það selt í apótekum undir heitinu Drogen's Baldrian-B+. í september hefti tímaritsins Psychiatrie Services segir að sýnt hafl verið fram á að garðabrúða bæti svefn. Jafnframt segir þar að í sumum rannsóknum, sem gerðar hafi verið á verkun jurtarinnar og skráðar eru í gagnabankanum Medline, hafi mátt merkja svokölluð lyfleysuáhrif eða m.ö.o. hafi enginn marktækur munur verið á áhrifum gervilyfis og náttúrlyfs sem innihélt garðabrúðuextrakt. í öðrum rann- sóknum komu áhrif náttúrulyfsins ekki í Ijós fyrr en eftir tveggja til fjögurra vikna inntöku. Skal ekki nota með róandi lyfjum Garðabrúða vex víða í vesturhluta Evrópu og er hana m.a. að finna í ís- lenskum górðum. Þaðan hefur hún villst og er hún nú farin að fjölga sér sjálf. Hún hefur verið notuð í hundruð ára við óróa og svefntrufl- unum og róandi verkun hennar hef- ur verið þekkt í a.m.k. 2000 ár. Verkunarmáti er aftur á móti ekki með öllu þekktur þrátt fyrir margar rannsóknir. Aukaverkanir virðst vera fáar en þó segir í bókinni ís- lenskar lækningajurtir eftir Arn- LoósmyniVHörður Kristinsson Róandi verkun garðabrúðu hefur verið þekkt í margar aldir. björgu Lindu Jóhannsdóttur að ef hún er tekin í of stórum skömmtum geti hún valdið sömu einkennum og henni er ætlað að laga, svo sem ör- um hjartslætti og streitu. Þar segir einnig að hún geti í of stórum skömmtum valdið brjóstsviða. Þar að auki getur extrakt af garðabrúðu valdið því að virkni annarra róandi lyfja aukist og er því óráðlegt að nota þau saman. Meðal annars af þessum ástæðum er áríðandi að fólk segi lækni sínum frá því að það noti náttúrulyfið. Þótt verkun garðabrúðuextrakts fari oft ekki að gæta fyrr en eftir a.m.k. hálfs mánaðar notkun er var- að við því að fólk noti garðabrúðu- extrakt í langan tíma í einu. ,Langtímanotkun getur valdið höfuðverk sem og sams konar verk- un og ofskömmtun. Fátt bendir aft- ur á móti til að fólk verði háð lyfinu. Garðabrúðuextraxt er ekki ætlað- ur börnum og hvorki barnshafandi konur né konur með barn á brjósti eiga að nota lyfið þar sem nægileg- ar upplýsingar um áhrif þess á fóst- ur liggja ekki fyrir. Drogens's Baldrian B+ er ekki merkt með varúðarþríhyrningi eins og lyf sem hafa slævandi verkun. Eigi að síður er ekki útilokað að það geti haft áhrif á hæfni manna til að akabifreið. TEN6LAR: Upplýsingar um garðabrúðu: http://www.rxlist.com/cgi/alt/ valerian_faq.htm. Medline gagnabankinn: http://www.reutershealth.com/ frame2/medllne.html. Fjallahjólreiðar skaða eistun París.AFP. FJALLAHJÓLREEÖAR valda skaða á náranum og eistum og kunna að leiða til getuleysis, að sögn austurrískra vísindamanna, er tejja að titringur af völdum ójafns landslags og hðrð sæti á hjólunum séu helstu skaðvaldarnir. Vísindamennirnir starfa við geislafræðideild ogþvagfæra- fræðideild Háskólasjúkrahússins í Innsbruck og birtust niðurstöður rannsóknar þeirra 1 læknaritinu Lancet 20. oktöber. Rannsökuðu þeir 45 fjallahjólreiðakappa á aldr- inum 16 til 44 ára, sem allir h, jóluðu í að minnsta kosti tvo túna á dag, sex daga vikunnar, alls um fúnm þúsund kílómetra á árí. Langflestir hjóireiðamannanna, eða 96%, höfðu einhverja nára- kvilla. Algengust var góðkynja kölkun, svonefhd scrotoliths. Ann- ar hver hjólreiðamannanna sagðist hafa verk eða ðþægindi í náranum. I samanburðarhópnum var 31 heil- brigður læknanemi er stundaði hjólreiðar en ekki upp til fjalla. Fjallahjólreiðakapparnir voru þrisvar sinnum líklegri til að þjást af kvilla sem lýsir sér í myndun sæðisbelgja í náranum (sperma- toceles). Þetta bendir til þess að fjalla- hjólreiðar valdi skemmdum á eista- lyppum, þar sem sæðisfrumur myndast og þroskast, segir Ferdin- and Frauscher, sem stjórnaði rann- sókninni. Hann sagði að t clja mætti öruggt að nárakvillarnir sem í yós komu í rannsókninni tengdust flestir hörðu sæti á hjóuinum. Hjólreiðamenn geta komið í veg Hasturfákur. Reuters fyrir sllka kvilla með því að klæð- ast buxuni með nárapúða eða nota púða á hjólasætið, hvfla sig oft þeg- ar þeir eru að hjóla og ganga ur skugga um að sætið sé i réttri hæð og rétt stillt. Vfeindamennirnir vitna í fyrri rannsóknir sem hafa sýnt fram á að miklar hjólreiðar og hart sæti geti valdið skaða á taugum í ytri kynfærum. Rannsóknir á vöggudauða Algeng baktería að verki? Getur borist frá foreldrum til barna með munnvatni Lundúnum. Morgunblaðið. SÝKING af vóldum al- gengrar magabakteríu gæti verið meginorsök vöggudauða ef marka má niðurstöður breskrar rannsóknar sem skýrt var frá í breskum fjöl- miðlum í vikunni. Þær sýndu að mikill meiri- hluti barna er dáið höfðu vöggudauða höfðu leifar af sýkingu af völdum bakteríu sem er nokkuð algeng meðal fullorðinna og hefur verið tengd magasári en er fátíð meðal barna í Bretlandi. Hún lifir í munnvatni og tannsýklu en getur bor- ist til ungbarna með því að foreldrar stinga snuð- um eða pelum barnanna upp í sig áður en-þau eru gefin börnunum. Leifar af bakteríunni, sem nefnist Heliobacter pylori (H pylori), fund- ust í 28 af 32 börnum sem dóu vöggu- dauða, eða 88^. Atta börn sem létust af öðrum sökum voru rannsökuð til samanburðar og hafði einungis eitt þeirra leifar af sömu bakteríu. Að meðaltali veikjast 2% barna í þróun- arlöndunum af sýkingum af völdum H pylori. Sterkasta vísbending um sýk- ingu og vöggudauða til þessa Niðurstöðurnar eru sterkasta vís- bending sem fram hefur komið um tengsl vöggudauða og ákveðinnar sýkingar. Til þessa hefur rannsókn- um aðallega verið beint að tengslum vöggudauða og svefnstöðu barna, reykinga móður, köfnunar vegna ábreiðna og kodda og illrar meðferð- ar á börnum. Jonathan Kerr, sem starfar við Manchester-háskóla og stýrði rann- sókninni, skýrði frá því i fjölmiðlum að niðurstöðurnar bendi til þess að sterk tengsl séu á milli sýkingar af völdum bakteríunnar og vöggu- dauða. Hins vegar þurfi hlutlausa að- ila til þess að staðfesta niðurstöðurn- ar áður en hægt er að byggja frekar á þeim. Niðurstöðurnar eru birtar í nóvemberhefti tímaritsins Archives ofDisease in Childhood. Kerr sagði jafnframt að ekki væri að fullu vitað hver þáttur bakter- íunnar væri í orsök vöggudauða en líklegast þætti að hún ylli uppköst- um, innöndun uppsölunnar og eitr- un. Börn eru jafnframt Uklegri til að .Associated Press Sýking sem virðist geta leitt til vöggudauða getur m.a. borist frá foreldrum. anda að sér uppsölu, sérstaklega í svefni, og það eitt og sér getur valdið köfnun og dauða. Uppsala vegna þessarar tilteknu bakteríusýkingar inniheldur enn fremur töluvert magn ammoníaks sem er baneitrað þegar það fer út í blóðrásina í gegn- um lupgun. í samræmi við rannsdknir á öðrum áhrifavöldum Kenningin er í samræmi við fyrri niðurstöður úr rannsóknum á þekkt- um áhrifavöldum vöggudauða. Börn sem sofa á maganum eru líklegri til að anda að sér uppsölu og börn kvenna sem reykja eru líklegri til þess að sýkjast af H pylori. Meira en helmingur fullorðinna ber í sér bakteríuna sem berst með munnvatni. Til þess að forðast að börn komist í snertingu við bakter- íuna ættu foreldrar alls ekki að stinga upp í sig pelum eða snuðum barnsins. Enn fremur að tryggja al- mennt hreinlæti á snuðum og pelum og þvo sér reglulega um hendur. Brjóstagjöf þykir jafnframt betri kostur en pelagjöf því í brjóstamjólk má finna mótefni sem hjálpa ung- börnum að verjast sýkingum á borð við þessa. TENGUR Archives of Disease in Childhood: http://adc.bmJjoumals.com/. Verðdæmi: Adidas bamaúlpur, Regatta fleecepeysur, Russel hettupeysa, Runway útivistargalli, Tískuskór, Bakpokar, i^edo leikfimi- fatnaöur kvenna, SKECHERS 1^^.M SPEEDO fullt verð kr. 10.900, fullt verð kr. 6.290, fullt verð kr. 4.990, fulltverðkr. 12.990, fullt verð kr. 5.990, fullt verð kr. 7.900, fullt verð kr. 9.900, fullt verð kr. 2.900, fullt verð kr. 2.000-3.000, SPALDINQ okkar verð. okkar verð. okkar verð. okkar verð. okkar verð. okkar verð. okkar verð. okkar verð. okkar verð. .kr. 2.500 ..kr. 1.990 Jkr. 1.990 ..kr. 2.990 ..kr. 1.000 ..kr. 2.000 ..kr. 3.000 ,.kr. 990 ..kr. 500 RUSSELU ATHCETIC
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.