Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 27 ÚRVERINU Góð sfldveiði fyrir austan ísleifur VE fékk rúmlega 1.000 tonn í kasti ÍSLEIFUR VE landaði 270 tonnum af góðri síld í vinnslu hjá Síldarvinnslunni hf. í Nes- kaupstað í gær en á sama tíma landaði Sighvatur Bjarnason VE 750 tonnum hjá Vinnslustöð- inni hf. í Vestmannaeyjum. Þar af voru rúmlega 600 tonn frá ís- leifi sem fékk rúmlega 1.000 tonn í einu kasti í fyrrakvöld. Ástæða þess að Isleifur dældi svo miklu yfir í Sighvat Bjarna- son er að 250 tonn er góður dagskammtur fyrir Síldarvinnsl- una í Neskaupstað, en Birtingur NK landaði um 230 tonnum þar í fyrradag. Gunnar Jónsson, skipstjóri á Isleifi, fékk síldina norður af Kögri og er um þriggja tíma sigling af miðunum inn á Norð- fjörð. „Þetta var meiriháttar kast, eitthvað yfir 1.000 tonn, en ég náði um 900 tonnum,“ sagði Gunnar við Morgunblaðið, og bætti við að Ásgrímur Halldórs- son SF hefði verið við hliðina á sér og fengið að minnsta kosti 400 tonn auk þess sem Birting- ur hefði fengið vel á þriðja hundrað tonn. „Hún gaf sig til þarna rétt vestan við Borgar- fjörðinn á ekki allt of góðu svæði, en það er grunnt þarna, um 27 faðmar," sagði Gunnar. Kvótinn nær búinn Isleifur var áður að veiðum út af Digranesflaki og segir Gunn- ar að þar hafi verið svolítið um síld en erfitt hafi verið að eiga við hana. „Þegar síldin var inni á Borgarfirðinum var hún miklu betri, eingöngu stórsíld en engu að síður er þetta ágætis síld núna þótt hún sé blönduð,“ seg- ir Gunnar. Hann er kominn með rúmlega 3.300 tonn á vertíðinni og á eftir um 800 tonn af kvót- anum. Gera má því skóna að kvótinn náist á næstu dögum en framhaldið er óljóst. „Ekki för- um við á kolmunnann því olían er of dýr,“ segir Gunnar. „Hugsanlega gjóum við á loðn- una verði einhver loðnuveiði, en annars verður bara bundið. Það er gott útlit á verði á frystri loðnu og ef af verður veiðum við loðnu bara í vinnslu.“ Einhver síldveiði hefur verið vestur af Snæfellsjökli undan- farna daga og eru nokkur skip á leiðinni þangað en reyndar er veðurútlit ekki sem best um þessar mundir. Aðalfundur Samtaka fískvinnslu án útgerðar Auka þarf vægi físk- vinnslustefminnar NÁ þarf jafnvægi milli fisk- vinnslustefnu og fiskveiðistefnu í mótun á heildstæðri sjávarútvegs- stefnu hérlendis. Þetta er mat Loga Þormóðssonar, fram- kvæmdastjóra Tross ehf. og stjórnarformanns Fiskmarkaðs Suðurnesja, og kom fram í erindi hans á aðalfundi Samtaka fisk- vinnslu án útgerðar sem haldinn var á fimmtudag. Logi sagði að á fyrstu 10 árum kvótakerfisins hefði umræða Al- þingis um sjávarútvegsmál í um það bil 80% tilvika eingöngu snúist um fiskveiðistefnu. Síðasta afurð samfélagsins til sátta í sjávarút- vegi væri skýrsla Auðlindanefnd- ar. Nefndin hefði áréttað fyrstu grein fiskveiðistjórnunarlaganna, um að auðlindin sé þjóðareign. Þá hefði nefndin útfært nýtt hugtak; þjóðareignarréttur, sem í fram- haldinu leiddi það af sér að hægt væri að taka gjald af réttinum til að ná í hráefni úr þjóðarauðlind- um. Logi sagði nefndina hinsvegar ekki hafa tekið á þeirri spurningu hvort þeir sem kaupa eða fá aflann fengju einhvern rétt til að nýta námurnar. Þannig bæri sá sem fengi nýtingarréttinn enga skilyrta ábyrgð um verðmætasköpun til eigenda auðlindanna, umfram auð- lindagjaldið. I því sambandi væri vert að velta fyrir sér hugtökum á borð við hagkvæmni. „Hagkvæmni eins þarf ekki að vera hagkvæmni Umræðan í 80% tilvika um fískveiðar annars og hagkvæmni þeirra beggja þarf ekki að vera hagkvæm fyrir eiganda auðlindarinnar. Aðal- atriðið er að þegar við tölum um hagkvæmni er að veitt kíló skili þjóðinni, eiganda auðlindarinnar, sem mestum gjaldeyristekjum." Logi sagði að sumar afurðir landvinnslu sem skiluðu verðmæt- um í formi gjaldeyris væru frákast hjá frystiskipaflotanum, til dæmis þorskhausar. Þessi verðmæti kæmu frystitogararnir ekki með að landi vegna þess að það væri ekki hagkvæmt fyrir þá. Það væri hinsvegar ekki hagkvæmt hvorki fyrir auðlindina né samfélagið. Selja á gámafiskinn hérlendis Logi sagði að á sama hátt skilaði sala á heilum óunnum fiski úr landi hugsanlega minni verðmæt- um til þjóðarinnar, þótt hann skil- aði hugsanlega meiri hagkvæmni til þess sem veiðir fiskinn. Hann minnti á að sjávarútvegsráðherra hefði nýverið aflétt kvótaskerðingu sem fylgdi útflutningi á óunnum fiski, gegn því að aflinn væri vigt- aður á íslandi. „Ég var samþykkur þessari aðgerð og taldi hana skref í rétta átt. En því miður var þetta seinna skrefið af tveimur. Það fjrrra hefði átt að vera að skylda útgerðirnar til að selja fiskinn hér heima áður. Þannig gæti fisk- vinnslan hérlendis staðið jafnfætis fiskvinnslunni erlendis og jafnræð- is væri gætt.“ Logi sagði að ef óunnin fiskur, sem nú er sendur óseldur úr landi, færi á íslenska fiskmarkaði fengist betra stjórn á markaðnum og eft- irlit myndi batna. Auk þess yrðu sveiflur á fiskveiði minni. „Það er ekkert að því að fiskur fari óunn- inn úr landi ef landvinnslan getur ekki keppt í heilbrigðri samkeppni á frjálsum markaði. Tæknin gerir það hinsvegar kleift að innlendir aðilar geta boðið í hráefnið á móti erlendum aðilum á jafnréttis- grundvelli. Þannig er til eitt heild- aruppboðskerfi sem erlendir aðilar geta tengst á einfaldan hátt. En ís- lenskir fiskmarkaðir verða hins- vegar að standa í sömu sporum ef bera á þá saman við þá erlendu, varðandi upplýsingaflæði. íslensk fiskvinnsla og fiskmarkaðir vita hálftíma áður en uppboð hefst hvort fiskurinn verður seldur á markaðnum. Erlend fiskvinnsla hefur aftur á móti lengri aðlögun- artíma og getur þar af leiðandi tekið á móti meira magni og borg- að hærra verð,“ sagði Logi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.