Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ VIKII m LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 4 í Vísindavefur Háskóla íslands Hvaða djúpsjávar- dýr er stærst? VISINDI Að undanförnu hefur kennt ýmissa grasa á Vísindavefnum. Undan- farna viku hefur umfjöllunarefnið verið tengsl morgun- og kvöldroða við veðurfar, keilusnið, hvort litarefni sé í sólinni, tungl Satúrnusar, bandarísk gallon, orðin „tölva“ og „talva“, hvort rétt sé að segja að klukkan sé margt, massi jarðarinnar, afkastageta tölva, lofthjúpur Mars, ummál og geisli, hvort maðurinn geti lifað á öðrum reiki- stjörnum, fjarlægðir í geimnum, markaðsvirði fyrirtækja, sjóð- streymi, aldur hákarla, feilibyljir, orðin „spölur", „luntur", „ofbeldi" og „mannvitsbrekka", orðatiltækið „að beygja af“, hvað það er að vera hálffimmtugur, fyrsti gaddavírinn á íslandi, Mexíkóar, mannsnafnið „Auðunn", baunirí bala, veður á öðrum reikistjörnum og hraðeindir. Slóð Vísindavefjarins er http://www.visindavef- ur.hi.is. Einnig er hægt að senda ritstjórninni tölvupóst á ritstjorn@visindi.rhi.hi.is eða hringja í síma 525 4765. „luntur, „ofbeidi" f“, hvað það er að www.opinnhaskoli2000.hi.is Af hverju má ekki blóta? Hver fann upp merkingu þessara orða? Svar: Sögnin „að blóta“ merkti upp- runalega „dýrka; fórna“. Fornmenn blótuðu heiðin goð þegar þeir leituðu til þeirra um ráð eða vildu sýna þeim þakklæti. Fyrir kristin áhrif fær sögnin aðra og óskylda merkingu, þ.e. „bölva, formæla". Það þótti eftir kristnitöku illt að blóta hin heiðnu goð og merking sagnarinnar varð neikvæð. Dæmi eru um þá merkingu í sögninni að minnsta kosti frá 12. öld. Sama þróun varð í merkingu sagnarinnar að ragna. Hún merkti í fornu máli „dýrka hin fornu goð“, sem voru meðal annars nefnd regin (regin, rögnum, ragna) en fékk fyrir kristin áhrif merkinguna „blóta, bölva“. Sögnin er nú nær eingöngu notuð í sámbandinu að bölva og ragna. Sögnin að bölva „formæla, biðja e-m bölbæna" er dregin af nafnorðinu böl og merkir í raun „að kalla böl yflr e-n“. Þegar menn blóta taka þeir sér oftast nafn kölska í munn og segja til dæmis andskotans, fjandinn sjálfur eða fjandans, djöfulsins eða helvíti, eða nota önnur orð sem milda eiga blótsyrðin eins og ansans (ansi = stytting á andskoti), déskotans (sam- andregin mynd úr djöfull og and- skoti), hver þremillinn (þremill „skratti, ári, púki“) og svo framvegis. Innan kirkjunnar jafngiltu þessar upphrópanir ákalli til skrattans, líkt og til heiðinna goða áður, og mæltist slíkt illa fyrir. Heiti skrattans in-ðu smám saman að almennum blótsyrð- um, upphrópunum sem menn tengdu sjaldnast við uppruna sinn. Vegna hins neikvæða blæs, sem upphrópunin hefur enn í hugum margra, er þó yfirleitt lagst gegn notkun hennar. Guðrún Kvaran prófessor, forstöðumaður Orðabókar Háskólans. Hvernig verkar strokleður? Svar: Sá eiginleiki strokleðurs að fjarlægja blýantsför af pappír er oft- ast tekinn sem sjálfsagður þó að margir kannist eflaust við að hafa einhvern tímann velt honum fyrir sér. Skýringin á verkun strokleðursins felst í gerð og eðli „blýsins" í blýant- inum. Það er nefnilega ekkert blý í blýanti! Það sem við köllum í dag- legu tali „blý“ eða ritblý er blanda af fíngerðum kolefnisögnum, svo- nefndu grafíti, og leir. Grafít, sem er dökkgrátt að lit, er mjög mjúkt efni og smyrst auðveldlega út undir þrýstingi enda gjaman notað sem smurefni í legur. Leirinn sem held- ur grafítögnunum saman er enn mýkra efni og eykur því á smyrjan- leika ritblýsins. Hlutfallið milli leirs- ins og grafítsins ræður því hversu hart ritblýið verður. Sé mikið af leir verður það mjúkt en hart annars. Þegar yfirborð pappírs er skoðað í smásjá sést vel að það er hrufótt eins og fíngerður sandpappír. Við það að draga blýant eftir pappírnum festast grafítagnir ásamt leir í hol- um og skorningum í pappírnum og grá slóð verður eftir. Strokleðrið sjálft er úr mjúku gúmmíi og þegar því er nuddað yfir blýantsförin um- lykur það grafítagnimar og lyftir þeim upp af blaðinu. Það sem eyðist af strokleðrinu inniheldur því graf- ítagnir og leir. Þetta minnir um margt á þegar kökudeig er hnoðað á borðplötu sem búið er að strá hveiti yfir. Hveitið loðir við deigið og borð- ið verður autt á eftir. Einnig er hægt að setja litaðar agnir í ritblýið (trélitir) en þær em yfirleitt ekki eins mjúkar og grafítið og því þarf að lita fastar. Við það af- lagast pappírinn og ritblýið þrýstist dýpra ofan í hann. Þá verður erfið- ara að stroka út án þess að ummerki sjáist á eftir. Svo em reyndar til blekstrokleður en þá er búið að setja harðar agnir í strokleðrið sem rífa upp efsta lag pappírsins með blekinu. Halldór Svavarsson, eðlisfræð- ingur við Raunvísindastofnun HÍ. Hvaða djúpsjávardýr er stærst? Svar: Stærsta dýrið í undirdjúpun- um er talið vera risasmokkfiskurinn (Architeuthis dux). Margar þjóðsög- ur hafa spunnist um þetta dýr og stærð þess en vitað er að einstakl- ingar þessarar tegundar hafa náð gríðalegri stærð. Stærsti risasmokkfiskurinn sem mældur hefur verið er dýr sem rak á land nærri Timble Tickle í Banda- ríkjunum 2. nóvember 1878. Þrír sjómenn sem þá vora við vinnu sáu eitthvað torkennilegt í fjöranni og töldu það vera einhvers konar flak. Við nánari eftirgrennslan reyndist fyrirbærið vera hálfdauður risa- smokkfiskur. Mælingar sjómann- anna sýndu að skrokkur dýrsins var rúmir 7 metrar á lengd og lengri armar þess rúmir 12 metrar. Heildarlengd dýrsins var því rúm- ir 19 metrar og þyngdin var vel yfir 1 tonn. Dýrið var að lokum bútað niður í hundamat. Talið er að risasmokkfiskar verði venjulega frá 6 til 13 metrar á lengd og frá 50 og upp í 300 kg á þyngd. Risasmokkfiskar hafa fundist í norðanverðu Atlantshafi, suður að Azoreyjum og einnig hafa dýr verið veidd um allt Kyrrahaf. Vísindamenn hafa ekki náð að afla sér mikillar þekkingar um lífshætti tegundarinnar en talið er að risa- smokkfiskurinn lifi á dýpi frá 500 metram og allt niður í 4.000 metra. Risasmokkfiskar era rándýr og hafa menn orðið vitni að því þegar þeir hafa ráðist á litla hvali. Eitt slíkt tilvik varð nærri ströndum Suður- Afríku árið 1966. Tveir vitaverðir fylgdust þá með því þegar risa- smokkfiskur réðist á ungan kálf með- an móðir kálfsins sem var af tegund suðurhafssléttbaka horfði á og gat ekki komið ungviði sínu til bjargar. I einn og hálfan klukkutíma reyndi ófr- eskjan að drekkja kálftnum. Að lok- um gafst kálfúrinn upp og hvarf í djúpið. Stuttu síðar synti móðir kálfs- ins einsömul út á opið hafið. Jón Már Halldórsson, líffræðingur. Hvers vegna geispum við? Svar: Spumingin um hvers vegna dýr, og þar með menn, geispa er enn þá að valda vísindamönnum erfið- leikum. Þó era til þrjár megin- kenningar um það hvers vegna við geispum. í fyrsta lagi er lífeðlisfræðileg skýring sem felst í því að dýr geispi til að ná meira súrefni inn í líkamann eða til að losa líkamann við koldíoxíð sem verður til við öndun og orku- myndun í líkamanum. Samkvæmt þessari skýringu geispum við þegar syfja sækir að vegna þess að þá verði öndun hægari og því vanti lík- amann súrefni og þurfi að losna við koldíoxíð. Önnur skýring er svokölluð leið- indaskýring sem gengur út á að við geispum vegna leiðinda. Hvernig þessi skýring svarar spurningunni er erfitt að sjá nema við getum gefið okkur að það sé leiðinlegt að finna til syfju. I þriðja lagi er það þróunarkenn- ingin sem segir að geispi sé til þess að sýna tennumar. Hins vegar er erfitt að tengja það við syfju. Geispar hafa verið rannsakaðir talsvert mikið og það merkilega er að um er að ræða blöndu ósjálfráðs viðbragðs og sjálfráðrar hreyfing- ar. Þannig þekkja eflaust margir hvernig geispar koma af sjálfu sér en einnig það að hægt er að halda þeim niðri ef aðstæður krefjast þess og jafnvél framkalla þá ef þörf er á. Maður að nafni Provine hefur rannsakað geispa talsvert og telur hann sig hafa afsannað allar þessar kenningar. Við rannsóknir sínar hef- ur hann meðal annars kannað hvort geispar tengist öðram athöfnum mannsins. A grandvelli þess að geispar tengjast gjarnan því að fólk teygir úr sér hefur hann sett fram fjórðu kenninguna sem er að geispi sé í raun teygjuhreyfmg fyrir and- litið. Bergþór Björnsson, læknanemi. Draumurinn sjálfur DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns I húsi draumsins. Mynd/Kristján Kristjánsson Ég byrjaði aðbætaskó, en bótin varð of stór; að svona slysni samt ég hló, ogsjáðu,hvemigfór. Þar var ekki að hopa hót, þvíhérvarefninóg, og skónum strax ég breytti í bót, enbótinvarðaðskó. (Káinn.) Eftir því sem tíminn líður og framtíðin berst örar inn í núið verð- um við okkur betur meðvitanndi um tilgang okkar og rök þau er standa okkur að baki. Erfða og örverafræði, ný tækni og opnari hugur styður okkur til dáða og við fetum slóð Guðs í bókstaflegum skilningi. Við sköp- um líkt og skaparinn í sinni mynd alla þá hluti er hönd og auga á festir og gætum þess vel að arðsemi fylgi hverri gjörð ella vænim við líklega ekki að þessu brölti. Allt efni verður arður ef hugur fylgir máli en sé ymprað á „því sem ekki er til“ eða svo nefndum „huglægum sviðum" og „sálrænum þáttum" verður fátt um svör. Jú, það er ekkert mál að búa til tölvuleiki, kvikmyndir og aðrar sýni- legar umbúðir um hugboð, ESP og önnur sálræn fyrirbæri og gera úr því söluvöra en það er sýnd veiði en ekki gefin, það er allt í plati. Draum- urinn líður á vissan hátt fyrir það að vera „ekki til“ nema í huga þess sem dreymir og hann fær ekki þá athygli sem hann á í raun skilið vegna þess. Samt er draumurinn mjög svo raun- veralegt fyrirbæri og allrar athygli verður vegna þeirra eiginleika sem hann býr yfir og berast mönnum daglega úr svefnhúsi nætur. Draum- urinn sannar mátt sinn í draumum sem rætast líkt og í draumi Guðrún- ar Ósvífursdóttur í Laxdælu og draumi Kjai-tans Ragnarssonar um hugmynd að fiskilínutengi sem sagt er frá í Morgunblaðinu 20. aprfl 1991. Drauminn má virkja líkt og fallvötnin og ef til vill sníða í REM- tæki eða lófatölvu sem gæti orðið raunveralegur draumur, varða á veginum um lífið, hugmyndabanki og framvörður á leikvelli tímans. „GE“ dreymdi Draumurinn barst Draumstöfum 27. febrúar 1999. Þennan draum dreymdi mig viku fyrir Súðavíkurflóðin. Tengdafor- eldrar mínir bjuggu þá í Eyradal en húsið stendur uppi á hól og sér vel yfir í þorpið. Mér fannst ég vera á túninu og það var enginn snjór, frekar eins og sumar. Mér verður litið yfir í þorpið og sé þá eins og jarðskjálfta ríða yfir og allt leikm- á reiðiskjálfi, með mér á túninu stóð bróðir manns míns (Daði) og ein- hvers staðar vissi ég af tengdaföður mínum (Kjartan). Allt í einu er ég komin inn í þorpið og finnst mér mikið hafa gengið á, þá sé ég ömmu mannsins míns standa þarna á móts við staðinn sem flóðin komu niður, hún var í fínum rósóttum morgun- kjól með hvíta svuntu eins og ég mundi eftir henni, lágvaxinni og þéttri (hún lést fyrir nokkrum áram 103 ára). Segi ég þá við einhvern sem stóð við hlið mér: „Nei, sjáið ömmu hans Bjarna, ekki sér neitt á henni þótt hún sé 103 ára, stendur hún ekki þarna bein og brosandi." Ráðning Draumar eiga sér leynda tilveru og stundum virðist sem þeir finni „rétta“ fólkið fyrir „réttu“ draum- ana líkt og í þessum draumi sem er nokkuð skýr lýsing á þeim harmleik sem átti sér stað í Súðavík á sínum tíma. Það sem veldur að draumur- inn virðist líkt og sækja sér dreym- anda eru nöfnin, en Daði merkir dauða og Kjartan breytta tilveru. í bréfinu tók GE fram að skyld- fólk ömmu manns hennar hefði ekki beðið skaða í flóðunum og því mætti túlka ömmuna og vera henn- ar þarna sem merki um það, en sé rýnt í táknin og þau skoðuð betur virðist eitthvað allt annað á ferð- inni. Rósótti kjóllinn (ílóra/ margbreytileiki), hvíta svuntan (ný byrjun/endumýjun), aldur ömmun- nar (tími breytinga) og Bjarni (hamingja) gefa í skyn að „úr ösku rísi nýtt lífað upp rísi þjóðlíf og skipist í sveit, að nýsköpun og end- urvakning þjóðlegra gilda verði hvatning til dáða og framfara fyrir byggðina og muni sú „rós“ ná að blómstra víða. • Þeir lescndur sem vi'í/a íá drauma sína birta og ráðna sendi þá mcð fullu nafni, fæðing- ardegi og ári ásamt heimilisfangi og dul- nefni til birtingar tífc Draumstafir Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasfðu Draumalandsins http://www.dreamland.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.