Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDÁGUR 28. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Dregur úr einkaneyslu og hægir á vextinum í smásöluverslun „VERÐBÓLGUUMRÆÐAN hefur verið frekar glannaleg og verðbólgu- væntingar kunna að kynda undir verðbólgunni. I könnun sem gerð var í sumar, en þá mældist verðbólg- an 5%, var fólk beðið að spá fyrir um verðbólgu næstu tólf mánuðina og þá töldu 76% aðspurðra að verðbólg- an myndi aukast. Ég tel hins vegar að það séu ýmis merki um það að einkaneyslan og þar með eftirspurn- in sé farin að dragast saman," sagði Jón Scheving Thorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Baugs, á fundi Sam- taka verslunar og þjónustu. Örfáir liðir valda verðbólgunni „Ég nefni sem dæmi að fyrstu níu mánuðina í fyrra var vöxturinn í notkun greiðslukorta 14% en fyrstu níu mánuðina í ár hefur vöxturinn ekki verið nema 4%. Þá má nefna að innflutningur á nýjum bflum hefur dregist saman. Vöxturinn í matvæla- veltu hefur verið 1,4% fyrstu sex mánuðina í ár, 4,6% í smásöluversl- un þannig að mér sýnast vera ýmis teikn á lofti um að það sé að draga úr þenslunni í hagkerfinu. Þá hafa sum- ar vörur lækkað í verði: föt og skór hafa lækkað um 14% að raungildi frá árinu 1997 og lyf hafa lækkað um 20%. Þá má og nefna að matvara hefur hækkað þrisvar sinnum hægar í verði en vísitala neysluverðs. Þegar við skoðum nánar hvað það er sem valdið hefur verðbólgunni að undanförnu þá má ljóst vera að það er ekki verð á matvöru. Verðbólgan hefur mælst 4,2% síðustu tólf mán- uðina og þar munar langmest um fjóra þætti: húsnæði, opinbera þjón- ustu, bensín og það sem við köllum aðra þjónustu. Þegar þessir liðir eru teknir saman sést að þeir hafa valdið hátt í 4% verðbólgu, þ.e.a.s. nær allri þeirri verðbólgu sem við höfum búið við." Bætaþarf nýt- ingu fjárfestinga og vinnuafls Morgunblaðiö/Ásdís jptmg smasoiuversiunar ryrstu sex manuoi Benedikt: „Til lengri tíma litið verð- ur veltuaukningin 2,5-3%." I máli Jóns kom fram að ýmis tækifæri séu fyrir stjórnvöld til þess að bregðast við. í fyrsta lagi megi nefna að ríkið geti í auknum mæli fært verkefhi til einkaaðila. Þar megi nefna sem dæmi rekstur Flug- stöðvarinnar og fríhafnar og áfeng- isverslunar. Þá telur Jón að hið opin- 4.000 8.000 12.000 milljónir kr. 16.000 20.000 Heimild: Talnakönnun hf Islenski hugbúnaðarsjóðurinn hf. Rafræn hlutabréfaskráning Mánudaginn 30. október 2000, verða hlutabréf íslenska hugbúnaöarsjóðsins hf. skráð rafrænt hjá Veröbréfaskráningu íslands hf. Þann dag verða engin viðskipti með hlutabréf íslenska hugbúnaðarsjóðsins. Hér með eru hlutabréf Islenska hugbúnaðarsjóösins hf. innkölluð í samræmi við ákvæði laga um rafræna eignaskráningu veröbréfa. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf sjóðsins tekin til rafrænnarskráningar og eru þau auðkennd með raðnúmerum nr. H-00001 til H-999999. Hluthöfum er bent á að koma athugasemdum, telji þeir eignarhald sitt ekki réttilega skráö, til hlutaskrár íslenska hugbúnaðarsjóðsins að Laugavegi 77, 155 Reykjavík eða í síma 560 6482. Jafnframt skulu þeir sem eiga takmörkuð réttindi í hlutabréfum íslenska hugbúnaðarsjóðsins koma rétti sínum á framfæri við sinn viðskiptabanka, sparisjóð eða verðbréfafyrirtæki sem gert hefur aðildarsamning við Veröbréfaskráningu íslands hf. í i l e n í; k i Hugbúnaö'arsJiJöuMnn idsbankí Islands bera eigi almennt að stuðla að auknu frjálsræði í viðskiptum. I annan stað nefnir Jón landbún- aðinn og verð á landbúnaðarafurð- um. Jón segir að samkvæmt skýrslu OECD um ísland nemi styrkir til landbúnaðar samtals um 13 milljörð- um króna á ári eða 2% af landfram- leiðslu. Þessi tala skiptist þannig að 6,8 milljarðar séu í beina styrki en 6,2 milljarðar vegna þeirra innflutn- ingshafta sem í gildi séu. Jón telur eðlilegt að taka á þessum þætti. Inn- lend aðföng í matvöruverslun séu um 60% af heildarkostnaði og land- búnaðarafurðir vegi þar þungt eða hátt í 70%. Með því að taka á þessum lið sé unnt að færa matvöruverð nær því sem gerist í löndunum í kringum okkur. Menn hafi auðvitað áhuga á að auka innflutning á þessu sviði, ekki aðeins til þess að ná niður verði heldur einfaldlega vegna þess að neytendur óski eftir að geta valið milli fieiri vörutegunda. Betrl nýting vinnuafls og fjárfestinga Að mati Jóns felast tækifæri fyrir- tækjanna í því að nýta vinnuafl og fjármagn betur. Framboð á vinnu hafi aukist um 15% frá 1997 í klukkustundum talið sem sé í sjálfu sér ótrúlega mikil aukning. Fjár- munaeign hafi aukist um fjórðung frá árinu 1995. Heildarframleiðni hafí hins vegar minnkað í fyrra og margt bendi til þess að sama muni verða uppi á teningnum í ár. Aug- ljóst sé að menn eigi að geta náð meira bæði út úr fjármunum og vinnuafli, það sé algert lykilatriði. Þá telur Jón að auka megi hag- ræði með því að nýta betur þá flutn- ingatækni sem fyrir hendi sé og eins þær upplýsingar sem fyrirtækin safni. Þar sé enn sem komið er að miklu leyti aðeins um skráningu gagna að ræða en þessar upplýsing- ar megi hins vegar nýta mun betur en nú sé gert. í fjórða lagi nefnir Jón erlent samstarf sem sé raunar þegar hafið en þar séu einnig tækifæri fyr- ir hendi. Þá séu enn tækifæri fyrir fyrirtæki að sameinast og skapa hagkvæmari einingar þó nokkuð hafi unnist á því sviði. Benedikt Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri Talnakönnunar hf., sagði að allt benti til lítillar aukning- ar í verslun í ár. Að hans mati eru meginástæðurnar þær að skuldir heimilanna hafa aukist og þar með vaxta- og greiðslubyrði vegna lána. Þá væri einnig ljóst að verðhækkan- ir bæði á olíu og bflatryggingum hafí dregið úr kaupmætti launa. í þriðja lagi megi svo nefna að ferðalög til út- landa hafi verið óvenju mikil og í fjórða lagi sé um mettun á ákveðn- um mörkuðum að ræða. Benedikt sagði engu að síður vera ljóst að verslunin væri í sókn, störf- um í greininni hafi fjölgað um 2.800 síðan 1996, fjárfesting í húsnæði, endurnýjun og nýbyggingar hafi verið miklar. Tækifærin fælust í því að nýta bæði fjármuni og vinnuafl betur en nú er. Benedikt telur að veltan á smásölumarkaðnum hafí verið um 75 milljarðar króna á fyrra helmingi þessa árs, sem sé mjög svipað og síð- ustu sex mánuðina í fyrra. Matvöru- verslun væri mjög mikilvæg þegar menn væru að skoða neyslumynstur fólks því hún sýndi einna minnstu teygni miðað við kaupmátt. Kaup- máttarteygni á veitinga- og skyndi- bitamarkaðnum væri til að mynda miklum mun meiri. Vægi matar og drykkjar hafi hins vegar farið minnkandi í neyslu fólks með bætt- um efnahag. Veltuaukning 2,5-3% til lengri tíma litið Benedikt sagði að mikill uppgang- ur hefði einkennt efnahagslífið að undanförnu og kaupmáttur aukist verulega. Það sé hins vegar alveg útilokað að kaupmáttur geti haldið áfram að aukast um 4% til 7% á ári. Til þess að kaupmáttaraukning geti orðið verði að eiga sér stað fram- leiðniaukning eða þá að til komi al- menn verðlækkun. Eðlilegt sé að gera ráð fyrir að kaupmáttaraukn- ing til lengri tíma geti verið á bilinu 1-2%. Þekki menn langtímakaup- máttaraukningu sé hægt að spá fyrir um langtímaaukningu í smásölu- verslun að því gefnu að menn þekki jafnframt raunfjölgun þjóðarinnar. Ætla megi að landsmönnum í heild muni fjölga um 1,1% en sú fjölgun dreifist hins vegar ekki jafnt. Gera megi ráð fyrir að fólki á höfuð- borgarsvæðinu muni fjölga um 1,4% en fólki á landsbyggðinni um 0,6%. Benedikt segir að með tilliti til aukn- ingar í verslun verði einnig að taka mið af fjölda ferðamanna og neyslu þeirra hér á landi. Ferðamönnum hafí fjölgað nokkuð meira en menn höfðu gert ráð fyrir og allt stefni í það að þeir verði um 300.000 talsins í ár. Þar við bætist að hver ferðamað- ur eyði nú meira fé hér en áður. Benedikt sagði að gera mætti ráð fyrir að eyðsla þeirra í verslun hér á landi mundi nema um 1,8 milljörðum króna í ár en fyrir aðeins þremur ár- um var eyðsla þeirra ekki nema 930 milljónir. Séu þessir þættir teknir saman megi gera ráð fyrir að til lengri tíma litið verði 2,5-3% veltu- aukning í verslun vegna mannfjölg- unar og kaupmáttaraukningar. Veltuaukning verði aftur á móti minni í matvöruverslun eða um 1,5%. Vegna meiri fjölgunar á höfuð- borgarsvæðinu telur Benedikt að aukning í verslun þar verði um 3% til lengri tíma litið en ekki nema 1- 1,5% á landsbyggðinni og stafar það að hluta til af því að um 10% af versl- un á höfuðborgarsvæðinu sé utan- bæjarverslun. Þá sé og ljóst að neysla vaxi mjög mishratt eftir greinum auk þess sem ald- ursskipting þjóðarinnar muni breyta neyslunni. Aðrir fyrirlesarar á fundi Sam- taka verslunar og þjónustu voru Margrét Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjá Skeljungi, sem ræddi um neytandann í hinu nýja hagkerfí, Árni Matthíasson á Morg- unblaðinu, sem ræddi um netverslun og vinnuaflsþörf, Kristján M. Ólafs- son, hjá EAN á íslandi sem talaði um birgðalausa birgjann, Gunnar Páll Pálsson, Verzlunarmannafélag- inu, sem fjallaði um breytta aldurs- samsetningu þjóðarinnar og Hans- ína B. Einarsdóttir, framkvæmda- stjóri Skref fyrir skref, sem talaði um ráðningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.