Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 47 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SJÁLFSTÆÐISBARÁTTA FÆREYINGA LÖGMAÐUR Færeyja, Anfinn Kallsberg, hefur boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um einhliða sambandsslit Færeyja og Danmerkur. Lögmaðurinn tilkynnti þetta eftir að slitnaði upp úr viðræð- um landanna um aukinn sjálfs- ákvörðunarrétt Færeyinga, en þær stóðu í sjö mánuði. Líkur eru á því að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram 1 Færeyjum á næsta ári. Viðræður Færeyinga og Dana hafa gengið stirðlega svo að segja frá upphafi. Færeyingar hafa skellt skuldinni á dönsku ríkisstjórnina, einkum vegna þess að hún hafi ekki viljað viðurkenna Færeyjar sem ríki í þjóðréttarlegum skilningi. Danir hafa hins vegar sagt að kengurinn í viðræðunum hafi stafað af fjárfram- lögum danska ríkisins til Færeyinga. Þeir hafi viljað fá meiri og lengri greiðslur en ríkisstjórnin og þingið séu reiðubúin að leggja af mörkum. Danir hafa lýst sig reiðubúna til að viðurkenna sjálfstæði Færeyja en aðeins svo fremi að þeir samþykki fullveldissáttmála, sem samkomulag landanna verði um, áður en gengið er til þjóðaratkvæðagreiðslu. Danir hafa ekki viljað tryggja ríkisframlög til Færeyja nema í fjögur ár, en Færeyingar hafa viljað fá mun lengra aðlögunartímabil. Samkvæmt þessu er ásteytingarsteinninn fyrst og fremst sá hversu mikil og hversu lengi fjárframlög Dana verða til Færeyinga. Miðað við ummæli Anfinns Kalls- bergs eftir viðræðuslitin verður ekki lögð fram mótuð tillaga í þjóðar- atkvæðagreiðslunni um með hvaða hætti skuli standa að sambandsslit- unum, heldur aðeins spurt um hvort Færeyingar séu hlynntir sambands- slitum eða ekki. Óljóst er hvaða áhrif það hefur á færeyska kjósendur að vita ekki með hvaða hætti sambandsslitin verði og vita ekki um valkosti. Hins vegar virðist ljóst að bæði Færeyingar og Danir gera ráð fyrir því að það sé að- eins tímaspursmál hvenær Færeyjar öðlast fullt sjálfstæði. Það hlýtur að vera hægt að ná samkomulagi um fjármálin leggi báðir aðilar sig fram. Það væri dapurlegt ef aldagömlu sambandi Færeyinga og Dana yrði slitið í óvináttu. Islendingar hafa boðizt til að leggja sitt af mörkum til að stuðla að samkomulagi þessara frændþjóða. En til þess þarf að koma fram ósk af beggja hálfu. Færeying- ar lögðu fram slíka ósk á sínum tíma en danska ríkisstjórnin taldi enga þörf á málamiðlunum Islendinga. Færeyingar eiga að sjálfsögðu fullan rétt á sjálfstæði sér til handa standi hugur þeirra til þess. Það er höfuðatriðið. En æskilegast er að sjálfsögðu að sjálfstæði eyjanna verði með fullri sátt þeirra og Dana. MENGUNARVANDINN í SJÓNUM ORÐATILTÆKIÐ „lengi tekur sjórinn við“ er ein af þeim fullyrð- ingum, sem ekki á lengur við. Mengun- arvandi samtímans hefur séð fyrir því en mengunin í hafinu stafar af margs konar ástæðum. Afleiðingar mengun- arinnar eru líka margvíslegar, m.a. hækkun meðalhita á jörðinni. Því er nú spáð að meðalhitinn hækki á næstu eitt hundað árum, ef ekkert verður að gert, um 6 stig á Celsíus, fari úr 15 gráðum í 21 gráðu. Afleiðingarnar yrðu gífurlegar og alvarlegar. Veerle Vandeweerd, sem er fram- kvæmdastjóri alheimsáætlunar um varnir gegn mengun sjávar frá landi, var stödd hér í vikunni vegna ráð- stefnu sem hér var haldin. I samtali við hana á miðsíðu Morgunblaðsins í gær kemur fram að um 80% af meng- unarvanda sjávar megi rekja til frá- rennslis frá landi. 20% stafa af úrgangi vegna athafna á sjó. Hún segir að heimshöfin komi öllu mannkyni við og ástand sjávar fari versnandi. Hún hrósar Islendingum hins vegar fyrir að hafa látið að sér kveða um þessi mál og vill að í framtíðinni taki fyrirtæki ekki síður þátt í fyrirbyggjandi að- gerðum vegna mengunar í höfunum en ríki. Oft og tíðum hafi stórfyrirtæki á alþjóðlegan mælikvarða úr meiri fjár- munum að spila en ríkisstjórnir í hverju landi. Eins og framkvæmdastjórinn segir kemur ástand heimshafanna öllum jaðarbúum við og ekki sízt þeim sem byggja afkomu sína jafnmikið á sjáv- arfangi og við íslendingar. Á ýmsum stöðum er kerfisbundið sleppt í sjóinn t.d. kjarnorkuúrgangi, svo sem í Dounray og Sellafíeld. Komizt hefur verið að samkomulagi um að loka stöð- inni í Dounray í síðasta lagi árið 2006 og í Sellafield var á síðasta ári sam- þykkt tillaga um að árið 2020 yrði því markmiði náð að losun geislavirkra efna frá stöðinni í umhverfí sjávar yrði ekki „merkjanlega yfir náttúrulegum bakgrunnsgildum“, eins og það var orðað á sínum tíma. Það er brýn nauðsyn á því að íslenzk stjórnvöld séu árvökul og á verði vegna losunar mengandi efna í hafíð, ekki sízt geislavirkra efna. Kjarnorku- slys í hafinu getur haft ófyrirsjáanleg- ar afleiðingar fyrir Islendinga og kippt grundvellinum undan sölu á öllu sjávarfangi úr Norður-Atlantshafi. Bæði losun geislavirkra efna og meng- un frá kjarnorkukafbátum fyrrverandi Sovétríkja, sem liggja við norðanverð- an Noreg og Múrmansk, eru veruleg ógn við heilbrigði sjávarfangs í norð- urhöfum. Það er því aldrei nægilega varlega farið í umgengni um þessi hættulegu efni sem eiga allra sízt heima í sjónum. Það er nauðsynlegt að þjóðir heims bindist samtökum um að hreinsa upp kjarnorkuúrgang, sem hent hefur ver- ið, einfaldlega vegna þess að fjármuni hefur skort til þess að eyða honum. Slík hreinsun kostar mikið fé en hún er nauðsynleg eigi þessi jörð að verða byggileg áfram um ókomnar aldir. Demókratar uggandi vegna fylgistaps forsetaefnis þeirra á vesturströnd Bandaríkjanna Dagbókarblöó Nader gæti reynst Gore skeinuhættur Demókratar eru ugg- andi yfír fylgistapi AIs Gores í Kaliforníu, og raunar á allri vestur- strönd Bandaríkjanna. Það helgast þó ekki ein- vörðungu af vinsældum George W. Bush, eins og fram kemur í grein Aðalheiðar Ingu Þorsteinsdóttur, held- ur hefur neytendafröm- uðurinn Ralph Nader átt meira fylgi að fagna en búist var við. Þegar svo mjótt er á munum milli Gores og Bush getur hvert prósentu- stig sem fellur í skaut Naders skipt sköpum. Ralph Nader, forsetaframbjdðandi Græningjaflokksins, á fréttamannafundi í Washington. Reuters FRAMBJÓÐENDURNIR í forsetakosningunum í Bandaríkjunum leggja mikla áherslu á að vinna sigur í Kalifomíu, enda á ríkið einn fimmta hluta þeirra 270 kjörmanna sem þarf til að ná kjöri. A1 Gore, frambjóðandi demókrata, þótti í upphafi kosningabaráttunnar nær ömggur um sigur í ríkinu, en vin- sældir Ralphs Naders, frambjóð- anda Græningjaflokksins, hafa vaxið á kostnað varaforsetans, og gætu orðið til þess að repúblikan- inn George W. Bush sópaði til sín kjörmönnunum 54 í Kaliforníu. Gore hafði allt að 10% forskot á Bush í Kalifomíu fyrir mánuði, en í nýjustu skoðanakönnunum er hann aðeins 5-6% yfir. Samkvæmt könnun Pubhc Policy Institute, sem birt var í vikunni, nýtur Gore stuðnings 44% líklegra kjósenda, en það er 4% minna en í könnun stofnunarinnar fyrir mánuði. Bush stendur í stað með 39% fylgi, en Nader bætir við sig 2% og hefur nú 6% fylgi. Þegar svo lítill munur er á fylgi Gores og Bush er ljóst að fylgi Naders getur haft úrslita- áhrif. Eftir að könnunin var gerð hafa stuðningsmenn Naders auk þess hert baráttuna með auglýs- ingaherferð og fundahöldum, og því má búast við að neytendafröm- uðurinn eigi eftir að vinna enn frekar á. Clinton kallaður til? Ymsir frammámenn úr röðum demókrata í Kaliforníu hafa opin- berlega lýst yfir áhyggjum af því að dregið hafi saman með Gore og Bush í ríkinu. „Við verðum sífellt taugatrekktari yfir þessu,“ hefur The New York Times eftir Paul Maslin, sem unnið hefur að fylgis- könnunum fyrir Demókrataflokk- inn. „Þrenns konar ógn steðjar að okkur: [repúblikanar] eiga digrari kosningasjóði, þeir virðast hafa meira baráttuþrek og við þurfum að keppa við Ralph Nader,“ sagði Maslin. Bush hefur varið um 30 dögum í Kaliforníu síðan í júní og áformar fleiri heimsóknir. Gore hefur hins vegar ekki komið til ríkisins síðan 20. september og fleiri heimsóknir eru ekki á dagskrá fyrir kosning- arnar, sem fara fram 7. nóvember. Þá hafa repúblikanar að undan- fömu varið um 1,5 milljónum doll- ara á viku í sjónvarpsauglýsingar í Kalifomíu, en demókratar hafa enn ekki auglýst í sjónvarpi þar. Garry South, einn af helstu stuðn- ingsmönnum Gores í ríkinu, hefur gagnrýnt hvernig staðið hafi verið að kosningabaráttunni. Átelur hann varaforsetann fyrir að hafa eingöngu notað ríkið til fjáröflun- ar, en látið hjá líða að halda þar fundi og koma fram á samkomum. Ýmsir hafa óskað eftir að gripið verði til þess ráðs að fá Bill Clint- on til að taka þátt í kosningabar- áttunni í Kalifomíu, til að styðja við bakið á Gore og frambjóðend- unum til þingsins. „Það yrði mikill léttir fyrir þá sem hafa áhyggjur að sjá Clinton," sagði Bob Mulhol- land, talsmaður Demókrataflokks- ins í Kaliforníu við AP. „Eftir að hann hefði ferðast í tvo daga um ríkið væri búið að slá öll vopn úr höndum repúblikana," bætti Mul- holland við. Þó em skoðanir skiptar um þátt- töku forsetans í kosningabarátt- unni. Stjórnmálaskýrendur era á einu máli um að það geti reynst Gore tvíeggjað sverð að tengja sig við hann, bæði vegna þess að það gæti gefið til kynna að varaforset- inn væri ekki nógu sterkur fram- bjóðandi einn síns liðs, og vegna þeirra hneykslismála sem loðað hafa við Clinton. Einnig tvísýnt um úrslit í hinum Kyrrahafsríkjunum En Kalifornía er ekki eina ríkið á vesturströndinni þar sem Gore á í vök að verjast. Stuðningsmenn varaforsetans höfðu vænst þess að hann ynni auðveldan sigur í Oreg- on- og Washington-ríki, en Bush hefur notið meiri stuðnings þar en búist hafði verið við, auk þess sem Ralph Nader hefur veitt Gore harða samkeppni frá vinstri. AP A1 Gore, varaforseti Bandarikjanna, ræðir við börn í Charleston í Vestur-Virginíu þar sem hann var á kosningaferðalagi í gær. Demóki-atar fóra með sigur af hólmi í Washington-ríki og Oregon í þrennum síðustu kosningum, og repúblikanar hafa ekki einu sinni átt möguleika síðan 1984. Nú hefur Gore hins vegar ekki öraggt for- skot samkvæmt skoðanakönnun- um. „Norðvestumíkin á Kyrrahafs- ströndinni era mikilvægur vígvöllur," sagði Ken Lisaius, tals- maður Bush, við AFP-frétta- stofuna. „Og við teljum okkur eiga talsverða möguleika á sigri.“ Mikill efnahagsuppgangur hefur verið í þessum ríkjum, ekki síst vegna vaxtar hátækniiðnaðar, og er talið að fulltrúum atvinnulífsins ói við umhverfisverndarboðskap Gores og hallist því frekar að Bush. Umhverfisverndarsinnar era þó einnig öflugir á vesturströnd- inni og svo gæti farið að þeir fylktu sér í stórum stíl að baki Nader, sem vill ganga enn lengra en Gore í umhverfisvernd. Varaforsetinn er því í vandasamri stöðu - ef hann reynir að höfða til atvinnulífsins hættir hann á að tapa stuðningi umhverfisverndarsinna, og öfugt. Demókratar á Kyi-rahafsströnd- inni hafa bragðist við með því að reyna að sannfæra kjósendur um að greiði þeir Nader atkvæði sitt séu þeir einungis að auka sigurlík- ur Bush. Auglýsingar þess efnis hafa verið spilaðar á útvarpsstöðv- um, og bæklingum hefur verið dreift í háskólum, þar sem náms- menn era hvattir til að „eyða ekki atkvæði sínu“ á Nader. Hefur Demókrataflokkurinn í þessu notið stuðnings ýmissa verkalýðsfélaga, umhverfisverndarsamtaka, kven- réttindahreyfinga og samtaka sem berjast fyrir réttindum minnihluta- hópa. Þá hafa þekktir demókratar á borð við blökkumannaleiðtogann Jesse Jackson, leikarann Robert Redford og kvenréttindakonuna Gloriu Steinem verið fengnir til að koma fram í auglýsingum og á fundum til stuðnings Gore. Varaforsetaefni demókrata, Jos- eph Lieberman, hefur einnig reynt að höfða til stuðningsmanna Nad- ers. Gore hefur þó sjálfur, að ráði aðstoðarmanna sinna, forðast að vega að honum, þar sem það gæti dregið athyglina frá hinum raun- veralega andstæðingi, George W. Bush. Hefur Gore látið nægja að lýsa því yfir að hann óttist ekki samkeppnina og að Nader sé „góð- ur maður“. Hann hefur jafnframt aukið áhersluna á umhverfismál. „Ég mun berjast af lífi og sál fyrir vernd umhverfísins," sagði Gore á kosningafundi í Washington-ríki í vikunni. Auk Kaliforníu, Oregon og Washington gæti Nader reynst Gore skeinuhættur í fjóram ríkjum sem talist hafa öragg vígi demó- krata: Maine, Michigan, Minnesota og Wisconsin. Stuðningsmenn Gor- es binda þó vonir við að ógnin af Nader dvíni þegar nær dregur kjördegi. „Við trúum því að hefð- bundnir kjósendur okkar snúi aft- ur heim til föðurhúsanna þegar þeir sjá hversu mjótt er á mun- um,“ sagði Paul Berendt, leiðtogi demókrata í Washington-ríki við AFP. Nær Nader 5% markinu? Ralph Nader á vitanlega enga möguleika á að verða kjörinn for- seti, en nú virðist ekki útilokað að hann nái því marki sem telst sigur fyrir frambjóðendur annarra flokka en demókrata og repúblik- ana: að ná 5% fylgi á landsvísu. Þá ætti Græningjaflokkurinn rétt á fjárstuðningi frá alríkisstjórninni. Ótti demókrata virðist hafa hleypt nokkru kappi í Nader. „Þeir hafa undanfarið hálft ár virt mig að vettugi, svo við fögnum vitan- lega þessari auknu athygli," sagði hann í viðtali við The New York Times. Nader vísar því á bug að hann sé að „stela atkvæðum" frá demókrötum og fullyi'ðir að margir af stuðningsmönnum sínum myndu ekki hafa fyrir því að kjósa ef hann væri ekki í framboði. Nader er 66 ára gamall. Hann lauk lagaprófi frá Harvard-háskóla árið 1958 og sjö áram síðar varð hann þjóðkunnur fyrir bók sína, Unsafe at any speed, þar sem hann sýndi fram á að öryggi margra bandarískra bifreiða væri ábóta- vant. Síðan hefur hann verið eins konar holdgervingur neytenda- verndar í Bandaríkjunum. Neyt- enda- og umhverfismál era enda efst á stefnuskrá hans fyrir kosn- ingarnar, en hann er einnig harður andstæðingur alþjóðlegra við- skiptastofnana og fríverslunar- samninga, og sakar bæði Gore og Bush um að láta stjórnast af hags- munum stórfyrirtækja. Engin ógn af Umbótaflokknum Repúblikanar áttu við sama vanda að etja í tveimur síðustu for- setakosningum og demókratar nú. Auðkýfingurinn Ross Perot hlaut stuðning 18% kjósenda í kosning- unum 1992 og fjóram áram síðar, er hann bauð sig fram í nafni Um- bótaflokksins, hlaut hann 8,4% at- kvæða. Talið er að vinsældir Per- ots hafi fyrst og fremst verið á kostnað Repúblikanaílokksins. Frambjóðandi Umbótaflokksins í ár, Pat Buchanan, hefur hins vegar varla mælst með 1% fylgi í skoðanakönnunum. Englar drekka stjörnur - hvað skyldu þeirdrekka annað! PAUL KLEE - Hlið á vanræktum garðinum. Klee ritaði dagbækur og var sí- skrifandi með myndum sínum, lýsti afstöðu sinni, hugleiddi; leit- aði. Hann gaf út Sköpunarjátn- ingar sínar 1920. Fyrsta hálfan annan áratuginn, eða fram að fyrri heimsstyrjöld, gaf hann sig eingöngu að teikningum, og þá ekki sízt táknrænum myndum, m.a. úr goðafræði, en nokkra síð- ar uppgötvaði hann birtuna og þá tóku olíumálverkin við. í tákn- rænum myndum sínum minnir Klee fremur en nokkur annar stórmeistari á ýmis myndverk Dalis, enda vora þeir samtíma- menn og samleitendur í listinni. En myndir hans minna þó aldrei á þær fjarstæðukenndu, dalísku myndblekkingar sem Dali sjálfur kallaði ráðgátur. Klee gerði sér áreiðanlega fulla grein fyrir því að innan hauskúpu sérhvers manns er ein- hvers konar leikhús þar sem fjar- stæðukenndur súrrealismi draumvökunnar tengist því frjóa barnslega ímyndunarflæði sem hann lagði sjálfur svo mikla áherzlu á, sagði jafnvel að ekki væri unnt að finna nýlistarþróun- inni stað án þess hafa til hliðsjón- ar myndlist bama og jafnvel van- gefins fólks. Þar væri ekki sízt hægt að komast að rótunum. Sjálfur rakst hann á eigin myndir frá blautu barnsbeini og taldi þær þá merkustu verk sín, þótt hann hefði lokið listnámi og starf- að að myndlist um þónokkurt skeið. Þessi barnslegi heimur birtist honum m.a. í sirkusnum sem hann hafði mikið dálæti á, ekki síður en Picasso. Og það var auðvelt að skilja hvers vegna, þegar við sáum gamla Moskvusirkusinn um kvöldið, en hann var á ferðalagi til að lífga upp á tilverana og kom sem betur fór við í Edinborg. Klee sagði um sirkusinn sem hann teiknaði og múlaði og hugleiddi ekki síður en það fjarstæðuleikhús sem býr í sérhvers manns huga, Sirkusinn bergmálar veröldina utan dyra. Ur þessari hugarveröld barns- ins spretta mörg verka Klees, ekki sízt englamyndir hans; ein þeirra heitir Englar drekka stjörnur - og Klee bætir við: Eða hvað skyldu þeir drekka annað! Þess má þá einnig geta að Klee teiknaði 1938 mynd af harmsögu- legri fígúra sem hann kallar Trúður; annað auga opið og bjart, en hitt einungis tvö strik. Á víst að merkja geðklofann í okkur öll- um. Áður hafði hann gert tvær litógrafíur um línudansara, eða Seiltanzer 1923, önnur í rauðum lit en hin svargráum, og sagði hann að þetta fyrirbrigði sirkuss- ins sem gengi á streng yfir hyldýpið mikla minnti á lífið sjálft og baslnáttúra mannsins við erf- iðar aðstæður. En það er fleira inni í höfðinu á manninum en fjarstæðuleikhús drauma og tákna því á einni myndinni, sem einnig er litógraf- ía frá 1923, er höfuð mannsins teiknað eins og jörð með visnuð- um fótum og allt snýst um það sem er í höfði mannsins: konan sem hann elskar og þau saman. Þannig lýsir Klee sömu reynslu og Þórbergur, þegar hugur hans hafði ekki stundlegan frið fyrir elskunni og allt þurfti að víkja fyrir henni. Þessi mynd Klees heitir Ástfanginn maður. Klee var undh' áhrifum náttúra og umhverfis eins og allir lista- menn, einkum fyrst framan af, en síðan rofna þessi tengsl að ein- hverju leyti og myndirnar fljóta frjálsar og fyrirmyndarlausar eins og ský á himni. Þegai' á leið hafði Klee þörf fyiir að losa sig við næsta nágrenni og sneri sér þá að englunum. Þeir lyftu hug- anum frá brennandi jörð stríðs- glæpamanna eins og hann lýsir í myndum frá 1938, Feuer, Quelle og Armer Engel frá 1939: Engill á svörtum fleti, útlínurnar hvítar og tryggja að hið svarta nái ekki yfirhöndinni. Og frá sama ári er einnig Englamyndin Wachsamer Engel. Það var 1914 sem Klee fór til Túnis, ásamt August Macke, en þá kvaðst hann hafa skynjað birt- una á nýjan hátt og lýsir því í lít- illi eftirminnilegri mynd frá höfn- inni í Hamamed. Hún minnir sterklega á litla vatnslitamynd frá Lækjartorgi eftir Nínu Tryggvadóttur; sama birta, sömu litir. Eg veit þó ekkd hvort hún sá þessa hafnarmynd Klees, tel það afar ósennUegt vegna þess að all- ar þær myndir sem ég hef minnzt á eru í Búrgi-einkasafninu og ekki endilega aðgengUegar öðr- um en eigendum þess. Upp úr þessari reynslu breytast myndir Kiees og hann notar minna blek og penna, en snýr sér að olíunni, þótt teikningin fylgi verkum hans enn sem áður. Þessa þróun má sjá í fallegri mynd sem heitir Svartur hálfmáni frá 1917, þar er línan í ýmsum myndum, rauð ind- versk sól; skip. Tveir heimar fljóta saman, himinn og jörð; eða eigum við heldur að segja hug- mynd að himni og jörð. í annarri mynd frá svipuðum tíma, EyðUegging og von, sem máluð er sama árið og Franz Marc féll á vígstöðvunum blasir við okkur hrynjandi veröld í eins konar hálfkúbískum stfl, en þó er von í óspilltum fyrirheitum tungls, sólar og stjama. Þetta er hin klofna veröld sem fylgir myndskáldinu lengst af; og helzt aldrei án vonar. Það var eftir Túnisreynsluna og uppgötvun birtunnai' sem Paul Klee sagði, Litur hefur náð tökum á mér... ég og liturinn, við erum eitt. Ég er listmálari! Það er með ýmsum hætti sem listamenn uppgötva sj álfa sig; sjálfa sig ogumhverfi sitt. En umhverfíð er afstætt eins og allt annað. Þess vegna er ástæða til að staldra við þessa frægustu setningu í Sköpunarjátningum Klees, List endurtekur ekki það sem er sýnilegt, en gerir það sýnilegt. M- 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.