Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 11 FRETTIR Morgunblaðið/SverrirVilhelmsson Hópurinn að norðan fyrir framan Blóðbankann í gærmorgun. Komu að norðan til að gefa blóð FIMMTIU til sextíu nemendur úr Fjðlbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki gáfu blóð í Blóðbankanum í gærmorgun og dreifðu siðan upplýsingum um starfsemi Blóðbankans til al- mennings. Með þessu móti vilja nemendurnir vekja athygli á mikil- vægi þeirrar starfsemi sem fram fer i Blóðbankanum og leggja sitt af mörkum í þeim efnum, en fram- takið er hluti af fjáröflun nemenda í skólanum vegna utanfarar. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir i Bldðbankanum, sagði í samtali við Morgunblaðið að blóðgjöfin hefði gengið mjög vel. Eftir hana hefði verið farið með ungmennin í skoð- unarferð um Blóðbankann og þeim kynnt starfsemi hans og síðan hefðu þau gengið fylktu liði niður í bæ, þar sem þau hugðust dreifa upplýsingum um starfsemi Blóð- bankans til almennings. Sjötíu blóðgjafa þarf á hverjum degi Sveinn sagði að Blóðbankinn þyrfti að fá sjötiu blóðgjafa á hverjum degi einungis til þess að standa undir eðlilegri starfsemi sjúkrahúsanna. Það sem væri sér- staklega ánægjulegt við þetta framtak nemendanna væri að þarna væri um ungt ftílk að ræða sem skipti miklu máli fyrir fram- haldið, því á næstu árum og ára- tugum þyrfti Blóðbankinn að reiða sig á ungt fólk í auknum mæli. Illiil f'all eldra fólks færri vaxandi. Þar með ykist þörfin fyrir blóð, en jafnframt fækkaði þeim sem gætu gerst blóðgjafar, þar sem þeir þyrftu að vera á aldrinum aldr- iiuiiti 18-60 ára. Því hefði Blóðbankinn f auknum mæli unnið að kynningu á starf- semi sinni meðal ungs fólks meðal annars með heimsóknum í fram- halds- og háskdla, auk heimsókna á vinnustaði. Framkvæmdastjóri Grundar ósáttur við vinnubrögð heilbrigðisráðuneytis Daprast að ráðu- neytið vill ekki ræða samninga FRAMKVÆMDASTJORI elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, Júl- íus Rafnsson, er afar ósáttur við framkomu og vinnubrögð heilbrigð- isráðuneytisins í svokölluðu daggjaldamáli, en ráðuneytið hefur stefnt Grund vegna ágreinings um daggjaldagreiðslur til heimilisins. Krefst ráðuneytið ógildingar á úr- skurði gerðardóms, sem Hæstiréttur hafði skipað, um að hann hafi lög- sögu í málinu. Júlíusi finnst það daprast í málinu að forráðamenn heilbrigðisráðu- neytisins hafi ekki viljað setjast nið- ur til samningaviðræðna. Þegar daggjaldasamningi hafi verið sagt upp í byrjun febrúar sl. hafi einn fundur verið haldinn í lok febrúar. Engar viðræður hefðu átt sér stað fyrr en ráðuneytisstjóri hafði sam- band á fimmtudag, eftir að stefnan hafði verið lögð fram, og óskaði eftir fundi. Sá fundur reyndist árangurs- laus. „Eg get ekki neitað því að mér þótti svolítið sérstakt að daginn eftir að okkur er birt stefna skuli vera óskað eftir óformlegum viðræðum um málið. I rauninni hefði ég frekar átt að óska eftir fundinum, eftir að mér var birt stefnan," segir Júiíus. Hann telur gerðardóm aldrei hafa þurft að koma til sögunnar, hefði ver- ið sest niður til samningaviðræðna. Sjálfsagt þyki að semja við nýja aðila á þessu sviði, s.s. Öldung, sem Júlíus segir að sé að gera góða hluti, en gamlar stofnanir séu ekki virtar við- lits, og allra síst sú elsta. En Grund fagnar 78 ára afmæli sínu á morgun, sunnudag. Skilningxir, en vilj'a skortir Júlíus bendir á að samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga þurfi aðal- skrifstofa heilbrigðisráðuneytisins 11,8 milljónir króna til að dekka kostnað við samningagerð við Öld- ung. Júlíus segir samningaviðræður við forráðamenn Grundar ekki kosta 11,8 milljónir. Ráðuneytismönnum yrði hiklaust boðið upp á ókeypis kaffi og kleinur. „Það er þessi framkoma og vinnu- brögð sem mig svíður mest. Ef menn hefðu haft vilja hefði mátt leysa mál- ið á einni viku. Ég finn fyrir skilningi á málinu _en það er eins og það skorti viljann. Á fundi með fjárlaganefnd í fyrra lagði ég fyrir þá eina spurn- ingu, hvers vegna Grund fengi ekM sömu greiðslur og aðrar stofnanir. Það veit þetta enginn og menn segja „af því bara". Þetta heimili, Grund og Ás í Hveragerði, veltir um eða yfir einum milljarði á ári og menn skammta þessu peninga „svona af því bara". Ég er að pína ráðuneytið til að segja mér hvað er að, en ég fæ ekki efnislega afstöðu," segir Júlíus. Hann segist finna fyrir áhyggjum heimilisfólks vegna stefnu ráðu- neytisins. Það óttist um sinn hag og jafnvel að Grund verði lokað, þegar ríkið sé að stefna heilli stofnun. Jú- líus segir að fundað verði með heimil- isfólkinu og því kynnt staða málsins. Hóftil heiðurs Jóniá Reykjum BÆJARSTJÓRN Mosfells- bæjar samþykkti á fundi sínum 30. ágúst að gera Jón M. Guð- mundsson á Reykjum, fyrrver- andi oddvita, að heiðursborgara Mosfellsbæjar. Af því tilefni mun bæjarstjórnin halda hon- um til heiðurs hátíðarboð í Hlé- garði á sunnudaginn kl: 15.30. Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt fyrir nokkru í bæjar- stjórn: „Bæjarstjórn Mosfells- bæjar samþykkir að Jón M. Guðmundsson verði gerður að heiðursborgara Mosfellsbæjar. Með því móti vill bæjarstjórn Mosfellsbæjar, f.h. Mösfells- bæjar, láta í ljós þakklæti sitt og viðurkenningu á hinu mikil- væga framlagi Jóns til upp- byggingar sveitarfélagins en Jón var oddviti Mosfellshrepps frá árinu 1962-1981 á miklum umbrotatímum í sögu sveitarfé- lagsins, og hreppstjóri frá árinu 1984-1990. Auk þess hefur hann tekið virkan þátt í félagsstarfi innan og utan sveitarfélagsins og lagt þar drjúgt af mörkum. Nafn hans hefur verið samof- ið sögu sveitarfélagsins um ára- tugaskeið og er við hæfi að Mosfellsbær votti honum virð- ingu sína með þessum hætti nú þegar 80 ára aftnæli hans stendur fyrir dyrum þann 19. september nk." Þetta er í annað sinn sem heiðursborgari er tilnefndur í Mosfellsbæ. Halldór Laxnes var gerður að heiðursborgara 23. apríl 1972 í tilefni af 70 ára afmælis sínu. Tillögur nefndar um breytingu sparisjóða í hlutafélög Stofnfjáreigendur fá ekki verð- mæti umfram bókfært virði GUÐMUNDUR Hauksson, for- maður Sambands íslenskra spari- sjóða, sem sæti á í nefnd viðskipta- ráðherra er vinnur að endurskoðun laga um sparisjóði, segir að ef farin verður sú leið sem rætt er um, að gera sparisjóðum kleift að breyta rekstrarformi sínu í hlutafélög, fái stofnfjáreigendur endurgreitt sitt stofnfé með hlutabréfum. Þeir muni hins vegar ekki fá í sinn hlut þau verðmæti sem markaðurinn metur umfram bókfært virði sparisjóðsins eftir að honum hefur verið breytt í hlutafélag. I frumvarpsdrögum nefndar við- skiptaráðherra segir að við breyt- ingu á sparisjóði í hlutafélag skuli stofnfjáreigendur eingöngu fá hlutafé í hlutafélaginu sem gagn- gjald fyrir stofnfjárhluti sína. „Skal samanlagt hlutafé sem stofnfjáreig- endur fá í sparisjóðnum nema sama hlutfalli af hlutafé hans eftir breyt- inguna og stofnfé, endurmetið sam- kvæmt 23. grein, nemur samtals af áætluðu markaðsvirði sparisjóðsins samkvæmt mati óháðra aðila sem miðast við það tímamark sem breytingin á rekstrarformi spari- sjóðsins miðast," segir í frumvarps- drögunum. Skv. tilvitnuðu ákvæði laga um viðskiptabanka og sparisjóði er heimilt að endurmeta stofnfé sjóð- anna með hliðsjón af verðlagsbreyt- ingum, og hefur það þá þýðingu að sögn Guðmundar að stofnfé er verð- tryggð eign stofnfjáreigendanna. „Verði breytingarnar gerðar á þeim grundvelli sem við erum núna að vinna með, er miðað við að menn fái hlutafé i staðinn fyrir stofnfjár- hluti sína og þá fá menn í raun end- urgreitt það stofnfé sem þeir hafa áður greitt inn í sjóðinn. Það hefur þá einungis tekið þeim hækkunum sem nemur verðbótum. Stofnfjár- eigandi fær þannig ekki hlutdeild í öðru eigin fé sparisjóðsins en spar- isjóðurinn verður metinn eins og öll önnur fyrirtæki, sem verið er að skrá t.d. á verðbréfaþingi, og reynt að meta markaðsverð hans. Sú við- bótareign sem þá kynni að koma fram verður eign þessarar sjálf- seignarstofnunar sem ætlunin er að stofnuð verði ef farið verður að þessum tillögum sem nú liggja fyr- ir. Þetta þýðir með öðrum orðum að stofnfjáreigendur munu ekki fá í sinn hlut þau verðmæti sem mark- aðurinn metur umfram bókvirði sparisjóðsins," sagði Guðmundur Hauksson. Fyrir rúmum áratug var dönsk- um sparisjóðum veitt lagaheimild til að breyta rekstrarformi sínu í hlutafélög með áþekkum hætti og rætt er um þessa dagana hér á landi. Að sögn Guðmundar horfði hins vegar þannig við á markaði þegar dönsku sparisjóðirnir voru skráðir að markaðurinn mat spari- sjóðina undir bókfærðu verði. Dómsmálaráðherra um skýrslu um ítrekunartíðni afbrota Sýnir góðan árangur af stefnu íslenskra sljórnvalda SOLVEIG Pétursdóttir dómsmála- ráðherra segir nýja skýrslu um ítrekunartíðni afbrota hér á landi sýna góðan árangur af_ stefnu ís- lenskra stjórnvalda. íslendingar beiti yfirleitt vægum refsingum en þó sé ítrekunartíðni ekki hærri hér en meðal annarra landa. Sólveig segir athyglisvert hve samfélagsþjónustan virðist hafa gef- ist vel. Hún bendir á að rannsóknin nái til ársins 1998 þegar ákvörðun var tekin um að útvíkka heimildir til samfélagsþjónustu. „Niðurstöðurn- ar sýna að það átti fyllilega rétt á sér," segir Sólveig. Það þurfi þó að taka tillit til þess að áhrifin séu mis- munandi eftir brotaflokkum. „Þann- ig virðast þyngri refsingar hafa meiri áhrif á tíðni ítrekunar í fíkni- efnabrotum en t.d. í almennum auðg- unarbrotum. Rannsóknin sýnir okk- ur því hvar þyngri refsingar gætu betur átt við og í hvaða málum þær væru síður líklegar til að skila ár- sangri," segir Sólveig. Hún segir ítrekunartíðni þó ekki segja alla söguna. Menn hafi einnig lagt áherslu á fælingarmátt refsinga, ekki bara þá sem hafa framið afbrot heldur einnig allan almenning. „Rannsóknin sýnir ajíf ítrekunar- tíðnin er mest meðal ungra brota- manna. Því er afar mikilvægt að beina sjónum að þeim hópi. Þessi niðurstaða sýnir einmitt hversu brýn sú ákvörðun var sem ég tók um að efla skilorðseftirlit sem auðvitað mun beinast sérstaklega að ungum brotamönnum. I samræmi við þessa ákvörðun er auknum fjármunum varið til þessa málaflokks í því fjár- lagafrumvarpi sem nú liggur fyrir þinginu," segir Sólveig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.