Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 50
5[0 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Þriðj a hús frá horni „ Og nú er í uppsiglingu það sem Kaninn kallar„enningarstríð“því ríka fólkið sem elti listamennina á staðinn er búið að vera þarna svo lengi að það er eiginlega orðið sveltandi listamenn í eðli sínu og nú ætla bölvaðir millj- arðamœringarnir að troða brengluðu gildismati sínu upp á það. “ Eftir Hönnu Katrínu Frid- riksson EKKI er að spyrja að mætti peninganna. í Kaliforníu, líkt og svo víða annars staðar, hafa menn reyndar löngum vitað að hafí þeir peninga eru þeim ýmsir vegir fær- ir. Nú hafa nýríkir þó gengið of langt að mati hneykslaðra vel stöndugra íbúa í kalifomískum smábæ sem varla ná öndinni vegna heimtufrekjunnar. I þessum pistli hefúr áður verið greint frá þeirri sálarkreppu sem milljarðamæringar eiga við að VinUORP glíma í Kísil- VIUHUHh dalj þar sem hjarta tölvu- og netvæðing- ar heimsins slær. Verð hlutabréfa í fyrirtækjum, sem hafa r. jafnvel afrekað að tapa milljörðum dollara á milljarða ofan, hefur gert margan stofnanda slíkra fyrir- tækja moldríkan. Og þegar millj- arðamir hellast inn fylgir sálar- ' krömin svo búið er að setja ótal stofnanir og fyrirtæki á legg sem aðstoða ofríka að ná innri friði. Þótt auðugu athafnafólki hafi löngum verið hampað em alltaf einhverjir sem kjósa að lifa bó- hemskara lífi utan við ys og þys viðskiptanna. Og hafa ekki efni á öðra. Fyrir margt löngu sóttust til dæmis rithöfundar, málarar og aðrir listamenn eftir kyrrð og friði í smábæ einum við Kyrrahafs- ströndina, suður af San Francisco. Fljótlega komst bærinn þeirra í tísku og þar með streymdi ríka fólkið, jafnt athafnamenn sem kvikmyndastjömur, til bæjarins. Núna er bærinn, sem heitir Carm- el, h'klega þekktastur fyrir að þar var leikarinn Clint Eastwood eitt sinn bæjarstjóri. En fólkið sem flykktist til Carmel gætti þess lengi vel að herma nákvæmlega eftir lista- mönnunum og halda bænum alltaf í sama horftnu. Enn er engin götu- lýsing og í ljósum yfir útidyram húsa mega ekki vera sterkari per- ur en 25 watta. Þeir sem era svo nýmóðins að ætla að lýsa upp heimreiðina verða að láta 15 wött nægja. Engar gangstéttar liggja meðfram götum og þess er vand- lega gætt að malbika ekki alveg út í kanta, svo gamaldags troðningar liggja meðfram þeim. Götumar heita að vísu flestar eitthvað en • hins vegar hefuraldrei hvarflað að nokkram manni að númera húsin sem standa við þær. Loks má svo | nefna eitt ákvæði í lögreglusam- ' þykkt bæjarins sem skikkar fólk, | líklega konur, til að sækja um leyfi | til bæjaryfirvalda til að ganga á | háum hælum. Það má þó segja Carmel-lögreglu til hróss að hún (mun sjaldan framfylgja þessu ákvæði sem var víst sett til að firra bæinn ábyrgð ef einhver tildurróf- ' an fór sér að voða í vegkantinum. Eitt er þó það atriði sem hinir 4.500 íbúar Carmel era einna stolt- astir af. í bænum er engin póst- j dreifing heldur verður hver og einn að nálgast sinn póst á póst- |;húsinu. Þetta segir sig kannski sjálft, alla vega hlýtur að vera ákaflega erfitt að finna einhvem sem er tilbúinn að taka að sér van- þakklátt starf póstburðarmanns í bæ þar sem engin númer era á húsunum. Svona lifðu íbúar Carmel sælfr og glaðir og áttuðu sig víst ekki á að frá bænum þeirra er bara skot- túr yfir í Kísildal. Þar sátu millj- arðamæringamir og veltu íyrir sér hvernig þeir ættu að lifa góð- ærið af. Það er einkenni á millj- arðamæringum, að þeir detta nær allir niður á sömu lausnina í sálar- kreppu af þessu tagi. Lausnin var að flytja úr ys og þys Kísildals í litla listamannaþorpið Carmel. Þeir raku því til og keyptu sér hús í Carmel og vora allt í einu komnir með heimilisfangið „rauða húsið, þriðja frá homi, sunnan megin“ eða þá að húsið þeirra hét frá fomu fari „Teketillinn“, „Skelli- bjalla" eða „Dúkkuhúsið" svo dæmi séu tekin af raunveralegum húsanöfnum í bænum. Þessa sveitakofa fóra milljarðamæring- arnir að „gera upp“ sem fólst ekki í að skipta um góifefni heldur byggja svo myndarlega viðbygg- ingu að upphaflega húsið varð að lokum eins og dálítil bóla á herleg- heitunum. Milljarðamæringamir úr Kísil- dal eiga það auðvitað margir sam- eiginlegt að hafa töluvert verksvit. Þannig urðu þeir ríkir. Þeir sáu því í hendi sér að það gæti verið ákaflega óhentugt, til dæmis ef þyrfti að hringja á lögreglu eða slökkvilið, að þmfa að byija á því að rifja upp höfuðáttir, lit á húsum nágranna og hve mörg hús væra austan og vestan megin við höllina. Þeir fóra því að beita þrýstingi, þessu margumtalaða peninga- valdi, til að laga það sem þeim þótti mega betur fara í bænum sem þeir heilluðust ábyggilega af í upphafi af því að hann var „öðra- vísi.“ Og nú er í uppsiglingu það sem Kaninn kallar „menningarstríð" því ríka fólkið sem elti listamenn- ina á staðinn er búið að vera þama svo lengi að það er eiginlega orðið sveltandi listamenn í eðli sínu og nú ætla bölvaðir milljarðamæring- amir að troða brengluðu gildis- mati sínu upp á það. Þeir vilja að húsin séu númeruð svo iðnaðar- mennimir slysist ekki til að byggja við vitlaust hús. Og þegar númerin verða komin er auðvitað sjálfsagt að bera út póstinn. Næsta krafa verður ábyggilega að leggja gang- stéttir fyrir bréfberann og þá er allt eins víst að bréfberinn krefjist götulýsingar svo hann fari sér ekki að voða, jafnvel þótt á flatbotna skóm sé. Það er ákaflega erfitt að taka af- stöðu þegar um er að tefla tilfinn- ingalíf fólks sem ýmist keypti hús- in sín af fátækum listamönnum á sínum tíma og er því áreiðanlega viðkvæmara en annað fólk, eða á í sárri tilfinningakreppu vegna auð- æfanna sem helltust yfir það. MiHjónamæringar gegn milljarða- mæringum.Vonandi verða engar blóðsúthellingar í Carmel. INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR + Ingibjörg Jóns- dóttir fæddist í Vík í Mýrdal hinn 16. september 1915. Hún lést 17. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru þau Jón Ólafsson kennari í Vík (1881-1927) og kona hans Sigríður Einarsdóttir húsmóð- ir (1887-1916). Ingi- björg var á öðru ári þegar hún missir móður sína og var hún þá tekin í fóstur til afa síns Einars Brandssonar og ömmu sinnar Sig- ríðar Brynjólfsdóttur á Reyni. Þar ólst hún upp til ársins 1925. Flutt- ist hún þá til föður síns í Vík og seinni konu hans Þórunnar Karftasar Ingimundardóttur. Hún hvarf aftur að Reyni 1927 og átti þar heima til 1944. Systkini Ingi- bjargar eru Sigríður (1910), Ragnhildur (1912) og Einar (1913). Hálfsystkini hennar sam- feðra: Karítas (1923), Elín (1925) og Þorsteinn Jón (1926). Ingibjörg gekk í barnaskóla alls Qóra vetur. Þegar húsmæðra- fræðsla hófst að Laugarvatni, fór hún svo þangað til náms, þá um Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesúíþínahönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét) Þetta litla vers er eitt af mörgum sem hún amma mín las svo oft með mér á kvöldin í Mýrdalnum þegar ég var lítil. Hún hafði heiðurinn af því að kenna mér faðirvorið og fjöldan allan af smábænum. Því miður er ég búin að að gleyma sumum þeirra, en mér hefði þótt gaman að kunna þær allar í dag. Kannski hafa þær fest svona illa í minninu vegna þess að skilningur minn á öllum þessum skrýtnu orðum var oft ekki upp á marga fiska. En sögurnar sem amma sagði vora auðskildar. Ævintýri eins og Búkolla og sagan af Asu, Signýju og Helgu vora í miklu uppáhaldi, en skemmtilegast fannst mér þó að fá að heyra hennar eigin sögur sem flestar vora af dýrum sem hún hafði átt eða umgengist. Amma var mikill dýravinur og allar þessar sögur báru vott um það. Vinsælastar voru sög- urnar af honum Blesa, hesti sem tvítugt. Árið 1946 réðst Ingibjörg sem ráðskona til Ingólfs Ketilssonar að Ket- ilsstöðum og bjó þar þangað til hún flutt- ist til sonar síns að Laugarvatni haustið 1997. Þar bjó hún til dánardags. Sonur Ingibjargar er Sigurjón Mýrdal, f. 1945. Faðir hans var Frank Venuto. Fyrri kona Siguijóns er Anna Birna Ragn- arsdóttir og eiga þau tvær dætur: 1) Ingibjörg Ósk, (1972), unnusti hennar er Leó Þór Lúðvíksson og eiga þau eina dótt- ur, Sóleyju Dúfu (1999). 2) Erla Rún, (1978), unnusti hennar er Þorvarður Kjerúlf Benediktsson. Núverandi eiginkona Sigurjóns er Helga Jónsdóttir og eiga þau tvær dætur: 1) Sigríður Mari'a (1985), unnusti hennar er Atli Viðarsson og 2) Amfríður Ragna (1986). Dætur Helgu af fyrra hjónabandi eru Sigurbjörg Amia og Guðrún Rósa Guðnadætur. Útför Ingibjargar fer fram frá Reyniskirkju í Mýrdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. amma hélt mikið upp á þegar hún sjálf var barn. Ég dáðist með ömmu að gáfum Blesa þegar hann vildi ekki hleypa neinum á bak sem ætlaði að taka hann í leyfisleysi og við vorum báðar ákaflega sárar út í þá sem eitt sinn fengu hann lánaðan í langferð og fóra svo illa með hann. Amma kunni vel að segja frá og ég fékk aldrei leið á sögunum hversu oft sem ég heyrði þær. En sjálfri þótti henni mest gaman að segja sögur af kúm, því þær voru alla tíð hennar uppáhald. Margar minningar mínar af ömmu tengjast einmitt henni inn- an um þessa vini sína. Hún tók það þess vegna mjög nærri sér þegar hún vegna aldurs og aðstæðna hætti að geta umgengist kýr, en þá hafði hún því sem næst alla sína ævi farið til mjalta bæði kvölds og morgna. Amma var ekki bara dýravinur heldur líka sérlega barngóð. Ég ef- ast ekki um að allir þeir sem voru í sveit hjá hjá henni og afa Ingólfi hafi notið þess, og ég veit að margir þeirra eiga henni gott að gjalda. Hún hafði líka þann stóra kost að vera trygglynd og fjölskyldan var henni eitt og allt. Pabbi var hennar eina barn og hann og við systurnar SELMA GUÐMUNDSDÓTTIR + Selma Guðmun- dsdóttir fæddist í Keflavík 20. október 1937. Hún lést á heimili sínu 16. sept- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kirkjuvogs- kirkju í Höfnum 23. september. Selma systir mín hefði orðið 63 ára gömul 20. október, þegar þessar línur eru skrifaðar, en hún lést að heimili sínu, Garð- húsum í Höfnum, 16. september sl. Á milli okkar Selmu voru fimm ár og eins og verða vill með systk- ini fórum við hvor í sína áttina og vorum ekki alltaf sammála. Það var ekki fyrr en á síðustu tveimur til þremur árum sem við tókum aftur upp samband. Við vorum sáttar og náðum vel saman og það var yndislegt að finna hvað hún var ánægð með lífið. Síðustu árin hennar með manni sínum, Þóroddi Vilhjalmssyni, vora hennar bestu ár. Á heimili þeirra í Höfnunum naut hún sín til fulls eins og sjá má á verkum hennar þar innan dyra og utan. Við ótímabært and- lát Selmu kemur margt upp í hugann. Síðustu vikur og mán- uði sem hún lifði rifj- uðum við oft upp gamla tíma og ekki síst minningar frá barnæskunni þegar við voram stelpur heima í Ásbúð í Hafn- arfirði. Selma og Heiða systir fengu báðar berkla korn- ungar og stóð val for- eldra okkar milli þess að flytja „út í sveit“ eða leggja þær inn á Vífils- staði. Ásbúð varð fyrir valinu, lengra var ekki hægt að komast burtu úr bænum. Það var Árn- björg amma okkar sem tók af skarið og hjúkraði þeim eins og hún gat, en amma átti mikinn þátt í uppeldi okkar systranna, Ásu, mín, Selmu og Heiðu, á þessu tímabili og síðar barnabarnanna, því hún náði tíræðisaldri við bestu heilsu. í Ásbúð var flutt árið 1941 úr Gunnarssundi 5. Þetta var í stríðinu, pabbi var í siglingum og hlutum því ómælda athygli og ást. Síðustu árin bjó hún hjá honum og Helgu og ég efast ekki um að það hafi verið draumastaðurinn fyrir hana því hún vildi hvergi annars staðar vera en nálægt pabba. Þó lífið hafi kannski ekki alltaf farið mjúk- um höndum um ömmu var hún svo heppin að fá að eiga langa ævi í sam- vistum við þá sem henni þótti vænt um og ég veit að það var henni mikils virði. Þegar fólk deyr skilur það eftir sig tómarúm sem enginn annai- getur fyllt upp í og ég veit að það kemur enginn í staðinn fyrir hana ömmu mína. Elsku afi, pabbi, Helga, Sigga, Fríða og Ingibjörg, við verðum að hugga okkur við góðar minningar um yndislega konu. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, Sitji guðs englar saman í hring, sænginniyfirminni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Erla Rún Sigurjónsdóttir. Elsku, besta amma mín. Það er svo skrítið að þú skulir vera farin. Ég gerði mér alls ekki grein fyrir að þú færir svona fljótt frá okk- ur öllum. Þú barst aldurinn alla tíð svo vel og svo fórstu svo fljótt. Mér þykir svo sárt að hafa ekki náð að kveðja þig almennilega, amma mín, ég vona bara að þú fyrirgefir mér. Svo þegar ég hugsa um það veit ég að þú gerir það, því þú varst alltaf svo góð. Þú varst alltaf svo góð og stolt af okkur; pabba, mér, Erlu Rún, Siggu og Fríðu. Enda vorum ég og Sigga Mæja í þínum huga svo lík- ar pabba og Erla Rún og Fríða svo líkar í Reynisættina. Það var svo fyndið þegar þú varst að tala um okkar mestu hæfileika og prýði og máta það við þá sem þér þótti vænst um: pabba og foreldra þína. Mig langar svo til að segja þér að ég var líka stolt af þér. Þú varst falleg, góð, blíðlynd kona sem lifðir fyrir barn þitt og barnabörn. Elsku amma mín. Mig langar til að þakka þér fyrir öll sumrin í sveit- inni hjá þér og afa. Ég á svo góðar minningar frá þeim tíma. Núna sé ég þig í anda þar, með dýrunum sem þér þótti svo ósköp vænt um. Ég finn rökkrið og friðinn og mjúku hend- umar þínar. Bless amma mín, við sjáumst þegar yfir lýkur. Kristur minn ég kalla á þig, komdu aðrúmi mínu. Gæskuríkur geymdu mig Guð í faðmi þínum. (Höf.ók.) Þín sonardóttir, Ingibjörg Ósk. flutti heim hljóðfæri, bæði fyrir sig og aðra. Það var spilað á gítar, mandólín og greiðu að ógleymdu orgelinu niðri í stofu, en Selma fór að spila á það eftir eyranu fjög- urra ára gömul. Eitt af því sem við reyndum mikið að grafa upp í sumar var ljóð sem amma söng oft fyrir okkur, Liljan á melnum, en við mundum ekki nema örfáar lín- ur úr þvLNú þegar ljóðið er fund- ið og hún er öll, veit ég ekki betri eftirmæli. Ég leit eina lilju í dalnum: hún lifði hjá steini á mel, svo blíð og svo björt og svo auðmjúk, en blettinn sinn prýddi hún vel. Ég veit, það er úti um engi mörg önnur, sem glitrar og skín Og þræt’ ekki’ um litinn né ljómann. En liljan við steininn er mín. Og þó að í vindinum visni á völlum og engjum hvert blóm, og haustvindar blási um heiðar með hörðum og deyðandi róm, og veturmn komi með kulda og klaka, það sakar han’ ei. Hún lifir í huga mér, sú lilja, og iifa mun þar til ég dey. (Þýð. I’orsteinn Gíslason.) Ég kveð systur mína með þakk- læti og manni hennar, Þóroddi Vil- hjálmssyni, sem einnig er fæddur 20. október 1937, sendi ég samúð- arkveðjur. Sunna Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.