Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 39 >^jj-2000 Guðríður Þorbjarnardóttir aftur í Skemmtihúsinu eftir utanlandsferð Laugardagur 28. október ART2000 Fyrirlestur Konrad Boehmer kl. 17. LokatónleikaríSalnum kl. 20. Tón- listaratriði sýnt beint á netinu frá Princeton háskóla í Bandaríkjunum. Verk eftir Konrad Boehmer, Davíð B. Fransson, Laurens Kagenaar, Hlyn Aðils Vilmarsson ogAuxPan flutt. Á Kvöldbarnum á Gauknum veröur slegiö upp rafgrímuballi frá kl. 22. Hafnarfjarðarleikhúsið kl. 20 Á mörkunum Vitleysingarnir, gamanleikrit um ungt íoiif á Is- landi dagsins í dag, eftir Olaf Hauk Símonarson. Leikstjóri er Hilmar Jónsson. LISTASAFN REYKJAVÍKUR - HAFNAR- HÚSINU kl.14-18 Cafe9 Gestgjafar leið- beina gestum um hvernigþeir geta sett inn efni sem tengist gagnagrunnsverkefnum á veg- um cafe9.net. Um eraðræða verkefni þarsem fólkgetur búið til smáverk, myndir, kvik- myndabúta eða hljóð sem bætt er inn í samevrópska gagna- grunna og síðan getur fólk nálg- ast þetta efni á netinu. Cafe9 kl. 16-24 Sólarlagsverk á heimasíðu. Verk eftir Pál Thyer þar sem áhorfendur geta horft á sólai•- lagið aUtfrá Helsinki tU Was- hington DC ísamfeUdri dagskrá www.cafe9.net. ------------------ Nýjar bækur Síbreytileg framsetning Þórunn Lárusdóttir í hlutverki Guðríðar. LEIKRITAHÖFUNDURINN og leikstjórinn Brynja Benediktsdóttir er snúin aftur til heimahaganna og hefur leiksýninguna The Saga of Gudridur með sér í farteskinu. Hún og leikhópur hennar hafa sýnt vítt og breitt um Bandaríkin og Kanada á síðastliðnum árum, en sýningar í Vesturheimi árið 2000 fóru fram fyrir tilstuðlan Landafunda- nefndar. Islendingum stendur nú til boða að berja sýninguna augum í Skemmtihúsinu í dag kl. 16. Síðasti viðkomustaður Brynju var Washington-borg og setti leik- hópurinn verkið á svið í stóru leik- húsi í Smithsonian-safninu þar í borg við frábærar undirtektir, að sögn Brynju. Sýningin vakti eftir- tekt líkt og í fyrri ferðum og segist Brynja nú vera að leita leiða til að geta svarað eftirspurn næsta árs. Þótti mönnum í Washington-borg, að sögn Brynju, mikið til um svið- setningu og framsetningu verksins, forvitnileg og sérstæð efnistökin, að ógleymdum framúrskarandi leik Þórunnar Lárusdóttur. Brynja segist hafa hrifist af sög- unni um Guðríði Þorbjarnai-dóttur strax í bernsku og hafi hún fylgt henni eftir um langt skeið. Henni þótti alla tíð sem frásögnin af Guð- ríði ætti að bera nafn hennar, en ekki Eiríks rauða eða Þorfinns karlsefnis líkt og raunin var. Brynju er mikið í mun að vekja til lífsins munnlega geymd íslend- ingasagna og þá með aðferðum og tækni leikhússins. í samræmi við einkenni munnlegrar frásagnar- hefðar er framsetning Brynju sí- breytileg og einarðlega löguð að sérhverri leikkonu, stað og stund. Hún segist sækja markvisst í skjóð- ur látbragðsleiksins, enda fullnum- in í þeirri grein. Hún lýsti sviðsetn- ingunni og leiknum á þá leið að leikbúningar, lýsing, sviðsmunir, látbragð og tal leikkonu myndi þéttriðað frásagnarnet. í höndum leikkonunnar umbreytast leikbún- ingar t.d. úr táknbúningi fyrir vissa persónu yfir í vinda loftsins, hafrót- ið og önnur náttúruöfl. Af þessum sökum var Brynja mjög áfram um að ómissandi hlutverk ljósahönnuð- ar, Jóhanns Bjarna Pálmasonar, kæmist til skila. „í sýningunni sjálfri brennur svo eldurinn á sjálfri leikkonunni,“ komst Brynja að orði. Leikkonan Tristan E. Gribbin hefur borið hitann og þungann af flestum sýningunum, frumsýndi m.a. fyrstu útgáfu verksins árið 1998, en er nú í barneignafríi. Þór- unn Lárusdóttir hefur tekið við hlutverki Guðríðar og lék hana fyrst í Skemmtihúsinu í sumar og svo í Washington-borg. Hún flutti leik sinn þar á ensku og mun einnig gera svo í Skemmtihúsinu á í dag. Brynja segist sjá fram á að báðar leikkonurnar, Þórunn og Tristan, muni sýna verkið á næsta ári í tveimur heimsálfum. Sígild barnasaga Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Ein af myndunum á sýningu Eyjólfs Einarssonar í MAN. A hverfanda hveli • Út er komin bókin Betri heimur - Hvemig öðlast má hamingju og þroska hæfileika sína eftir Dalai Lama. I kynningu útgefanda segir: „Bjartsýni og hugrekki einkenna skrif Dalai Lama. Hann fjallar um leit mannsins og þrá eftir hamingju og setur fram siðfræðikerfi byggt á skynsemi og rökhyggju en ekki predikunum eða trúarbrögðum. Hann leiðir rök að því að allar gjörðir mannsins beinist að því að öðlast frið og hamingju. Hann hvetur okkur til að sýna umhyggju og samúð og líta í eigin barm í stað þess að einblína á misgjörðir annarra. Góðmennska, heiðarleiki og réttlæti tryggir vellíð- an og velferð, en illvilji færir aðeins vansæld." Dalai Lama er leiðtogi Tíbeta en býr í útlegð á Indlandi og hlaut frið- arverðlaun Nóbels árið 1989. Útgefandi er JPV FORLAG en Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Bók- in er 182 blaðsíður. Súsanna Svavars- dóttir þýddi. Verð3.880 krónur. BÆKUR Barnabók KÁRI LITLI OG LAPPI Höfundur: Stefán Júlíusson Björk 2000 - 92 bls. Myndir: Halldór Pétursson Prentsmiðjan Oddi hf. FÁAR íslenskar barnabækur hafa orðið eins vinsælar á síðustu öld og Kári litli og Lappi sem kom fyrst út 1938. Hún hefur í engu tapað gildi sínu, þótt hún komi nú út í níunda sinn á 62 árum. Sagan er því vel að því komin að hennar sé getið nú að verðleikum. Sagan er sígild af því í frásögn- inni felst snilldarleg lýsing á sannri vináttu Kára og Lappa. Af- ar vel er sagt frá samskiptum þeirra. Kaupstaðardrengurinn Kári ferðast um hraunið sitt og kemst í kynni við alla þá náttúrufegurð sem í því býr - kyrrð og töfra. Hér hefur tekist vel að vekja skilnings- ríka athygli barna á landinu sínu. Atburðarás sögunnar er marg- breytileg, en alltaf auðveld börnum og um leið spennandi. Myndir Halldórs Péturssonar eru mikils virði hér sem annars staðar. Þær höfða ávallt vel til list- skynjunar barna - það hefur ekki breyst í áranna rás. Frágangur er með ágætum, letr- ið er stórt og hentar vel börnum. MYNPLIST MAN, Skólavörðnstíg 14 MÁLVERK- EYJÓLFUR EINARSSON Til 29. október. Opið virka daga frá kl. 10-18, en sunnudaga frákl. 13-18. UNDARLEGT andrúmsloft ríkir í málverkum Eyjólfs Einarssonar, sem nú sýnir í MAN. Mannlausar hringekjur standa eins og draumsýn- ir í einhvers konar hálfrökkri eða sólsetri, og takast sumar á loft eins og loftför eða flugvél Wright-bræðr- anna forðum daga. Yfir þessum myndum hvílir þung- lyndislegur blær og óræður eins og í upplitaðri endurminningu; fjöl- skyldualbúmi þar sem myndirnar eru orðnai- brúnar eða bláar eins og húm- ið. Þannig nær Eyjólfur ljósaskiptun- um, þessum táknum hlöðnu skilum vöku og draums, veruleika og óraun- veru, með meiri fágun en nokkru sinni fyrr. Aldrei hefur litaspilið leik- ið jafnsterkt hlutverk í myndum hans. Einfaldar en óvenjulegar sam- setningar tóna bera vott um stökk- breytingu í list hans sem vitnar um það að Eyjólfur sé að sækja í sig veðrið og ná tökum á þeim kjarna sem hann sólaði áður umhverfis án þess að höndla fullkomlega. Galdurinn er allt í einu litrænn sem aldi'ei fyrr, og svo er það myndefnið sem hann leyfir sér að endurtaka í mörgum tObrigðum eins og sá sem kannar grundvöll tjáningar sinnar af kostgæfni. Flest er nú orðið einfald- ara í byggingu myndanna og lofar það góðu. Það eru einmitt einföldustu myndir Eyjólfs sem eru bestar. Þær ná einhverjum sérkennilegum tökum á áhorfandanum svo að hann er ekki fyllilega viss um hvert hann á að beina sjónum sínum; hvað það er sem heimtar mesta athygli. Hingað til hefur súrrealisminn ver- ið leiðarljós Eyjólfs, en nú eru ein- kenni hans orðin fágaðri og áleitnari af því dregið hefur úr beinni skírskot- un til undarlegheita. Þau koma nú meir af sjálfum sér eins og listamað- urinn geri enga tilraun til að laða fram hið óræða heldur spretti það upp af sjálfu sér. Þannig er ekkert lengur gert með handafli heldur ger- ist að því er virðist án ofurstjómar listamannsins. Fremur en súrreal- ískar væri nú réttara að tala um fiumspekilegar myndir því greinilegt er að Eyjólfur hefur náð ýmsu sem de Chirico var meistari í að laða fram með hógværð og næmri tilfinningu fyrir hinu sálræna og sérkennilega. Áður en tíminn rennur út er það von mín að sem flestir leggi leið sína í kjallaragallerí MAN til að sjá þessa bestu sýningu Eyjólfs til þessa. Halldór Björn Runólfsson Jenna Jensdóttir Þúsund eyja sósa til Leipzig Stefán Karl Stefánsson á förum til Leipzig. LEIKFÉLAGI íslands hefur verið boðið að taka þátt í al- þjóðlegri ieiklistarhátíð í Leipzig í Þýskalandi með sýninguna 1000 eyja sósu eftir Hallgrím Helgason. Þetta er einleikur þar sem Stefán Karl Stefánsson fer með hlutverk Sigurðar Karls, viðskiptajöfurs sem er á Ieiðinni úr landi eftir held- ur misheppnaðar tilraunir til að verða ríkur. Leikþáttur- inn var frumsýndur vorið 1999 sem hádegisleikrit í Ið- nó og var leikinn 50 sinnum síðasta vetur. Að sögn Stefáns Karls á þessi leikþáttur sér þó lengri sögu þar sem Hallgrímur samdi hann upphaflega fyrir Stefán meðan hann var f Leiklistarskóla íslands. „Síð- an sendi hann þáttinn f ein- þáttungasamkeppni Leikfé- lags íslands og þar hlaut hann 2. verðlaun. Hingað kom svo framkvæmdastjóri Leiklistarhátíðarinnar í Leipzig og sá nokkrar sýning- ar og það varð ofaná að 1000 eyja sósan varð fyrir valinu.“ Leiklistarhátíðin í Leipzig er nú haldin f 10. sinn dagana 3.-11. nóvember og sýnir Stefán Karl 4 sinnum 7. og 8. nóvember. Hátfðin verður með veg- legra sniði en endranær vegna 10 ára afmælisins og er m.a. boðið einni sýningu frá hverri hinna 9 menningar- borga Evrópu 2000 og er 1000 eyja sósan í þeim hópi. Að sögn Stefáns Karls er ætlunin að sýna 1000 eyja sósu nokkrum sinnum eftir heimkomuna og „...slá þar með endapunktinn í þetta verkefni." Leikstjóri sýningarinnar er Magnús Geir Þórðarson, leik- mynd og búninga gerði Snorri Freyr Hilmarsson, Kjartan Þórisson sá um lýs- ingu og hljóðmynd er alfarið upprunninn í barka Stefáns Karls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.