Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Aldradir þurfa mnboðsmaun
- Hver er tilgangurinn með því að stofna
embætti umboðsmanns aldraðra eins og \m
og Jieiri þingmenn hafa lagt til?
„Eins og tram kcniur í þingályktunartillög-
unni þá fjölgar öltlruðum sítellt en um 28.700
Ísienílinoar crn ö7 árn np clrlri . II I II í M G
Láttu fagmanninn um þetta, Guðmundur minn, ég læt liðið blása og síðan býð ég út
meðferðina á því í einum pakka á hinu Evrópska efnahagssvæði.
íslenski hópurinn sem teflir á Ólympíuskákmótinu í Istanbul: Sitjandi f.v.: Aldís Rún Lárusdóttir, Harpa Ing-
ólfsdóttir, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Áslaug Kristinsdóttir. Standandi: Þröstur Þórhallsson, Áskeli Örn
Kárason, Stefán Kristjánsson, Hetgi Ólafsson, Jón Viktor Gunnarsson, Jón Garðar Viðarsson, Bragi Krisljáns-
son og Hannes Hlífar Stefánsson.
Ólympíuskákmótið hefst í Istanbul í dag
Island teflir fram sveit
í báðum flokkum
í DAG hefst í Istanbul í Tyrklandi
34. Ólympíuskákmótið. ísland tekur
nú þátt í Ólympíuskákmótinu í 29.
sinn en fyrst var send sveit á mótið
1930 sem haldið var í Hamborg. Oft-
ast hefur einungis verið send sveit til
keppni í opnum flokki en fjögur mót í
röð, árin 1978-84 var send sveit til
keppni í kvennaflokki. Nú er þráður-
inn tekinn upp aftur eftir 16 ára hlé.
Bestum árangri hefur ísland náð á
mótinu í Manila 1992 þegar sveitin
varð í 5. sæti en hún náði 6. sæti í
Dubai 1986 og 8. sæti í Novi Sad 1990
og Erevan 1996.
Á Óiympíuskákmótinu í Istanbul
eru 125 sveitir skráðar til leiks í opn-
um flokki og 82 í kvennaflokki.
Þeir sem tefla fyrir hönd íslands á
mótinu sem hefst í dag eru þessir:
j Opinn flokkur:
, 1. borð: Hannes Hlífar Stefánsson stór-
meistari. Fæddur 1972. Tefldi á sínu fyrsta
Ólympíumóti 1992 í Manila og hefur verið í
sveit íslands á fjórum mótum til þessa. Sat á
fyrsta borði í íslensku sveitinni á síðasta Ól-
ympíumóti, í Elista 1998.
2. borð: Helgi Ólafsson stórmeistari. Fædd-
ur 1956. Tefldi á sínu fyrsta Ólympíumóti
1976 í Haifa og teflir nú á sínu 12. Ólympíu-
móti fyrir íslands hönd og setur þar með
íslandsmet í þátttöku á Ölympíuskákmót-
um.
3. borð: Þröstur Þórhallsson stórmeistari.
Fæddur 1969. Tefldi fyrst á Ólympíumóti
1988 í Þessalonikíu og hefur alls teflt á fímm
mótum til þessa. Tefldi á 2. borði í íslensku
sveitinni í Elista og náði þá bestu árangri ís-
lensku keppendanna.
4. borð: Jón Viktor Gunnarsson, alþjpðlegur
meistari og núverandi skákmeistari íslands.
Fæddur 1980. Teflir nú á Ólympíumóti í ann-
að sinn en hann var einnig á 4. borði í ís-
lensku sveitinni í Elista fyrir tveimur árum.
1. varamaður: Jón Garðar Viðarsson. Fædd-
ur 1962. Tefldi í fyrsta sinni á Ólympíumóti í
Elista 1998 og var þá annar varamaður.
2. varamaður: Stefán Kristjánsssson. Fædd-
ur 1982. Teflir nú á sínu fyrsta Ólympíuskák-
móti.
Liðsstjóri er Bragi Kristjánsson.
Kvennaflokkur:
1. borð: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir alþjóð-
legur meistari. Fædd 1972. Nífaldur skák-
meistari íslands í kvennaflokki.
2. borð: Harpa Ingólfsdóttir. Fædd 1981.
Núverandi skákmeistari íslands í kvenna-
flokki.
3. borð: Áslaug Kristinsdóttir. Fædd 1961.
Þrefaldur skákmeistari íslands í kvenna-
flokki. Varð í öðru sæti á nýafstöðnu íslan-
dsmóti.
Varamaður: Aldís Rún Lárusdóttir. Fædd.
1983. Varð í 3-4. sæti á nýafstöðnu íslan-
dsmóti.
Allar eru stúlkurnar að tefla á sínu
fyrsta Ólympíumóti, nema Áslaug
sem var í sveit íslands á mótunum
1980 á Möltu og 1982 í Luzern.
Liðsstjóri er Áskell Öm Kárason
og er hann jafnframt fararstjóri
hópsins.
Heilbrigðisstarfsmenn skora á ríkið
Niðurgreiða
þarf lyf gegn
reykingum
Guðrún Jónsdóttir
NÝLEGA kom á
markaðinn lyf
gegn reykingum
sem heitir Zyban, en rann-
sóknir hafa sýnt að þetta
lyf hjálpar fólki verulega til
að standast reykingabind-
indi. Lyfið kostar 7.907
krónur, mánaðarskammt-
ur, hjá lyfjabúðum og tekur
ríkið engan þátt í að niður-
greiða það. Á hádegisverð-
arfundi hjá Samtökum
hjúkrunarfræðinga og ljós-
mæðra kom fram áskorun
frá þessu heilbrigðisstarfs-
fólki um að afstaða ríkisins
til þessa máls yrði endur-
skoðuð. Guðrún Jónsdóttir,
formaður umræddra sam-
taka, var spurð hvaða rök
væru fyrir því að rfldð end-
urskoðaði afstöðu sína og
tæki að greiða niður þetta lyf og
önnur lyf sem eiga að hjálpa fólki
til að hætta að reykja?
„Reykingamaður sem ætlar að
hætta með árangri að reykja þarf
að fara til læknis og fá lyfseðil fyrir
Zyban, sú heimsókn kostar 700
krónur hjá heimilislækni. Lyfið
kostar 7.907 krónur mánaðar-
skammtur, einnig þarf viðkomandi
nikótínplástur sem kostar 5.900 kr.
mánaðarskammtur og síðan nikó-
tíntyggjó til að grípa í þegar löng-
unin er mikil, það kostar 4.098
krónur mánaðarskammtur. Heild-
arpakkinn kostar þá fyrir einn
mánuð 18.605 krónur, sem okkur
finnst dýrt fyrir venjulegt fólk. Ef
fólk hins vegar reykir pakka af síg-
arettum kostar það 380 krónur á
dag eða 11.400 kr. Sá sem vill
hætta að reykja þarf því að leggja
út tæplega 8.000 krónum meira til
þess að hætta, auk þess sem það er
erfitt að hætta. Þetta teljum við að
dragi kjark úr fólki við að reyna að
hætta að reykja.“
-En það vita allir að það er
mjög óhollt að reykja, vill fóik ekki
borga fyrir að losna við óhollust-
una?
„Það er meira en að segja það að
hætta að reykja, því meira sem fólk
er stutt til þess að reyna að hætta
því meiri líkur eru á að það takist."
- En er það ekki réttur hvers og
eins að ráða hvað hann gerir og
taka svo afleiðingunum?
„Tóbaksfíkn hefur verið skil-
greind álíka sterk og fíkn í heróín.
Það er því augljóst að þegar fólk er
einu sinni fallið í þá gryfju að
reykja þá er ekki lengur um frjálst
val að ræða, fíknin ræður. Þetta er
því ekki sambærilegt við það hvort
maður kaupir sér svartar eða bláar
buxur, t.d. Hvað afleiðingarnar
snertir þá eru þær skelfilegar oft á
tíðum, bæði þjarta- og æðasjúk-
dómar, lungnasjúkdómar og
krabbamein. Þegar fólk er orðið
veikt eftir kannski tuttugu ára
reykingar eru afleiðingamar ekki
aðeins einstaklingsins, heldur alls
þjóðarbúsins sem þá þarf að borga
sjúkrakostnað fyrir
hann og sá kostnaður er
mikill að viðbættum
lyfjakostnaði.“
- Er sá kostnaður
meiri fyrir ríkið en að
taka þátt íað greiða nið-
ur lyfgegn reykingum ?
„Sá kostnaður er án
vafa miklu meiri. Það
kostar mjög mikið að
hafa fólk t.d. á lungna-
deildum í áravís og á heilsuhælum,
fyrir utan legu- og aðgerðarkostn-
að fyrir hjartasjúklinga. Lyfja-
kostnaður fyrir krabbameinssjúkl-
inga er mikill og þannig mætti
► Guðrún Jónsdóttir fæddist 5.
október 1968 á Akureyri. Hún
lauk stúdentsprófl frá Flensborg
1989 og hjúkrunarprófi frá Há-
skóla íslands 1994. Hún stundar
nú mastersnám við HÍ meðfram
því að vera hjúkrunarfræöingur
á lungnadeild Landspítala, Víf-
ilsstöðum. Hún er formaður
Samtaka hjúkrunarfræðinga og
ljósmæðra gegn tóbaki. Guðrún
er gift Þorgrími Björnssyni,
tæknimanni hjá Nýherja. Þau
eiga tvo stráka, 5 og 11 ára.
telja.“
- VitaySrvöld þetta ekki?
„Yfirvöld vita að forvarnir eru
ódýrari en læknis- og lyfjakostnað-
ur fyrir fólk sem orðið er veikt af
reykingum. Ingibjörg Pálmadóttir
heilbrigðisráðherra hefur látið svo
um mælt að forvamir séu það sem
koma skal, það sé hagur allra, ein-
staklinga, fyrirtækja og samfélags-
ins í heild. Forvömum er mikið
beitt en það þarf greinilega miklu
meira til, því ennþá reykja 23%
þjóðarinnar og unga fólkið er enn
að byija að reykja. Málið stendur
um hvað gera á við þá sem þegar
reykja. Það væri mikil hjálp fyrir
þá ef lyf gegn reykingum yrðu nið-
urgreidd. Rannsóknir sýna að 71%
þeirra sem reykja vill hætta. Það
mætti til dæmis hækka tóbak og
taka það sem þannig ynnist í að
niðurgreiða lyf gegn reykingum."
- Erþetta nýja lyf - Zyben - ár-
angursríkt íraun?
„Rannsóknir á þessu lyfi sýna að
eftir 52 vikur höfðu 33% af þeim
250 sem þátt tóku í rannsókninni
hætt að reykja, en þeir tóku lyfið í
7 til 9 vxkur. Þetta sýnir mun betri
árangur en þegar önnur lyf eða
engin lyf em notuð. Þeir sem
hætta að reykja með aðstoð Zyban
virðast síður þyngjast en aðrir sem
hætta að reykja. Þetta !yf er mikið
notað, t.d. í Bandaríkjunum."
- Hvers konar lyfer þetta?
„Þetta er geðlyf og það kom í
ljós við notkun þess að sjúklingam- !
ir hættu að reykja án j
þess að hafa sérstak-
lega reynt það. Þeir ;
komu til læknisins og
sögðu frá því að þá lang-
aði ekld lengur til að
reykja. Þetta varð til
þess að farið var að
rannsaka lyfið sem lyf
gegn reykingum. Það
sýndi þennan góða ár-
angur.“
- En er þetta lyf áhrifaríkt gegn
þunglyndi?
„Það var mjög vinsælt ytra en
reyndist áhrifaminna en ýmis önn-
ur lyf.“
Rannsóknir
sýna mun
betri árangur
af notkun
Zyban en af
öðrum lyfjum
eða engum
lyfjum