Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 30
30 CAUGMÐAÍ5UR-2á. ÖKTÓBER 2000 < MORGUNBLAÐK) ERLENT Kosið um Rugova eða Thaci Fyrstu frjálsu kosningarnar verða haldnar í Kosovo í dag. Urður Gunnarsdóttir er í Kosovo og segir tals- verða eftirvæntingu vera á meðal kjósenda sem hafa þó ekki allir gert upp hug sinn en ljóst er að valið stendur á milli tveggja helstu leiðtoga héraðsins þótt þeir séu ekki í framboði. Ibrahim Rugova, leiðtogi LDK, ávarpar þúsundir stuðningsmanna sinna í Pristina, höf- uðstað Kosovo, á siðasta kosningafundi sínum á miðvikudag. SPENNAN fyrir fyrstu frjálsu kosningarn- ar sem haldnar eru í Kosovo hefur aukist mjög undanfama viku, þrátt fyrir að tals- verðrar þreytu gæti eftir kosningabaráttu sem staðið hefur í þrjá mánuði. Engir kosn- ingafundir voru leyfðir í gær eftir að á milli 20 og 30 manns höfðu í tvígang fyllt íþróttaleikvanginn í Pristina til að hvetja höfuðandstæðingana, LDK og PDK, flokka Ibrahims Rugova og Hashim Thaei. Ekki er búist við fyrstu tölum fyrr en á mánudag vegna þess hversu flókin talningin er. Von- ast er til að endanleg úrslit liggi fyrir eftir 10-12 daga. Rétt rúmlega 901.000 Kosovo-búar eru á kjörskrá, langflestir Albanar. Aðeins 1.000 Serbar eru á kjörskrá og enginn serbneskur flokkur í framboði. Hins vegar eru 19 flokk- ar og tvö flokkabandalög Albana í framboði. Kosið er á rúmlega 1.000 kjörstöðum. Tæp- lega 6.000 innlendir og að minnsta kosti 1.500 erlendir sjá um kosningaeftirlit. Þeirra á meðal eru íslendingarnir Olafur Örn Har- aldsson, Ólafur Þ. Harðarson, Auðunn Atla- son og Hrafnhildur Sverrisdóttir Þrátt fyrir að kosningar á ekki stærra svæði virðist ekki flókin aðgerð fljótt á litið, er búist við að tæknilegir örðugleikar muni setja mark sitt á talninguna. Komið hefur í Ijós að talsvert er um villur í skráningunni og gera hefur orðið ráðstafanir vegna þeirra sem fullyrða að þeir séu á kjörskrá þótt nafn þeirra standi þar ekki. Þeim verður leyft að kjósa en atkvæðið einungis tekið gilt eftir að málið hefur verið kannað. Þá er fólki frjálst að kjósa í öðru sveitarfélagi en það býr í, t.d. ef það getur ekki flutt aftur í heimahérað sitt, svo þau atkvæði verður að telja sérstaklega. Kærufrestur rennur ekki út fyrr en við lok talningar og það gæti seinkað talningu enn frekar. Óttast ofbeldi eftir kosningar Fyrir kosningar óttuðust margir að alda ofbeldis myndi marka kosningabaráttuna en tekist hefur að koma í veg fyrir hana að mestu, þótt útilokað sé að koma í veg fyrir öll tilvik. Nú hafa stjómendur alþjóðlegu samtakanna mestar áhyggjur af því hvernig þeir sem tapi í kosningunum og þeir verða margir, muni láta vonbrigði sín í ljós. „Það reynir i raun fyrst á eftir kosningarnar, sagði Bemhard Kouchner, yfirmaður stjórn- ar Sameinuðu þjóðanna, fyrr í vikunni. Til að koma í veg fyrir að ástandið fari úr böndunum undirrituðu leiðtogar fimm stærstu stjómmálaflokkanna viljayfirlýsingu fyrr í vikunni þar sem þeir heita að virða úr- stlit kosninganna. „Við lítum ekki á þetta sem marklaust plagg, við munum framfylgja því af staðfestu. Menn hafa undirritað mikið af pappír á Balkanskaga og okkur er löngu ljóst mikilvægi þess að framfylgja því sem þar segir, sagði Richard Holbrooke," sendi- herra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðun- um. Eitt þeirra mála sem vakið hefur mikla umræðu undanfarnar vikur er fánamálið svokallaða. Nær allir albönsku stjórnmála- flokkanna hafa krafist þess að albanski fán- inn, sem er reyndar ríkisfáni Albaníu, verði flaggað á kjörstað, en Sameinuðu þjóðimar þvertóku fyrir það og sögðu eingöngu fána SÞ mega vera á kjörstað. Þetta vakti mikla reiði og í gær ákváðu SÞ að leyfa fána allra þeirra þjóða sem búsettar em í viðkomandi kjördæmi fyrir utan kjörstað. Innandyra má hins vegar eingöngu hafa fána SÞ og ÖSE, sem skipuleggur kosningamar. Rugova Iykillinn að friðsamlegum samskiptum Ekki hafa verið birtar skoðanakannanir í Kosovo um allnokkurt skeið, svo mikillar óvissu gætir um úrslitin. Enn er þó búist við því að Lýðræðisfylking (LDK) Ibrahims Rugova beri sigur úr býtum, skoðanakannananir benda til 35-40% at- kvæða. Rugova nýtur gríðarlegs persónu- legs fylgis, hann hefur í tvígang verið kjör- inn forseti Kosovo í ólöglegum kosningum Kosovo Albana 1991 og 1998. Mjög dró úr vinsældum hans í stríðinu, hann hélt til fundar við Slobodan Milosevic í Belgrad og þaðan til Ítalíu, þar sem honum þótti dvelj- ast óþarflega lengi að stríði loknu. Rugova hefur haldið sig mjög til hlés á því rúma ári sem liðið er en það breytir því ekki að hann nýtur mikilla vinsælda, þótt líta megi svo á að þær hafi hrapað úr nær 100% niður í 40%. „Það er ekkert launungarmál að alþjóðlega samfélagið vill að Rugova vinni, við teljum hann lykilinn að friðsamleg- um samskiptum hér í Kosovo," segir hátt- settur embættismaður hjá SÞ. „Vonin um sigur Rugova var ein höfuðástæða þess að ákveðið var að ganga svo snemma til kosn- inga hér. Við töldum að því fyrr sem gengið yrði til kosninga í Kosovo, því meiri líkur væru á því að koma í veg fyrir að harðlínu- menn festu sig í sessi. Rugova er hófsamur og þótt því fari fjarri að hann og flokkur hans sé fullkomin er hann okkar besta von.“ KLA-foringjar sakaðir um spillingu Höfuðandstæðingur Rugovas er Hashim Thaci, fyrrum leiðtogi Frelsishers Kosovo, KLA, sem sæti á í flestum stjórnum og ráð- um sem SÞ hafa sett upp til að fá stjórn- málaleiðtoga til þátttöku í stjórn héraðsins. Lýðræðisflokkur Thaci, PDK, var stofnaður á síðasta ár og er spáð um 15% atkvæða. Dregið hefur úr persónulegum vinsældum Thaci og er ástæðan einkum lífseigar sögu- sagnir um spillingu, skipulagða glæpastarf- semi og ógnanir sem flokksmenn hans eru taldir standa á bak við. Hefur mörgum blöskrað sá mikli auður sem helstu vinir og samstarfsmenn hans hafa rakað að sér frá því að stríðinu lauk. Thaci nýtur þó engu að síður enn stuðnings margs ungs fólks sem telur hann fulltrúa frelsishetjanna sem börð- ust fyrir Kosovo í stríðinu og hefur kosn- ingabaráttan borið keim af því. Vitað er að á milli Rugova og Thaci ríkir nánast hatur og útilokað er því talið að ílokkar þeirra muni geta starfað saman að kosningum loknum. Það er talið kunna að koma Bandalagi um framtíð Kosovo (AAK) til góða en það er undir stjórn Ramush Har- adinaj eins helsta foringja KLA og næst- æðsta leiðtoga Varnarsveita Kosovo sem stofnaðar voru upp úr KLA. Fortíð Haradinaj er reyndar enn skugga- legri en Thacis en hann er sakaður um að tengjast skipulegri glæpastarfsemi. Var sl. sumar honum einkum erfitt. Hann lenti í átökum við rússneska friðargæsluliða vegna ólöglegs vopnaburðar og tveimur mánuðum seinna mátti hann teljast heppinn að halda lífi eftir átök við höfuðandstæðinga sína, Musaj-fjölskylduna, en hún hefur sakað Haradinaj um að standa að baki morðum á níu fjölskyldumeðlimum. Kom til átaka milli Musaj-fjölskyldunnar og Haradinaj-bræðr- anna sem endaði með því að handsprengja sprakk skammt frá andliti Ramush. Örin eru ekki horfin en ósýnileg í gljáfægðri kosningabaráttu þar sem hann sést aldrei öðru vísi en í jakkafötum. Þijátíu sveitarfélög Þrjátíu sveitarfélög eru í Kosovo og eng- inn flokkanna býður fram í þeim öllum. Þrír stærstu flokkarnir, LDK, PDK og AAK fara þó nærri því. Fjórir næstu flokkamir, Kristilegir demókr-atar, jafnaðarmenn, Frjálslyndi miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn bjóða fram í 14-20 sveitarfélög- um og fjórtán flokkar í 10 sveitarfélögum eða færri. Kosið verður til sveitarráða, sem í sitja frá 17 fulltrúum í minnsta sveitarfélaginu, Strpce, óg upp í 51 í því stærsta, Pristina. Sveitarstjórnirnar munu kjósa sér forseta, sem verður bæjar- eða sveitarstjóri. Þær munu hafa töluvert sjálfstæði, að minnsta kosti í orði, meira en víða í Evrópu. I raun eru það aðeins réttarkerfið, lögreglan, vam- armál og fjármál, t.d. skattheimta, sem haldið verður eftir hjá stjórnvöldum. Yfirmaður SÞ í Kosovo, Bernard Kouchn- er, hefur eftir sem áður æðsta valdið og get- ur gripið inn í starf sveitarstjómanna ef þörf er talin á. Þær munu t.d. hafa með hendi menntamál, heilbrigðismál, samgöng- ur o.s.frv. Þær geta ekki innheimt skatta, heldur fá framlög úr ríkiskassanum, sem nema á um 95% rekstrarins. 5% sem á vant- ar geta þær innheimt í formi sekta og gjalda. LDK er eini flokkurinn sem nýtur stuðn- ings um allt héraðið, hinir flokkarnir sækja styrk sinn til ákveðinna svæða. PDK á mest fylgi í miðhluta Kosovo í svokölluðu Dren- ica-héraði, þar sem KLA átti rætur sínar. AAK sækir fýlgi sitt til vesturhlutans, þaðan sem Haradinaj-fjölskyldan er ættuð en fjöl- skyldubönd skyldu aldrei vanmetin er rætt er um Kosovo. Leynileg kosning Þrátt fyrir langa og stranga kosninga- baráttu em líklega um 40% kjósenda óákveðin. Hin raunveralega sveitarstjórnar- umræða fór seint af stað, flokkarnir ein- beittu sér í fyrstu að leggja áherslu á sjálfstæði Kosovo. Niðurstaðan er sú að allir nefna sjálfstæði þegar þeir era spurðir hvaða atriði skipti mestu máli í sveitar- stjómarkosningunum í dag. Flestir gera sér grein fyrir að ekki er verið að kjósa um framtíð Kosovo en það er engu að síður órjúfanlegur hluti þess að ganga í fyrsta sinn til frjálsra kosninga. Þegar gengið er á kjósendur, nefna þeir atriði á borð við atvinnu, heilsugæslu og skóla. Jener Kastrati vill ekki segja hvaða flokk hann ætlar að kjósa en segir að menntamál séu mikilvægasta sveitarstjórn- armálið. Kastrati er 27 ára verslunareig- andi. Jafnaldra hans, Bukurie Demire hefur ekki enn ákveðið hvaða flokk hún ætlar að kjósa, líklega þann sem byggir stefnuskrá sína á öryggi og frelsi. Demire á erfitt verk fyrir höndum því þetta eru tvö lykilorð stefnuskráa allra flokka. Húsmæðumar Metije Aliu og Miradije Aliu ætla að kjósa þann flokk sem eigin- mennirnir kjósa en þær vita ekki enn hyaða flokkur það er. Stjórnmál era ekki rædd á heimilinu en þær segjast engu að síður hlakka til frjálsra kosninga. Hinn 63 ára gamli Bajram Kastrati missti allt sitt í stríð- inu og ætlar að kjósa þann flokk sem hann telur geta aðstoðað hann við að endurbyggja heimili sitt. Kastrati vill ekki segja hvaða flokk hann ætlar að kjósa. Túlkurinn ypptir öxlum, „eftir að SÞ lýstu því yfir að kosning- amar yrðu leynilegar, vill enginn segja hvað hann kýs. Menn skilja ekki alveg hvað felst í leynilegri kosningu." Undantekning frá þessu er enskukennar- inn Shpresa Kadriu sem er ekki alveg viss en býst við að kjósa Græningjaflokkinn. „Umhverfismál eru mikilvæg, hér er svo mikil mengun, raslið óskaplegt og svo er enginn garður sem ég get farið með börnin mín í.“ Kadriu hefur eins og flestir aðrir hlustað á flokkana kynna stefnuskrár sínar í útvarpi. ,Auðvitað myndum við öll helst vilja greiða atkvæði um sjálfstæði en það kemur. Það að geta gengið til kosninga núna þýðir engu að síður að við eram frjáls, getum kos- ið þann sem við viljum. I fyrsta sinn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.