Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Rikisstjórnin ætlar að hækka barnabætur um þriðjung á næstu þremur árum I Kostnaðar- Samanlögð hækkun ráðstöfunartekna vegna hækkunar barnabóta til ársins 2003 % •--Lægstar tekjur aukí fyrir ríkissjóð upp á 2 milljarða Tekjuhópar einstæðra foreldra Tekjuhópar hjóna og sambýlisfólks Hæstar tekjur - — r Lægstar tekjur Hæstar tekjur nn 123456789 10 123456789 10 . r ST'' > Á i i á Morgunblaðið/Jim Smart Halldór Ásgrfmsson utanríkisráðherra og Geir H. Haarde fjármála- ráðherra kynntu breytingar á barnabótakerfinu á fundi með blaða- mönnum í Þjóðmenningarhúsinu 1 gær. Barnabótakerfið fyrir og eftir breytingar Hjón og barnafólk 2000 2001 2002 2003 Barnabætur með fyrsta barni v. 107.622 113.622 x 3,0% x 2,75% Barnab. m. börnum umfram eitt 128.105 135.247 x 3,0% x 2,75% Viðbót vegna barna yngri en 7 ára 31.703 fellur út fellur út fellur út Ótekjutengdar barnabætur vegna barna yngri en 7 ára . 33.470 x 3,0% x 2,75% Skerðingarmörk tekna 1.198.907 1.290.216 5% 4% Skerðingarmörk eigna 8.771.598 fellur út fellur út fellur út Skerðingarhlutföll eigna 1,5% fellur út fellur út fellur út Einstæðir foreldrar Barnabætur með fyrsta barni 179.251 189.244 x 3,0% x 2,75% Barnab. m. börnum umfram eitt 183.874 194.125 x 3,0% x 2,75% Viðbót vegna barna yngri en 7 ára 31.703 fellur út fellur út fellur út Ótekjutengdar barnabætur vegna barna yngri en 7 ára _ 33.470 x 3,0% x 2,75% Skerðingarmörk tekna 599.404 645.109 5% 4% Skerðingarmörk eigna 6.579.243 fellur út fellur út fellur út Skerðingarhlutföll eigna 3,0% fellur út fellur út fellur út Skerðingarhlutfall tekna Með einu barni 5,0% 5,0% 4,0% 3,0% Með tveimur börnum 9,0% 9,0% 8,0% 7,0% Með þremur börnum og fleiri 11,0% 11,0% 10,0% 9,0% Auk þess að efna loforð við gerð síðustu kjara- samninga hyggjast stjórnvöld afnema eignatengingu barna- bóta á næsta ári og koma með ótekjutengd- ar bætur fyrir börn yngri en 7 ára, sem líta má á sem ígildi barna- korta, Forstjóri ASI fagnar því að ríkisstjórnin standi við gefín loforð. RÍKISSTJÓRNIN samþykkti í gær frumvarp sem felur í sér miklar breytingar á bamabótakerfinu frá því sem verið hefur. A næstu þrem- ur árum munu bamabætur í heild sinni hækka um þriðjung. Breyting- arnar koma til framkvæmda í þrem- ur áföngunum á ámnum 2001, 2002 og 2003. Frumvarpið er í samræmi við stefnuyfirlýsingu ríkisstjómar- innar og yfirlýsingu hennar frá því í marsl sl. í tengslum við gerð kjara- samninganna í vor. Frumvarpið verður sent þingflokkunum eftir helgina og að sögn fjármálaráðherra lagt fram á Alþingi innan nokkurra daga. A blaðamannafundi í gær sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra að þau meginmarkmið breytinganna hefðu náðst með því að draga úr tekjutengingu barnabótakerfisins. Breytingarnar gögnuðust öllu barnafólki að einhverju leyti, en mest milli- og lágtekjufólki Það væri miidlvæg niðurstaða. Aætlað er að kostnaðarauki ríkis- sjóðs vegna breytinganna nemi um 2 milljörðum króna þegar allt verður komið til framkvæmda árið 2003, sem Geir sagði vera um 500 milljón- um meira en ríkisstjómin hefði gefið verkalýðsforystunni ádrátt um við gerð kjarasamninganna í vor. Þegar við álagningu á næsta ári verða teknar upp ótekjutengdar barnabætur fyrir börn undir 7 ára aldri, að upphæð 33.470 krónur á ári, sem yrði hrein viðbót. Skerðingar- hlutföll tekna lækka um 2 prósentu- stig, eða um 1% hvort ár, 2002 og 2003, þ.e. úr 5 prósentum í 3 með einu barni, úr 9 prósentum í 7 með tveimur bömum og úr 11 prósentum í 9 með þremur börnum eða fleiri. Jafngildir þetta um þriðjungs lækk- un. Samkvæmt breytingunum munu skerðingarmörk tekna hækka um 5% árið 2001, um önnur 5% árið 2002 og 4% árið 2003. Auk þess hækka skerðingarmörkin um 2,5% við álagningu næsta árs, samkvæmt núgildandi lögum. Heildarhækkunin á næstu þremur árum nemur því 17,5%. Þá fellur eignatenging barna- bótakerfísins niður í ársbyrjun 2001. Bótafjárhæðir hækka í takt við persónuafslátt á tímabilinu 2001- 2003, þ.e. um 3% árið 2001, 3% árið 2002, og 2,75% árið 2003. Auk þess hækkar fjárhæð barnabóta um 2,5% við álagningu næsta árs samkvæmt gildandi lögum. Heildarhækkunin vegna þessara breytinga nemur því 11,7% á næstu þremur árum. Eins og meðfylgjandi súlurit bera með sér leiða þessar breytingar til hækkunar á ráðstöfunartekjum alls barnafólks, þó mismikið. Mesta hækkun fá þeir tekjulægstu. Þannig er samanlögð hækkun ráðstöfunar- tekna einstæðra foreldra, sem hafa lægstar tekjurnar, ríflega 8%, á meðan hækkunin nemur 3,7% í hópi tekjulægstu hjóna og sambýlisfólks. A súluritunum er tekjubilunum skipt upp í 10 hópa. Þannig eru í hópi 1 sá tíundi hluti almennings sem hefur lægstu tekjurnar, í hópi 2 næstu 10% og síðan koll af kolli. í hópi 10 er því sá tíundi hluti Islend- inga sem eru tekjuhæstir. Til viðmiðunar má nefna að hópi 5 hjá einstæðum foreldrum eru árs- tekjurnar að meðaltali um 1,3 millj- ónir króna og í hópi 5 hjá hjónum og sambýlisfólki eru samanlagðar ár- stekjur þeirra um 3 milljónir króna. Hagsmunamál fyrir allt barnafólk Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra kynnti bamabótakerfið fyrir blaðamönnum í gær, ásamt fjár- málaráðherra. Hann sagði aðgerð- ina gott dæmi um vönduð vinnu- brögð í mikilvægu máli, bæði af hálfu stjórnarflokkanna og í sam- staríí við aðila á vinnumarkaðnum. Miklir útreikningar hefðu farið fram í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Halldór vera afar sáttur við nið- urstöðuna. Þetta væri hagsmunamál fyrir allt barnafólk í landinu, ekki síst þá foreldra sem væru í milli- og lágtekjuhópum. Hann sagði ótekjutengdar bætur upp á rúmar 30 þúsund krónur með hverju barni undir 7 ára aldri vera ígildi barnakortanna, sem Fram- sóknarflokkurinn hefði lagt til á sín- um tíma. Hugmyndin með kortun- um hefði verið að hafa bæturnar ótekjutengdar. Nú kæmi þetta sem eingreiðsla með álagningu næsta árs, útfærsla hugmyndarinnar skipti ekki máli, þ.e. hvort fólk fái kort eða ekki. „Við töldum mikilvægt að koma þessu á strax, sér í lagi fyrir yngstu bömin. Það er fólkið sem er að stofna heimili og er að byrja að búa sem nýtur þess. Þetta er mikil rétt- arbót fyrir það fólk. Þarna er réttur barna óháður tekjum foreldranna," sagði Halldór. Hann sagði einnig hafa verið nauðsynlegt við þessa aðgerð að draga úr öðrum skerðingum og hækka barnabæturnar almennt. „Aðalatriðið að mínu mati er að heildarmyndin er mjög hagstæð fyr- ir einstæða foreldra og hjón með lágar tekjur og millitekjur. Ég er af- skaplega ánægður með þessa niður- stöðu, sem jafnframt er liður í þeirri kjarasátt sem tókst síðastliðið vor. Þetta útspil ætti að vera til þess að skapa meiri ró í kringum þau mál. Þarna er um verulega aukningu kaupmáttar að ræða hjá stórum þjóðfélagshópi. Ég tel að þetta sé mikið innlegg inn í þær kjaraviðræð- ur sem eiga sér stað núna. Það er ekki lítið mál þegar stórir þjóðfé- lagshópar eru að fá 3% kaupmátt- araukningu," sagði Halldór. Geir Haarde sagði við Morgun- blaðið að breyting barnabótanna væri almenn aðgerð, sem ekki að- eins nýttist þeim þjóðfélagshópuro sem sömdu sl. vor heldur einnig þeim er nú stæðu í viðræðum uro nýja kjarasamninga. „Þetta eykur kaupmáttinn hjá öll- um og er af þeim sökum vonandi já- kvætt innlegg inn í þær kjaravið- ræður sem nú eiga sér stað,“ sagði Geir. ASI fagnar breytingunni Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands íslands, sagðist í í samtali við Morgunblaðið vera ánægður með að ríkisstjórnin hefði nú loksins staðið við gefin loforð frá síðustu kjarasamningum, og í raiin gott betur. Að vísu hefðu forráða- menn ASÍ ekki séð endanleg gögn frá ríkisstjóminni en við fyrstu sýn virtist vera staðið við fyrri loforð. Breytingar á barnabófakerfinu komu til umfjöllunar á miðstjórnar- fundi ASÍ í gær og sagði Grétar við- brögð almennt hafa verið góð við tíð- indum af ríkisstjórnarfundi. „Þetta var mikilvægur þátturj > kjarasamningsgerðinni og við fögp- um þessum breytingum," sagði Grétar. Hann sagði að til viðbótar yfirlýS' ingunni væri ríkisstjórnin að felia niður eignatengingu barnabóta Óg setja inn ótekjutengdar bætur fyiró' börn yngri en 7 ára. Með þessuim viðbótum væri ríkissjóður væntan- lega að auka útgjöldin um 2 miUJ' arða, en ekki 1,5 milljarða eins og lofað hefði verið í tengslum við síð- ustu kjarasamninga. Um viðbæturn- ar sagði Grétar þetta vera alfarjð vera ákvörðun ríldsstjórnarinnar óg gott mál sem slíkt. Deila mætti uro hvort ASÍ hefði farið sömu leið> hefði sambandið haft eitthvað að gera með ráðstöfun þessara fjár- muna. Meginmálið væri að ríkis- stjórnin væri að standa við gefin lof- orð. Tvær orðabækur í einni í fyrsta sinn á íslandi er komin út ensk-íslensk/ íslensk-ensk veltiorðabók. Bókin er tvískipt í kilju og er henni velt við til að skoða hvorn hluta fyrir sig þannig að hún er afar handhæg í notkun. Hún er einnig með hraðvirku uppflettikerfi og inniheldur 72.000 uppflettiorð þannig að auðvelt er að finna það sem leitað er að. Kynningarverb: 5800 kr. OJ ORÐABÓKAÚTGÁFAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.