Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞELIÐ SEM DRAUMAR SPINNAST ÚR LEIKLIST Nemendaleikhiísifl OFVIÐRIÐ Eftir William Shakespeare íþýð- ingu Helga Hálfdanarsonar. Leik- sljóri Rúnar Guðbrandsson. Leik- myndar- og búningahönnun: Sigurður Kaiser. Ljdsahönnun: Eg- ill Ingibergsson. Hljóðmynd: Har- aldur V. Sveinbjörnsson. Hár og förðun: Kristín Thors. „Ver erum þelið sem draumar spinnast úr: vor ævi er stutt og um- kringd sveftú." Þannig mælir Prosperó í Ofviðrinu, lífsreyndur, bitur og mæddur; hefnd- in hefur brunnið honum í brjósti en þegar hann hefur öll ráð í hendi sér veitir hann fyrirgefningu á báða bóga. Það er eins og það taki því ekki að ganga milli bols og höfuðs á þeim sem gert hafa honum mestan miska. Nemendaleikhúsið vígði Smiðjuna, nýtt leikhús leikhstardeildar Listahá- skóla íslands, með frumsýningu á Of- viðrinu í gærkvöldi. Hægt væri að segja að valið á verkinu hafi verið vel til fundið, svo fullkomlega virtist það henta hópnum; réttara væri þó að segja að hópurinn hafi lagað sig nær fullkomlega að verkinu undir fram- úrskarandi stjórn Rúnars Guðbrandssonar. Ofviðrið hefur oftlega verið sagt eitt af óaðgengilegri verkum Shake- speares. Hlaðið dulúð og óræðum merkingum, lokasvar lífsreynds skálds eftir áratuga baráttu við að beygja helstu viðfangsefni manns- andans til hlýðni við hið dramatíska form. Rúnar Guðbrandsson snýr heim eftir námsdvöl í Bretlandi þar sem hann hefur lokið doktorsprófi í leik- húsfræðum og leikstjórn og sýnir með þessari sýningu að fræðileg þekking og skapandi list geta haldist þétt í hendur með afbragðs árangri. Skilningur hans á viðfangsefninu er einstaklega skýr, hin leikstjórnarlega hugsun - konsept sýningarinnar - er skýr, án þess að verða til þess að ein- falda verkið og síðast en ekki síst hef- ur honum tekist að miðla hugsun sinni til hinna ungu leikenda með þeim hætti að hvergi örlar á öðru en þeim sé fullkomlega ljóst á hverju augnabliki hvert sé inntak verksins. Hér er þó ekki á ferðinni sviðsett aka- demísk hugsun, heldur fyrst og fremst góð leiksýning, frábær skemmtun sem er veisla jafnt fyrir auga og huga. Sýningin hverfist um heiftarleg átök hinna „æðri" og „lægri" hvata, hvort má sín meira hjartað eða kyn- hvötin; stundum fellur þetta saman Olafur Elíasson Sigurður Bragason Sigurður Bragason og Olafur Elíasson 1 Carnegie Hall Draugadans Jóns Leifs vakti athygli SIGURÐI Bragasyni barítón- söngvara og Olafi Elíassyni píanóleikara var vel tekið á tón- leikum þeirra í einleikssal Carn- egie Hall í New York í fyrrakvöld þar sem þeir fluttu íslensk og rússnesk sönglög. Yfirskrift tónleikanna var Frá rómantík til rósturs og á efnis- skránni voru verk eftir Pál fsólfs- son, Jdn Leifs, Piotr Tsjajkovskfj og Modest Mussorgskíj. Sigurður sagði í símtali við Morgunblaðið að viðtökur áheyr- enda hefðu verið mjög góðar og aðsóknin alveg þokkaleg. „Salur- inn er mjög sérstakur, það er svo fallegur hljómburður í honum og stemmningin var virkilega góð. Það höfðu margir á orði eftir tón- leikana að þeir hefðu haft sér- lega gaman af að heyra Drauga- dans Jóns Leifs. Eins hrifust margir sérstaklega af aukalag- inu sem við tókum en það var persneskur ástarsðngur eftir Rubinstein," segir hann. Tdnleikar í Wigmore Hall á næsta ári Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sigurður syngur í einleikssal Camegie Hall en hann kom þar fyrst fram 1996 ásamt Hjálmi Sighvatssyni píanóleikara. I framhaldi af þeim tónleikum var honum boðið að koma aftur á ár- inu 2000, sem hann og þáði. „Svo var það svo skemmtilegt að daginn sem við fdrum af stað út barst okkur boð um að flytja þessa sömu efnisskrá á tónleikum í Wigmore Hall í' London 17. aprfl á næsta ári. Við erum mjög spenntir, því það er alveg dýrleg- ur staður líka," segir Sigurður. Morgunblaðið/Arni Sæberg Sýning Nemendaleikhússins er góð viðbót við leiklistarflóruna í haust. með ljúfum sviða eins og hjá Ferdin- and og Miröndu, en stundum rekst þetta harkalega á eins og í persónu Prosperós; sú hugmynd að tengja frummanninn Kalíban við Prosperó með þeim hætti að skilin á milli þeirra verða á stundum harla óljós er veru- lega góð, eins konar líkamleg útlegg- ing á innri baráttu Prosperós. Hug- myndin er svo enn frekar færð út með því að bróðir Prosperós, svikarinn Antóníó, er hér orðinn kvenkyns og þar með býðst tækifæri til að gæða sviksamlegan ásetningþeirra Sebast- íans kynferðislegri spennu. Leikhópurinn sem hér birtist í nemendaleikhúsi kemur ánægjulega jafnsterkur fram á sviðið í þessu fyrsta verkefni vetrarins og er ástæð- ulaust með öllu að gera upp á milli þeirra. Greinilegt var að mikil alúð hefur verið lögð við skilning á textan- um og meðferð hans og var gaman að heyra hversu vel þýðing Helga Hálf- danarsonar naut sín í flutningi þess- ara ungu leikara. Persónulisti Ofviðr- isins býður reyndar ekki við fyrstu sýn upp á flutning af átta leikurum, fjórum konum og fjórurn körlum. Hugvitsamleg skipting hlutverka, kynhlutverkabreyting tveggja lykil- híutverka og úrfelling nokkurra aukapersóna, auk þess sem nokkrir leikaranna leika nokkur hlutverk hver, gerir þennan byrjunarvanda að engu og gefur leikurunum enn frekari tækifæri til að sýna hvað í þeim býr. Björn Hlynur Haraldsson fór með hlutverk Prosperós og tókst mætavel að miðla þeirri togstreitu sem hann er þjáður af. Vandi Björns er sá að hann er ungur en persónan komin til ára sinna en hann fann vel viðunandi leið til að yfirstíga þann hjalla. Elma Lísa Gunnarsdóttir í hlutverki Míröndu sýndi skýrt hversu barnsleg og sak- laus stúlkan er, hún verður ástfangin af fyrsta manninum sem fyrir augu hennar ber og heitir honum ævarandi tryggðum. Hvort það heit mun stand- ast lét Elma Lísa spurningarmerki standa við. Hennar Míranda virtist greinilega fljót að tileinka sér nýja siði. Björgvin Franz Gíslason var villi- maðurinn Kalíban, og gerði honum verulega góð skil með góðri beitingu lfkama og raddar. Aríel í meðförum Láru Sveinsdóttur sýndi hversu þjök- uð hún (kvenkyns andi) var af ást til húsbónda síns, hið langþráða frelsi reyndist eins konar útlegðardómur. Nína Dögg Fihppusdóttir og Gísli Örn Garðarsson voru óborganlega fyndin í hlutverkum drykkjurútanna Trínkúlós og Stefanós; hér afsannað- ist sú gamla khsja að orðaleiMr Shakespeares séu löngu búnir að tapa fyndni sinni. Víkingur Kristjánsson lék feðgana Alónsó og Ferdinand og réð jafn vel við þá báða; kvikmyndaða atriðið var skemmtileg lausn og vel útfært. Kristjana Skúladóttir lék Gonsölu, kynbreyttan ráðherra, ástfanginn af kóngi sínum en Kristjana sýndi jafn- framt að hún er fær um margt fleira í dans- og söngatriðunum. Sá hluti sýningarinnar, söngurinn og dansinn, var reyndar sérlega vel unninn og gaman að sjá hversu fjöl- hæfur hópur er hér að stíga sin fyrstu skref. Óperuatriðið var stórgott og öll stígandi tónhstaratriðisins var firna- góð en þó hefði Prosperó mátt vera sýnilegri áhorfendum þar sem innlif- un hans var greinilega hugsuð sem lykillinn að hápunkti atriðisins. Tónlist, leikmynd, ljós og hljóð- mynd mynduðu sannfærandi um- gjörð um sýninguna og nýting hins nýja rýmis var með ágætum þó skort- ur á lofthæð hái nokkuð en þar er ekki við listræna stjórnendur að sakast. Með þessari sýningu hefur bæst við góður kostur í leikhstarflóruna á þessu hausti og er full ástæða til að hvetja alla sem unna góðu leikhúsi til að heimsækja nemendaleikhúsið í Smiðjuna á næstu dögum og vikum. Hávar Sigurjónsson Uppreisn í eldhúsinu LEIKLIST Leikfélag íslaiuls SÝND VEIÐI Höfundur: Michele Lowe. fslensk þýðing: Karl Ágúst Úlfsson. Leik- stjórí: Maria Sigurðardóttir. Leik- arar: Edda Björgvinsdóttir, Olafía Ilrönn Jónsdóttir og Rósa Guðný Þdrsdóttir. Karlaraddir: Sigurður Sigurjónsson, Jóhann Sigurðarson og Pálmi Á. Gestsson. Leikmynd: Björn G. Björnsson. Búningar: Ragna Fróðadóttir og Ásta Guð- mundsdóttir. Lýsing: Halldór Orn Oskarsson. Tónlist: Ragnhildur Gísladóttir. Iðnó, föstudaginn 27. október. Morgunblaðið/Golli „Edda Björgvinsdóttir, Ólafi'a Hrönn Jónsdóttir og Rósa Guðný Þdrs- dóttir skila allar hlutverkum sínum vel og í raun er merkilegt hversu vel þeim tekst að byggja upp ólíka karaktera kvennanna," segir í dómnum. ÞAÐ ER í raun ótrúlegt að þetta leikrit (sem ætti reyndar fremur að kalla einþáttung) skuli vera skrifað á síðasta áratug, enda velur leikstjór- inn, María Sigurðardóttir, að færa það aftur í tíma til að gera þær að- stæður sem það lýsir trúverðugri. Það dugar þó ekki til að auðvelt sé fyrir íslenska áhorfendur að máta líf sitt við það líf sem verkið lýsir. Og reyndar er ég á þeirri skoðun (eftir að hafa búið í fjögur ár í Bandaríkj- unum) að þær aðstæður sem þarna er lýst séu sem betur fer liðin tíð, nema þá í undantekningartilvikum. Sýnd veiði segir frá þrennum hjón- um sem hittast einu sinni í mánuði (og hafa gert það í 18 ár) til þess að borða saman. Reyndar eru það eigin- mennirnir sem hafa ákveðið þetta fyrirkomulag: að konurnar eldi ofan í þá og haldi sig síðan í eldhúsinu á meðan þeir æfa golf á stofugólfinu. Eiginmennirnir eru reyndar aldrei inni á sviðinu, en kalla skipanir, boð og bönn fram í eldhús. Konurnar ganga frá eftirmáltíðina og slúðra í eldhúsinu á meðan og áhorfandinn fær fljótlega innsýn í þeirra ömur- legu tilveru. Fljótlega kemur í ljós að miklir brestir eru í öllum hjónabönd- um - og skyldi engan undra, slík karl- rembusvín sem menn þeirra eru. Debra (Rósa Guðný Þórsdóttir) og Molly (Ólafía Hrönn Jónsdóttir) eru heimavinnandi (gera „ekkert" allan daginn, eins og Molly orðar það) en Nicky (Edda Björgvinsdóttir) er út- gáfustjóri á bókaforlagi sem hún er einnig meðeigandi í. Starf hennar er þó í hættu og á eiginmaður hennar sök á því. Nicky er líka sú eina þeirra sem á barn að hugsa um, Molly þráir barn en tekst ekki að verða ófrísk, Debra á unglingsson sem sendur hef- ur verið burt á herskóla. Debra boðar að konum beri að fórna sér fyrir eig- inmenn sína, enda hefur hún sjálf gert það, hætt námi þrátt fyrir góðar gáfur og hún vitnar stöðugt í orð eig- inmanns síns, en virðist ekki eiga til eina sjálfstæða hugsun í kollinum. Flétta þessa verks er hefðbundin og nokkuð fyrirsjáanleg. Samtal kvennanna þriggja leiðir smám sam- an í ljós að þær eru óhamingjusamar og kúgaðar þrátt fyrir vanmáttugar tilraunir þeirra (í byrjun) til að breiða yfir staðreyndir. Nicky sýnir reyndar fljótlega að hún er búin að fá nóg og virðist til í að sprengja munstrið upp, sem hún og gerir áður en yfir lýkur - og fær hinar tvær í lið með sér. Edda, Ólafía Hrönn og Rósa Guð- ný skila allar hlutverkum sínum vel og í raun er merkUegt hversu vel þeim tekst að byggja upp ólfka kar- aktera kvennanna. Edda sýnir okkur sjálfstæða konu sem er ekki tilbúin til að fórna sér og því sem hún hefur byggt upp fyrir syndir ömurlegs eig- inmanns. Reyndar er gefið í skyn að hún sé komin á barm geðveikinnar og er til í að grípa til hvaða örþrifaráða sem er til að losna úr hlutskipti sínu. Ólafía Hrönn dregur upp mynd af barnalegri og léttlundaðri konu sem vill njóta lífsins unaðssemda (matar, víns og kynlífs) og sem leynir á sér. Persónan sem Rósa Guðný túlkar er óhugnanlegust af þeim öllum; full- komlega kúguð, stíf og dómhörð á yf- irborðinu, en gjörsamlega brotin á bak aftur og viljalaus undir niðri. Sigurður Sigurjónsson (sem hljóp í skarðið fyrir Ingvar E. Sigurðsson, sem skráður er í leikskrá), Pálmi Gestsson og Jóhann Sigurðarson skila sínu vel utansviðs og hljóta að vera í huga flestra (að minnsta kosti helmings) áhorfenda réttdræpir! María Sigurðardóttir leikstjóri hefur náð að skapa ágæta sýningu úr þessum gamaldags efnivið. Karl Ágúst Úlfsson hefur snúið textanum á íslensku áfallalaust. Nokkuð milrið er lagt í raunsæislega leikmyndina og búningarnir ýttu undir kómíska hhð verksins - sem því miður skilur ekki mikið eftir sig í huga áhorfenda. Soffía Auður Birgisdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.