Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 70
r 70 LAU< ÍARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN ÞARF AÐ ENDURSKIPU- LEGGJA STARF ÍÞRÓTTA- HREYFINGARINNAR? FLESTUM er í fersku minni frábær árangur íslensks íþróttafólks á Ólympíu- leikunum í Sydney á dögunum. í kjölfar þessa góða árangurs skipaði Björn Bjarna- son menntamálaráð- herra starfshóp til að skoða leiðir til að efla enn frekar afreks- stefnu íþróttahreyfing- arinnar. Ætlunin er að starfshópurinn fjalli um hugmyndir um sér- stakan stuðning við Erlingur unga og framúrskar- Jóhannsson andi íþróttamenn. Þá skal kannað hvaða áhrif skipulags- !• breytingar í iþróttamálum geta haft á fjárhagsstöðu sérsambanda ÍSÍ og iekjuöflun þeirra í tengslum við keppni á alþjóðavettvangi. Það er ekkert launungarmál að ár- angur á heimsmælikvarða í íþróttum er afrakstur áralangrar undirbún- ingsvinnu. Það er því mikið gleðiefni að stjórnvöld skuli sýna þann skiln- ing og þá framsýni að vilja hlúa bet- ur að afreksfólki okkar í íþróttum og efla þannig afreksíþróttir í landinu. Margir eru þeirra skoðunar að á j þessum tímamótum sé einnig tíma- bært að endurskoða skipulag og uppbyggingu íþróttahreyfingarinn- ár i landinu. Það er að mínu áliti mjög mikilvægt að slík endurskoðun fari fram, sérstaklega í ljósi þess að miklar breytingar hafa orðið á þjóðfélaginu á undanförnum áratug- um, sem leitt hafa til þess að hlutverk og starfsemi íþróttahreyf- ingarinnar hefur breyst mikið frá því semáðurvar. Skipulag íþróttahreyf- ingarinnar Þegar rætt er um fþróttahreyfinguna á Islandi er oftast átt við þau tvenn landssamtök sem starfa á sviði íþrótta- og æskulýðs- mála á íslandi, þ.e. íþrótta- pg ól- ympíusamband íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag íslands (UMFÍ). Hvortveggju þessi samtök fá fjár- framlög frá ríkinu. Uppbygging íþróttahreyfingar- innar er með þeim hætti að landinu er skipt í 28 íþróttahéruð. Heildar- samtök þeirra íþrótta- og ung- mennafélaga sem starfa í hverju íþróttahéraði kallast héraðssamband eða íþróttabandalag. Héraðssam- böndin, sem einkum starfa í strjál- býlli héruðum, eru 19 en íþrótta- bandalögin, sem einkum starfa á stærri þéttbýlisstöðum, eru 9. 011 þessi héraðssambönd og íþrótta- bandalög ásamt sérsamböndunum eru aðilar að ÍSÍ. Héraðssamböndin eru að auki aðilar að UMFÍ en ekki MAGNAÐ ..TÆKI - FINEPIX 40i «*«IH» m FUJIFILM SAMEINAR ÞRJÁR AF HEITUSTU TÆKNI- NÝJUNGUNUMÍDAG. ALLT í EINUM LITLUM PAKKA. Hágæða stafræn myndavél ¦ MP-3 spilari m stafræn myndbandsvél Kostar aðeins kr. 65.900 REYKJAVÍK & AKUREYRI Skipholti 31, Reykjavik, s: 568 0450 • Kaupvangsstræti 1, Akureyri, s: 461 2850 Iþróttahreyfíngín (ISI ogUMFÍ)þarfað bregðast við breyttu starfsumhverfi, segir Erlingur Jóhannsson, og skilgreina hlutverk sitt samkvæmt því. íþróttabandalögin. Þó hafa nokkur félög úr íþróttabandalögunum beina aðild að UMFÍ og má þar nefna t.d. Fjölni í Reykjavík og íþrótta- og ungmennafélagið Keflavík. Það er því fyrst og fremst landfræðileg staðsetning en ekki eðli félagsstarfs- ins sem ræður því hvort íþrótta- og ungmennafélög tilheyra bæði UMFI og ISÍ eða eingöngu ISÍ. Samkvæmt því sem að ofan grein- ir eru tengsl milli þessara tvennra samtaka þau að önnur þeirra (UM- FÍ) eru í heild sinni innan hinna (ÍSÍ) en hafa þó að auki eigin lög, eigin stjórn og aðra yfirbyggingu. Þetta veldur því m.a. að íþrótta- og ung- mennafélögin í landinu sitja ekki við sama borð hvað varðar tekjur, þar eð sum félög fá lottótekjur bæði frá ÍSÍ og UMFI en önnur aðeins frá ÍSÍ. í Ijósi skipulagslegra tengsla þessara tvennra landssamtaka er það undar- legt að mjög lítið formlegt samstarf er milli þeirra í dag, samkvæmt upp- lýsingum frá forráðamönnum ÍSI og UMFÍ. Markmið fSl' og UMFÍ ÍSÍ og UMFÍ hafa hvort um sig ákveðna stefnu og markmið með starfi sínu sem staðfest hafa verið á þingum og bundin í lög og reglugerð- ir samtakanna. Ef stefna og markm- ið þessara tvennra landssamtaka eru skoðuð kemur margt áhugavert í ljós. _ _ Markmiðum og skipulagi ÍSÍ eru gerð skil í miklu lagasafni í 10 köfl- um, sem of langt mál væri að rekja hér. Helstu markmið og viðfangsefni ÍSÍ endurspeglast í því hvernig starfsemi sambandsins er skipulögð en henni er skipt niður í þrjú svið, þ.e.: • Almenningsíþrótta- og umhverf- issvið • Afrekssvið • Fræðslu- og útbreiðslusvið Hvert svið hefur fjölmörg mark- mið og verkefni sem gerð eru góð skil á heimasíðu sambandsins. Sam- an ná þessi þrjú svið yfir mestalla íþróttastarfsemi sem stunduð er í landinu, allt frá almenningsíþróttum til þátttöku á Ólympíuleikum. Tilgangur og markmið með starf- semi UMFÍ eru ekki eins skýr og hjá ÍSÍ. í lögum UMFÍ kemur fram að helsta markmið UMFÍ sé ræktun lýðs og lands og því hyggist UMFÍ meðal annars ná með því að: • Vinna að líkamlegum og félags- legum þroska félagsmanna sinna með því að gefa sem flestum kost á að taka þátt í heilbrigðu félags- starfi. • Standa fyrir iðkuh íþrótta og stuðla að heilbrigðum lífsháttum og hollri hreyfingu. • Vinna gegn neyslu áfengis, tó- baks og annarra vímuefna. • Vinna að landgræðslu, skógrækt pg umhverfisvei-nd. Á heimasíðu UMFÍ eru einnig ýmsar aðrar stefnuyfirlýsingar s.s varðandi forvarnir og fíkniefni og einnig eru þar frekari skilgreiningar á starfsþáttum og óðrum viðfangs- efnum UMFÍ. Sömu verkefnin Ef viðfangsefni UMFÍ og ÍSÍ eru borin saman kemur í ljós að þessi tvenn landssamtök eru að mörgu leyti að fast við sömu verkefnin og er því umtalsverð skörun á verkefnum þeirra. í þessu samþandi má nefna að bæði UMFÍ og ÍSÍ vinna að því: • að auka almenna þátttöku ungs fólks í íþróttastarfi • að auka þekkingu ungs fólks á skaðsemi fíkniefna • að efla mikilvægi forvarna hjá ungu fólki • að efla keppnis- og afreksíþróttir • að sinna útgáfu fræðsluefnis • að mennta þjálfara og leiðtoga • að efla og styrkja erlend tengsl Flest eru þetta veigamikil málefni sem krefjast mikillar vinnu og kosta mikla fjármuni ef sinna á þeim á við- unandi hátt. Hér er ekki tekin af- staða til þess hversu mikið ÍSI eða UMFÍ hafa unnið í hverjum mála- flokki. Fræðslukerfi Ef ofangreindir málaflokkar eru skoðaðir nánar kemur t.d. í ljós að tvö fræðslukerfi eru til staðar, eitt hjá ÍSÍ og annað hjá UMFÍ. Þetta þýðir m.a. að gjaldkeri ungmennafé- lagsins á Kópaskeri getur farið á bókhaldsnámskeið og leiðtqga- námskeið bæði hjá UMFÍ og ÍSÍ. Hér virðist augljóst að eitt heild- stætt fræðslukerfi í stað tveggja gæti boðið upp á samræmdari og fjölbreyttari fræðslu og þannig orðið til mikilla hagsbóta fyrir alla sem vitja leita sér þekkingar á sviði íþrótta- og æskulýðsstarfs. I þessu sambandi má einnig geta þess að mörg sérsambönd innan ÍSÍ hafa ekki bolmagn til að sinna fræðslu- málum að neinu marki. Góð málefni Það skal tekið skýrt fram að UM- FÍ og ÍSÍ hafa hvort um sig unnið að mörgum mikilvægum málaflokkum á undanförnum árum og áratugum. UMFÍ hefur t.d. unnið gott starf í uppbyggingu barna- og unglinga- starfs á landsbyggðinni og starfað ötullega að umhverfismálum eins og skógrækt og landgræðslu, auk þess sem Landsmót UMFÍ hafa lengi ver- ið kjölfesta í íþróttastarfi drjúgs hluta landsmanna. ÍSÍ hefur unnið ötullega gegn lyfjamisnotkun íþróttamanna og hefur auk þess fengið mikið hrós fyrir afreksstefnu sína á undanförnum vikum. Af hverju endurskipulagning? Margar nýjar og breyttar forsend- ur í nútímaþjóðfélagi kalla á betra og fjölbreyttara íþrótta- og æskulýðs- starf. Gjörbreytt skólaumhverfi hef- ur skapast í grunnskólum landsins eftir að þeir voru einsetnir og í mörg- um sveitarfélögum fer nú fram end- urskipulagning á íþrótta-, tómst- unda- og félagsmálastarfi. íþrótta- hreyfingin (ÍSI og UMFÍ) þarf að bregðast við þessu breytta starfsum- hverfi og skilgreina hlutverk sitt samkvæmt því. Nokkuð skýr og mótuð stefna er til staðar hjá hreyfingunni varðandi barna- og unglingaíþróttir og einnig eru til stefnuyfirlýsingar og sam- þykktir frá ársþingum hvorutveggja samtakanna um þessi mál. Stað- reyndin er hins vegar sú að mjög lítið er framkvæmt á þessu sviði hjá íþróttahreyfingunni og virðist sem hún hafi ekki bolmagn til að sinna þessu mikilvæga verkefni. Iðkendum í skipulögðu íþróttastarfi fækkar Tölur um fjölda iðkenda í sumum vinsælustu íþróttagreinunum, t.d. knattspyrnu og handknattleik gefa til kynna að færri stundi þessar íþróttagreinar nú en áður. Gefur þetta til kynna að skipulagt íþrótta- starf höfði ekM lengur til grasrótar- innar í landinu? Nýlega gerði íþróttabandalag Reykjavíkur könnun á íþróttaiðkun og líkamsrækt íslendinga á aldrin- um 15-75 ára, í samvinnu við PriceWaterhouseCoopers. Niður- stöðurnar sýna að 78% þeirra sem iðka fþróttir eða líkamsrækt gera það utan skipulagðrar íþróttastarf- semi, þ.e. ekki á vegum íþrótta- eða ungmennafélags, heldur á öðrum vettvangi, t.d. á lfkamsræktarstöðv- um. Ríflega 26% íbúa á landsbyggð- inni stunda íþróttir hjá íþrótta- eða ungmennafélögum á móti einungis 18% á höfuðborgarsvæðinu. í fram- haldi af þessu er eðlilegt að spurt sé hvar þessi þróun endar og hvort íþróttahreyfingin verði ekki að gera eitthvað í málinu. Vcl heppnaðar sameiningar Mörg dæmi eru til um vel heppn- aðar sameiningar félaga og félaga- samtaka á undanförnum árum. Eitt besta dæmið um slíkt er einmitt að finna innan íþróttahreyfingarinnar, en þar er átt við sameiningu íþrótta- sambands íslands og ólympíunefnd- ar íslands fyrir 2 árum. Reynslan af þeirri sameiningu er afar góð, bæði fjárhagslega og skipulagslega. Þekkt er einnig sameining lands- samtaka á sviði björgunarstarfs en á síðasta ári sameinuðust í eina sæng Slysavarnafélag íslands og Lands- björg. Þótt forráðamenn þessara landssamtaka hafi verið mjög tor- tryggnir til að byrja með eru nánast allir þeirra skoðunar nú að hreyfing- in hafi aldrei verið eins öflug og núna. Sameining þessara afla hefur á allan hátt rennt styrkari stoðum undir starfsemi björgunarsveita á íslandi. Hugarfarsbreyting Núverandi skipulag íþróttahreyf- ingarinnar líkist einna helst einum líkama með tvö höfuð. Þessi tvöfalda yfirbygging hreyfingarinnar hlýtur að vera hreyfingunni kostnaðarsöm þegar á heildina er litið. Með núver- andi skipulagi sínu virðist íþrotta- hreyfingin heldur ekki hafa nægileg- an kraft til að takast á við öll þau verkefni sem við henni blasa í nú- tímaþjóðfélagi. Endurskipulagning eða sameining UMFÍ og ISÍ myndi vafalítið leiða til hagræðingar og sparnaðar og sá ávinningur kæmi ör- ugglega að góðum notum á öðrum sviðum í íþróttastarfinu. Á íþróttaþingi ÍSÍ á Akureyri sl. vetur var samþykkt samhljóða til- laga um að láta gera úttekt á hag- kvæmni þess að sameina ÍSÍ og UM- FÍ. í ljósi þess að þar sátu fulltrúar allra aðila innan bæði ÍSÍ og UMFÍ hlýtur að mega h'ta á þá samþykkt sem viljayfirlýsingu beggja aðila til að kanna málið af fullri alvöru. Til þess að stíga skrefið til fulls gæti þó þurft hugarfarsbreytingu hjá for- ráðamönnum íþrótta-hreyfingarinn- ar. Vonandi finnst farsæl lausn á þessu máli því endurskipulagning íþróttahreyfmgarinnar, með samein- ingu ÍSÍ og UMFÍ, getur að mínu áliti einungis orðið til bóta. Höfundur er dósent og skorar- nfjiíri íþróttaskorar Kennaraháskóla íslands á Laugarvatni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.