Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 28.10.2000, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. OKTÓBER 2000 5% MINNINGAR kölluð svona fljótt þangað. Elsku Ella mín, ég verð víst að kveðja þig í bili og veit ég að við munum hittast seinna og ég vona að þér líði vel núna. Eg vil ljúka þessari kveðju með þessu ljóði því mér finnst það svo fallegt. Þó ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekM um dauðann með harmi og ótta; Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið... En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, sál mín lyftist upp í mót til Jjóssins: verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar í lífinu. (Höfóþ.) Þin vinkona að eilífu, Ásta. Elsku Ella. Ég trúi ekki að þú sért farin frá mér og að ég fái aldrei að hitta þig aftur. Engin orð geta lýst því hvað það er sárt að þurfa að kveðja þig núna. Við vorum bestu vinkonur og sögðum hvor annari allt, en núna á ég ekkert nema bara minningar um þig. Þær eru margar og allar eru þær á flakki í höfðinu á mér. Þetta er svo ósanngjarnt. Þú varst svo ung og góð stelpa og áttir svo marga að sem þóttu vænt um þig. En núna ertu bara horfin. Eg reym' að hugsa um þig og brosa en það er svo rosalega erfitt. Þú varst svo stór hluti af mér. Alltaf þegar ég gerði eitthvað skemmtilegt án þín hugsaði ég með mér; „Ég verð að sýna Ellu þetta", eða „Ég vildi að Ella væri hérna". Allt varð svo miklu skemmtilegra þegar þú varst með. Eg á eftir að sakna þín alveg rosa- lega mikið og þú munt alltaf eiga stað í mínu hjarta. Ég þakka Guði fyrir að hafa feng- ið að vera með þér í heilan dag núna fyrir viku síðan. Við fórum út að borða, í bíó og rúntuðum um alla Reykjavík á meðan við spjölluðum saman. Ég vona að þér líði vel það sem þú er núna, þú átt það svo innilega skil- ið. Elsku Guðbjörg, Halldór, Helgi, Anna, Teddi, Didda, Kristbjörn og börn og Gunnar og Ægir. Megi Guð veita ykkur stuðning í þessari miklu sorg. Eg mun aldrei gleyma þér, Ella mín. Þín besta vinkona, Rósa Soffía Haraldsdóttir. Hún Ella vinkona mín er dáin. Ég ætjaði ekki að trúa þessum fréttum þegar mamma hringdi í mig og sagði mér þær. Þetta var eins og slæm martröð sem ætlaði aldrei að enda. Það var nefnilega ekki fyrir löngu að hún hringdi í mig og bað mig og unnusta minn um að koma með sér í Kringl- una að eyða smá pening svona á laugardegi. Við náðum í hana heima hjá mömmu hennar. Hún kom skoppandi alsæl út í bíl og alveg skælbrosandi. Ella var alltaf svo ánægð þegar ég hitti hana og það var frekar sjaldan sem hún var í leiðinlegu skapi, þegar ég var ná- lægt henni allavega Ég er búin að þekkja hana Ellu frá því að hún fæddist, má segja við ættum heima í sömu blokk á Sólvallagötunni í Keflavík. Það voru nú ekki mjög fá skipti sem krakkarnir í blokkinni söfhuðust saman í ganginn og voru að skemmta sér í smá leik, meðal annars að renna sér á handriðinu þar til einn meiddist og þá var okkur bannað að leika okkur í bili á gang- inum. Eitt af því sem ég man mjög vel eftir var að þegar ég og Ella vor- um að leika okkur ásamt systur hennar, Önnu þá kom það eitthvað til tals hvort pabbi hennar væri pabbi hennar eða minn. Við vorum að rífast um aðð í einhvern tíma, sát- um á sitthvorri löppinni á Helga og héldum áfram að rífast. Helgi brosti bara að þessu öllu saman, ég er viss um að þetta hafi verið frekar skond- ið að horfa upp á okkur. Það var nú ekki sjaldan sem þessi mál komu upp og má segja að það er mjög gaman að hugsa til fortíðar og sjá hversu skrítnir krakkar við vorum. Þegar ég fiutti svo í Njarðvík þá vorum við ákveðin að halda sam- bandinu áfram. Mamma eða pabbi skutluðu mér á Sólvallagötuna svo ég gæti nú leikið mér við EHu. Þeg- ar við lentum svo í vandræðum um hvað við ættum að fara að gera þá endaði með því að við löbbuðum út í Samkaup og vorum að leika okkur þar í einhverja tíma. Ég lét Ellu klifra ofan í körfuna og svo átti ég að vera mamman Og hún frekar óþekktar angi sem setti allt í körf- una sem hún náði í, ég var alltaf að ganga frá og skamma hana, svo lág- um við í hláturskasti á eftir. En því miður þá sást til okkar og við vorum vinsamlegust beðin um að skila körf- unni og ekki vera að hanga í Sam- kaup ef við vorum ekki að versla neitt, svo við fórum með skottið á milli lappanna út. Þegar ég flutti svo í bæinn '93 slitnaði svolítið sambandið hjá okk- ur. En við vorum samt alltaf í ein- hverju bandi. Hún kom svo til mín í kringum áramótin'95-'96. Mig vant- aði að hafa hjá mér góða vinkonu því pabbi minn var að greinast með krabbamein og mamma var eins mikið og hún gat upp á spítala, bað ég því mömmu að fá hana í heim- sókn í nokkra daga og var það ekk- ert mál. Það er alltaf gott að hafa góða að þegar maður þarf sem mest á þeim að halda. Ég missti svo allt samband við hana þegar hún fór upp í sveit. Allt í einu þegar ég hringdi heim til henn- ar þá var mér sagt að hún væri flutt upp í sveit og yrði þar í einhvern tíma. Hún byrjaði svo að hafa aftur samband við mig í fyrra og var má segja ágætis samband komið á hjá okkur. I nóvember eða desember kom hún í heimsókn til mín úr Keflavík. Það var að skeUa á svo lítið leiðinlegt veður en hún lét það ekki segja sér neitt. Pabbi hennar var nú ekkert rosalega sáttur við það að hún væri að fara í bæinn í þessu veðri og lét hana því hafa samband við sig þegar hún væri komin í Hafnafjörð. Það var reyndar verra veður í Keflavík heldur en í bænum. Við fórum svo í Kringluna og vorum þar í einhvern tíma. Þegar við fórum svo út í bíl þá var orðið frekar verra veður en okkur var svo sem alveg sama. Fórum við heim til mín og vorum þar. Ella ákvað svo að hringja í pabba sinn og láta hann vita að hún ætlaði bara að vera í bænum hjá mér yfir nótt því það var komin mikil snjókoma og ör- uggara að vera heima hjá mér í hit- anum. Allt í einu ákváðum við að fara að skoða upptökur sem voru teknar upp á myndband, og til að geta séð það þá þurfti ég að fá lánaða aðra spólu hjá systur minni. Við létum slag standa að ná í hana heima hjá systur minni sem átti heima rétt hjá okkur. Þegar við komum út var litli sæti blái Pólóinn hennar EUu alveg á bólakafi í snjó á aðeins tveimur tímum eða svo. Við fengum smá hláturskast út á það og bað Ella mig um að taka mynd af þessu, burstuð- um við snjóinn hlæjandi af bflnum og settumst upp í kaggann og brun- uðum af stað. Það voru komnir frekar miklir skaflar hér og þar en Ella lét það ekki á sig fá og gaf bara í. Að lokum komumst við á áfangastað en ekki gekk alveg eins vel að komast heim. Byrjaði hún að festa sig þegar átti að snúa bílnum við en okkur tókst að lokum að losa okkur. Brunuðum við svo upp brekku og komum aðeins við í sjoppu til að hafa eitthvað gott- erí við myndbandinu. Svo var haldið áfram. Það var nú ekki frekar falleg sjón sem var frammundan. Það voru nokkrir bflar fastir þar sem við átt- um að fara og ég sagði við hana að það borgaði sig ekki að fara þangað en Ella svaraði „Pólóinn minn kemst allt". Setti í fyrsta og gaf í, allt gekk vel í byrjun en svo þurfti hún að hægja á sér svo Pólóinn mikli fest- ist. Ekki var Ella ángæð með það og reyndi aUt sem hún gat til að ná bflnum aftur en ekkert gekk. Það tók okkur klukkutíma að losa bflinn, fimm manns til að ýta bflnum en það hafðist að lokum. Og aftur kom EUa með setninguna sína. „Pólóinn minn kemst allt, ég sagði þér það" og brosti sínu miklu brosi. Ég verð nú að segja það að allar mínar minningar um EUu eru mjög jákvæðar. Auðvitað rifumst við eins og hundur og köttur þegar við vorum yngri en gera ekki öll börn það? Svei mér þá, ég held það. Það er og verður erfitt að sætta sig við þetta, en það er svo margt sem maður verður að sætta sig við í lífinu. Eins og sagt er: Lífið er ekki dans á rósum. Það hef ég alltaf sagt. VALGERÐUR SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR + Valgerður Sig- ríður Ólafsddttir fæddist að Eystri- Sólheúnum í Mýrdal 21. desember 1908. Hún lést á hjúkrun- ar- og dvalarheimil- inu að Kumbaravogi hinn 9. október síð- astliðinn og fór iitför hennar fram frá Sól- heimakapellu í Mýr- da!21.október. Elsku amma. Síðan ég man eftir mér hef ég alltaf eytt sumrunum mínum á Eystri-Sól- heimum. AUtaf þegar ég kom var tekið á móti mér með brosi og opn- um örmum. Oftar en ekki varst þú að baka pönnukökur og ég man enn- þá eftir því þegar þú fórst að leyfa mér að hjálpa þér að baka. Ég átti ekki bara að borða þær heldur líka að búa þær til. Ég man líka eftir því þegar ég var orðin eldri, þá vildi ég fá þig til þess að spUa. Þú varst allt- af til í að spila við mig, og þú kennd- ir mér spil sem ég hef ekki séð neinn annan spila. Þú kenndir mér bæði hund og gosa. Við spiluðum þegar það var rigning og ekki hundi út sig- andi og við spiluðum líka þegar það var sól og gott veður og allir hinir einhvers staðar úti. Þú sagðir mér oft frá æsku þinni og hvernig það var á Sól- heimum þegar þú varst barn. Til dæmis þegar þú og Skarpi stálust til þess að fara saman að ná í hestana eða síga í Sveinshömrum, eða hvernig þú og ísbjörg fenguð mömmu þína til að segja að það væri svo vont veður að hún kæmist ekki heim, þannig að hún fékk að gista hjá ykkur. Þú varst alltaf létt í skapi og gerðir grín að öllu. Þegar þú varðst langamma þá gerðir þú mikið grín að því. Þér fannst það ekki vera rétt, þú vildir heldur vera stuttamma út af því að þú várst svo lítil. Núna síðustu ár þegar þú varst á Stokkseyri og ég kom í heimsókn, varstu alltaf svo ánægð að sjá mig og spurðir mig alltaf hvernig gengi og hvað ég væri að gera. Þú hafðir alltaf svo mikinn áhuga á öHu sem ég var að gera. Það var svo gaman að geta sagt þér frá því. En á þessari stundu get ég ekki lýst þeirri sorg sem er í hjarta mér, en þessar minningar og fleiri um þig eiga eftir að vera í hjarta mínu alla tíð. Þín Vala. Þetta tekur allt sinn tíma og best er að láta það taka þann tíma sem þarf til að sætta sig við það sem maður fær ekki breytt, en ekki gera neitt sem maður á svo eftir að sjá eftir í framtíðinni. ~ N Jesús sagði: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi". (Jóhannes 11.25.) Ég vona svo innilega, EUa mín, að þú hafir það sem allra best þarna uppi. Ég er viss um að þú færð hlýj- ar móttökur, og pabbi verður þér tíl staðar hvar og hvenær sem þú þarft á honum að halda. Þú veist hvernig hann var og honum þótti alltaf vænt um þig. Þín æskuvinkona, Særós Pálsdóttir. Elsku Elín Þóra. Mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þegar ég sá þig fyrst sá ég hvað þú varst yndisleg og góð og þennan stutta tíma sem við þekktumst átti ég góðar stundir með þér og þú studdir mig alltaf þegar mér leið illa og þú hjálpaðir mér og allri fjöl- skyldu minni mikið. Þú varst frábær manneskja og yndisleg mágkona. Og hvað þú gast veitt öUum í kring- um þig mikinn stuðning, sérstaklega honum bróður mínum, honum Gunn- ari, en hann mun alltaf elska þig eins og allir aðrir. Takk fyrir allt. Kallið er komið, ;. komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir h'ðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Guð geymi þig, elsku Elín mín, uns við sjáumst á ný. Minning þín er ljós í lífi mínu og eitt vU ég að þú vit- ir, ég elskaði þig eins og systur mína. Síðan vfl ég votta Gunnari Ægi, foreldrum Elínar, systkinum og vinumalla mína samúð. Svava Gunnarsdóttír. + K; Hjartans þakkir til allra, sem sýndu okkur hlý- hug, vináttu og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTINS PÁLSSONAR útgerðarmanns frá Þingholti, Vestmanrvaeyjum. Sérstakar þakkir til starfsfólks sem annaðist hann á Heilbrigðisstofnun- inni í Vestmannaeyjum, til félaga í AKÓGES og Kvenfélags Landakirkju fyrir veitta aðstoð. Guð blessi ykkur öll. Þóra Magnúsdóttir, Magnús Kristinsson, Lóa Skarphéðinsdóttir, J6na Dóra Kristinsdóttir, Björgvin Þorsteinsson, Bergur Páll Kristinsson, Hulda Karen Róbertsdóttir, Birkir Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærrar dóttur minnar, systur okkar, mágkonu og móðursystur, RÖGNU KRISTÍNAR ÞÓRÐARDÓTTUR kennara, Blöndubakka 5, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar Landspítalans fyrir einstaka umönnun og hlýju í veikindum hennar. Kristfn Guðmundsdóttir, Ásgerður Þórðardóttir, Gunnar Karlsson, Guðlaug Þórðardóttir, Þórður Víkingur, Guðlaug, Guðmundur Birgir, Kristín Þórunn, Þórður Hjalti og Gunnar Karl. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. MikU áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. % +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.