Skírnir - 01.01.1887, Side 2
4
ALMENN TIÐINDI.
þar sem um viðburði ræðir, fyrirtæki, laganýmæii og fl. — en
þar sem við það hefir verið stundum komið i íslenzkum blöð-
um, að «Skirnir» fræddi menn of lítið um «verklegar framfarir»,
þá er það hverju orði sannara, þvi honum er það um megin
fram. A «verklega» (praktiska) og gagn-svæðinu má mart nefna
i frjettayfirliti, en menn verða þó litlu nær, hvað fræðing
snertir. Greinargerð af því tagi á heima í öðrum ritum (t. d.
Tímariti Bókmfl., Andvara). Vjer játum, að það sem «Skirnir»
hefir flutt mönnum af því tagi, er ekki yfir það fram, sem
kallað er «skárra enn ekki neitt». Sama er i rauninni að
segja, þar sem hann kemur við bókmenntir og ný rit, því hjer
er að eins «sýndur litur á», og — utan við lát rithöfunda —
lítt annara rita getið enn þeirra manna á Norðurlöndum,
sem þar teljast ritskörungar eða ljósvakar nýrrar aldar, og þá
helzt ef þeir um leið eru mönnum kunnir á íslandi. Nei, ætti
því öllu vel að gegna, sem stundum er krafizt af «Skírni»,
yrði hann að vera drjúgum stærri enn hann er, og til að rita
hann yrði að fá þann fjölfræðing, sem ekki hefir orðið kostur
á til þessa.
Vjer tökum hjer til starfs, sem vjer höfum sömu aðferð
við og undanfarin ár, og sömu tvideild á: i almenna kafl-
ann og ríkjakaflann.
Almenn tíðindi.
Náttúruviðburðir.
Skaðaveður. I Minnesota (í Bandarikjunum i Norður-
ameríku) varð mikið tjón 14. april af hvirfilbyi, sem svipti
trjám upp sem við lauf væri að leika, reif brú af Mississippi
og lesti fjölda húsa i bæjum. Hvirfilstrokan var að þvermáli
1000 feta, og gerði þar ristu i jörðina, sem hana reiddi fram,
þeytti vögnum og hlössum langar leiðir, reif upp járnbrauta-