Skírnir - 01.01.1887, Síða 3
ALMENN TIÐINDI.
5
spangir og gerði þær margbrenglaðar. I bæjum, sem urðu
fyrir hvirfilbylnum fengu margir liftjón af bramli húsanna og
og hruni. Sögurnar nefndu St. Rapido, bæ við Mississippi, og
járnbrautarstöð (?), sem Rice heitir. Sagt að á báðum þeim
stöðum hafi 70 manns fengið bana, en mörg hundruð lemstr-
azt. I einu húsi, þar sem brúðkaup var setið, ljetu 20 manns
lífið. Ogurlegar þrumur fylgdu þessum byl. — I miðjum maí-
mánuði urðu mikil spell og tjón af stormum með vatnsheliingu
og hlaupum stórfljóta i öðrum löndum Bandaríkjanna, sjerilagi
Indiönu, Illinois og Ohíó. Byggða og borgaspell í Indíönu og
Ohíó metin á 20 millíónir króna. Mannskaðar aptur miklir,
og i einum Ohióbænum, sem Xenia heitir, fórust 30 manna,
en 100 hús umturnuðust. Um sama leyti urðu lik vegsum-
merki af byljaveðrum i sumum löndum vorrar álfu t. d. á
Spáni í höfuðborginni og í kringum hana (13. maí). 110
lystigarðar þyrluðust af stöðvum i grennd við borgina, og í
henni sjálfri rofnuðu þök af ótal húsum, en einn kirlcjuturninn
rauk um koll. Eitthvað um hálft hundrað manna biðu hjer
bana, en mörg hundruð lemstruðust.
Lands k j álft a r. Föstudaginn 27. ágúst urðu feikna-
spell og manntjón af landskjálfta á Grikklandi, einkum í vestur-
partinum af Peloponnesos. Sagt, að yfir 300 manns hafi haft
líftjón, en helmingi fleira fólk, eða þar um fram, hlotið meið-
ingar og örkuml. I þúsunda tali lágu hús hrunin i Messeníu.
Jarðskjálftans kendi og til muna í Suðurítalíu, og Vesúf ljet
sem geigvænlegast, en þess eina við getið, að hús lestust á
mörgum stöðum. — 31. ágúst urðu bygða- og borgaskæðir
landskjálftar í Bandaríkjunum í Norðurameríku, en hvergi varð
umturnunin af þeim meiri en í bæjunum í Suðurkarólínu,
einkanlega i Charleston. Hjer kvað svo mikið að henni, að
vart stóðu meir en 100 hús uppi, sem í var búandi. Mann-
skaðarnir töluverðir, en ekki á borð við það, sem varð á
Grikklandi. Af fádæmum, sem fylgdu landskjálftunum má
nefna, að heitir hverar komu upp í einni borginni i Georgíu,
og á öðrum stöðum eldgýgir. Einn þeirra spjó rauða. A ein-
um stað voru menn að bora brunn, en vissu ekki fyr til, en