Skírnir - 01.01.1887, Síða 5
ALMENN TÍÐINDI.
7
Alstaðar mikið að gert til að verjast þessum vogesti, og menn
þykjast þess öruggir, að uú muni víða mun betur duga enn
fyr i vorri álfu. I Asíu er öðru máli að gegna — átthögum
kóleru — þvi þar á fólkið enn langt í land, hvað þrifnað
snertir og heilnæmisskyn. A Japan er mest tekið eptir Evrópu-
mönnum, og flest þeirra fræði kennd, en hjer gerði kólera í
sumar leið ærna manntjón. Meir enn helmingur — eitthvað
um 40 þúsindir — dó af þeim sem sýktust.
Slysför.
Slys fylgja hverju ári, en slíkt verður jafnast vantalið i
blöðum annara latida enn þeirra, þar sem þeir viðburðir verða.
Vjer hleypum hjer hjá oss, að tína þesskonar sagnir saman,
en minnumst að eins á eina feigðarför, sem nokkrir Alpaklifr-
endur fóru í júlí, er þeir reyndu að komast upp á tind þess
fjalls, sem Grossglockner heitir. það voru, auk tveggja sviss-
neskra stigvisenda, tveir menn af erindrekasveitum, annar frá
Belgíu, hinn — greifinn Pallavicini — frá Italíu, það var
snjóhlaup, sem varð þeim að líftjóni. þeirra var lengi vant,
en fundust allir í gjá einni, nema greifinn. Hann fannst á
fönn einni uppi á hamarsnös, og er þess til getið, að hann
hafi rykkt sig lausan úr tauginni, sem fjallstigamenn eru vanir
að hafa til að tengsla sig saman. þegar hann varð laus, mun
hann hafa tekið stökk undir sig af öllu megni og komið þar
svo niður sem hann ætlaði. Hann var líka ólemstraður að
mestu, en mun hafa farizt af hungri og kulda. f>að er fjöldi
manna, sem lætur freistast til að komast öðrum ofar í klifur-
stigum eða tindaleitum í Alpafjöllum og víðar, en þó verða
slík tíðindi sjaldgæfari, enn menn skyldu ætla.
Verzlun og atvinnuhagir.
Hjer hefir litið eða ekki að vildari högum viljað snúast,
og flestir atvinnuvegir i sarna kyrkingi, sem «Skírnir» minnist