Skírnir - 01.01.1887, Síða 6
8
ALMENN TÍÐINDI.
á ! fyrra. Um orsakirnar hefir enn mart verið ritað, og tii
ymsra róta rakið, þar sem um verðlæklcunina ræðir á flestum
varningi, eða um dýrleika gullsins. Flestum ber saman um,
að hjer valdi mestu hin rikulega framleizla alls varnings, sem
henni hraðar nú fram við allar verkvjelarnar, og flutningsflýt-
irinn á öllu til markaðanna, þar sem munir og varningur mæt-
ast á örskömmum fresti frá fjarlægustu stöðum, í samanburði
við það sem áður var. Vjer þurfum ekki annað enn nefna
kornvörurnar, kjöt, ull og ullarvarning, sem nú kemur stór-
flutningum á vængjum gufunnar til vorrar álfu frá Ameríku og
Astralíu. Og þetta fer æ vaxandi, þvi það svæði færist út ár
af ári, sem til yrkingar er tekið, einkum i hinum nýju álfum.
Vjer tökum nokkur dæmi fram eptir auðfræðingi frönskum,
Paul Lóroy Beaulieu að nafni. 1850 var yrkt land í Banda-
rikjunum i Norðurameríku að vallarmáli 22 ' 2 millíón hektara1)
en 1884 millión. Hafandi fyrir sjer þýzkan landshags-
og auðfræðing (Neumann-Spallart) segir hann, að kornvöru-
flutningar til Evrópu hafi 1869 numið að verði 2045 millíónum
franka, en 10 árum siðar helmingi meira; siðan rjenað nokkuð.
Likur vöxtur á eptirtekju baðmullaryrkju. Hún nam (1869?) i
Norðurameríku 1540 millíónum punda, en 1880 (!) 3161 millíón.
f>að ár var framleizlan í öllum heimi talin til 4059 millióna
punda. Og þó er þetta litið að telja á móti því, hvað uilin
hefir aukizt. 1877 voru fluttir frá öðrum álfum til Evrópu
1,272,000 stórsekkir («ballar»), og olli það talsverðu verðfalli,
og i fyrra var talan orðin 1,740,000, en menn töldu, að hún
yrði umiiðið ár 1,880,000. þetta er ferfallt við það, sem flutt-
ist 1864. I ritgjörðinni eru margar fleiri varningstegundir upp
taldar, t d. kaffi, sikur, eir, blý, járn, steinolía og fleira: fram-
leizlan og aðflutningar aukast ár af ári, og af því leiðir vax-
andi verðfall. Rithöfundurinn aðhyllist óbundið samkeypi allra
þjóða, og hann leggur harðan dóm á öll þau tilbrigði, sem
stjórnendur ríkjanna hafa leitað og fundið innlendum iðnaði
) I hektaii = 25,382 ferhyrningsálnir.