Skírnir - 01.01.1887, Qupperneq 7
AI.MENN TÍÐINDI.
9
og framloizlu — t. d. með tollum og fl. — til verndar og
tryggingar. Hann talar meðal margs annars um sikurgerð (af
rófum), hvernig ríkin hafa lagt styktarfje fram til fjelaga, sem
gengust fyrir þeim gróðavegi, en alstaðar þó rekið að verð-
falli og fjemissu bæði fyrir fjelögin sjálf og ríkin. Hann gerir
ráð fyrir, að samkeppnin haldi áfram sem að undanförnu, fari
vaxandi fyrir flutningsflýtinn eða auknar samgöngur, nýjar járn-
brautir, leiðarskurði (Panama) og fl. Hann bendir á, hvað i
hönd hljóti að fara, þegar meira enn 400 millíóna af iðnu,
sparneytnu og þrautgóðu fólki (Sínlendingum og fl.) á austur-
slóðum Asíu komast í sömu samkeppni við þjóðir vorrar álfu
og Ameríkubúar eru komnir. það sem af þessu leiði — að
hans áliti — verði bæði minni upptekja gróðagæðanna hjá
þeim sem auðnum stýra, og rýrara kaupgjald iðnaðar- og
verknaðarmanna. Á móti þessu komi aptur, hvað verknaðar-
lýðinn snertir, verðlækkun þeirra vörutegunda, sem til viður-
lífis og aðbúnaðar heyra. Rithöfundurinn leggur nokkur heil-
ræði ríkjum og einstökum mönnum, rikum og fátækum. Eink-
um ræður hann til hófs og sparnaðar, til vandvirkni og sam-
vizkusemi í öllum verknaði, og öllum jafnt til, að innræta sjer,
að farsæid og auðna sje undir öðru enn munaðinum komin.
þó hjer kunni mart rjett hæft að vera, ætla aðrir, að meira
þurfi til varnaðar og viðgjörðar, ef atvinnu allrar alþýðu skyldi
reka í mun meiri nauðir enn nú á sjer stað. Um þetta verður
fleirum orðum farið i greininní um sósíalismus og sósíalista.
Léroy Beaulieu gerir, eins og fleiri, kenningar þeirra manna
apturreka, sem segja að verðfall varnings komi af gullþurði,
eða mínkan þess gulls sem á hverju ári er úr námum eða
jörðu tekið. Astæður þeirra eru, sem mörgum er kunnugt, að
á uppausturstíma gullsins, þegar námarnir voru fundnir í Kalí-
forníu, komust allar vörur í hærra verð, og þvi fylgdi upp-
gangur kaupgjaldsins. Hjer þykir nóg móti fram að færa, að
sumar vörur hafa hækkað í verði eptir kringumstæðum, t. d.
þegar framleizlan mínkaði einhverra orsaka vegna — svo sem
vín t. a. m. þegar vínyrkjan spilltist af þrúgnaormum eða öðr-
um orsökum.