Skírnir - 01.01.1887, Page 12
14
ALMENN TÍÐINDI.
sem þeim þótti vera eða var til fyrirstöðu. Vjer getum vísað
til uppreisnarinnar í París 1848, eða til «júnidaganna», og
aptur til vordaganna 1871. í hvorttveggja skipti kallað barizt
fyrir rjettarkvöðum lítilmagnans móti ofríki auðsins og auð-
mannanna. Atburðirnir árið sem leið eru af sama toga spunnir,
þar sem verkmenn tóku til ofbeldissúrræða, En jafnfram þessu
hefir sú skoðan komizt í fyrirrúmið hjá mörgum vitringum
jafnaðatvina, að kraptur sannleikans ætti hjer að sigra smám
saman, og að breyting hinna ytri haga væri i fremsta lagi
komin undir breyttum almenningsálitum, nýrri sannfæring.
Karl Marx kom jafnaðarvinum í það alþjóðasamband, sem
nefndist «Internationale» (alþjóðafjelagið), og undir hans for-
ustu fóru þeir ekki huldu höfði, en sú skipan íjekk þá meiri
dularbrag og samsæris, er i fjelagið komust byltingamenn og
gjöreyðendur (níhilistar) frá Rússlandi. jþetta dró líka til að-
skilnaðar eða fjelagssundrungar á fundi alþjóðafjelagsins í
Haag 1872, er liðar Bakúnins, útlagans rússneska, drógust sjer
í fiokk Eptir fráfall Marx var nokkuð jafnt á komið með báð-
um höfuðdeildum. Báðar voru jafnt við forátturáðin kenndar,
beggja liðar til þeirra jafnbúnir, og til annararhvorrar voru
þeir jafnan taldir, sem einhver illræðiserindin tókust á hendur.
Svo er það lika undir komið, er menn í vorri álfu (á jbýzka-
landi) hafa kallað þau lög «sósíalistalög», sem sett hafa verið
í sumum borgum — t. d. um hervörzlu, takmörkun fundafrelsis
og fl. þessk. — til að tálma forátturáðum byltingamanna. f>að
kemur fyrir ekki, að forsprakkar og þingfulltrúar sósíalista á þýzka-
landi og annarstaðar, vísa þvi nafni af hendi, meðan það er talið
þeim til saka, ef spor eru rakin til viðskipta — einkum leynd-
arfunda — við sósíalista í öðrum löndum, þar sem byltinga-
blöðum er út haldið (t. d. á Svisslandi), eða verkmenn gera
óspektir (t. d. í Belgiu og Hollandi árið sem leið). Blöðin
koma stundum við, hvort enn finnist ekki einskonar alþjóða-
stjórn eða einingarstjórn, sem ræður tiltektum og úrræðum
sósíalista og byltingamanna i öllum löndum, en það getur ekki
átt sjer stað, því annars mundi annað mót og meiri einingar-
bragur á fundum og fjelögum sósíalista. A flesta fundi, þar