Skírnir - 01.01.1887, Page 15
ALMENN TÍÐINDI.
17
heigulskap, þegar þeir mæltu á móti forsi og frekju sumra fundar-
manna. Ein ályktargreinin fór fram á endurreisn hins
gamla «Alþjóðafjelags» («Internationale»). — A höfuðfundi verk-
mannafjelaganna ensku i Hull (í september) mátti sjá, að
sumar höfuðkenningar sósíalista á meginlandinu eru farnar að
ryðja sjer til rúms hjá enskum verkmönnum. Auðnum og auð-
mönnunum var hjer í rauninni ekki gert hærra undir höfði
enn á meginlandsfundunum. Hjer var mælt fram með þvi
sama, sem uppi hefir verið á öllum fundum, bæði i Vestur-
heimi og í vorri álfu, að stytta dagvinnutímann og láta hann ekki
fara yfir 8 stundir. Margir fundarmanna vildu hafa hann enn
styttri, mæltu fram með þjóðeign eða almenningseign á öllum
jarðvegi, og meðfram með sambandi allra verkmanna i Evrópu
til atfylgis að draga gróðann úr höndum auðkýfinganna. Mun-
urinn varð enn sem fyr, að Englendingar vildu sækja mál sitt
með lögum og löglegri aðferð, en ekki með ofbeldi. Auðsærra
meginlandsmark var á fundinum i Lundúnum (i nóvember), en
hjei var lika komið «sambandslið lýðveldis og jafnaðarvina»
(«Social Democraiic Federalion»). og eru þar menn úr frekju-
flokki sósialista. Forsprakki þeirra einn hinn helzti í Lundún-
um er sá er Hyndman heitir1). Alyktargeinir fundarins voru
þessar: 1) öll yfirvöld skulu kosin af fólkinu, þar sem allir
hafa jafnan rjett til kosninga. og af fólkinu skulu þau laun
sín þiggja, — 2) fólkið setur öll lög, og skal afl ráða við
allar samþykktir. — 3) «fastan her» skal af taka, en í hans
stað skal koma þjóðvarnalið. Fólkið ræður hvort friði skal
slíta. — 4) alla kennslu skal ókeypis þiggja, og aðgangur að
henni skal öllum frjáls, en öllum líka skylt nám að sækja. —
5) öll mál skal kostnaðarlaust í dóm sækja. — 6) allur jarð-
vegur, námar, járnbrautir og fleira af þvi tagi skal allsherjar-
eign vera. — 7—8) þegníjelagið hefir eptirlit með framleizlu
') Sá dregur sízt úr ummselunum, hvort sem um fundi eða rit og ritl-
inga ræðir. Hann kennir beint, að vinnulýðnum verði aldri viðunan-
legra lcosta auðið fyr enn eptir er hart gengið og vinnuveitendur og
stórbokkar eru kugaðir, fjelagsskipunin gamla öll umturnuð.
2