Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 16
18
ALMENN TÍÐINDI.
hluta og muna, og skal tempra hana eptir allra þörfum, og þess
eign skal allt það vera, sem til hennar krefst. — Hjer er þá
sameignarkenningin enn flutt, og er hægt að sjá, að hugsunar-
far og álit manna verða að taka mikil stakkaskipti og mart
verður í að gerast, áður enn hún verður að reglugjörð þegn-
legs fjelags. — Meðal ymsra annara funda voru samkomur
sósíalista í Lyon og Barcelónu, en á báðum stöðum voru
frekjumenn í fyrirrúmi, mælt fram með að hætta við alla
frammistöðu á þingum, og að óhelga allar eignir einstakra
manna, og svo frv.
Hver stuggur sumum stendur af sósialistum.
Eptir því sem á undan er greint, má i stuttu máli svo segja, að
«fjórða stjettin» hafi i raun og veru sagt hinum strið á hendur.
Alstaðar er kallað, að menn kosti kapps um að miðla málum,
og mart er gert og fundið til að bæta kjör verkmanna, stilla
hugi þeirra og aptra óeirðum af þeirra hálfu, og þó þykir
eins valt að trúa á stjettafriðinn og á þjóðafriðinn. Tortryggni
ríkjanna lýsir sjer í hinum ógurlega herbúnaði á sjó og landi,
og hjer til er orsökin helzt sú, að ymsir eiga högg í annars
garð. Tortrygni þeirra, sem veita þegnlegu fjelagi vernd og
forstöðu, sýna þau lög og ráðstafanir, sem gerðar hafa verið
á móti sósíalistum og byltingamönnum, en til þeirra hafa
ymsir illir atburðir gefið tilefni. Hjer má nefna «sósíalista-
Iögin» á þýzkalandi — hervörzluna «hina minni», sem hún er
kölluð, í ymsum borgum, og fl. — en framlenging þeirra vekur
jafnan mikla baráttu á þinginu, þar sem Bismarck er jafnan í
þeirra broddi, sem halda þeim til framgöngu. I vor leið voru
þau enn fram lengd um tvö ár, og nokkrum ákvæðum við
aukið fyrir Berlín og grenndarsvæði hennar. J>að gekk ekki
svo greitt, sem Bismarck ætlaði, þó tiðindin frá öðrum löndum
— Englandi, Frakklandi og Belgíu — hefðu skotið mörgum
skelk í bringu. Bismarck varð enn að hlutast til og skipti
sjerilagi orðum við Bebel, hinn harðfengasta forustumann
sósíalista á þýzkalandi. Bebel hafði sagt einhverju sinni, að
ef þegnlegt ástand á þýzkalandi yrði þvi likt, sem verið hefði
á Rússlandi, þegar morðvjelarnar urðu Alexander öðrum að