Skírnir - 01.01.1887, Qupperneq 23
ALMENN TlÐINDI.
25
gert bæði stórveldunum og öðrum ríkjum heldur bimbult —
nýr dilkur «austræna málsins», sem hefir valdið nýjum skærum
og vandræðum. I hinum fyrri árgöngum «Skírnis» er víða
leitt fyrir sjónir, hvernig stórveldin standa hjer að vígi, hvert
fyrir sínum málum og hagsmunum, og við þetta verður enn
komíð i stórríkjaþáttum þessa árgangs. Vjer minnumst hjer á
ný höfuðstöðvanna, og bendum á, við hverri samlostning lengi
þótti hætt — þó nú þyki fyri endann sjeð — og hitt um leið
hverir mestan hlut eiga í, að úlfur ófriðarins hefir ekki losnað
að svo stöddu. «Skírnir» er vanur að kalla stórveldin «griða-
verði» eða «griðagoð» álfu vorrar, en þau eiga opt bágt með
að gæta allsvel sjálfra sin, þegar eitthvað það vill af göflum
ganga, sem þau hafa sett og ráðið á Balkansskaga, eða ein-
hver varpar neistum að því tundri, sem «austræna málið» hefir
i sjer fólgið. Að því hefir enn komið. Vjer minntumst á,
hvað Rússar hafa haft fyrir stafni á Bolgaralandi og hvað þeim
hefir tekizt að vinna, þrátt fyrir að stórveldin hafa kannazt
við, að hlutverk sitt væri það helzt, að efla þær Balkansþjóðir til
sjálfstæðis og sjálfsforræðis, sem leystust undan yfirdrottnun
soldáns, en láta þær ekki hverfa undir valdavængi annars rikis.
Nú eru þau sum meðal stórveldanna, sem þykir að sjer kreppt.
sjá sjer hættu búna, ef ráð Rússa ná meira bolmagni þar
eystra. f>að eru í einn stað Austurríki, Ungverjaland og Ítalía
og í annan stað England. Og það eru þó fleiri — Rúmenía,
Serbía, Grikkland — sem vita á sig veðrið, ef Rússar ná
Miklagarði og ráða undir sig leiðina um Stólpasund. Hætt
lika við, að aðrar leiðir, t. d. um Suess-sundið, yrðu svo síðar
á þeirra valdi, ef svo bæri undir. f>að voru Englendingar,
sem seinustu árin urðu fyrstir á varðbergi móti ráðum og vjel-
um Rússa á Bolgaralandi, og settu stæling í Alexander fursta.
það er lika opt kallað arfgengt pólitík Englendinga, að vaka
þar yfir ríkistúni Tyrkjans, sem Rússar sækja að garði, en það
hafa þeir engu miður gert sjálfra sín vegna enn soldáns. þeir
eiga til svo mikils að gæta í Asiu, sem þá kemst í tvísýnu, ef
þeir vanhirða að stemma þar stiga fyrir Rússum, sem fram-
sókn þeirra stefnir að endimerkjum hins enska alríkis. f>á er