Skírnir - 01.01.1887, Side 25
ALMENN TÍÐINDI.
27
meðal beggja er Alexander þriðji talinn — styðja líka tíðum
þann grun. þrátt fyrir alla blíðuna á fundunum og faðman-
irnar með þeim Austurríkiskeisara, hafa umboðsmenn hvorra
um sig í Balkanslöndunum átzt það við, sem sýndi, að Rúss-
land og Austurríki vildu stinga hvort annað af stóli þar eystra.
I Serbíu og Rúmeníu eiga bæði þessi stórveldi sjer fylgisflokka,
og i hinu fyrnefnda ríki að minnsta kosti hefir Austurríki náð
að komast i fyrirrúmið. Málið vandaðist þá til muna, þegar
byltingin gerðist í Filippópel, og Alexander fursti beittist fyrir
sameiningu landanna, Bolgaralands og Austurrúmeliu, þeirri
lands eða rikisheild (að mestu leyti), sem Rússar höfðu stofnað
til í San Stefanó (1878), en leituðust við siðar að undirbúa
með leynilegum fortölum fyrir íólkinu og eggingum. Sem
greint var i fyrra í þættinum frá Balkanslöndum, varð allt þar á
tjá og tundri við djarfræði furstans, og Rússar spöruðu ekki —
eptir það sem á undan var gengið — að koma á hann öllum
sökurn, og kölluðu hjer sýnt rof framið á Berlínarsáttmálanum.
Nú sögðu Seibar Bolgörum strið á hendur. Um atfarir var
talað af þeirra hálfu, sem næst stóðu — Rússa og Austurríkis-
manna —, en af þeim varð ekki, því hvorugir munu hafa
treyst á samkomulagið, þegar fram yndi. Urræðið varð að
lofa Serbakonungi að lægja ofstopa furstans, því hvorutveggju
ætluðu, að kunungur mundi hafa ráð hans i hendi sjer, og
Rússar treystu, að ósigurinn mundi gera enda á ríki furstans.
Hjer fór allt á aðra leið, og lauk svo sem í fyrra var frá sagt.
Furstinn leitaðíst að vísu við síðan að vingast við Rússakeis-
ara, en hann vildi engum sættum við hann taka. Síðar íjekk
keisarinn dregið svo úr samningi þeirra furstans og soldáns um
samstjórn landanna, að Bolgarafurstinn skyldi kosinn til land-
stjóra í Eystri-Rúmelíu fyrir að eins fimm ár. Fylgismenn og
heimuglegir erindrekar Rússa á Bolgaralandi hjeldu svo áfram
vjelræðum sínum, þar til er það samsæri var búið, sem greinilega
skal frá sagt í frjettunum frá því landi, og dró til þess, að
landsbúar hlutu að sjá á bak þeim höfðingja, sem var höfð-
ingja vinsælastur af þegnum sínum, en líka, sem von var, til
andstyggðar á og mótspyrnu gegn Rússlandi og þess erind-