Skírnir - 01.01.1887, Page 28
30
ALMENN TÍÐINDI.
varð að viðkvæði á fleirum stöðum, t. d. í París og Rómaborg.
— Móti því verður svo bágt að bera, að Bismarck heíir frá
öndverðu dregið heldur taum Rússa enn verið þeim mótdrægur,
en hitt er vist, að hann heíir Iagt þeim þau heilræði að fara
varlega i sakirnar, og honum er það sjálfsagt að þakka, að þeir
hafa til þessa bundizt atfara og hernáms. A ráðum Bismarcks
er misjafnt tekið og orð hans ýmislega túlkuð. það er líklegt
sem margir segja, að hann hafi viljað mikið til þess vinna, að
tálma bandalagi með Rússum og Frökkum, ef hann hefir þótzt
þurfa slíkt að ugga. Að hjer hafi verið meira enn litið i efni, er
sagt i einni grein í enska timaritinu «Fortnightly Review», og
þvi þar bætt við, að Frakkar hafi vikizt undan bandalagstil-
mælum Rússa. I Frakklandsþætti skal þess getið, hvern áhuga
þjóðvinafjelag Frakka (La Ligue des Patriots) hefir á því sam-
bandi. Bezta ráð á móti því, er að stilla svo til, að Rússar
þurfi sízt á því að halda. það er líka þetta, sem Bismarck
virðist hafa af tekið, að gera Rússa svo ánægða með hlut sinn
þar eystra, sem framast má verða, en stilla um leið svo til,
að þeir gerist ekki Austurríki of nærgöngulir, eða svo, að
heita þyrfti á bandalagið við þýzkaland. Ef þar kæmi, veit
hann að Frakkar halda ekki kyrru fyrir, en þeir þykjast nú við
engu varbúnir, og standa með alvæpni sem fleiri. þjóðverjar
vilja nú líka gera þjóðafriðinn það betur «vopnaðan» af sinni
hálfu, er þeir ætla að auka her sinn um rúmar 40 þúsundir,
eða hafa stöðugt með vopnum 468,000 manna. — Má vera,
að þetta dugi, þó margir uggi, að snarræði og forsjá Bismarcks
hafi að eins til stundarfriðar stillt í vorri álfu, er hann hefir
látið slaka til við Rússa, gefið þeim undir fótinn — í þann
yfirgangs- og gjörræðishug, sem þeir eru komnir á seinustu
árum.
Hjer er að eins gerð grein fyrir, hvert horfið var með
stórveldunum við útgöngu ársins, og hvernig atburðirnir á
Bolgaralandi skiptu hjer mestu. Urslit þessa máls verður lik-
lega kostur á að herma í frjettasögunni frá Balkanslöndum,
og hitt sömuleiðis, ef það skyldi draga til meiri vandræða.
I friðarheiði rann sól ársins ekki upp, en mönnum varð helzt