Skírnir - 01.01.1887, Qupperneq 29
ALMENN TÍÐINDI.
31
starsýnt á þau dylgjuský sem drógu upp yfir landamerkjum
Frakka og þjóðverja. Sem tíðast er, var hjer horft ígegnum
sjónauka blaðanna, en stjórnmálamenn hvorratveggju gerðu
sjer far um að stilla friðsamlega öllum ummælum.
Alþjóðafnndnr málfræðínga.
Svo köllum vjer þann fund sjerílagi sem haldinn var í
september í Vínarborg, en þar komu lærðir menn i Austur-
álfumálum og bókmenntum Austurlanda bæði frá ílestum lönd-
um vorrar álfu, frá Asíu og Egiptalandi. Fyrir þremur árum
var likur fundur haldinn i Leyden á Hollandi. það er fátt
eitt, sem blöðin fluttu af þessum fundi — að minnsta kosti á
Norðurlöndum — en þau gátu þess, að fræðimenninir arabisku,
persnesku og indversku hefðu verið miklir nýnæmisgestir. Hinir
lærðu menn og klerlcar frá skólum Múhameðstrúarmanna stigu
í ræðustólinn í sinum búningum, og voru öllum torskildir,
nema þeim er ferðazt höfðu í Arabíu eða á öðrum þeirra slóð-
um. þeir þóttu fróðir og fjöllærðir að vísu, bæði i mállýzkum
Araba og fleira, en bresta þar á borði, sem kom til vísinda-
legs sniðs og meðferðar. Einn þeirra, Fathallah að nafni, var
prófessor frá klerkaháskólanum í Kairo, og hjelt fyrirlestur um
áhrif arabiska málsins á skáldskap Araba, og flutti þaraðauki
kvæði á því máli, einskonar lofdrápu um keisaraætt Austurríkis, um
Vínarborg og fundinn sjálfann. það var nýstárlegt, þótti láta
vel i eyrum, en vera kostalítið að öðru leyti. Meira var Iátið af
frammistöðu hinna indversku fræðimanna. Einn af þeim,
Bhandarkar að nafni, af «bramína»-stjett (þ. e. klerka) flutti
ræðu sina á ensku, og skýrði eina af hinum nýrri kviðum Ind-
verja, kvæði frá 13du öld um fórnarsiði þeirra tíma.