Skírnir - 01.01.1887, Qupperneq 37
ENGLAND.
39
helzt niður, að frumvörp hans leystu hið enska riki í sundur,
og blöð mótstöðuflokkanna gerðu Gladstone nær því að land-
ráðamanni. Fjöldi af stórmenni Englands, sem áður höfðu
fylkt sjer undir merki Gladstones — auk þeirra sem fyr eru
nefndir: Argyll hertogi, lávarðarnir Selborne, Northbrook,
Grey, Fitzwilliam og fl., vinir hans og gamlir fóstbræður:
Brigth gamli, skáldið Tennyson (lávarður) auk fl., stóðu nú i
hinna liði. 8. júní fjell stjórnarstöðufrumvarpið við aðra um-
ræðu fyrir 841 atkv. gegn 311, eða fyrir yfirburðum 30 at-
kvæða.
Gladstone tók nú til þess ráðs, sem stundum er gert á
Englandi, að slíta þingi til nýrra kosninga, því þó auðnin
væri afar mikil orðin í hans fylkingu, hefir honum þótt líklegt,
að í skörðin kynni aptur að skipast, eða að sumir mundu
hverfa aptur til hinna fyrri stöðva sinna. Kosningarnar fóru
fram eptir meiri fundasveim og hávaða um allt ríkið, enn í
langan tima hefir átt sjer stað á Englandi — þó þar sje ávallt
braksamt við kosningar —, um rimmuna i blöðunum ekki að
tala1). Af því apturhvarfi, sem Gladstone gerði sjer vonir um,
’) Vjer hleypum hjá oss að herma fundaræður eða efni þeirra, en af
því ■Sldrnim gat um í fyrra ræðuummæli Chamberlains um írska
málið eða forræðisrjett íra á innlendum málum sínum, má hjer þess
minnast, að hann á kjósendafundinum í Birmingham sagði nú svo,
að hann hefði aldri átt við annað sjálfsforræði landstjórnarmálanna,
enn það, sem hann vildi unna fólkinu í hinum pörtum ríkisins, Eng-
landi, Skotlandi og "Wales(i). — «í alríkinu brezka*, sögðu tveir
menn úr Gladstones flokki í ávarpsbrjefi, »eru 23 löggjafarþing
(parlamenti), og því mega írar ekki fá hið 24.?» — í sumum ræð-
um sínum kom Gladstone við hið sama — og ótal voru þær, sem
hann hlaut að halda á ferðinni til Skotlands. »J>ví skyldum vjer»,
sagði hann í einni, «ekki bera sama traust til íra, sem við höfum
sýnt gagnvart Kanadabúum og Ástralíumönnum ?» — í annari (í
Leicester); «Gangi atkvæðin í þetta skipti írum í vil, fagnar því
allur heimur!» — Höfuðræðurnar til kjósendanna á Slcotlandi
(Edínaborg). I einni þeirra minntist hann á, að Chamberlain hefði
tekið sjálfsforræðis- eða «þjóðarráðs» hugsunina eptir Parnell, «hann
hefði hent sjer á henni upp til skýja eins og lævirki, en nú grúfði