Skírnir - 01.01.1887, Síða 39
ENGLAND.
41
handar, og hinnar að flýta fyrir efndum? Hins vegar hefi jeg
líka allan aldur minn kostað kapps um að afreka lausn þjökuðum
þjóðum. Jeg vil deyja, sem jeg hefi lifað». — Nokkru síðar
var hann á ferð til eins vinar síns (Sidneys lávarðar) og stóð við
i Chiselhurst. J>ar komu nokkur hundruð verkmanna auk fleira
fólks að fagna honum.. I andsvaraávarpi sinu endurtók hann,
að það væri áform sitt að þreyta stríðið i von um sigur, Hjer
væri og hefði ávallt verið við vanhyggju, þjóðlega óbeit og
hleypidóma að berjast. En hamingjunni væri svo fyrir að
þakka, að drjúgum hefði á unnizt, er allt að 1,400,000 enskra
og skotskra manna (þ. e. kjósenda í hans flokki) hefði þegar
tekið sanni og sjeð það sama, sem svo mörg rit bæði innan-
lands og utan hefðu sýnt og fært rök fram fyrir, að sambandið
milli Irlands og Englands, hefði orðið írlandi til óhamingju og
og hinu landinu til vanvirðu. það sem framvegis yrði fyrir
Irland unnið, yrði um leið gert fyrir sæmdir Englands. Löggjöf
þess gæti ekki heldur tekið neinum þrifum fyr enn máli írlands
væri ráðið til úrlausna. jþann 19. ágúst hafði Gladstone lokið
við ritling um irska málið, þar sem hann rakti sögu þess síðan
1841, og sýndi hvern hófs- og hyggindaveg forustumenn Ira
hefðu haldið frá því er þeir fengu ávæning um sjálfsforræði
landsmála sinna (1885), en þetta sýndi leiðina, sem hjer lægi
til samkomulags og friðar.
Salisbury skipaði nýtt ráðaneyti í byrjun ágústmánaðar, og
tók þar Churchill lávarður við fjárhagsmálum og málavörnum
stjórnarinnar í neðri málstofunni. Salisbury bauð Hartington
forstöðuna, en hann færðist undan. Annars hefir ekki á
öðru borið enn samkomulagi með Torýstjórninni og «úníónist-
um», og nú hefir einn af þeim gengið til sætis í ráðaneytinu,
Goschen, sem tók við fjármálum eptir Churchill. f>að er þó
ekki vist, að þetta efli samheldi þeirra flokka, því ef Churchill,
sem suma grunar, hefir í hyggju að draga framfara- og frelsis-
lið saman sjer til fylgis úr báðum aðalþingflokkunum, þá eru
mestar líkur til að Chamberlain ráðist til bandalags við hann
TOeð sína liða. Við nýmælum í sjálfsforræðisstefnu á Irlandi
þarf sízt af hálfu þessarar stjórnar að búast, og taki Irar upp