Skírnir - 01.01.1887, Page 44
46
ENGLAND.
inga, en likir ’ninu við afdæmislega útsóan, er til hennar og
annara konungmenna ’eru lögð á ári 800,000 p. sterl. (—
14,400,000 króna). Enn fremur skal þess getið, að þessu
fylgja margar nýjungakreddur af öðru tagi. það er t. d.
kölluð afvegaleizla að velcja þær tilfinningar, sem hneigjast til
ættjarðar og þjóðernis, í stað hins að glæða almennan bróð-
ernishug, kenna mönnum að unna öllum jafnt hvar sem þeir
eru bornir og barnfæddir, eða hvaða móðurmál sem þeir
kunna að tala. — Slíkar og aðrar kenningar má lengi brýna
fyrir alþýðu Englendinga, áður enn á þá kemur nýjabrumsvipur
eða þeir fara að fuma. En einni þjóðinni má sem annari.
Meðan «baráttan fyrir tilverunni (lífinu)» gengur þolanlega,
ber lítið á hvert umturnarafl í slíkum kenningum er fólgið, en
þegar atvinnuleysið færir hungur og hörmungar inn í hýbýli
og kytrur millíóna manna, geta þær einmitt fært það að halla-
görðum stórmennisins, að þær leiki sem á reiðiskjálfi, þessa
kenndi nokkuð í fyrra um miðsvetrarskeiðið í höfuðborginni.
Atvinnuleysið meira enn nokkurn tima fyr, og af einu verk-
mannafjelagi á 70—80 þúsund manna var sagt, að 34 þúsundir
stæðu atvinnulausar, en kuldinn og vetrarharkan jók mjög á
þjáningarnar. þurfamenn i borginni taldir alls 102 þúsundir.
Samskot og liðveizla af hálfu efnaða fólksins og borgarstjórn-
arinnar orkaði of litlu hinum örbirgu til bjargar. Stjórnin
hafði reyndar fyrir ári sett nefnd manna til að rannsaka at-
vinnuástandið í höfuðborginni, og þeir höfðu þá lokið starfa
sínum og gert grein fyrir orsökum atvinnuleysisins — og
meðal þeirra var ein sú, að vinnukaupið var langt um of
naumlega goldið — en engar úrræðaályktanir voru enn gerðar.
Verkmannafjelögin, eða forustumenn þeirra, höfðu og marga
fundi, og nefndir þeirra höfðu samið ávarpsgreinir, sem skyldu
fara til stjórnarinnnar. þann 8. febrúar kvöddu þessir menn
til fundar í Trafalgartorginu, og ætluðust til að greinirnar
yrðu þar samþykktar eptir umræður um hvað tiltækilegast
væri. En hjer komu fleiri enn boðnir skyldu, ákafir for-
sprakkar sósíalista, skríll og hungraður tötralýður. Á þá aum-
ingja hrifu mest ræður frekjugarpanna, og lyktirnar urðu, að