Skírnir - 01.01.1887, Blaðsíða 46
48
ENGLAND.
150,000 fernhyrningsmílur á stærð, og þar búa rúmar 4 mill-
íónir manna. þó þeir hefðu hjer, sem víðar, lítið lið til
sóknar, varð landið þeim auðunnið i fyrstu, en síðan hafa her-
sveitir þeirra opt átt i vök að verjast, og að svo stöddu er
ekki öllum þeim hlaupaflokkum eytt, sem svo tíðum gera enska
liðinu og vörðum þess illan óskunda. í aprilmánuði var tvis-
var eldi slegið í höfuðborgina (Mandalay) og eyddist hún
svo að miklu leyti, þetta bar að nýjársdag Birmana (14 eða
15. apríl), en það var riddarasveit af liði prins eins, er kallar
til ríkisins, en Englendingum hefir ekki tekizt að höndla, sem
þeysti inn í borgina og rjeð brennunum. f>að var síðar viður-
kennt í enskum blöðum, að setuliðið hefði haft hjer minni
varann á enn skyldi. Margar sögur gengu í sumar leið af
þeim þrautum og torfærum, sem lið Englendinga ætti að vinna
á því landi, fara svo langar og torsóttar leiðir, í ofurhita og
pestnæmi (kóleru). Svaðilfara og getið á sumum stöðum fyrir
þjóðflokkum og höfðingjum þeirra, sem halda vörnum uppi,
eða neita að ganga Englendingum á hönd. Eptir lát Mac-
phersons hershöfðingja, aðalforingja liðsins, sendi varakonungur-
inn á Indlandi, Duíferin Iávarður, Roberts hershöfðingja til að
taka við forustunni, sigurvegarann fræga á Afganalandi, og mundi
vart svo til varið, ef ekki væri þar úr vöndu að ráða. Eptir
komu hans til Mandalay tók mart að snúast á vildara veg
fyrir Englendingum, og þeim tókst að leysa einn kastala varð-
liðs síns úr umsátursfjötrum, en liði þess kynflokks stökkt á
burt með miklu manntjóni, sem Daköitar kallast, og hafa
ávallt verið verstir allra viðureignar. Fyrir umboðsstjórninni
stendur sá maður sem Bourges heitir, en hann gerir sjer
mesta far um að þýða hug Birmana. það var talið vottur
um, að hjer væri í vænlegt horf komið, er erkibiskup Buddha-
trúarmanna (i Mandalay) fann hann að máli í miðjum desem-
ber og færði honum þakkir fyrir margar góðar ráðstafanir og
bjargarráð við nauðstadda menn, en kvaðst um leið öruggrar
vonar, að landsbúar mundu snúast til sátta og þegnlegrar
hlýðni við Englendinga. f>eim mundi og bezt líka, ef Eng-
lendingar sameinuðu landið við þann hlut Birmanalandsins, sem