Skírnir - 01.01.1887, Side 48
50
ENGLAND.
heimildum, sem dregin er — framan af — samfelld 8da mælistigi
suður frá miðjarðarbaug. Sú lina tviskiptir sumum eyjum og
eyjahópum, en það kemur í hlut þjóðverja, sem fyrir norðan
liggur, ef aðrir hafa ekki helgað sjer áður. Með því móti
eignast þjóðverjar þrjár hinar nyrðstu af Salómonseyjum. þaðan
hverfur línan i landnorður til Marskálkseyja, og þar verða
þá þjóðverjar vestanvert, — Um Hebríður nýju, eyjar sem svo
kallast, og þann grikk sem Englendingar kalla sjer þar gerðan
af Frökkum, skal getið í Frakklandsþætti. — I Suðurafriku hafa
Englendingar eptir samkomulagi við «Búa» skotið austlæga part-
inum af landi Zúlúa undir skjólsvæng sinn, en látið Búa halda
hinum vestlæga, er þeir þegar höfðu fest hendur á. I riki Zúlú-
kaffa gekk allt á trjefótum eptir rikislok Cetewayós konungs.
það var einu sinni haft eptir Bismarck, að það yrði ein-
víg með hval og fíl, ef Englendingum og Rússum lenti í striði.
Hjer bent á þann afla á hafinu, sem Englendingar hafa yfir
allra fram, og á hitt um leið, að þeir eigi á landi lítið fram
að telja á borð við þjóðirnar á meginlandinu. Landher sinn
skipa þeir enn málaliði og sjálfboðaliðum, og verður þvi hina
nýju menn lengi að þjálfa í herþjónustunni unz þeir verða að
nýtum herdrengjum. Skyldarþjónustu á visu meginlandsríkja
hafa Englendingar ekki viljað í lög leiða. A þessu er opt
máls vakið af foringjum enska hersins, og stundum sagt hreint
og beint, að heimaliði eða landvarnarher Englands, sje svo
mjög áfátt, að Frakkar gætu hleypt þar fáeinum stórdeildum
á land, unnið Lundúnir á svipstundu og sett Englendingum
afarkosti til friðar. þó hjer kunni að vera vel i borið, mun
þvi trúandi, að heimaher Englendinga sje meiri á skránum,
enn reynast mundi, og þó fer talan ekki yfir það fram, sem
smáþjóðir á meginlandinu, t. d. Belgar, eiga kvætt til vopna-
burðar, ef til þyrfti að taka. Nei, það eru «trjemúrar» Pyþíu
eða þemistoklesar — nú að stáldrekum orðnir — sem Eng-
lendingar eiga mest undir veldi sinu til varnar, Meðan þeir hafa
þá skipan á her sinum, sem hjer var á vikið, má ekki við öðru
búast, enn að þeir verði eins fáliðaðir til bardaga og þeir hafa
verið í orrustum á Afganalandi, Súdan og i Suðurafriku, og