Skírnir - 01.01.1887, Síða 49
ENGLAND.
51
af hefir verið sagt í undanfarandi árgöngum þessa rits. Höfuð-
her sinn hafa þeir á Indlandi, eða um 70,000 manna, og þeim
til fylgis 60 þúsundir af þarlendum mönnum. Ef ófrið ber að
höndum eiga undirkonungarnir að senda mikinn afla til sam-
varna (sbr. «Skírni» 1885 59. bls.), en ósýnt hverju Englend-
ingar mega hjer treysta. þessvegna er jafnan svo sagt, að
þeir hafi hjer vart til taks meiri liðskost enn 130 þúsundir,
þar sem það verði hægðarleikur fyrir Rússa að leita á að
norðan með 250 þúsundir manna.
Stórkostlegrar sýningar var enn að vitja i Kensington (í
Lundúnum), sem var opnuð fyrir almenning 4. mai, og kaliað-
ist «Nýlendnasýningin». A henni sýnismunir frá öllum nýlend-
um Englendinga og löndum Bretadrottningar fyrir utan heima-
ríkið. Inn í hana gengið að þremur dyrum, og yfir þeim stóðu
orðin: «f>ar sem dugurinn er þar er sigurinn», á ensku, latn-
esku og indversku. Yfir höfuðdyrunum að innan stóð þetta:
«Bretaveidi 9,126,999 0 milur (enskar). Ibúar 305,337,924».
Hjer ekki að eins sýndar afurðir og nytjaauður landanna —
málmar, gimsteinar, allar tegundir korns og plantna, dýr og
kvikindi, og svo frv. —, en aliskonar iðnaðarmunir, og iðnað-
araðferð, sumt á uppdráttarmyndum og öðrum eptirlíkingum.
Við Tower er verið að leggja nýja brú yfir Tempsá.
Lengdin verður 800 feta, breiddin 50—60, en kostnaður er
reiknaður á 13—14 millíónir króna. Talið að hún verði búin
að þrem árum liðnum.
Blaðataia i heimaríkinu var í fyrra vor 2093. Af þeim
koma 1635 á England, á Skotland 193, á Irland 162, á' eyjar
21. 1 Lundúnum haldið út 409 blöðum. Taia mánaðarrita,
yfirlitsrita og fl. af því tagi var 1368. Af þeim ekki færri
enn 397 um trúarefni og kirkjumái.
í miðjum ágúst kviknaði til goss í kolanámu (i Lankaskiri),
og fengu við það 40 menn bana af þeim er þar stóðu að
vinnu.
«Skírnir» hermdi í fyrra sögu frá Lundúnum, sem sýndi,
hver ský viija draga fyrir siðferðissól Englendinga, þó þeir
láti, sem þeir sje við saurlífishneyxlin miður brugðnir enn aðrar
4*