Skírnir - 01.01.1887, Page 50
52
ENGLAND.
þjóðir, og þá sjerílagi grannar þeirra fyrir Calaissund handan.
Árið sem leið kom nýtt hneyxlamál i dóm í Lundúnum, þar
sem sá maður var annar málspartur, sem optar enn einusinni
hefir setið í ráðaneyti Gladstones og verið meðal nýtustu
skörunga talinn. það var Charles Dilke. Kona málafærzlu-
manns og þingmanns þess er Crawford heitir, gerði þá játning
fyrir bónda sinum um tigi sín við Dilke, að þetta dró til skiln-
aðardóms. En með þvi að dómurinn var vefengdur og gagna
þótti vant fyrir höfuðsökinni eða áburðinum á Dilke, var hon-
um stefnt sjálfum og boðið að hreinsa sig. Rannsóknirnar
stóðu nú lengi, og hjer kom í ljós hvert stórhneyxlið á fætur
öðru, það meðal annara, að Dilke hefði lika á kynningardög-
um á foreldraheimili frúarinnar komizt á milli manns og konu.
«Fýsir eyru illt að heyra», og hvern dag var dómsalurinn
troðfullur af fólki meðan á rannsóknunum stóð, og «endimis»
framburður frúarinnar varð að þeirri blaðafæðu, sem allir vildu
bergja, já, «á fastandi maga». þrátt fyrir eiðvinning Dilkes
var skilnaðaidómurinn staðfestur, og það hræmuglegasta við
þær málalyktir er, að maðurinn stendur nú eins og meinsvari
i almennings augum. Fæstir efast lika um að svo sje. — I
öðru skilnaðarmáli tiginborinna hjóna kom siðar mart fram, sem
benti á blendið liferni í þeirri stjett engu siður enn í öðrum, þó
skilnaður þeirra yrði ekki lögmætur metinn.
Mannalát. 15. febrúar dó Cardwell lávarður 73
ára að aldri. Hann hefir haft embætti í ymsum ráðaneytum
af Viggaliði. I fyrsta ráðaneyti Gladstones stóð hann fyrir her-
málum og rjeð því þá, að sala fyrirliðanafna var úr lögum
tekin. Hann var kaupmannsson frá Liverpool, en hlaut la-
varðsnafnið 1874, er hann sökum heilsubrests dró sig í hlje
frá stjórnarstörfum.— 6. apríl dóWiiliam Edward Forster,
68 ára að aldri. Hann var upprunalega verksmiðjueigandi, en
komst á þing 1861, og varð þar bráðum í mestu metum
hafður. 1865 gerði John Russel hann að undirstjóra nýlendu-
málanna. Gladstone gerði hann að varaforseta «leyndarráðs-
ins», og hjelt hann því embætti frá 1868 til 1874. 1880 tók
hann við forstöðu írlandsmála i ráðaneytinu, en sagði bráðum