Skírnir - 01.01.1887, Síða 54
56
FRAKKLAND.
vita, hverir við arfinum eiga að taka, þó um hitt sje þagað,
að hverju deiluefni hann hlýtur að verða, þar sem tveir, eða
rjettara sagt þrír, kalla til. þjóðveldisvinum dylst ekki sjálf-
um, að þjóðveldið franska eigi við ymsum meinum bóta að
leita, en hvað banvæni þeirra snertir, ætla þeir að konungs-
ríkin þurfi engu siður að sínum kvillum að hyggja. Annars
þykir þjóðveldismönnum þar drjúgum til batnaðar unnið, er
kórónuerfingjunum eða ríkisbiðlunum er nú vísað úr landi.
«Já, ósköpin til að vita!» segja sumir vinir þeirra, og svo er
alstaðar að kveðið, þar sem af tign konungsdómsins standa
geislar Guðs náðar. þeim þykir hjer í raun og veru Guðs
sjálfs skipun rofin. En því svara hinir svo: «Til að tigna
konunga þarf trú, þegar trúin er farin, sjást geislarnir ekki
lengur, og hvað erfðina eptir tilgangi försjónarinnar snertir,
þá hefir franska fólkið átt hjer i hundrað ár hvikulleik heldur
að venjast, er enginn af höfðingjum þess hefir skilað tign og
ríki syni sínum i hendur. Reynslan sjálf virðist til hins visa,
að arfurinn berizt þeim rjettast í hendur, sem bezt og lengst
kann á honum að halda». Svipaðar hugleiðingar komu fram
í ritgjörð eptir Victor Cherbulliez («Valbert») í «Revue des deux
Mondes». Hann líkir i niðurlaginu þingflokkunum á Frakk-
landi við sonu kaupmannsins í dæmisögunni. jbeir voru þrír,
og hafði sá gamli ætlað einum þeirra hringinn sinn og með
honum arfinn ailan. Síðar breytti hann þó svo ráði sínu til
þess að setja ekki hina hjá, að hann ljet gera tvo hringi svo
eptir hinum, að hjer mátti ekki á milli greina, en eptir arf-
leizluskránni skyldi arfurinn fylgja hringi karls. Hringina tóku
þeir eptir föður sinn, en hver hafði rjetta hringinn? Hjer
skyldi vitringur skera úr máli. Hann mælti svo til þeirra:
«Rjetta hringnum fylgir sú náttúra, að sá sem hann ber verður
elskaður af öllum mönnum. Rætist þetta á engum ykkar, hefir
enginn ykkar hringinn hlotið, en þið farið með fals allir og
verðið af arfinum!» Valbert segir, að menn verði að gefa
þjóðveldinu tóm og tækifæri til að prófa atgerfi sitt, því takist
þvi að ávinna sjer allra hylli, eyða hatri og sundrung, halda
stjórn sinni til umburðarlyndis og framfara, þá hafi það sýnt,