Skírnir - 01.01.1887, Side 55
FRAKKLAND.
57
að það sje með rjettu til arfsins komið, og þá muni þjóðin
sjálf verja það mót öllum þess fjendum.
Eptir kosningarnar seinustu var meira um samheldi ein-
veldisflokkanna á þinginu enn áður hafði verið, en hitt mátti
þjóðveldisvinum verst dáma, er þeir svifust aldri að hlaupa í
fylking frekjumanna vinstramegin, þegar færi var á að gera
stjórninni óskunda. Auk þess var það kvisað um orleansku
prinsana, eða sjerílagi höfuð þeirra greifann «afParís», að þeir
hefðu mörg brögð í frammi móti þjóðveldinu og til að heilla
alþýðuna. þar kom, að borið var upp á þinginu (i febr.) að
gefa stjórninni heimild til að reka hvern þann prins undir
eins úr landi, er tæki það eitthvað fyrir, sem gæti orðið rikinu
að hættu. Málið lyktaði þá með þeirri yfirlýsingu, að menn
bæru fullt traust til kjarks og árvekni stjórnarinnar, ef á þyrfti
að halda. þess má við geta, að Napóleon keisarafrændi skrif-
aði öldungadeildinni þóttamikið og harðstílað brjef, og nefndi
sig þar sjálfan þjóðveldisins bezta vin, og hallmælti bæði þeim
sem við stýrið sætu og ljetu allt ganga á trjefótum, og hinum
er dyrfðust að slengja honum saman við Orleaninga. þvi var
enginn gaumur gefinn, en mörgum þótti gaman að, er sonur hans
var sá eini, sem varð til svara, en hann veitti föður sínum
harðar átölur fyrir snuprurnar til Orleaninga. — Málið skyldi
þó skjótt upp aptur tekið. I maimánuði fóru festar fram með
krónprinsi Portúgals, «hertoganum af Braganza», og Amelíu
dóttur Filippusar «greifans af Paris». þessu fylgdu miklar há-
tiðaveizlur, sem nærri má geta, bæði á hallargarði prinsins, sem
Eu heitir (í Normandí), og i Paris, og var svo til þeirra stór-
menni boðið og erindrekum útlendra ríkja, sem rikisvaldur
ætti hjer dóttur at festa. Freycinet stóð þá fyrir ráðaneytinu
og bar nú það upp á þinginu, að þeim prinsum skyldi visað
af landi, sem rikiserfðum þættust næstir standa á Frakklandi.
Hjer var máli miðað að Filippusi greifa (og syni hans), Jerome
Napóleoni (keisarafrænda) og Viktori syni hans. Freycynet
mælti fastlega fram með frumvarpi sínu, og tók það fram sjeri-
lagi, að greifinn hefði viljað sýna bæði alþýðu Frakka og út-
lendum ríkjum, hver stórmennisafli stæði undir merki konung-